Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018
Tillögur að breytingu á Aðalskipu-
lagi Reykjavíkur 2010-2030 og deili-
skipulagi fyrir reitinn Hraunbær-
Bæjarháls í Árbæjarhverfi hafa ver-
ið auglýstar á vef Reykjavíkur-
borgar.
Í breytingunum felst að opið
svæði verður íbúðabyggð. Heimilt
verður að byggja um 200 íbúðir á
reit milli Hraunbæjar og Bæjarháls,
sem áður var opið grænt svæði. Gert
er ráð fyrir að húsin geti verið 2-5
hæðir. Markmið breytingartillagn-
anna er að mæta aukinni eftirspurn
eftir íbúðarhúsnæði, stuðla að fjöl-
breyttara húsnæðisframboði, bæta
ásýnd svæðis og styrkja Árbæinn
sem lífvænlegt hverfi til lengri tíma,
segir á vef Reykjavíkurborgar.
Borgarbúar geta kynnt sér tillög-
urnar í þjónustuveri Reykjavíkur-
borgar í Borgartúni 12-14, og á vef
borgarinnar www.reykjavik.is,
skipulag í kynningu.
Borgin hvetur þá sem telja sig
eiga hagsmuna að gæta til að kynna
sér tillögurnar. Ábendingum og at-
hugasemdum við tillöguna skal skila
eigi síðar en 13. mars næstkomandi.
sisi@mbl.is
Tölvuteikning/A2F arkitektar
Hugmynd að útliti Heimilt verður að byggja allt að 200 íbúðir á fjórum
auðum lóðum við Hraunbæ. Íbúðirnar verða frá 35-50 m² upp í 111-150 m².
Skipulagið auglýst
Byggðar verða 200 íbúðir við
Hraunbæ Frestur fram í mars
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, Ásmundur Daði Einarsson,
velferðarráðherra og Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri sáu um að bjóða
gestum kjötsúpu þegar Samhjálp
fagnaði 45 ára starfsafmæli sínu í
gær. Veislan fór fram í Kaffistofu
Samhjálpar en árlega eru gefnar um
67.000 máltíðir á Kaffistofu Sam-
hjálpar sem er opin 365 daga ársins. Í
dag nýta sér að jafnaði 90 manns
langtíma úrræði Samhjálpar sem
m.a. rekur áfengis- og vímuefna-
meðferðstöðina í Hlaðgerðarkoti í
Mosfellsdal. Þá rekur Samhjálp fjög-
ur áfanga- og stuðningsheimili.
Áfangaheimilin eru í Reykjavík og
eru ætluð þeim sem lokið hafa lang-
tímameðferð. Stuðningsheimilin eru í
Reykjavík og Kópavogi og eru rekin í
samstarfi við velferðarsvið Reykja-
víkurborgar og velferðarsvið Kópa-
vogsbæjar. Vörður Leví Traustason,
framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir
í samtali við Morgunblaðið að starf-
semin hafi breyst mikið í gegnum ár-
in en á upphafsárum sínum var Sam-
hjálp starfandi í bílskúr. „Þetta
byrjaði í bílskúr á Sogaveginum þeg-
ar einn maður fór til Svíþjóðar í
drykkjumeðferð. Hann kom heim og
vildi hjálpa sínum gömlu drykkju-
mönnum sem héldu til niðri á togara-
bryggju,“ segir Vörður Leví og á þar
við Georg Viðar Björnsson.
Að öllu jöfnu eru 30 manns í
rúmi hjá Hlaðgerðarkoti en upp-
haflega var einungis pláss fyrir 14
manns. Árið 2016 tók Samhjálp við
300 manns í meðferðarúrræði en
þurfti að hafna 600 einstaklingum.
Úr gömlum drykkjumönnum í
unga fíkla í hörðum efnum
„Þegar þetta byrjaði þekktist
ekkert annað en bara drykkjumenn-
irnir. Þetta voru gamlir útbrunnir
karlar sem komu í Hlaðgerðarkot en í
dag er þetta meira unga fólkið sem er
að koma úr hörðum efnum. Við tök-
um ekki við yngri en 18 ára en þetta
er sá hópur. Rúmlega 70% þeirra sem
koma eru yngri en fertugt,“ segir
Vörður. „Þau geta verið þarna í þrjá
mánuði en síðan eru þau oft ekki
tilbúin að fara út og eru þá í 6 til 8
mánuði, sem þýðir að veltan er ekki
eins mikil hjá okkur en árangur betri.
Það er fyrst og fremst verið að hugsa
um það að fólk nái að snúa við lífinu.“
Samhjálp fagnaði
45 ára starfsafmæli
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslensk kjötsúpa Ásmundur Einar Daðason, Dagur B. Eggertsson og Guðni Th. Jóhannesson gáfu gestum súpu.
Starfsemi Samhjálpar stækkað og breyst mikið frá stofnun
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fjallskilin þurfa að vera í lagi,“ segir
Oddný Steina Valsdóttir, formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda. Í vet-
ur hefur verið nokkur misbrestur á
því að fé sem rekið er á afrétt eða
heimalönd til beitar að vori skili sér
til byggða. Um 400 fjár hefur í vetur
verið smalað fram til byggða á
Austurlandi, svo sem í Fljótsdal og
Loðmundarfirði. Þá bárust fyrir
skemmstu fréttir af fé sem heldur sig
í fjallinu Bjólfi ofan við Seyðisfjarðar.
Matvælastofnun fylgist með þessum
málum og veitir bændum aðhald og
setur skilyrði.
Úr öðrum héruðum má nefna að
skömmu eftir nýár fóru bændur í
Hrunamannahreppi á afrétt sinn og
náðu þar fjórum kindum sem höfðu
ekki skilað sér. Sex kindur eru enn
ófundnar. Þá var um helgina farinn
leiðangur í Staðarfjöll í Skagafirði og
þar náð í sextán kindur sem höfðu
gengið úti í allan vetur. Fyrir nokkr-
um dögum komu svo fram kindur í
Arnarfirði.
Færri bændur og minni tími
„Skýringarnar á því hvers vegna fé
gengur úti eru eflaust misjafnar.
Sumstaðar er raunin að bændum hef-
ur fækkað, fólk hefur líka oft á tíðum
minni tíma aflögu. Þessi veruleiki
leysir fólk samt ekki undan ábyrgð í
vandamáli sem verður að leysa,“
segir Oddný Steina. Í sveitum segir
hún það vera skyldu hvers bónda að
leggja til mannskap í smalamennsku.
Landeigendur og sveitarfélögin beri
einnig ábyrgð á því sem að þeim snýr.
„Fólk verður einfaldlega að leita leiða
til lausna og horfa á þetta sem verk-
efni en ekki vandamál enda gefandi
og gaman að verja fallegum haust-
dögum í smalamennsku upp um fjöll
og dali,“ segir Oddný Steina.
Útigangsfé er
víða vandamál
Fjallskilin vandi sem þarf að leysa
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sauðfé Stundum vantar ær í hjörð-
ina og þá er vandi á höndum.
Laugavegi 103, við Hlemm | 105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is
Vetrarhátíð
í miðbænum
20-40% afsláttur af öllum vörum
1.-3. febrúar
Grikkir gegn auðvaldi er yfirskrift fundar sem boðað
hefur verið til í Safnahúsinu við Hverfisgötu laugardag-
inn 3. febrúar kl. 12. Þar verður fjallað um stöðu og
horfur í grískum stjórnmálum, með þátttöku tveggja
baráttumanna sem hafa verið virkir leiðtogar í baráttu
grísks almennings gegn alþjóðlegu auðvaldi, þau Zoe
Konstantopoulou og Diamantis Karanastasis.
Konstantopoulou er formaður nýs stjórnmálaafls í
Grikklandi, Frelsisleiðarinnar, en hún var í fremstu víg-
línu þegar Syriza vann sögulegan kosningasigur sinn í
janúar árið 2015 og hefur í kjölfarið verið áberandi í grískum stjórn-
málum. Karanastasis er margverðlaunaður leikari og leikstjóri. Hann er í
framvarðarsveit Frelsisleiðarinnar svo og hreyfinganna „Réttlæti fyrir
alla“ og „Nei við þeirra jái!“ Reiknað er með að fundinum verði lokið um kl.
13.30 í síðasta lagi, segir í fréttatilkynningu.
Fundað um stöðuna í grískum stjórnmálum