Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Donald Trumpkann aðmeta sviðs-
ljósið. Það sama má
sjálfsagt segja um
flesta stjórnmála-
menn. En það breyt-
ir ekki því að Trump virðist
njóta þess umfram alla aðra.
Fyrir löngu er orðið ljóst að
45. forsetinn hefur mikið
starfsþrek og tekur þess utan
áhættu með mikilli ánægju og
nánustu samstarfsmönnum
hans stundum til jafnmikillar
skelfingar. Hann ferðast mik-
ið innan lands sem utan og
hann heldur enn fjöldafundi
hér og hvar um Bandaríkin
eins og kosningabaráttan
standi enn yfir. En hann legg-
ur líka önnur lönd undir fót og
stundum nokkuð óvænt.
Forseti Frakklands bauð
Trump að vera viðstaddur
þjóðhátíðarhöld hjá sér. Það
var mjög óvenjulegt og fyrir-
varinn mjög stuttur fyrir slíkt
boð fyrir forseta Bandaríkj-
anna. Því var raunar hvíslað
að þess vegna hefði Macron
orðað þetta boð. Hann hefði
vart getað órað fyrir að forset-
inn segði já takk án þess að
bera það undir nokkurn hvort
hægt væri að undirbúa slíka
ferð af hans hálfu svo öruggt
væri. Svo var Donald Trump
boðið til Mekka alþjóðavæð-
ingarinnar, á janúarfundinn í
Davos í Sviss. Þaðan munt þú
ekki ríða feitum hesti, sögðu
aðstoðarmennirnir. Já takk,
sagði Trump og kom vel frá
þeim fundum, þó að frétta-
menn hafi aðallega slegið því
upp að nokkrir úr hópi kollega
þeirra hafi púað þegar Trump
hafi nefnt eitt uppáhaldsefni
sitt, „fake news,“ til sögunnar.
Nú síðast flutti Trump hefð-
bundna ræðu um „Stöðu sam-
bandsríkisins“ yfir báðum
þingdeildum. Það þótti takast
ágætlega og Trump var frið-
samur, háfleygur og blíðmáll.
Ýmsir nefna að þetta hafi
farið svona vel vegna þess að
Trump hafi flutt ræðu sína af
lesvél. Það hafa allir banda-
rískir forsetar gert við þetta
tækifæri frá því að lesvélin
komst í brúk. En þegar þetta
er nefnt sérstaklega þá er
óbeint verið að vísa í „tíst“ for-
setans. Þar sé hann einn og
óbeislaður, en fjöldi sérfræð-
inga og ræðuskrifara fari yfir
ræðuna áður en hún er kloss-
fest inn í lesvélina. Síðustu
áratugi hafa íslenskir ráða-
menn, forsetar og forsætis-
ráðherrar flutt sín hátíðar-
ávörp með því að lesa þær af
skjá útsendingarvélarinnar
sem beinist að þeim. Þetta er
ekkert leyndar-
mál. Þvert á
móti er eðlilegt
að flytja undir-
búna ræðu við
slík tækifæri
þannig. Það er
miklu áheyrilegra að flytja
skrifaða ræðu þannig en af
blöðum. Lesvél eins og sú sem
Trump notaði gefur ræðu-
manni enn meira svigrúm og
ýtir ósjálfrátt undir þá ímynd
að hann mæli af munni fram,
þótt áheyrendur viti betur.
Trump sýndi ekki óútreiknan-
legu hliðina í þetta sinn en
gerði það sem fyrir fram hafði
verið gert ráð fyrir. Hann dró
fram og gladdist yfir þeim
mikla árangri sem hann taldi
stjórn sína hafa náð á aðeins
einu ári og bar hann óbeint við
árangur síðustu fyrirrennara
sinna í embætti. Þá fjallaði
hann um þær hættur sem
blasa við á alþjóðavettvangi og
Trump telur m.a. tilkomnar
vegna þess að Bandaríkin hafi
ekki í tæka tíð sýnt það við-
nám sem hefði þurft að sýna.
Hann fagnaði sigrinum á
hryðjuverkasamtökunum Ríki
íslams.
Því næst venti Trump sínu
kvæði í kross og fjallaði um
verkefnin fram undan. Þar
höfðaði hann til nauðsynlegrar
samvinnu þingsins, og þá
beggja flokka þar ef sæmilega
ætti að rætast úr. Trump taldi
sig rétta fram sáttahönd í inn-
flytjendamálum, þótt það væri
gert með fyrirvörum um að
hann fengi fram þá þætti sem
hann telur mikilvægasta. Og
svo voru „innviðamálin“ rædd,
en almennt er viðurkennt í
Bandaríkjunum að þau mál
séu komin í verulegar ógöngur
og tekin að hamla vexti og
þróun á mörgum sviðum.
Í báðum fyrrnefndum mála-
flokkum þarf forsetinn þó
einnig að ná saman fylkingum
innan eigin flokks, þar sem
verulegt bil er á milli manna.
En það sem flestir þingmenn
voru þó sennilega með huga
við þetta kvöld var ekki rætt.
Það eru þau kaflaskipti sem
virðast vera í svokölluðu
Rússa-máli vestra, meintu
samsæri Trumps og Pútíns í
síðustu kosningum. Alríkis-
lögreglan FBI og Dómsmála-
ráðuneyti Bandaríkjanna und-
ir Obama eru í verulegum
vanda vegna framgöngu hátt-
settra manna þar. Sumir segja
að framgangan þar minni
helst á takta gömlu KGB í
alræðiskerfi sovétsins forðum
tíð. Fróðlegt verður að fylgj-
ast með þeim málum næstu
daga.
Ræða forsetans var
athyglisverð en það
kunna næstu dagar
að verða líka}
Staða sambandsríkisins
reifuð með kurt og pí
N
ýlega komst það í fréttirnar að
það hlyti að vera góð hugmynd
að banna snjallsíma í grunn-
skólum, það væri verið að
banna þá í Svíþjóð og Frakk-
landi og þá hlyti það að vera góð hugmynd á
Íslandi líka. Málið er hins vegar langt frá því
að vera svona einfalt að við getum bara apað
upp það sem aðrir gera. Það er til dæmis risa-
stór grein vísinda sem snýst um það að rann-
saka menntun frá ýmsum sjónarhornum, þar á
meðal hvort og hvernig snjallsímar henti vel í
skólum og námi. Í greininni „Það eina sem við
þurfum að óttast eru 120 stafir“ (e. The only
thing we have to fear is 120 characters) frá
árinu 2012 fara Thomas og McGee yfir helstu
áhyggjumálin sem varða snjallsíma í skólum;
Staflensku (e. textese), svindl, neteinelti og
kynferðisleg myndskilaboð (e. sexting). Niðurstaðan er
mjög einföld, snjallsímar eru ekki vandamálið.
Hvernig lýsa þessi vandamál sér? Staflenska er óttinn
við að tungumálakunnáttu hraki af því að nemendur hafa
bara samskipti með stuttum skilaboðum og merkjum í
stað þess að skrifa vandaðri og lengri texta. Rannsóknir
sýna hins vegar þveröfuga þróun sem ætti ekki að koma
neinum á óvart. Því meira sem þú notar skrifmál, þeim
mun betri verður þú í því og við verðum betri í því sem
okkur finnst skemmtilegt að gera.
Það að nemendur svindli í prófum er miklu eldra en
snjallsímar. Rannsóknir benda meira segja til þess að
svindl hafi verið algengara áður fyrr. Snjallsíminn er
vissulega mjög öflugt tæki með aðgang að
gríðarlegu magni af upplýsingum. En er það
ekki einmitt kostur?
Eineltismál eru mitt hjartans mál. Það voru
ekki til neinir farsímar, hvað þá snjallsímar
þegar ég var lagður í einelti í grunnskóla.
Veraldarvefurinn er vissulega nýr leikvöllur
fyrir eineltið sem við skiljum kannski ekki
eins vel. Vandamálið sem ég glímdi við var
hins vegar að ég gat illa sýnt fólki nákvæm-
lega hvað var gert eða sagt. Það var erfitt að
fá foreldra hinna krakkanna til þess að trúa
því hvað börnin þeirra gætu gert eða sagt.
Það er ekki vandamálið með neteinelti þó að á
móti komi nafnleysið. Hvernig er það samt
öðruvísi en veggjakrot á klósetti eða á strætó-
skýli?
Það er kannski erfiðast að benda á eldri
dæmi kynferðislegra myndskilaboða. Sá möguleiki varð
eiginlega til með myndavélum á símum. En með það eins
og svo margar aðrar tækninýjungar þá er ekki hægt að
kenna tækinu um misnotkun. Lausnin hlýtur að vera
fræðsla um það hvernig á að umgangast tæknina. Lausn-
in getur ekki verið bann því þá gætum við alveg eins
reynt að banna tússpennann svo það sé ekki hægt að
skrifa „Jón er asni“ á strætóskýlin eða internetið þannig
að það sé ekki hægt að senda eineltisskilaboðin eða staf-
rófið þannig að við getum ekki skrifað svindlmiða fyrir
próf. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Snjallsímar eru snilldar námstæki
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ferðavenjukönnun Gallups íhaust bendir til að hlutfallferða með strætisvögnumhafi staðið í stað frá síð-
ustu könnun árið 2014. Um 4% allra
ferða voru farin með strætó í haust
og hefur það hlutfall haldist stöðugt í
fjórum könnunum frá 2002.
Alls 14.561 íbúi á höfuðborgar-
svæðinu á aldrinum 6-80 ára var í úr-
taki nýju könnunarinnar. Fjöldi svar-
enda var 6.059 og var þátttöku-
hlutfallið því 41,6%. Könnunin var
gerð 4. október til 13. nóvember og
var markmiðið að kanna ferðir íbúa á
höfuðborgarsvæðinu.
Þeir sem lentu í úrtaki úr þjóð-
skrá fengu bréf í pósti og voru þeir
beðnir að svara með því að fara á vef-
slóð og slá inn veflykil. Hringt var í
þátttakendur sem ekki höfðu svarað
innan tiltekins tíma og þeim boðið að
svara í síma. Þá fengu þeir sem voru í
úrtaki úr viðhorfahópi Gallups send-
an tölvupóst með hlekk í könnunina
sem svarað var á neti.
Hlutfall bílferða nær óbreytt
Meðal annarra niðurstaðna var
að 61% aðspurðra ferðaðist sem bíl-
stjóri og 15% sem farþegi í einkabíl,
eða samtals 76% aðspurðra. Til
samanburðar voru þessi hlutföll sam-
tals 75% árið 2002, 76% árið 2011 og
75% árið 2014. Bendir þetta til að
hlutföllin hafi lítið breyst.
Þá bendir könnunin til að hlut-
fall þeirra sem ferðast gangandi, eða
hlaupandi, hafi dregist saman. Það
var 20% árið 2002 en 14% í síðustu
könnun. Hins vegar hefur hlutfall
þeirra sem hjólar farið úr 4% árin
2011 og 2014 í 6% haustið 2017.
Sem áður segir hefur hlutfall
ferða með strætó verið nær óbreytt í
könnununum fjórum, eða um 4%.
Loks sagðist einn af hverjum 100
þátttakendum hafa notað aðra ferða-
máta. Það er ekki útskýrt nánar.
Hærra hlutfall hjólar aldrei
Þátttakendur voru einnig spurð-
ir um ferðir og hjólreiðar.
Samkvæmt könnuninni hjóla
10% aðspurðra allt árið um kring.
Það er sama hlutfall og 2014 en
lægra hlutfall en árið 2011. Hlutfall
þeirra sem hjóla hluta úr ári var 47%
í haust. Það var ögn hærra árin 2011
og 2014, eða 49% og 48%. Hlutfall
þeirra sem hjóla aldrei hefur hækk-
að úr 39% árið 2011 og 41% árið 2014
í 43% árið 2017.
Færri ferðir hjá
lágtekjufólki
Af öðrum niðurstöðum má
nefna að þátttakendur með 400 þús-
und eða minna í fjölskyldutekjur
fóru marktækt færri ferðir en þeir í
tekjuhæsta hópnum, sem hafa yfir
1.250 þúsund í fjölskyldutekjur.
Þannig fóru 43% aðspurðra í tekju-
lægsta hópnum 2-3 ferðir á dag en
35% aðspurðra í tekjuhæsta hópn-
um. Kann þessi munur að skýrast af
misjöfnu aðgengi að ökutækjum.
Einnig var spurt um megintil-
gang ferðar. Meðal niðurstaðna var
að 5% aðspurðra sögðust vera að
skutla/sækja farþega og 5% að vera
að keyra/sækja barn í skóla/
leikskóla/til dagmömmu. Hlutfall
þeirra sem voru að keyra/sækja
barn var jafn hátt í Vesturbænum,
Hlíðum, Árbæ, Úlfarsfelli,
Garðabæ og Álftanesi
eða um 5%. Þá
var það til
dæmis 4% í
miðborg og
Háaleiti en
6% á Sel-
tjarnarnesi.
Hlutfall ferða með
strætó stendur í stað
Með hvaða hætti ferðaðist þú í dag?
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
Sem bílstjóri Sem farþegi
í einkabíl
Fótgangandi Á reiðhjóli Með strætis-
vagni
Annað
58
61 60 61
17
15 15 15
20
15 15 14
0
4 4 4 4 4 4
1 1 1 1
Febrúar 2002
Okt.-des. 2011
Okt.-nóv. 2014
Október 2017
Hvað af eftirtöldu á best við
um þig og hjólreiðar?
Hjóla aldrei
Hjóla hluta úr ári
Hjóla allt árið
um kring 12%
10%
10%
47%
43%
48%
41%
49%
39%
Ferðavenjukönnun Gallups á höfuðborgarsvæðinu haustið 2017*
*Unnið fyrir Samtök sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina
Fjallað er um nýju könnunina á
vef Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu. Þar segir
meðal annars að íbúum á höfuð-
borgarsvæðinu hafi fjölgað um
7% frá árinu 2011 skv. tölum
Hagstofunnar. „Því fylgir vöxtur
í samgöngum. Eins fylgir vöxtur
í samgöngum þeirri miklu fjölg-
un ferðamanna sem átti sér
stað á síðustu árum. Innstigum
í strætisvagna á höfuðborgar-
svæðinu fjölgaði úr 9,0 millj-
ónum árið 2011 í 11,7 milljónir
árið 2017. Það er um 30% aukn-
ing sem er langt umfram íbúa-
fjölgun. Samkvæmt talningum
Vegagerðarinnar á þremur föst-
um talningarstöðum á stofn-
vegakerfinu jókst meðal-
umferð á dag (ÁDU) um
tæplega 30% frá 2011 til
2017. Það hefur því orðið
mikill vöxtur í sam-
göngum síðustu miss-
eri.“
Mikill vöxtur í
samgöngum
ÞRÓUN SÍÐUSTU ÁRA