Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 69
MINNINGAR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018
FALLEGIR LEGSTEINAR
Í FEBRÚAR
af öllum legsteinum
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Afsláttur
✝ Jóhann MarionMagnússon
Snæland fæddist í
Mjóstræti 3 í
Reykjavík 13. júlí
1947. Hann lést á
líknardeildinni í
Kópavogi 26. janúar
2018.
Foreldrar hans
voru Magnús Guð-
bergur Marionsson,
fæddur 22. ágúst
1911, og Dröfn Snæland Péturs-
dóttir, fædd 10. september 1915.
Systkini Jóhanns voru Sigurður
Eggert Magnússon, Kristjana
Margrét Magnúsdóttir, Sigríður
Svanhildur Magnúsdóttir Snæ-
land og Magnús Guðbergur
Magnússon.
Jóhann giftist 24. janúar 1970
Halldóru Jónu Jónsdóttir, f. 24.
desember 1944. Foreldrar henn-
ar voru Jón Eyjólfur Jóhann-
esson, f. 9. apríl 1906, og Jó-
hanna Arnfríður Jónsdóttir, f.
16. janúar 1907.
Börn Jóhanns eru Björk Snæ-
land Jóhannsdóttir, móðir Guð-
laug Pálína Sig-
urbjörnsdóttir,
maki Bjarkar er
Halldór Geirsson.
Börn Jóhanns og
Halldóru eru Alma
Dögg Jóhannsdótt-
ir, Harpa Mjöll Jó-
hannsdóttir Snæ-
land og Jóhann
Marion Jóhannsson,
maki Jóhanns er
Megan Jóhannsson.
Barnabörn Jóhanns eru Ka-
milla Mist Guðmundsdóttir, Elísa
Guðlaug Snæland Bjarkardóttir,
Mikael Aron Guðmundsson og
Nikolai Nói Snæland Ford.
Hófu Jóhann og Halldóra bú-
skap á Hverfisgötu 100 í Reykja-
vik, síðan lá leiðin til Horna-
fjarðar og þaðan í Kópavog og
síðan Garðabæ. Þau fluttu til
Danmerkur og voru þar í 16 ár,
og enduðu síðan 2012 í Lundi í
Kópavogi.
Útför Jóhanns fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 1. febrúar
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.
Þá er það hinsta kveðja til
pabba míns sem er farinn í sitt
síðasta ævintýri af mörgum yfir
ævina.
Pabbi minn var góður, gjaf-
mildur, vitur, hugmyndaríkur,
duglegur, hjálpsamur, húmoristi
og ævintýramaður.
Pabbi var mjög mikill fjöl-
skyldumaður og fjölskyldan var
honum eitt og allt. Það var mjög
áríðandi að við hefðum það gott
og okkur liði vel.
Þegar við vorum börn og vild-
um fá að vita hvers pabbi óskaði
sér í afmælis/jólagjöf var svarið
alltaf það sama, að við værum
góð og þæg.
Pabbi kenndi mér um jafn-
rétti, að allir væru jafnir sama
hvaða kyn, litarhátt eða trú mað-
ur hafði. Þótt ég væri stelpa gæti
ég gert það sem mig langaði til
og það ætti ekki að halda aftur af
mér. Enda var ekkert eðlilegra á
okkar heimili en að pabbi ryk-
sugaði eða byggi til mat og við
hjálpuðum honum að byggja,
mála og annað. Enda í dag get ég
bæði ryksugað og flísalagt, og er
ég óendanlega þakklát fyrir það.
Stundum var ég svo heppin að
fá leyfi að fara með pabba til
Reykjavíkur, oft með ansi stutt-
um fyrirvara. Þessi ferðalög voru
mér afar dýrmæt og í einni slíkri
ferð fórum við á Rambo – First
Blood Part II, verð nú að við-
urkenna að ég var nú dálítið
hrædd enda ekki nema 11 ára en
pabbi var duglegur að útskýra og
gera hræðsluna minni. Í annarri
ferð fórum við á fínan veitinga-
stað í Hafnarfirði og ég fékk
mína fyrstu piparsteik, enda var
uppáhaldsmatur pabba steik og
ekki var verra ef gott rauðvín
var líka á boðstólum.
Gjafmildina vantaði ekki og
eitt laugardagskvöld fyrir all-
mörgum árum eftir heimsókn
hjá afa og ömmu í Hólmgarði
keyrðum við framhjá Bæjarins
bestu, pabbi fór og fékk sér
pylsu og þegar hann kom til baka
og mamma spurði hann hvar
okkar pylsur væru svaraði hann
að hann hefði keypt pylsur á lín-
una (pabbi var víst búin að
smakka viskíið með afa) . Vitum
við enn ekki hversu margir fengu
pylsur þetta kvöldið – við þurft-
um allavega að bíða til næsta
dags eftir okkar.
Pabbi var ansi hugmyndarík-
ur og skapandi, bæði í starfi sínu
sem húsasmiður og sem lista-
maður. Þegar pabbi ákvað að
gera eitthvað var það fram-
kvæmt, hvort sem það var í starfi
eða prívatlífinu.
En lengsta ferðalagið var þeg-
ar við ákváðum öll að fara á vit
ævintýranna til Danmerkur.
Ætlunin var að prófa eitthvað
nýtt í eitt ár, en við ílengdumst
nú aðeins og foreldrar mínir
fluttu aftur til Íslands eftir 16 ár.
Pabbi minn var afar framtaks-
samur og duglegur og var illa við
leti. Ef við vorum eitthvað sein
að taka við okkur þegar hann eða
mamma hafði beðið okkur um að
gera eitthvað sagði hann oft „ef
þú hefðir gert það strax værir þú
búin að því“.
„Það er gott að láta sig langa“
er orðatiltæki sem ég heyrði
pabba nota afar oft í barnæsku
og er uppáhalds orðatiltæki mitt.
Ég mun sakna pabba míns og
alls sem hann stóð fyrir. Hann
var stoð mín og stytta.
Ég mun minnast þín með bros
á vör yfir öllum yndislegu stund-
um okkar saman og sorg í hjarta
yfir að við fengum ekki meiri
tíma saman.
Ég elska þig, pabbi minn, og
ég bið að heilsa öllum þarna
uppi.
Knús og kossar.
Harpa Mjöll Jóhannsdóttir
Snæland.
Í dag kveð ég pabba minn, og
afa barnanna minna. Það er erf-
itt að kveðja góðan og skemmti-
legan mann, en samt er ég mikið
þakklát fyrir að hann fékk að
fara á betri stað eftir erfið veik-
indi. Pabbi minn var mikill fjöl-
skyldumaður og var fjölskyldan
það mest áríðandi fyrir hann, ef
eitthvert okkar hafði það ekki
gott þá var hann fyrsti maður til
að reyna að finna lausn á vand-
anum.
Árin úti í Danmörku voru
pabba góð, hann naut sín vel þar
í sól að grilla, fá sér rauðvín,
bjóða vinum í mat og hafa það
huggulegt. Ég man þegar við
vorum nýflutt og pabbi kom úr
vinnunni kl. 15 og það var bara
allur dagurinn eftir, hvað hann
gat gert mikið, þar naut hann
sín. Pabbi var ótrúlega duglegur
og framkvæmdasamur maður,
enda stofnaði hann nokkur fyr-
irtækin á lífsleiðinni. Hann sagði
oft: „Því miður get ég ekki flutt
til Íslands vegna veðurs.“
Planið var að búa í Danaveldi
einungis i eitt ár en þau urðu
mun fleiri. Þegar ég keypti mér
fyrstu íbúðina mína var það
pabbi sem fór með mér i Byko og
aðra staði til að versla og hann
hætti ekki fyrr en við vorum búin
að fá mikinn og góðan afslátt,
pabbi elskaði að gera góð við-
skipti. Pabba og mömmu fannst
mjög gaman að setjast inn í bíl
og fara í bíltúr. Þegar við bjugg-
um á Íslandi fórum við oft hring-
inn í kringum landið en þegar við
fluttum til Danmerkur var öll
Evrópa á boðstólum. Foreldrar
mínir nýttu sér það og fóru
margar góðar ferðir. Þegar við
hittumst síðast sagðir þú: „Það
er bara svo gott að heyra rödd-
ina þín og bara að hafa þig.“
Takk, elsku pabbi minn, ég
sakna núna að heyra ekki rödd-
ina þína og bara hafa þig. Elska
þig til tunglsins og til baka.
Þin dóttir
Alma Dögg Jóhannsdóttir.
Elsku pabbi.
Nú er tími þinn kominn, stutt-
ur en samt langur.
Takk fyrir ást þína og kær-
leik.
Takk fyrir að vera svona góð-
ur, skemmtilegur og jákvæður,
glaður og hress.
Duglegur og aldrei kvartandi.
Þú gerðir mér að þeim manni
sem ég er í dag.
Fyrir það mun ég alltaf vera
þakklátur.
Þinn sonur
Jóhann.
Elsku Jóhann.
Takk fyrir vináttu þína og að
vera mér yndislegur tengda-
pabbi.
Takk fyrir hláturmildi þína og
hjálpsemi.
Takk fyrir að vera frábær afi
barnsins míns og pabbi fyrrver-
andi eiginkonu minnar.
Ég veit þú færð þá til að hlæja
þarna uppi.
Ég mun skála í góðu rauðvíni
og elda glæsilega steik þér til
heiðurs.
Þó styttist dagur, daprist ljós
og dimmi meir og meir,
ég þekki ljós, sem logar skært,
það ljós, er aldrei deyr.
(M. Joch.)
Elsku fjölskylda, ég sam-
hryggist ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Hvíl í friði.
James Scott Ford.
Kæri Jói/pabbi.
Þó svo að ég hafi þekkt þig að-
eins í stuttan tíma er ég afar
þakklát fyrir þær stundir sem
við eyddum saman.
Takk fyrir að taka fallega á
móti mér í fjölskylduna. Þú hafð-
ir áhrif á líf mitt með þínum
snjalla og snögga húmor ásamt
eiginleika þínum að horfa á
björtu hliðarnar í lífinu, aðallega
á þínum síðustu og erfiðustu ár-
um. Þú ert að sjálfsögðu víking-
ur!
Ég mun aldrei gleyma þegar
þú sagðir „Meeghannn“ eins og
ég væri komin í vanda, ásamt
gjafmildi þinni og góðmennsku.
Þessar minningar mun ég varð-
veita í dag og til eilífðar. Ég mun
deila þeim með okkar framtíðar
íslensku/áströlsku börnum svo
að þau munu alltaf vita hversu
yndislegur íslenski afi þeirra var.
Hvíldu í friði.
Ást,
Megan.
Það eru ekki allir eins heppnir
og ég að geta kallað þig afa.
Ég fæddist 50 árum og 10
dögum eftir þér; hefði átt að fæð-
ast á 50 ára afmælisdeginum þin-
um en lét bíða eftir mér. Við
gerðum margt saman afi, þú
fórst með mér að veiða, leyfðir
mér að leika með öll verkfærin,
og svo gerðir þú kofa handa okk-
ur út í garði meðan amma bakaði
pönnukökur. Upp í sumarbústað
fórum við oft, bæði á Íslandi og í
Danmörku. Ef mig langaði að
klifra út um baðgluggann og fara
út á þakið sást þú ekkert því til
fyrirstöðu, það var ekkert smá
gaman, mömmu fannst það ekki
eins gaman og okkur. við bröll-
uðum margt afi. Takk elsku afi
minn fyrir allar þær góðu stund-
ir sem við áttum saman, elska
þig og sakna.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá
Rita vil ég niður hvað hann var mér
kær
afi minn góði sem guð nú fær
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt
og því miður get ég ekki nefnt það allt
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman
Hann var svo góður, hann var svo klár
æ, hvað þessi söknuður er svo sár
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég sakna hans svo mikið, ég sakna
hans svo sárt
hann var mér góður afi, það er klárt
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður, það er mín trú
Því þar getur hann vakið yfir okkur
dag og nótt
svo við getum sofið vært og rótt
hann mun ávallt okkur vernda
vináttu og hlýju mun hann okkur
senda
Elsku afi, guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth)
Þinn
Mikael Aron.
Til afa míns.
Ég elska þig og sakna þín rosa
mikið.
Við brölluðum sko mikið þótt
ekki væru mörg árin sem ég fékk
með þér. Ég man þegar við vor-
um úti í skúr uppi í bústað að
brasa, það var sko gaman. Við
byggðum hitt og þetta og ég
mátti alveg hjálpa til við allt.
Þú varst svo duglegur að taka
mig með þér á rúntinn þegar það
þurfti að útrétta eitthvað. Ég
mátti heldur ekki segja ömmu að
þú hefðir keypt þér kók og
súkkulaði þegar við fórum á
rúntinn, en maður segir jú ömmu
sinni allt. Amma fékk líka að vita
þegar þú keyrðir yfir á rauðu, og
þar græddirðu sko mikið.
Það var gaman hjá okkur þeg-
ar við fórum að veiða og ætlaði
amma að elda fiskana sem við
komum með heim, en þetta end-
aði nú alltaf í að engan fisk feng-
um við en þá var bara að kaupa ís
í staðinn. Mikið var hlegið og
gert grín.
Samtölin okkar voru ansi
skemmtileg og fékk ég ansi
mikla vitneskju frá þér um meðal
annars víkinga, aðra heimsstyrj-
öld og margt annað.
Ég er víkingurinn þinn og þú
ert Tarsan.
Þú ert besti afi sem maður
getur óskað sér og ég elska þig.
Knús og kossar.
Þinn
Nikolai Nói Snæland Ford.
Kæri afi minn.
Afi, þú ert ein af þeim mann-
eskjum sem hafa skipt mestu
máli í mínu lífi. Ég hef alltaf vit-
að að þú værir þarna fyrir mig ef
mig vantaði hjálp, alveg sama
hvað það var. Til dæmis er hún
góð sagan þegar þú, afi, ætlaðir
bara að „skutla“ mér í skáta-
ferðalag, þetta átti hámark að
taka okkur 20 mínútur að keyra
þetta, en í stað þess tók það
marga klukkutíma. Við höfum nú
oft getað hlegið að þessari sögu
saman.
Þegar ég var lítil fannst mér
erfitt að synda, en ég og Mikael
fórum með þér og ömmu upp í
sumarbústað á Íslandi. Við fór-
um í sund á hverjum degi þangað
til þú varst búinn að kenna mér
að synda.
Þessi reynsla þýðir að enn
þann dag í dag veit ég ekkert
betra en að synda og það er allt
þér að þakka. Þegar ég og Mika-
el fengum að lúlla hjá þér og
ömmu (sem var nú ansi oft), var
ekki alltaf auðvelt að sofna, en þú
sagðir við okkur: „Bara hugsa
um fallegu blómin, litlu fuglana
og grasið úti.“ Þetta er setning
sem ég enn þann dag í dag segi
við mig sjálfa þegar ég get ekki
sofnað.
Sumarið 2017, þegar við kom-
um í afmælið þitt, spurðir þú mig
sérstakrar spurningar. Þú
spurðir hvernig ég hefði það,
takk fyrir að gefa mér þetta,
takk fyrir að muna eftir mér.
Afi, þú ert ótrúlegur maður
sem hefur kennt mér margt og
mikið, þú hefur haft mikil áhrif á
líf mitt. Ég mun líta til baka á all-
ar þessar minningar okkar með
innilegri gleði og sorg í hjarta að
geta ekki lengur séð þig og talað
við þig, afi minn.
Takk fyrir að vera þú því án
þín hefði ég ekki orðið ég.
Ég mun aldrei gleyma þér, og
alltaf þegar eitthvað stórt gerist
í lífi mínu mun ég segja þér það,
ég veit að þú munt vera með
mér.
Sakna þín alltaf.
Þitt barnabarn,
Kamilla Mist
Guðmundsdóttir.
Mágur minn, Jóhann Magnús-
son, er látinn eftir erfið og lang-
vinn veikindi, 70 ára að aldri. Það
er bjart yfir minningu hans, en
kynni okkar spanna yfir rúma
hálfa öld. Við kynntumst fyrst
innan við tvítugt á síldarárunum
austur á Eskifirði. Nokkrum ár-
um einna bundumst við fjöl-
skylduböndum þegar ég kvænt-
ist Siggu systur hans, sem því
miður lést fyrir tæpum þremur
árum.
Jói kvæntist eftirlifandi eigin-
konu sinni til tæpra fimmtíu ára,
Halldóru Jónu Jónsdóttur, en
saman eignuðust þau þrjú börn,
Ölmu, Hörpu og Jóhann sem öll
búa í Danmörku, en fyrir hjóna-
band eignaðist hann dótturina
Björk.
Jói og Jóna stofnuðu fyrsta
heimili sitt í lítilli íbúð á Hverf-
isgötunni í Reykjavík en þar
bjuggu þau allt þar til Jói hafði
lokið trésmíðanámi, en þá fluttu
þau austur á Höfn í Hornafirði,
þar sem Jói stofnaði ásamt öðr-
um trésmíðaverkstæði og var
þar um árabil umsvifamikill
verktaki.
Þau fluttust síðan aftur suður,
fyrst í Kópavog og síðar í Garða-
bæ, en á báðum stöðum byggði
Jói fjölskyldunni myndarlegt
einbýlishús. Þá fluttu þau til
Danmerkur þar sem þau bjuggu
á annan áratug, en fluttust á ný
heim fyrir nokkrum árum.
Í Danmörku starfaði Jói
áfram við trésmíðar á meðan
heilsan leyfði og aðstoðaði Jónu
við rekstur gistiheimilis.
Í gegnum árin höfum við átt
góðar samverustundir bæði hér
heima og erlendis sem ber að
þakka fyrir.
Jói var afburðaduglegur mað-
ur og ósérhlífinn, hamhleypa til
allra verka og dró hvergi af sér á
meðan heilsan leyfði. Af mikilli
vinnu var hann orðinn slitinn
maður og steinryk við vinnu
skemmdi í honum lungun, þann-
ig að hann var bundinn súrefni
síðustu árin.
Í veikindum Jóa var Jóna hans
stoð og stytta og annaðist hann
mánuðum saman fárveikan
heima. Þar sýndi hún fádæma
dugnað, natni og eljusemi sem
henni er í blóð borin enda upp-
gjöf ekki til í hennar orðabók.
Við fráfall Jóa er er stórt
skarð höggvið í fjölskylduna og
söknuðurinn er sár. Fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
með Jóa er ég þakklátur, þær
ljúfu minningar munu lifa með
okkur og sefa sorgina.
Elsku Jóna, Björk, Alma,
Harpa, Jóhann og fjölskyldur.
Megi algóður Guð gefa ykkur
styrk, og minningin um ljúfan og
góðan dreng bregða birtu á
þungbæra sorg ykkar.
Blessuð sé minning Jóhanns
Marions Magnússonar Snæland.
Kristófer Þorleifsson.
Þann 27. janúar var hringt til
okkar á Hornafjörð þar sem við
búum núna. Í símtalinu var okk-
ur tjáð að kær vinur okkar, hann
Jóhann Magnússon eða Jói eins
og við kölluðum hann, væri lát-
inn eftir erfiðan sjúkdóm sem
hann átti við. Þessi harðduglegi
smiður sem hann var og dugleg-
ur í allri annarri vinnu. Við
kynntumst þeim hjónum Jóa og
Jónu, eins og þau voru ávallt
kölluð af okkar kunningjum. Við
bjuggum í Danmörku eins og
þau en þau fluttu heim til Íslands
rétt á undan okkur. Við áttum
svo margar góðar stundir saman
á heimilum okkar beggja. Við
bjuggum í Hornbæk en þau í
Hvidovre. Okkur þótti gaman að
spila kana og þá var Jói í essinu
sínu að stríða okkur svolítið. Þó
að nokkrir kílómetrar hafi verið
á milli okkar komu þau stundum
um morguntíma okkur alveg á
óvart í kaffi og ekki stóð á öðru
en að þau komu með morgun-
brauðið líka. Við spiluðum fé-
lagsvist einu sinni í mánuði hjá
Íslendingafélaginu í Jónshúsi í
Kaupmannahöfn. Það var oft fjör
og mesti spenningurinn var að
vita hver vann eða tapaði það
kvöldið, hvort það var 1. vinn-
ingur eða skammarverðlaunin.
Þau hjónin áttu svo fallegan
sumarbústað í Holbæk, sem þau
komu sér upp með dugnaði og
smekkvísi bæði úti sem inni.
Þangað fórum við Siddi maður-
inn minn oft og vorum í góðu yf-
irlæti og þá var sko tekið í spil.
Eins fórum við fjögur saman í
nokkur ár í febrúar-mars til
Gran Canaria og það var góður
vetrartími. Einnig voru þau
ávallt í stuði að fara með okkur
að elta góða konserta á sumrin
víðs vegar í Danmörku til að
hlusta á góða músík eins og Kim
Larsen, Johnny Reimar og fleiri.
Eftir að við öll fluttum heim til
Íslands vorum við í sambandi og
komum til þeirra í fallegu íbúð-
ina í Kópavogi. Eins heimsóttu
þau okkur til Hornafjarðar með-
an Jói hafði heilsu til. Við þekkj-
um börnin þeirra og fjölskyldur.
Nú kveðjum við þig, Jói minn, og
þökkum öll góðu árin sem við
áttum með ykkur Jónu og fjöl-
skyldu. Kær kveðja til ykkar og
barna ykkar.
Bryndís og Sigtryggur.
Jóhann Marion
Magnússon
Snæland