Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 60

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Þorbjörg Marinósdóttir tobba@mbl.is Kristín segist gefa sér tíma í að elda nær alla daga þrátt fyrir annríkið. „Ég gef mér tíma til að elda nær alla daga, þetta er mín slökun og mitt helsta áhugamál. Það segir kannski meira um mig en ég þori að viður- kenna en ég virðist nær aldrei hafa tíma til að fara í ræktina eða þrífa íbúðina en einhvern veginn hef ég alltaf tíma til að elda. Þegar ég var í fæðingarorlofi þá datt ég inn í þessa hægeldun, finnst þægilegt að geta sett upp matinn hvenær sem er yfir daginn og svo er snilld að þurfa ekki að standa yfir pottunum þegar mað- ur fær fólk í mat.“ Spurð hvort hún standi sveitt við bakstur fyrir kosningakaffi, segir Kristín að pönnukökur verði í lág- marki. „Ég verð með alvöru próf- kjörspartí með öllu tilheyrandi á Hótel Holti í dag kl. 17 og allir vel- komnir!“ Myndi bjóða Eyþóri í brennt naan-brauð Ef þú yrðir að bjóða einum úr framlínu hinna flokkanna í mat – hverjum myndir þú bjóða og af hverju? „Góð spurning en eiginlega erfitt að svara þar sem ég veit ekk- ert hverjir verða í framlínunni hjá þessum flokkum. En ætli ég segi ekki bara Eyþór Arnalds, brenna naan-brauð í ofninum og fá hann til að mæta með sellóið,“ segir Kristín Soffía og vísar í vinsælt lag, Eldlagið (Ég brenn innan í mér) með Todmo- bile, hljómsveit sem Eyþór Arnalds gerði garðinn frægan með. Kristín eldaði marokkóska lamba- skanka sem verða að flokkast sem ein besta uppskrift að lambaskönk- um fyrr og síðar. Hæfilega einföld uppskrift en framandi krydd, döðlur og granatepli taka uppskriftina upp á æðra stig. „Ég og Gestur erum mjög samfélagslega þenkjandi og þegar það bárust fréttir af þessu lambakjötsfjalli þá bara tókum við það lóðbeint til okkar og fórum að vinna á því. Lambaskankar eru herramannsmatur og á mjög góðu verði. Maður getur eiginlega gengið að því vísu að fá ófrosna lamba- skanka í dag og það höfum við mikið nýtt okkur. Kosturinn við þessa upp- skrift er að hún er mjög einföld og hefur ekki klikkað í þau fimm skipti sem ég hef gert hana. Hún krefst ekki mikils tíma og svo mallar þetta bara í ofninum á meðan maður gerir eitthvað annað. Þessa uppskrift fékk ég í NY Times en hef aðeins einfald- að eldunarleiðbeiningarnar.“ Marokkóskir lambaskankar Fyrir fjóra Heildartími 4 klst. Virk matreiðsla 30 mín. Eldunartími 3 klst. og 30 mín. 4 lambaskankar – um það bil 1.700 g Salt og pipar 6 hvítlauksrif 1 msk. ferskt engifer 1 msk. paprika 2 msk. kúmmín 2 msk. smjör 2 laukar Klípa af saffrani ½ tsk. cayenne-pipar 1 msk. tómatpúrra 4 cm kanilstöng 2 tsk. þurrkað engifer 1,5 dl niðurskornar döðlur af hvaða tegund sem er 24 Medjool eða snakkdöðlur sem fara heilar út í 1 stórt granatepli – fræin eiga að vera rúmur desilítri Fullt af kóríander Skref 1 Að mínu mati er þægilegast að marínera skankana kvöldið áður, en klukkustund dugar alveg. Byrjið á að salta og pipra skankana vel. Blandið saman hvítlauk, fersku engi- feri, papriku og kúmmín og smyrjið á skankana. Vefjið þá í plastfilmu og Samfélagslega þenkjandi og ræðst á lamba- kjötsfjallið Kristín Soffía borgarfulltrúi er búsett í Laugardal ásamt Gesti Pálssyni, dóttur þeirra Maríu og hinum risastóra ketti Sir Alex. Hún er sem stendur að keppast um 2. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík en tók sér tíma til að elda fyrir okkur dásamlega marokkóska lambaskanka. Heimakær hægeldari Kristín elskar að elda og finnst fátt meira slakandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ræðst á fjallið Kristín og hennar fólk láta ekki sitt eftir liggja í að kaupa íslenskt lambakjöt til að forða því frá förgun. Girnilegt Granateplin og kóríanderið gera réttinn ferskan og framandi. geymið í kæli ef þeir eiga að standa yfir nótt, annars bara á borði. Ef þeir eru hafðir í kæli er gott að taka þá út klukkustund áður en þeir eru eldaðir. Skref 2 Takið fram millistærð af steikar- potti, Le creuset eða bara IKEA- steikarpott. Bræðið smjör. Skerið lauk í helminga og svo í þunnar sneiðar og bætið út í ásamt saffrani, cayenne og salti. Steikið í 5 mínútur þartil laukurinn er farinn að mýkj- ast. Hrærið túmatpúrruna út í og steikið í mínútu í viðbót. Bætið skönkunum út í ásamt öllu kryddinu og steikið þá þar til þeir eru aðeins farnir að brúnast á öllum hliðum. Skref 3 Komið skönkunum þannig fyrir í pottinum að þeir taki sem minnst pláss svo að það þurfi ekki mikið vatn til að flæða yfir þá. Hellið sirka 700 ml - 1 l yfir skankana þannig að það fljóti nokkurn veginn yfir þá alla. Bætið út í kanilstönginni, þurrkuðu engiferi og niðursneiddum döðlum. Lokið pottinum og setjið inn í 160 gráðu heitan ofn í 3,5 klst. Ef vatnið flýtur ekki alveg yfir má snúa þeim þegar tíminn er hálfnaður. Skref 4 Veiðið skankana upp úr og setjið í djúpt fat. Smakkið sósuna til ef þörf er á og bætið heilu döðlunum út í. Hellið sósunni yfir skankana og dreifið kóríander og granatepla- fræjum yfir. Berið fram með kúskús sem búið er að hræra smjöri út í. tobba@mbl.is FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK14.700 DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK27.400 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bæklingurinn okkar fyrir 2018 er kominn út. Í honum finnur þú fullt af tilboðum og verðdæmum. Hægt er að nálgast hann á www.smyrilline.is Bókaðu núna og tryggðu þér pláss

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.