Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 68

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 ✝ Benedikt Jóns-son fæddist í Keflavík 9. apríl 1951. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Mos- fellsbæ 22. janúar 2018. Faðir hans var Jón Benediktsson, f. 8. desember 1914, d. 9. febrúar 1975. Móðir hans var Marta Hólmkelsdóttir, f. 6. ágúst 1916, d. 31. desember 1987. Þau bjuggu í Keflavík. Systkini Benedikts eru: Sig- ríður, f. 1938, d. 2016, Gunnar, f. 1941, Sigurjón, f. 1947, d. 1975, Sólrún Oddný, f. 1948, Marteinn, f. 1952, og Ósk Helga, f. 1957. Eftirlifandi eiginkona Bene- dikts er Margrét Hálfdán- ardóttir, fædd 1953. Fyrrver- andi eiginkona hans er Sólveig Pétursdóttir, fædd 1960. Sonur Benedikts og Ingi- bjargar Jónasdóttur, fyrrver- andi sambýliskona, er Pétur Viktor og Alexander. Bóbó og Hlín eiga eitt barnabarn; Köru Sól (dóttur Elvars). Guðni Freyr, fæddur 1971. Maki hans er Sigríður Arna Sigurðar- dóttir. Guðni á þrjá syni frá fyrra hjónabandi; Benedikt Aron, Ými Franz og Ísak Nóa. Snædís Perla, fædd 1975. Maki hennar er Peter Thacker. Hún á tvo syni; Sebastian Frey og William Tý. Húni, fæddur 1980. Eiginkona hans er Anna Rut Ingvadóttir. Þau eiga þrjú börn; Emilíu Mist, Hafþór Loga og Elmar Breka.Bene- dikt var bóndi á Skarði II í Lundarreykjadal í Borgarfirði á sínum yngri árum. Hann bjó einnig í Borgarnesi um tíma og var við smíðanám. Hann vann lengi í Keflavík við út- flutning sjávarafurða, bæði á eigin vegum og fyrir önnur fyrirtæki. Síðustu 20 ár hefur hann unnið sem skrúðgarð- yrkjumaður og verkstjóri hjá Umhverfissviði Reykjavíkur- borgar. Hann útskrifaðist frá Garðyrkjuskóla ríkisins árið 2002. Útför Benedikts fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 1. febrúar 2018, klukkan 13. Már, fæddur 1971. Eiginkona hans er Gerður Gunnlaugs- dóttir. Sonur þeirra er Aðal- steinn Már og fóst- urdætur Péturs eru Brynhildur og Hrafnhildur. Barnabörnin eru fimm. Börn Benedikts og Sólveigar eru: Stefán Pétur, fæddur 1977. Sambýliskona hans er Hildur Halldórsdóttir. Þau eiga saman soninn Tómas Orra. Alma Dröfn, fædd 1980. Eiginmaður hennar er Guðmundur Þór Birgisson. Börn þeirra eru Benedikt Þór og Ísabella Ösp. Guðmundur á dóttur frá fyrra sambandi, Signýju Eiri. Ásgeir, fæddur 1982. Hann er ógiftur og barnlaus. Börn Margrétar eru: Sig- urður Hálfdán (Bóbó), fæddur 1969. Eiginkona hans er Hlín Hulda Valsdóttir. Þau eiga fimm syni; Val, Elvar; Róbert, Hversu grimmt er það að koma að sterka og hrausta manninum sínum öllum í stað þess að koma í hlýja holu og fá að sofa í fangi hans nóttina í gegn. Hann var ekki bara maðurinn í lífi mínu – heldur líka minn allra besti vinur. Kletturinn minn. Ég hélt að hann yrði eilífur. Myndi ná háum aldri og stofna villingagengi á elliheim- ilinu. Við vorum búin að þekkjast í nær 50 ár. Við vorum kærustupar á unglingsárum. Vorum síðan góðir vinir og fylgdumst með lífs- hlaupi hvors annars lengi vel. Við hittumst síðan 1992 og rugluðum saman reytum eftir árs vinasam- band. Við vorum jafn ólík og dag- ur og nótt, bæði í orði og æði. Smám saman slípuðumst við sam- an og bættum hvort annað upp. Þrátt fyrir að það hvessti stund- um og líf okkar yrði aldrei logn- molla gengum við alltaf sátt til svefns. En bestu vinir okkar sögðu að við værum gott á hvort annað. Benni var óvenju duglegur maður. Hann fór mjög snemma að vinna og var hvert sumar á Skarði, þar sem hann varð ungur bóndi í meira en áratug. Hann var með blandað bú, kýr og kindur. Ég fékk oft fregnir af honum frá ráðunautum þegar ég vann á Búnaðarfélagi Íslands. Hann þótti skrítinn, var aldrei með drasl á hlaðinu, kembdi kúnum sínum og var með sérstakar regl- ur sem allir urðu að lúta í um- gengni við þær – líka ráðunautar. Þær launuðu honum vel í formi mjólkurmagns og annarra afurða. Hann sá alltaf eftir að hafa þurft að hætta búskap, en maður ræður ekki alltaf sínu lífshlaupi. Benni hefur átt farsælan 20 ára starfsferil hjá Umhverfissviði Reykjavíkur og við sjáum hvar- vetna verkin hans í formi glæsi- legra hringtorga, frostrósina í Borgarmerkinu og alls kyns frumlegar hugmyndir sem lifa áfram. Hann var mjög listfengur og hugmyndaríkur. Málaði, teikn- aði einstakar fugla- og dýramynd- ir, spilaði á gítar og átti margvís- leg áhugamál. Aðaláhugamál hans voru hins vegar fjölskyldan, börnin hans og barnabörn okkar beggja. Betri afi fyrirfannst ekki. Hann var vakinn og sofinn yfir ungviðinu og elskaði þau öll skilyrðislaust. Hann kenndi þeim að umgangast dýr og náttúruna. Hér voru alltaf ein- hver spennandi verkefni í gangi, kofasmíði, risa sjóræningjaskip var hér í smíðum og þau fengu að koma að öllu sem hann var að sýsla við. Í fjölskylduboðum sá varla í hann fyrir börnum, og ung- lingarnar létu sitt ekki eftir liggja. Dýr völdu sér heimili okkar sem samastað og Benna sem fóstra. Það mátti sjá þau elta hann í hala- rófu; hundar, kettir, hænur og páfagaukar. Þau treystu honum fullkomlega og það var yndislegt að sjá stóru hendurnar hans draga flísar úr þófum og litlum lófum á ótrúlega varfærinn hátt. Benni var vinum sínum hrein- skiptinn og trúr. Ráðagóður og hjálpsamur ef eitthvað bjátaði á. Hrókur alls fagnaðar á góðum stundum, drepfyndinn, stríðinn, orðheppinn og óhemju skemmti- legur. Hans er sárt saknað af vin- um og vandamönnum og skarð hans verður aldrei fyllt. Ég óska mínum yndislega manni góðrar ferðar í sumarlandið og hlakka til endurfundanna þegar minn tími kemur. Margrét Hálfdánardóttir. Elsku pabbi, það er einstaklega erfitt að koma orðum að því hversu erfitt það er að kveðja þig, þetta kom eins og þruma úr heið- skíru lofti og ég sit eftir áttavilltur og týndur. Ég mun ávallt sakna þín, pabbi minn, ég fann þetta ljóð sem lýsir tilfinningum mínum bet- ur en ég sjálfur gæti komið í orð. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) Hvíldu í friði, faðir minn. Þinn sonur, Ásgeir Benediktsson. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Mikið er þetta sárt. Við áttum eftir að gera svo margt saman. Við áttum eftir mótorhjólaferðina, að heimsækja fleiri borgir, kíkja á hestana, drekka meira kaffi, sitja saman á sólarströnd og drekka vodka í sprite, fá okkur enn meira kaffi og tjalda í garðinum öll saman. Það að koma í Mosó til Möggu og pabba var alltaf eins og að koma í einhvers konar töfraveröld sem var ekki alveg í sömu tíma- vídd og þar sem hið daglega amst- ur fór fram. Garðurinn risastór og fallegur sama hvaða árstíð var. Að sitja í rólunni í hvítri vetrarpara- dísinni innan um háu trén og runna fékk mann til að gleyma stund og stað. Á vorin var mikið líf og fóru bæði menn og dýr af stað í ýmis verk og jafnvel var hægt að sjá hænu hjálpa pabba að mála. Á sumrin var hægt að gæða sér á plómum og eplum í gróðurhúsinu og sigla á sjóræningjaskipinu sem karlinn smíðaði með krökkunum og auðvitað halda veislur. Á haustin var nauðsynlegt að hlaupa í nokkrar laufhrúgur og kasta spreki með Buslu eða Prins. Yndislegt. Inni alltaf sælkeramat- ur, humar fyrir eins árs snáða og afakex, alltaf nóg til af því. Kvöld- matur var gjarnan á frönskum tíma, svona einhvern tíma á bilinu fimm til ellefu, ekki svo nojið. Mikið rann hann vel niður. Pabbi hafði stóran og hlýjan faðm, enda löðuðust börn og dýr að honum. Eitt sinn þegar hann kom í ömmu og afa kaffi á leik- skóla Tómasar Orra höfðu leik- skólakennararnir orð á því að hann væri orðinn afi allra barnanna, enda höfðu þau öll með tölu hópast til hans og kúrt á með- an hann sagði sögur. Pabbi gaf sér mikinn tíma með barnabörnunum, að leika við þau á þeirra forsendum. Tómas Orri hefur alltaf haft mikinn áhuga á hljóðfærum, já og hvers kyns há- vaða. Pabbi nennti endalaust að leyfa honum að glamra á gítar eða munnhörpu og spila undir með honum. Jafnvel keyra fjarstýrða bílinn í leiðinni. Það er gott að ylja sér við þess- ar minningar. Takk fyrir allt. Við munum ávallt hugsa til þín með hlýju þegar við horfum út um gluggann okkar á Bálhóli, gluggann sem þú gafst okkur sem býður ávallt upp á nýtt málverk. Þín, Stefán Pétur, Hildur og Tómas Orri. Sólin kemur upp á hverjum degi eins og ekkert hafi í skorist en ég myndi helst vilja að tíminn stæði í stað og hætti að æða svona áfram. Einni af grunnstoðum lífs míns hefur verið kippt undan fótum mér, hann pabbi minn er dáinn. Frá því að ég man eftir mér hefur pabbi verið einn af þessum föstu punktum í tilverunni, alltaf á sínum stað alveg eins og sólin. Hann hefur alltaf haft frekar hægt um sig og ekki viljað láta fara mikið fyrir sér en hann var til staðar boðinn og búinn að létta undir, hýsa okkur, líta eftir barna- börnunum eða jafnvel drekka kaffi og horfa á sjónvarpið, bara það sem hentaði hverju sinni. Þegar ég eignaðist son minn árið 2009 kom annar og nýr glampi í augun á pabba, drengur- inn hlaut nafnið Benedikt í höfuð- ið á afa sínum en hann kallaði hann alltaf „nafni minn“. Eftir þeirra fyrstu kynni áttu þeir ein- stakt samband sem bara þeir tveir skildu, það var fallegt og skilyrðislaust. Það var ótakmarkað magn af þolinmæði sem pabbi átti fyrir barnabörnin, hann hafði alltaf tíma fyrir þau og gat alltaf fundið upp á einhverju skemmtilegu að gera. Það eru ekki allir afar sem smíða margra metra sjóræningja- skip í garðinum sínum bara af því að það gleður litlar sálir, en það gerði hann. Benedikt yngri hefur haft miklar áhyggjur af því að sjó- ræningjaskipið hafi ekki verið tilbúið enda áttu þeir eftir að klára það. Pabbi átti eftir að gera svo margt fleira en að klára sjó- ræningjaskipið, hann átti t.d eftir að ferðast með Möggu sinni, hætta að vinna og njóta lífsins, leika við barnabörnin, vinna í gróðurhúsinu og njóta efri áranna í faðmi ástvina. Það var dásamlegt að eiga samastað í Mosfellsbænum þar sem alltaf var svo vel tekið á móti öllum, þar var ekkert stress, bara gleði. Pabbi var nefnilega mikill grínari og gat verið mjög fyndinn, barnabörnin veltust oft um af hlátri og ekki síst við fullorðna fólkið. Pabbi elskaði að hafa fullt hús af fólki, fara í gróðurhúsið og smakka á plómu eða öðru góð- gæti, sitja í fallega garðinum þeirra og njóta veðurblíðunnar, grilla og jafnvel fá sér smá tár í glas. Þar var oft glatt á hjalla og ekki síst í hjarta. Á sorgarstundum er gott að geta yljað sér við minningar um yndislegan mann sem gaf mér svo ótal margt. Ég get yljað mér við allar minningarnar um góðar stundir sem við áttum saman í barnæsku minni og alveg fram á síðasta dag. Allar heimsóknirnar hans til okkar á meðan við bjugg- um í Noregi og ekki síst ómet- anlegar stundir sem við áttum með þeim hjónum á Tenerife í haust þar sem við bjuggum til fal- legar minningar í sól og sumaryl sem við ætlum að varðveita um alla tíð. Ég man það sem barn að ég margsinnis lá og mændi út í þegjandi geiminn, og enn get ég verið að spyrja og spá, hvar sporin mín liggi yfir heiminn. En hvar sem þau verða mun hugurinn minn, við hlið þína margsinnis standa, og vel getur verið í síðasta sinn ég sofna við faðm þinn í anda. (Þorsteinn Erlingsson) Takk fyrir þig, pabbi minn. Þín Alma Dröfn. Persónur í leikriti lífs okkar eru margvíslegar eins og gengur. Benni kom inn á sviðið og helgaði sér stórt hlutverk fyrir hartnær 55 árum í kaupamennsku á næsta bæ í Borgarfirðinum. Mátulega leist manni á að táningur af möl- inni í Keflavík gæti fótað sig í sveitaverknum. En hann festi smám saman rætur og fór svo að hann tók við búinu eftir smá við- komu í Borgarnesi. Sá tími dugði honum þó til að hefja fjölgun mannkynsins í mynd fyrsta sonar hans. Sveitin átti síðar eftir að kynnast skemmtilegri blöndu af bónda og bóhem spilandi grað- hestarokk yfir heimilisfólki og húsdýrum. Benni fór kannski í sveitina, en Keflavík fór aldrei úr honum. Benna gekk samt vel að brúa bilið á milli malar og sveitar þó stöku hefðu varann á sér, Benni gat nefnilega aldrei á sér setið að herma eftir samferða- mönnum sínum og eirði engum í þeim efnum. Ósérhlífinn var hann og nautsterkur, vann hratt og skemmti sér hratt. Kannski sást hann ekki alltaf fyrir, en þá var það bara sett í reynslubankann og frásögn af því krydduð mátulega. Þegar gera átti sér dagamun gekk stundum mikið á, en einhver verndarhendi var yfir öllu brölt- inu í okkur, bílarnir löfðu á veg- inum i lausamölinni þótt efsti gír væri mest notaður og menn komu heilir heim, þó ekkert endilega samdægurs. Velferð vélbúnaðar var ekki stórt áhyggjuefni á þess- um árum, til dæmis fannst Benna eitt sinn nauðsynlegt að losna við flugu innan á framrúðunni á Fólksvagninum. Skellti hann hendinni yfir fluguna og fylgdi svo eftir með hinni hendinni. Flugan var öll og rúðan líka. Og við hlóg- um eins og vitleysingar. Sláttuvél- ar taldi Benni ágætar til að slétta tún og múgavélar tilvaldir mosa- tætarar. En reyndar var á köflum afskaplega litill munur á þýfinu og gamla heimatúninu og góð slægja var á hvorutveggja. Þar kom að Benni brá sér í nýtt hlutverk, festi ráð sitt og bætti í mannkynið, á sínum hraða auðvitað. Tvö börn á rúmlega tveimur árum. En sveitabúskapur var á þröskuldi nýrra tíma á þessum árum og þar kom að Benni flutti aftur á æsku- slóðirnar, fjölskyldunni og reynsl- unni ríkari. En eftirtekja af fyrri búskap var rýr, verandi á byrj- unarreit reyndi á sambandið og kom þar að leiðir skildu. Þar gekk Benni um sinn dimmasta dal. Við hjónin erum því fegnust að hafa getað stutt hann á þeim árum. En Benni náði vopnum sínum á ný og fann sína kjölfestu í Möggu æsku- vinkonu sinni. Um leið brustu all- ar stíflur hvað varðaði hæfileika Benna sem þó alltaf grillti í, en með aðstoð Möggu nam hann garðyrkjufræði og greip í gítar- spil og myndlist, allt lá opið fyrir honum. Þegar hér var komið leið oft nokkur tími á milli funda með okkur en vinátta okkar skynjaði engan tíma eða málamiðlanir, hvert símtal eða heimsókn var eins og gerst hefði daginn áður, þráðurinn slitnaði aldrei. Kæri vinur, almættinu þóknaðist að skrifa þig út af sviðinu núna, okk- ur hefði aldrei komið til hugar að það væri í handritinu. Það er kom- ið tómarúm í tilveruna. En við ef- umst ekki um að hlutverkinu sem almættið hefur ætlað þér verður skilað með hraði og listavel. Oddur Ólason. Benedikt Jónsson Elsku Teitur, ég er svo þakklát fyr- ir að hafa fengið þig sem tengdaföð- ur og afa barna minna. Við minnumst þín af hlýju, minn- ingarnar hugga og verma. Um daginn fannst mér eins og ég sæi ykkur Ástu koma gangandi inn til okkar, leiðandi hvort annað. Það var eitthvað svo kunnuglegt og nærandi. Mikið held ég að Ásta og Jónas hafi tekið vel á móti þér, það hafa orðið fagnaðarfundir í lagi. Það sem var svo eftirtektarvert og einkennandi fyrir þig, Teitur, var léttur hlátur þinn, grín og jafnvel grettur. Þú varst sífellt að, varst þrautseigur en jafn- framt með þetta eftirsóknar- verða jafnaðargeð. Við Halli er- um farin að segja að við ættum „að taka Teit á þetta“. Með þessu meinum við að ef við þurfum að áorka einhverju, þá þurfum við að vera skýr, sýna festu en vinsemd. Það þýðir að Teitur Jónasson ✝ Teitur Jón-asson fæddist 31. janúar 1930. Hann lést 1. janúar 2018. Útför Teits var gerð 19. janúar 2018. gefast ekki upp fyrr en við höfum náð því sem við viljum eða þurfum. Börnin okkar eiga svo góðar minningar um þig. Hera sagði þig mikinn brandara- karl sem var alltaf að græja eitthvað og alltaf hlæjandi. Hún sagði: „Afi kenndi mér margt, t.d. að elska bakaðar baunir. Hann kenndi mér, með lífsgleði sinni, um mikilvægi þess að hafa gaman af lífinu.“ Úlfar minnist oft þeirra stunda þegar þú sóttir hann í leikskólann og tíma ykk- ar saman. Honum fannst alltaf svo gott að vera með þér. Nú á síðari árum þótti honum ein- staklega ljúft að fá að halda í höndina þína og fá að sýna þér umhyggju. Þór litli var ákveð- inn í því að afi væri svo flottur rútukarl sem væri svo góður og skemmtilegur. Elsku Teitur minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Það voru sönn forréttindi að fá að kynnast ykkur Ástu. Að syrgja og sakna er að elska og þið hjónin voruð svo sannar- lega heitt elskuð. Þín tengdadóttir, Ylfa. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI MAGNÚSSON, fyrrverandi lögreglumaður, Múlavegi 32, Seyðisfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 17. janúar á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 3. febrúar klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahúss Seyðisfjarðar, kt. 620208-1750, reikn.nr. 0176-15-380032. Gunnhildur Helga Eldjárnsdóttir Jón Eldjárn Bjarnason Magnús Heiðar Bjarnason Lisa Dianne Bjarnason Íris Hrund Bjarnadóttir Guðmundur G. Kristófersson afabörn og langafabörn Ástkær bróðir okkar, JÓN ÁGÚSTSSON kennari, Skúlagötu 20, andaðist á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 28. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. febrúar klukkan 13. Ágúst Ágústsson Þorlákur Ari Ágústsson Þuríður Jana Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.