Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 40

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 40
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Óbreytt Dallabar í Súlnasal sem nefndur er eftir Daníel Stefánssyni barþjóni heldur sér í upprunalegri mynd. Nostur Íburður með gyllingum hef- ur sett svip sinn á Grillið. Lothar Grund hannaði merkingarnar á myndunum sem vísa á kvennasal- erni og karlasalerni á Grillinu. Hjartað Fyrsta hæð Sögu verður hjartað í starfsemi hótelsins. Anddyrið verður rýmra og bjartara. Nýr veitingastaður og breyttur Mísmisbar verða opnaðir í júlí. Eigendur Hótels Sögu vonast til þess að að breytingum loknum haldi Vesturbæingar og landinn áfram að nýta sér fjölbreytta þjónustu á Hótel Sögu. Gamalt og nýtt Vinstri myndin er máluð árið 1962 og sú hægri tekin árið 2018. Stólar Halldórs H. Jónssonar hafa haldið sér frá 1962. Teppi hafa vikið fyrir parketi. Fyrir ofan skrifborðið þar sem áður var spegill er sjónvarp. Stjörnusalur Grillið er óbreytt. Á „Wall of fame“ eru myndir af stórmennum og stjörnum sem komið hafa. Uppgert Nýuppgert herbergi. Á veggnum er teikning eftir Lothar Grund. Arne Jacobsen Hönnun stóla Arne Jacobsen, sem keyptir voru í endurbótunum, er hentug. Hönnun Halldór H. Jónsson hannaði stólana sem notaðir hafa verið í Súlnasal og víðar um hótelið frá 1962. Morgunblaðið/Hari 40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur Breytingarnar á Hótel Sögu hafa tekist vel, að sögn Ingibjargar Ólafs- dóttur hótelstjóra. Hún er þakklát þeim sem komið hafa að verkinu en þó sérstaklega starfsfólki hótelsins. „Þau hafa gert okkur kleift að framkvæma breytingarnar með því að halda uppi góðri þjónustu með brosi og þjónustulund,“ segir Ingi- björg, stolt af sínu fólki. Á heimasíðu hótelsins og í sjón- varpstækjum á hótelinu er hægt að fá upplýsingar um framkvæmdirnar sem standa yfir og sögu hótelsins. „Við leggjum mikla áherslu á að framkvæmdir trufli hótelgesti sem minnst og upplýsum þá sem mest. Sem dæmi þá settum við upp teikn- ingu af útliti fyrstu hæðarinnar eins og hún verður á spónaplötu sem þilj- ar af framkvæmdasvæði.“ Ingibjörg segir að mikið hafi verið lagt upp úr því að halda sig eins og hægt var við upphaflega hönnun hót- elsins. Hönnun stóla Halldórs H. Jóns- sonar, arkitekts og hönnuðar hótels- ins frá því að hótelið var opnað, verð- ur notuð áfram. „Við erum með stóla sem Halldór hannaði og GÁ húsgöng eru að smíða í upprunalegri mynd. Stólarnir eru af fjórum gerðum og eru notaðir um allt hótel á herbergjum, í sölum á veitingastöðum og í anddyrinu,“ seg- ir Ingibjörg og bætir við að keyptir hafi verið til viðbótar hentugir stólar sem hægt er að stafla saman. Lothar Grund aðstoðaði Halldór, arkitekt Hótel Sögu, við skreytingar hótelsins. Ingibjörg segir að hót- elinu hafi áskotnast frá syni Lothars Grund upphaflegar vatnslitamyndir af hönnuninni. Þessar myndir munu prýða hótelherbergin, um leið og sögu hótelsins eru gerð skil. Einnig hafi komið í ljós við breytingarnar veggteikning Lothars í stiganum upp í Súlnasal sem verður látin halda sér. Ingibjörg segir að Bænda- samtökin, sem eiga Hótel Sögu og Bændahöllina, séu stórhuga og vilji að Hótel Saga verði áfram horn- steinninn í íslenskum hótelrekstri. Þeim sé líka umhugað um að gestir upplifi íslenska hönnun og vörur og njóti beint og milliliðalaust landbún- aðarafurða íslenskra bænda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.