Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 ✝ Valborg Árna-dóttir hjúkr- unarfræðingur fæddist á Vopnafirði 12. febrúar árið 1930. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 12. janúar 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Aagot Fougner Johansen húsfreyja og Árni Vilhjálmsson héraðslæknir á Vopnafirði. Valborg var miðju- barn ellefu systkina, en þau voru auk hennar í aldursröð tal- in: Snorri, Kjartan, Árni, Kristín Sigríður, Sigrún,Vilhjálmur, Aagot, Rolf, Aðalbjörg og Þór- ólfur. Af þeim lifa nú eftir þrjú þeirra, þau Sigrún, Aagot og Þórólfur. Valborg giftist Inga Birni Halldórssyni, f. 1929, d. 2009, sambýlismaður hennar er Krist- ján Norland. 3) Brjánn, f. 1964, hljóðfæraleikari, eiginkona hans er Bryndís Björgvinsdótt- ir. Börn þeirra eru Björg, Guð- rún og Ingi. Valborg ólst upp á Vopna- firði, og tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1948. Hún stundaði síðan eins vetrar nám við Húsmæðraskól- ann á Löngumýri í Skagafirði. Hún flutti til Reykjavíkur 1950 og starfaði þar í nokkur ár við verslunar- og skrifstofustörf. Árið 1972 hóf hún nám við Hjúkrunarskóla Íslands og lauk þaðan hjúkrunarprófi 1975 og framhaldsnámi við Nýja Hjúkr- unarskólann árið 1977. Valborg starfaði á Landspítala, Borgar- spítala en þó lengst á Landa- kotsspítala eftir útskrift og lauk starfsferli sínum, þá 73 ára gömul, á Hrafnistu. Eftir að hún fór á eftirlaun gerðist hún sjálf- boðaliði hjá Rauða krossinum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. frá Borgarfirði eystra árið 1953. Þau skildu 1981. Foreldrar Inga voru hjónin Anna Guðný Guðmunds- dóttir og Halldór Ásgrímsson. Börn Valborgar og Inga Björns eru: 1) Anna Guðný, f. 1955, hjúkrunar- fræðingur, eigin- maður hennar er Hans Dingler. Sonur þeirra er Inúk og unnusta hans er Geirný Ómarsdóttir. Synir þeirra eru Benedikt og Dagur. 2) Brynja, f. 1961, hjúkr- unarfræðingur, eiginmaður hennar er Guðmundur Óli Hreggviðsson. Dætur þeirra eru: a)Valborg, eiginmaður hennar er Jón Otti Sigurðsson og eru dætur þeirra Signý Alda og Iðunn Brynja. b) Hallbera, Amma var að mínu mati ólík flestum þeim jafnöldrum sínum sem ég hef kynnst. Alltaf svo hress og kraftmikil, mikill harð- jaxl og fyrirmynd. Hún skellti sér í hjúkrunarnám á fullorðinsaldri, fékk sér iPad og skráði sig á Snapchat á níræðisaldri og ferð- aðist um allan heim, frá Tíbet til Brasilíu. Hún fór með okkur syst- urnar í ferðir, m.a. til Suður-Afr- íku, Túnis og Líbýu, og hvatti okkur alltaf áfram þegar við ákváðum að fara í stór ferðalög eftir að hún var sjálf farin að tak- marka sínar utanlandsferðir við nálægari slóðir. Hún hætti samt aldrei að ferðast og fór í örugg- lega sjö utanlandsferðir eftir að hún veiktist, bæði skemmtiferðir og til að vera viðstödd útskriftir og tónleika barna sinna og barna- barna erlendis. Amma var alltaf til staðar fyrir okkur og mjög stór hluti af mínu lífi. Þegar ég var lítil flutti hún til að vera í göngufæri við Austur- bæjarskóla sem við systurnar gengum í og endaði ég ófáa skóla- dagana heima hjá henni í grjóna- graut og hangsi. Síðustu ár höfð- um við einmitt endurnýjað þessa hefð með reglulegum grjóna- grautarboðum ásamt spjalli um lífið og tilveruna. Við vorum báð- ar sérstakir orkídeuaðdáendur, ég átti eina og hún tvær, og sner- ist spjallið alltaf á einhverjum tímapunkti að ástandi og líðan blómanna okkar. Mér þótti vænt um að fá að taka við orkídeunum hennar þegar hún kvaddi og nú standa þær allar saman heima hjá mér. Ein blómstrar enn, önn- ur er að fella síðustu blómin og sú þriðja er komin í dvala. Elsku amma, við höfum átt margar góðar stundir síðustu 25 árin og mér finnst ég heppin að hafa fengið að kynnast þér svona vel, bæði sem barn og svo á ann- an hátt á fullorðinsaldri. Þú hefur verið fastur punktur í mínu lífi og það verður skrýtið að geta ekki lengur kíkt inn á Snorrabrautina í kaffi og spjall. Takk fyrir allt. Þín Hallbera. Allsnakinn kemurðu í heiminn og allsnakinn ferðu burt frá þessum dauðu hlutum sem þér, fannst þú hafa dregið á þurrt og eftir lífsins vegi maður fer það sem hann fer og veistu á miðjum degi dauðinn tekur mál af þér ofmetnastu ekki af lífsins móðurmjólk kirkjugarðar heimsins geyma, ómissandi fólk (Magnús Eiríksson) Amma mín, Valborg, var litrík persóna, uppátækjasöm og að mörgu leyti óútreiknanleg. Þegar við áttum í samræðum var oft eins og aldursbilið á milli okkar gleymdist; hún kom fram við mig eins og jafningja sinn og fékk aldrei nóg af gríni og glensi, enda held ég að hún hafi haft marg- brotnari húmor en gengur og gerist hjá hennar kynslóð. Hún bjó yfir lífsgleði, forvitni og fróð- leiksþorsta sem dreif hana áfram og gerði það að verkum að hún ferðaðist um heim allan. Að sama skapi hafði hún unun af hvers kyns listum, fór reglulega á tón- leika og las mikið. Fróðleiksþorstinn fékk ömmu líka til að keppast við að halda í við tækniframfarirnar sem orðið hafa á síðustu áratugum og mér finnst hún eiga hrós skilið fyrir að ná að fylgjast jafn vel með og hún gerði. Henni gramdist þó að ná ekki að átta sig almennilega á Facebook og gafst aldrei upp á því að fá útskýringar frá barna- börnunum. Á netinu gat hún fylgst með ættingjum sínum sem búsettir voru úti í löndum og þannig nýtti hún sér ávallt breyt- ingarnar til góðs í stað þess að harma fortíðina. Amma prófaði sig einnig áfram í ýmsum tölvu- leikjum og gjarnan kom fyrir að ég fékk tilkynningu á Facebook um að hún væri að bjóða mér að spila Candy Crush. Það fékk mig alltaf til að brosa. Samverustundir okkar ömmu voru margar og dýrmætar. Hún tók mér opnum örmum heima á Snorrabrautinni og eins í bú- staðnum sínum í Grímsnesinu þar sem hún undi sér vel í nábýli við gróðurinn, fuglana og náttúr- una. Við ferðuðumst saman til ýmissa áfangastaða, svo sem Madeira, Indlands og Tenerife og þannig upplifðum við ýmislegt saman og kynntumst á nýjan hátt. Í einni ferðinni lést mágur ömmu af slysförum og mér er minnisstætt hvernig amma út- skýrði fyrir mér hringrás lífsins og að það væri mikilvægt að ótt- ast ekki dauðann. Yfirvegunin og viskan sem hún kenndi mér sem tíu ára barni fylgdi mér upp frá því. Þegar við kvöddumst á líkn- ardeildinni í Kópavogi fann ég þessa visku skína úr augunum á henni á ný og það gaf mér styrk til að kveðja hana. Hennar verður sárt saknað en minningin um þessa merku konu lifir um ókomna tíð. Guðrún Brjánsdóttir. Valborg móðursystir mín hafði stundum á orði að hún hefði fæðst þrjátíu árum of snemma. Ég hafði aldrei á tilfinningunni að í þessum ummælum fælist neinn ami, þau endurspegluðu miklu fremur síkvikan áhuga hennar á öllu því sem lífið hefur að bjóða, á þessari makalausu tilveru, á þeim heimum sem ný þekking og tækniframfarir opna okkur sýn inn í næstum því daglega. Þessi áhugi braust meðal ann- ars út í ferðalögum til framandi landa, og það áður en slíkt varð almenn skemmtun. Svarta hafið – ég held að ég hafi fyrst, smá- stelpa, uppgötvað þetta fyrirbæri af póstkorti sem barst frá Val- borgu sunnan úr löndum. Löngu seinna, í símtölum okkar yfir höf- in, rifjuðust upp fyrir henni ótal minningar úr ferðum vítt og breitt um heiminn: heimsókn í forna kirkju á fyrrverandi ar- menskri jörð í Sýrlandi, óperu- ferð til Berlínar, silkikaup í Kína … Ein frásögnin var reyndar af hálendisferð hér innanlands, sem þær móðir mín skráðu sig í. Ein- hvern pata hafði Valborg af því að í slíkum reisum væri stundum tekið upp staup og pakkaði því flösku af því sem þær systur, hóf- sömu húsmæðurnar, þekktu, sérríi. Þegar upp á fjöll var komið reyndust ferðafélagarnir allir vera útlendir og fjarri því að þeir brúkuðu áðurnefndan sið. Það fór því svo að þessar grandvöru kon- ur pukruðust einar með áfengið í þessum prúða hópi. Valborg átti bágt með að ljúka við söguna fyr- ir hlátri. Þannig gat allt mögulegt borið á góma í samtölum við Valborgu og hún var ekki síður áköf í að heyra tíðindi, hvar maður hefði verið, hvað maður hefði séð eða lesið forvitnilegt, kannski sum- part til að fyrirbyggja að talið bærist um of að persónu sinni, því hún fór dult með sitt þrátt fyrir opið fas. Hvernig ætli það hafi horft við greindum og glæsilegum konum eins og henni frænku minni þeg- ar skoðanir rauðsokkanna tóku að ryðja burt viðteknum hug- myndum um hlutverk kvenna, þegar hin gömlu gildi voru allt í einu dregin í efa? Hræringar átt- unda áratugar síðustu aldar létu hana vafalaust ekki ósnortna, enda hóf hún um þetta leyti nám í hjúkrunarfræði og átti að baki langan og farsælan feril í starfi þegar hún hætti að taka lausa- vaktir, raunar komin á eftir- launaaldur. Ekki alls fyrir löngu gafst mér færi á að heimsækja Valborgu í sumarathvarfið í Grímsnesinu sem henni var svo kært; þetta var hlýr júlídagur, regn öðru hverju eins og það verður mildast á Ís- landi. Valborg leiddi mig um all- an skikann og benti á margvís- legustu jurtir sem hún hafði skemmt sér við að koma á legg. Þegar inn var komið og kaffið drukkið sýndi hún mér nýjar myndir af barnabarnabörnunum: skrunaði fimlega niður myndar- ununa í spjaldtölvunni – rétt eins og hún hefði fæðst með einnar kynslóðar seinkun! Ég kveð kæra frænku með þakklæti í hjarta fyrir dýrmæta samfylgd. Jóna Dóra Óskarsdóttir. Það vakna margar minningar þegar Valborg Árnadóttir er kvödd. Hugurinn reikar aftur til ársins 1979 í fyrstu utanlandsferð okkar hjóna til Júgóslavíu, þar hófust okkar kynni. Hún var ferðavön og okkur fannst hún vera heimsdama. Eitthvað fannst henni þetta unga par ráðvillt og tók okkur undir sinn verndar- væng. Ferðaáhuginn hélst alla tíð og 2009 þegar við vorum að panta ferð á sama svæði sem nú heitir Slóvenía, þá ákvað Valborg að skella sér með okkur. Saman nut- um við á nýjan leik einstakrar náttúrufegurðar og héldum upp á 30 ára vinskap sem aldrei bar skugga á. Dugnaður og kjarkur voru að- alsmerki Valborgar, sem á fimm- tugsaldri lét gamlan draum um hjúkrunarnám rætast eftir að hafa komið þremur börnum til manns. Hún var alltaf tilbúin að hlaupa undir bagga hjá okkur, hvort sem var að gæta lasburða tengdaforeldra sem bjuggu á neðri hæðinni svo við gætum brugðið okkar af bæ eða passa dæturnar, sem kunnu vel að meta félagsskap hennar bæði í Keldu- landinu og Birkigrundinni. Ekki má gleyma sumarbú- staðnum í Hraunborgum. Þar áttum við margar gæðastundir, oft öll fjölskyldan, stelpurnar nutu þess að veltast með henni í móunum, spila eða lesa, en stund- um fór ég bara ein og var með Valborgu í 2-3 daga. Okkur skorti aldrei umræðuefni, hún var fróð, víðlesin, hvetjandi, uppörvandi og umfram allt mjög skemmtileg, hafði t.d. margar sögur að segja frá uppvaxtarárunum á Vopna- firði í stórum systkinahópi. Sam- an deildum við áhuga á bókum og leiklist. Í þessum sælureit vildi hún helst eyða öllu sumrinu og gat það ótrúlega lengi þó að allra síð- ustu árin hamlaði vaxandi heilsu- leysi. Efst í huga Valborgar voru börnin þrjú, barnabörnin sex og nú síðast langömmubörnin fjög- ur. Ég fékk reglulega fréttir af þessu hæfileikaríka dugnaðar- fólki. Stolt sýndi hún mér hóp- myndina af yngri kynslóðinni með þeim ummælum að afkom- endur væru mestu verðmætin sem hægt er að skilja eftir hér á jörð. Við Elli og dæturnar Ólöf Jóna og Sigríður Birna kveðjum Val- borgu með virðingu og þakklæti fyrir svo ótal margt og vottum fjölskyldunni dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæra vinkona. Djúp og varanleg vinátta er dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar, og allt heimsins gull og silfur. Henni þarf ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur, sem ekki yfirgefur. (Sigurbjörn Þorkelsson) Guðný Margrét Ólafsdóttir. Valborg Árnadóttir Elsku amma. Síðasta laugar- dag varstu borin til hinstu hvíldar og hvíldin var eitthvað sem þú hafðir beðið eftir í nokkurn tíma. Sjálf var ég farin að óska þess, þín vegna, að þú fengir að fara á stað þar sem þér myndi líða betur. Samt var það svo að þeg- ar stundin rann upp neitaði ég að trúa því. Hvernig í ósköp- unum ætti heimurinn að halda áfram án þín, klettsins sem var alltaf til staðar? Það er jafn ómöguleg tilhugsun og að ein- hver myndi skyndilega slökkva á sólinni. Ég er viss um að fleir- um en mér finnst hafa skapast tómarúm með fráfalli þínu, sem er ekki að undra, þar sem þú gafst hverri manneskju sem þú kynntist hluta af þér. Þú tókst Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir ✝ Sigríður Theo-dóra Sæmunds- dóttir fæddist 10. júlí 1931. Hún and- aðist 6. janúar 2018. Útför hennar fór fram 13. janúar 2018. öllum opnum örm- um hvenær sem var og í kjölfarið varst þú velkomin hvert sem þú fórst. Fyrsta minning- in sem skýtur upp kollinum þegar ég hugsa um þig er þegar þú bjargaðir mér frá kónguló eina nóttina. Það var tímabil þar sem ég svaf í sama herbergi og þú. Mér fannst þú hugrakkasta manneskja í heimi, þú raukst bara fram, sóttir ryksuguna og fjarlægðir óvættinn. Ég man líka hvað þú hafðir gaman af því að hjálpa mér að læra og láta mig lesa upp fyrir þig. Hvað þú varst stolt. Fátt gerði mig glaðari en að gera eitthvað sem gerði þig ánægða með mig og hafði það oft áhrif á ákvarð- anir mínar. Í hvert skipti sem ég afrekaði eitthvað hugsaði ég með mér: „Ég hlakka til að segja ömmu frá þessu.“ Ekki svo að skilja að maður hafi nokkurn tímann þurft að vinna sér inn góðvild þína. Þú elsk- aðir alla skilyrðislaust. Þú varst ótrúlega góð fyrir- mynd. Öllum þeim verkefnum sem þú tókst að þér sinntirðu af eljusemi, staðfestu og jákvæðni. Fyrir utan að borða grænmeti, það var frekar fyrir kýrnar eða kindurnar. Ég veit að þú hefðir orðið ánægð með erfidrykkjuna þína. Þar var múgur og margmenni, viðeigandi fyrir þá mikla fé- lagsveru sem þú varst. Matur- inn var einfaldur og bragðgóð- ur, eins og þú hefðir haft það, engin þörf á að flækja hlutina. Fjölskylda þín, afkomendur og vinir komu saman, áttu góðar stundir og nutu samvista hvert við annað, eins og þér fannst svo mikilvægt. Ég elska þig, amma. Takk fyrir allar minningarnar, lexí- urnar og umhyggjuna. Þín Fjóla Kristín. Sagt er að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Því er ég hjartanlega sammála og í mínu lífi hefur hún Dóra á Skarði verið mikilvægur áhrifa- valdur. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi níu ára að aldri að vera boðið að koma í sveit að Skarði til Dóru og Guðna – og eftir það varð ekki aftur snúið. Að koma að Skarði var eins og að ganga inn í ævintýraheim. Fólkið, dýrin og frelsið – allt gerði þetta dvölina ógleyman- lega og skapaði dýrmætar minningar. Á mannmörgu heimili og á stóru búi var Dóra stjórnandinn og kletturinn alla tíð. Fyrstu árunum á Skarði fylgdi mikið frelsi en fyrsta verk dagsins, eftir að hafa náð í kýrnar eða hjálpað lítillega til í fjósinu, gat t.d. verið að ná í yfir 100 hesta stóð út á flöt og reka það heim ásamt kornungri heimasætunni á Skarði, Dóru yngri, og fleiri krökkum. Síðan var lagt á og riðið um sveitir. Þetta voru ótrúlega skemmtileg sumur. Með hækkandi aldri var mér boðið að verða kaupakona eins og Guðni orðaði það, en því fylgdi að hjálpa til við inni- störfin. Þau áttu ekki hug minn allan, en einhvern veginn vildi ég þó vinna vel þau verk sem mér voru falin fyrir Dóru. Eftir á sé ég að við gerðum greini- lega með okkur þögult sam- komulag um að ég kláraði mín inniverk hratt og svo mátti ég fara út. Ég var líklega tólf eða þrettán ára þegar Dóra kallaði mig inn á skrifstofuna sína og bauð mér sæti. Síðan fór hún vel yfir það launaflokkakerfi sem þá var gefið út af Bænda- samtökunum. Ég áttaði mig ekki alveg á þessu öllu saman; fæði og húsnæði er dregið frá og þá eru þetta launin. Hún út- skýrði fyrir mér að samkvæmt þessu ætti ég ekki að fá greidd laun fyrr en við 14 ára aldur, en hún vildi nú samt greiða mér laun samkvæmt því að ég væri 14, þar sem henni þætti ég hafa staðið mig vel um sumarið. Svona var Dóra, og ég held að ég hafi aldrei, hvorki fyrr né síðar, verið eins stolt og ánægð með launin mín. Ég minnist með þakklæti allra þeirra heimsókna sem ég hef farið að Skarði. Fríin voru gjarnan notuð til að fara í sveit- ina og þegar stund gafst og allt- af var manni vel tekið. Í seinni tíð standa nokkrar vetrarheim- sóknir að Skarði upp úr en þá áttum við Bogga og Dóra mikl- ar gæðastundir og gátum spjall- að heilmikið saman um lífið og tilveruna og fólkið hennar sem hún var svo stolt af. Minning Dóru mun lifa í myndarlegum ættboga og öllu því fólki sem hún gaf svo mikið af sér og snerti við með svo margvíslegum hætti á lífsleið- inni. Minningin um kvenskör- ung sem hafði stóran faðm og stórt hjarta lifir með mér um ókomna tíð. Ég votta Kristni, Helgu Fjólu, barnabörnum, barna- barnabörnum og öðrum að- standendum öllum mína dýpstu samúð, með djúpu þakklæti og virðingu fyrir allt það góða sem Dóra á Skarði gaf. Áslaug Pálsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota innsendi- kerfi blaðsins. Smellt á Morgun- blaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést . Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.