Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR SKODA
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
Þingið er rétt hafið eftir langtjólafrí og þingmenn Pírata eru
þegar „búnir á því“. Í umræðum á
þriðjudag kvartaði Halldóra Mogen-
sen undan því að fá
ekki nægar upplýs-
ingar um dagskrá
þingsins.
Halldóra sagðiþingmenn
vinna mikið en sagð-
ist ekki geta unnið á
kvöldin því að þá
væri hún „bara búin
á því“. Svo lagði hún
málræktarátaki
þingsins lið og sagði
það „bara vera
„basic“ virðing við
okkur þingmenn að geta haft dag-
skrána tilbúna fyrr“.
Allt er þetta auðvitað mjög átak-anlegt og erfitt, þó að þing-
forseti hafi að vísu upplýst um að
dagskráin hafi verið tilbúin með
fyrirvara. Og fyrrverandi forseti
tók undir þetta og sagði „allt með
sóma og miklum og góðum brag“.
En píratar gáfu sig ekki og erf-iðið er meira að segja slíkt að
vinnuþjarkurinn Jón Þór Ólafsson
safnaði kröftum til að fara í ræðu-
stól og taka undir gagnrýni Hall-
dóru. Og fulltrúi systurflokksins,
Oddný Harðardóttir, kom þétt á
hæla hans og fann að skipulagningu
þingforseta.
Fyrir þá sem sjá út fyrir naflaþingsins og þurfa jafnvel
stundum að vinna á kvöldin án þess
að hafa fengið tæpan mánuð í
jólafrí eða nokkra mánuði í sumar-
frí, hljómar þetta allt stórundar-
lega.
En Píratar vilja fá sitt frí. Er nokkur ástæða til að
hindra þá í því?
Halldóra
Mogensen
Alveg búin á því
og þrá meira frí
STAKSTEINAR
Jón Þór Ólafsson
Veður víða um heim 31.1., kl. 18.00
Reykjavík 0 léttskýjað
Bolungarvík -2 skýjað
Akureyri -1 snjókoma
Nuuk -9 snjókoma
Þórshöfn 3 skúrir
Ósló 0 snjókoma
Kaupmannahöfn 5 rigning
Stokkhólmur 1 súld
Helsinki -3 skýjað
Lúxemborg 5 rigning
Brussel 6 skúrir
Dublin 4 léttskýjað
Glasgow 2 rigning
London 5 rigning
París 8 rigning
Amsterdam 6 léttskýjað
Hamborg 7 rigning
Berlín 9 skýjað
Vín 6 heiðskírt
Moskva -5 snjókoma
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 13 heiðskírt
Barcelona 15 heiðskírt
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 12 skýjað
Aþena 14 heiðskírt
Winnipeg -18 heiðskírt
Montreal -16 léttskýjað
New York -7 léttskýjað
Chicago 2 heiðskírt
Orlando 17 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
1. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:08 17:16
ÍSAFJÖRÐUR 10:29 17:04
SIGLUFJÖRÐUR 10:13 16:46
DJÚPIVOGUR 9:42 16:41
Mikill munur er
á kostnaði við
skóladagvistun
og skólamáltíðir
hjá sveitar-
félögum, en mun-
urinn á lægstu
og hæstu gjöld-
um nemur 127
þúsund krónum á
ári. Verðlags-
eftirlit ASÍ kann-
aði breytingar á
gjaldskrám frá 2017 til 2018, og
námu hækkanir frá 0 til 4,6 pró-
sentustigum. Hæst eru gjöldin í
Garðabæ, en þar kostar skóladag-
vistun ásamt hádegismat og síð-
degishressingu 37.114 krónur.
Lægst eru gjöldin í Vestmanna-
eyjum, eða 24.360 krónur. Munur-
inn nemur því 52%, eða 12.754
krónum sem gera 127.540 krónur á
ári miðað við tíu mánaða vistun.
Mesta hækkun á heildarkostnaði
á milli ára var hjá Kópavogsbæ, eða
4,6%, en Reykjavík fylgdi á eftir
með 4,5% hækkun. Í Hafnarfirði,
Reykjanesbæ og í Vestmanna-
eyjum hækkuðu gjöldin ekkert á
milli ára.
Munar 127
þúsundum
á dagvist
Dýrast í Garðabæ,
ódýrast í Eyjum
Dagvistun Miklu
munar gjöldum
sveitarfélaga.
Rúmur helmingur þeirra sem leit-
uðu til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar
fyrir þolendur ofbeldis, á síðasta ári
hefur glímt við sjálfsvígshugsanir í
tengslum við ofbeldi. Það er eitt af
þeim atriðum sem koma forsvars-
mönnum Bjarkarhlíðar á óvart. „Það
er mjög sláandi að sjá hversu margir
eru komnir á þann stað. Okkur
finnst það mikið áhyggjuefni,“ segir
Hafdís Inga Hinriksdóttir, félags-
ráðgjafi í Bjarkarhlíð.
Bjarkarhlíð hóf starfsemi sína 2.
mars 2017. Frá þeim degi og til loka
ársins höfðu alls 316 einstaklingar
leitað til miðstöðvarinnar. Yfir 90%
þeirra voru konur, Íslendingar í
miklum meirihluta og stærsti hluti
þjónustuþeganna var á aldrinum 18
til 29 ára og samtals tæp 70% á
bilinu 18 til 39 ára.
Hafdís Inga segir að það hafi
komið á óvart hversu margt ungt
fólk hafi leitað til Bjarkarhlíðar.
Sumir séu komnir í slæma stöðu, til
dæmis með örorku. Hún telur að
skýringin geti verið sú að unga fólk-
ið sé að leita sér aðstoðar fyrr, sé að
reyna að koma sér út úr heimilis-
ofbeldi.
Mikilvægt samstarf
Flest málin voru vegna heimilis-
ofbeldis, eða 74%. Þar af voru 46%
gerenda fyrrverandi maki, 14% þá-
verandi maki og í 13% tilvika var
gerandi ættingi viðkomandi.
Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni
margra stofnana og samtaka. Flest-
um þjónustuþegum var vísað í sitt
annað viðtal til starfskvenna
Kvennaathvarfsins, eða 26%, lög-
reglan fengu litlu færri mál og Stíga-
mót fékk 12% málanna.
Hafdís Inga segir að tölurnar sýni
að mikil þörf sé fyrir þjónustuna.
Það skipti miklu málið að fólk geti
leitað á einn stað. helgi@mbl.is
Helmingur með sjálfsvígshugsanir
316 þolendur ofbeldis leituðu aðstoðar hjá Bjarkarhlíð á fyrsta starfsári