Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 73
MINNINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 ✝ Kolbrún Sig-urðardóttir fæddist í Hafnar- firði 20. desember 1949. Hún lést á Kvennadeild Land- spítalans við Hring- braut 11. janúar 2018. Kolbrún ólst upp að Hringbraut 9 þar til hún hóf bú- skap með eftirlif- andi eiginmanni sínum. For- eldrar hennar voru Sigurður Kristinsson málarameistari, f. 27.8. 1922, d. 4.9. 2005, og Anna Dagmar Daníelsdóttir, f. 4. desember 1925. Systkini hennar eru María Kristín, f. 8.2. 1947, maki Kristinn Garðarsson. og á þeirri leið kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Elíasi Rúnari Elíassyni, f. 9.2. 1949, frá Akranesi, þau giftu sig 31. ágúst 1968. Systkini Rúnars sammæðra voru átta, tvö eru látin. Systkini Rúnars samfeðra eru fimm. Kolbrún og Rúnar eiga þrjú börn, þau eru: 1. Guðmundur Arnar, f. 31.12. 1968, giftur Guðrúnu Brynhildi Árnadóttur, þau eiga tvo syni. Guðmundur á eina dóttur úr fyrri sambúð og Guðrún á tvo börn úr fyrri sam- búð. 2. Anna María, f. 11.1. 1970, gift Kjartani Sveinssyni, þau eiga tvær dætur og eitt barna- barn. 3. Daníel Viðar, f. 17.6. 1975, í sambúð með Katrínu Sjöfn Hauksdóttur, þau eiga ekki barn saman en Daníel á tvær dætur með Kristínu Þor- valdsdóttur, þau skildu og Katrín á tvo syni úr fyrri sam- búð. Útför Kolbrúnar fór fram í kyrrþey. Dagný, f. 1.6. 1948, maki Guðmundur Þórarinsson. Al- bert, f. 5.5. 1951. Daníel, f. 18.7. 1952, maki Ethel Sigurvinsdóttir. Hafdís, f. 9.10. 1954, maki Pálmi Helgason. Hjördís, f. 10.8. 1959, maki Vilhelm Pétursson. Kolbrún var í sveit að Dölum í Fáskrúðsfirði hjá móðurbróður sínum Elís og konu hans Sigrúnu Steinsdóttur frá fjögurra ára aldri. Kolbrún stundaði nám í kató, síðan í Lækjarskóla og lauk svo skyld- unni í Flensborg. 1966 fór hún í Húsmæðraskólann að Laugum Kveðjustundin er runnin upp, elsku mamma. Minning- arnar streyma fram og þrátt fyrir að við vissum hvert stefndi þá er hún erfið og skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki með okkur lengur. Frá því að þú greindist með krabbameinið, haustið 2013, eru liðin rúm fjögur ár sem hafa einkennst af sigrum og ósigrum og kannski ekki síst samveru þar sem við bjuggum í sama húsi síðustu þrjú árin. Örlögin ætluðu þér ekki langlífi og varst nýorðin 68 ára þegar þú kvaddir. Þú hafðir alltaf verið með af- mælisveislu á afmælisdaginn þinn og varst búin að tala um það við mig að aðstoða þig þetta árið en þessum síðasta af- mælisdegi eyddir þú inná spít- ala þar sem þú hafðir verið lögð inn nokkrum dögum áður. Engin veisla var því haldin. Jólahaldið þetta árið var líka með öðru sniði en vanalega en þú fékkst þó heimfararleyfi og náðir að halda þín síðustu jól með okkur. Fjölskyldan var alltaf í fyrsta sæti hjá þér og þér var mjög annt um fjölskyldu þína og ég gat alltaf leitað til þín og þú varst alltaf tilbúin til að létta undir með okkur hvort sem það var að líta eftir barna- börnunum, þegar þær voru litl- ar, eða gera snittur eða brauð- tertur fyrir einhverja veisluna. Þegar kom að því að dætur mínar fóru í menntaskóla tókst þú vel á móti þeim í Reyk- ásnum þar sem þær fengu að búa hjá þér og pabba þar til við fluttum saman í Hafnarfjörð- inn, heimabæ þinn. Sumarbústaðurinn við Meðalfellsvatn var þér mikil- vægur og þar nostraðir þú við garðinn og varst að leika þér við að rækta alls konar græn- meti og sumarblóm. Þar var alltaf vel tekið á móti manni og notalegt að vera. Þar var spilað, spjallað, veitt, borðað og legið í sólbaði og ein- hvern veginn var pláss fyrir alla í litla bústaðnum. Þú elsk- aðir sólina og hún rétt þurfti að láta sjá sig, þá varst þú orðin kaffibrún og barst því nafn við hæfi. Þú varst hörkudugleg og lést aldrei verk úr hendi falla. Það tók þig langan tíma að sættast við þrekleysið sem fylgdi veik- indum þínum og fórst oft fram úr þér en þú ætlaðir þér ekki að láta veikindin stoppa þig í að sinna því sem þér þótti skemmtilegt að gera. Þín er sárt saknað. Dáðrík gæðakona í dagsins stóru önnum, dýrust var þín gleði í fórn og móðurást. Þú varst ein af ættjarðar óska- dætrum sönnum, er aldrei köllun sinni í lífi og starfi brást. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þar til við hittumst að nýju, þín dóttir, Anna María Elíasdóttir. Elsku Kolla systir. Þú fæddist á æskuheimili okkar á Hringbraut 9, þar var gott að alast upp í stórum systkinahópi. Hamarinn í Hafnarfirði var okkar leik- völlur, þar sem öll börnin í hverfinu léku sér saman. Þú fórst í sveit á sumrin hjá bróður mömmu, honum Ella, og konu hans, Sigrúnu í Dölum, frá fjögurra ára aldri. Við minnumst þess að eitt sumarið þegar þú komst heim úr sveitinni þá varstu með lít- inn hvolp með þér sem hét Bangsi og var hann mikill gleðigjafi. Þú fórst í Húsmæðraskólann á Laugum, þar sem þú lærðir allt um heimilishald og hann- yrðir. Sýndi það sig vel þegar þú stofnaðir heimili með honum Rúna þínum. Þú saumaðir svo fallegan skírnarkjól í skólanum sem þú lánaðir okkur systrum þegar okkar börn voru skírð. Ef það voru veislur hjá ein- hverri okkar þá varst það þú sem komst alltaf fyrst, tilbúin að hjálpa. Þú varst mjög barn- góð og nutuð þið þess þegar barnabörnin voru hjá ykkur og eins þegar við komum með okkar börn og barnabörn í heimsókn. Þið Rúni áttuð sum- arhús við Meðalfellsvatn, þar var gott að koma og vel tekið á móti gestum, allaf heitt á könn- unni og nóg af bakkelsi. Þér féll aldrei verk úr hendi, prjón- arnir ekki langt undan og svo varstu líka með græna fingur. Saman ræktuðuð þið hjónin alls konar grænmeti, jarðarber, gúrkur, tómata og margt fleira, bæði í bústaðnum og á Jófríðarstaðarveginum. Í Kjósinni voru haldin mörg matarboðin, þar hittumst við fjölskyldan og nutum gestrisni ykkar hjóna, fegurðar sveitar- innar og sólarlagsins við vatnið. Eftir að þú veiktist komu stundir milli stríða þar sem þið Rúni nutuð ykkar saman, í ferðunum ykkar á húsbílnum um landið og þegar þið fóruð til Kanaríeyja. Þú elskaðir sólina. Við nutum þess að vera með ykkur á þessum góðu stundum og mun það ylja okkur um ókomna tíð. Nú er komið að kveðjustund og vonum við að pabbi hafi tek- ið vel á móti þér þegar þú kvaddir þessa jarðvist. Gulli og perlum að safna sér, sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er, verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra, elsku Rúni, Gummi, Anna Mæja, Danni og fjölskyldur. Guð blessi þig. María, Dagný, Hafdís og Hjördís. Elskuleg tengdamamma og amma hefur nú lokið lífsgöngu sinni hér á jörð. Kollu kynntist ég árið 2002 þegar ég kynntist syni hennar og eiginmanni mín- um í dag, honum Guðmundi (Gumma). Í kringum Kollu voru alltaf rólegheit, hún hafði þægilega nærveru, var nægjusöm og hæversk. Það sást vel í veik- indum hennar þar sem hún bar sig alltaf vel og var ekkert að kvarta eða barma sér yfir veik- indum sínum. Það sem er mér efst í huga þegar ég lít yfir farinn veg og samveru okkar stendur tíminn í Kjósinni upp úr. Kolla og Rúni áttu sumarbústað í Kjósinni og eyddu þau miklum tíma þar. Alltaf var jafn gaman að heim- sækja þau hjónin í sveitina. Ávallt var frekar gestkvæmt hjá þeim og alltaf eitthvað ver- ið að bardúsa. Þau sátu sjaldn- ast aðgerðalaus og voru enda- laust að gera breytingar og viðbætur í bústaðnum. Um tíma voru þau með hænur, barnabörnunum til mikillar ánægju. Það var mikið sport að fylgj- ast með varpinu og ná í eggin til að sjóða eða búa til omme- lettu. Alltaf þótti strákunum okkar gaman að fara í sveitina til ömmu og afa því alltaf var nóg að gera og verkefnum haldið að þeim. Þeir fengu að fara út á bátnum með afa og veiða, farið var í gönguferðir upp að brú til að kasta steinum í ána. Þeir fengu að hjálpa til við öll þau verkefni sem verið var að vinna. Það var smíðað gesthús, það var smíðuð geymsla, það þurfti að laga bátaskýlið, þá þurfti að stækka pallinn. Alltaf voru börnin virkjuð í að hjálpa til. Og svo enduðu öll kvöld á heljarinnar matarveislu. Þó að bústaðurinn hafi ekki verið stór var ótrúlegt hvað þeim tókst að koma mörgum til borðs. Ef veður leyfði var búið til lang- borð úti á palli en ef veður var vont var skellt upp langborði inni – en samt var bústaðurinn ekki langur! En þröngt mega sáttir sitja og var það oft þannig. Eftir að bústaðurinn var seldur keyptu þau sér húsbíl og fengu barnabörnin auðvitað að fara með í ferðir á honum. Það er erfitt að kveðja elsku tengdamömmu og sárt að hugsa til þess að barnabörnin fái ekki að njóta ömmu sinnar. En minning um góða tengda- mömmu og ömmu lifir. Við kveðjum hana með söknuði. Hvíl í friði, elsku Kolla og elsku amma. Kveðja, Guðrún Brynhildur Árnadóttir, Jóel Dagur Bergvins Guðmundsson, Svanur Bergvins Guðmundsson. Kolbrún J. Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Kolbrún. Takk fyrir alla hjálpina sem þú hefur veitt mér í gegnum árin. Eftir að pabbi þinn dó voruð þið Rúni svo dugleg að taka mig með ykkur í sumarbú- staðinn við Meðalfellsvatn og áttum við þar góðar stundir saman. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Kær kveðja, Mamma. ✝ Jóna MaríaVagnsdóttir fæddist 23. septem- ber 1940. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði 28. desember 2017. Foreldrar Jónu Maríu voru Guð- börg Össurardóttir, f. 21. september 1900, d. 16. maí 1989, og Vagn Jóhannesson, f. 22. ágúst 1903, d. 20. desember 1980. Systkini: Guðbjörg Jó- hanna, f. 29. mars 1935, Rúnar Már, f. 19. maí 1937, Hrönn, f. 11. september 1938, d. 14. des- ember 2015. Þann 2. október 1963 giftist Jóna María Dreng Guðjónssyni, f. 23. september 1923 í Fremstu- húsum í Dýrafirði, d. 19. nóvem- ber 1990. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Finnur Davíðsson og Borgný Jóna Hermanns- dóttir. Jóna María og Drengur áttu þrjú börn saman sem eru: Her- mann, f. 25.4. 1964, búsettur í Fremstuhúsum í Dýrafirði, Björn, f. 14.5. 1965, eiginkona hans er Valdís Bára Kristjáns- dóttir, f. 30.5. 1969, og eru þau búsett í Fremri-Breiðadal í Ön- 1.1. 1998, og Drengur Ólafur, f. 20.11. 2005. Jóna María ólst upp á Pat- reksfirði gekk í barnaskólann þar og síðar í unglingadeildina þar sem hún lauk skyldunámi. Jóna María hóf starfsferilinn í frystihúsinu á Patreksfirði en eftir sumarið þáði hún starf við aðhlynningu á sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Tvítug fór Jóna María í húsmæðraskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu og lauk þaðan námi. Eftir námið starfaði Jóna María á sjúkrahús- inu á Akureyri, seinna sjúkra- húsinu í Keflavík og um vorið 1962 fékk hún vinnu í eldhús- störfum við Núpsskóla. Jóna María og Drengur hófu búskap í Fremstuhúsum árið 1963 ásamt tengdaforeldrum hennar Guð- jóni og Borgnýju og sinnti hún öllum störfum sem við komu bú- skapnum jafnt sem heim- ilisstörfunum, einnig annaðist hún tengdaforeldra sína þegar aldur færðist yfir þau. Þegar börnin voru uppkomin sneri Jóna María aftur út á vinnu- markaðinn og byrjaði á starfi í eldhúsinu á Núpi. Hún starfaði einnig nokkur haust í sláturhús- inu á Þingeyri, í skelvinnslu, í harðfiskverkun Jóns Oddssonar, á þjónustudeildinni Hlíf og síð- ast á hjúkrunarheimilinu Tjörn á Þingeyri þar sem hún starfaði þar til hún lauk störfum á vinnu- markaði. Útför Jónu Maríu fór fram frá Mýrarkirkju í Dýrafirði 13. janúar 2018. undarfirði. Björn á fjögur börn: Anna María, f. 19.8. 1991, sambýlismaður hennar er Rúnar Freyr Hafþórsson, f. 18.10. 1989, synir þeirra eru Björn Ágúst, f. 6.1. 2012, og Hafþór Örn, f. 12.2. 2017; Hákon Örn, f. 24.11. 1993, sambýliskona hans er Hafdís Ósk Valgeirsdóttir, f. 5.4. 1992, börn þeirra eru Val- geir Breki, f. 22.2. 2012, og Sunneva Ýr, f. 14.7. 2016; Katrín Dröfn, f. 1.8. 1996, sambýlis- maður hennar er Patrekur Emil Jónsson, f. 20.4. 1995; Borgný Valgerður, f. 14.10. 2005, móðir þeirra er Björk Ingadóttir. Val- dís á fyrir dótturina Steineyju Ninnu, f. 18.10. 1991, eig- inmaður hennar er Agnar Ebeneser Agnarsson, f. 3.4. 1978, börn þeirra eru Arnar Ebenezer, f. 29.11. 2004, og El- ísabet Hulda, f. 9.9. 2017. Guð- björg, f. 23.8. 1969, búsett í Reykjavík, eiginmaður hennar er Þröstur Ólafsson, f. 16.1. 1962, saman eiga þau fjögur börn: Ásta María, f. 9.12. 1991, d. 10.12. 1991, Gyða Kolbrún, f. 24.10. 1994, Karlotta María, f. Elsku Mæja amma, við mun- um alltaf sakna þess að halda í höndina þína, faðma þig og heyra röddina þína. Alltaf þegar við komum í heimsókn var það fyrsta sem þú gafst okkur besta knús í heimi, við héldum stundum að við myndum kafna í fanginu á þér því þú knúsaðir svo vel og lengi. Við fórum aldrei svöng frá þér vegna þess að það var alltaf nóg af góðum mat og kræsingum. Það sem var í mestu uppáhaldi var steikti fiskurinn, brúnkakan og eggjasalatið en við gerðum til- raunir til þess að gera eins og þú en það var aldrei eins gott og þegar þú gerðir það. Þú tókst öllum vel og varst amma með stóru A-i. Við gátum alltaf boðið vinum okkar í heim- sókn því þeir voru velkomnir og urðu að þínum eigin barnabörn- um í þínum huga, „ég er bara amma þín líka“ sagðir þú og knúsaðir þá jafn vel og okkur. Þú varst amma allra. Það var svo gott að koma til þín því hjá þér var alltaf ró og friður. Þær voru ófáar stundirnar þar sem við sofnuðum í rauða sófan- um og þegar við vöknuðum aftur var spjallað um heima og geima eða spilað fram á nótt. Við elskuðum bílferðirnar með þér, þar var Riggarobb-diskur- inn með Pöpunum alltaf valinn og sungum við hástöfum með enda er diskurinn orðinn rispaður af ofnotkun. Þegar heimsóknum lauk fylgd- ir þú okkur ekki bara í forstofuna og knúsaðir og kysstir heldur stóðstu í gættinni á útidyrunum og vinkaðir okkur þar til við vor- um komin úr augsýn. Við munum aldrei gleyma þessu. Elsku amma, þú varst okkar manneskja sem hvattir okkur áfram í því sem við tókum okkur fyrir hendur og fylgdist með okk- ur spreyta okkur í lífinu með aðdáunaraugum. Þú fylgdist með okkur í okkar námi og varst alltaf spennt að fá að heyra nýjar ein- kunnir og minntir okkur alltaf á það hvað þú værir stolt af okkur og hvað við stæðum okkur vel. Það verður erfitt að geta ekki hringt í þig og fengið hvatn- inguna frá þér en við vitum að þú fylgist með okkur og stendur allt- af með okkur. Við erum rík af minningum sem við upplifðum með þér. Elskum þig að eilífu. Þín barnabörn, Gyða Kolbrún, Karlotta María og Drengur Ólafur. Það er sérkennilegt að sitja hér og skrifa minningargrein um hana Jónu Maríu móðursystur mína, Mæju, eins og hún var allt- af kölluð. Í haust fór heilsu henn- ar hratt hrakandi, hún fór nokkr- um sinnum á síðastliðnum mánuðum á milli Dýrafjarðar og Landspítalans með viðkomu á Heilbrigðisstofnuninni á Ísafirði en þangað heimsótti ég hana um miðjan desember. Þá læddist að mér sá grunur að það þyrfti kraftaverk til að hún frænka mín færi aftur heim til sín í Dýra- fjörðinn, hún virtist sjálf meðvit- uð um að sú gæti orðið raunin. Mæja fór ung að árum til vinnu í eldhúsi Héraðsskólans að Núpi í Dýrafirði. Hún kynntist eigin- manni sínum, Dreng Guðjóns- syni, sem bjó í Fremstuhúsum en á bænum bjuggu einnig foreldrar Drengs, Borgný og Guðjón, sem ráku búið áður en hann tók við. Það hefur alltaf verið gaman að koma í Fremstuhús og fyrir okk- ur unga krakka úr sjávarþorpi var mikið ævintýri að koma í heimsókn því þarna fann maður allt sem prýtt gat ekta sveit. Þar sem heimsóknirnar voru mest yf- ir sumartímann var heyskapur á fullu og og mikið um að vera. Börn Mæju og Drengs, Her- mann, Björn og Guðbjörg, tóku virkan þátt í bústörfunum og við vorum með stjörnur í augunum yfir hversu klár þau voru í að sinna allskonar verkum. Gest- risnin var annáluð á bænum og augljóst að samheldni og sam- vinna hemilisfólksins var af- bragðsgóð. Drengur lést fyrir aldur fram árið 1990 og svo kom að Hermann, sonur Mæju og Drengs, tók við búi, Mæja flutti til Þingeyrar þar sem hún starf- aði við umönnun. Á Fjarðargöt- unni bjó hún sér hlýlegt heimili sem varð eðlilega viðkomustaður vina og skyldmenna, gestrisnin annáluð eins og alltaf hafði verið hjá heimilisfólki í Fremstuhús- um. Frænka mín var mikil fé- lagsvera, sótti ýmsa viðburði, hitti fólkið úr sinni sveit og fleiri eins og gengur. Hún var í kven- félagi Mýrahrepps og spilaði reglulega kínaskák við góðar vin- konur svo fátt eitt sé talið. Mæja ræktaði samskipti við fólkið sitt, keyrði oft suður yfir heiðar á Pat- reksfjörð og gisti þá gjarnan á heimili foreldra minna og svo hjá móður minni eftir andlát föður míns. Eins var viðkomustaður oft hjá Þórhildi í Innri-Miðhlíð en þær frænkurnar voru allar ágæt- ar vinkonur sem og Guðbjörg Jó- hanna, önnur móðursystir mín, sem býr enn sunnar. Eftir að ég fullorðnaðist kynntist ég Mæju mikið betur, gisti oft hjá henni og áttum við oft notalegar stundir og spjölluðum oft saman fram á rauðanótt. Ég vil í lokin votta börnum Mæju og fjöskyldum þeirra sem og eftirlifandi systkinum Rúnari Má og Guðbjörgu Jóhönnu mína innilegustu samúð. Guð geymi þig og blessi, elsku duglega og kjarkmikla frænka mín. Anna Guðmundsdóttir. Jóna María Vagnsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.