Morgunblaðið - 01.02.2018, Page 12

Morgunblaðið - 01.02.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Fækkaðu hleðslu- tækjunum á heimilinu, skrifstofunni eða sumar- bústaðnum. Tengill með USB Dagskrá Borgarbókasafnsins á Vetrarhátíð í Reykjavík 1.-4. febrúar hefst með Háskaleikum í Grófinni á Safnanótt kl. 18-21 annað kvöld, föstudaginn 2. febrúar. Þegar dimma tekur vakna þar til lífsins kynjaverur og vættir sem hafa fundið sér íveru- stað í öllum krókum og kimum. Kjarkmiklum krökkum er boðið að taka þátt í háskaleikunum, fara um húsið og takast á við voðalegar áskoranir. Þorir þú að kíkja inn í leyniklefann í Hogwarts-skólanum og takast á við Lord Voldemort, varúlfa og vitsugur eða hitta fyrir glitrandi og seiðandi ævintýra- og furðuverur í töfraheimi Narníu? Kannski viltu þreifa ofan í ógeðskassann þar sem starandi augu veltast um í leðju, slími, slor og hori innan um snáka og snigla? Ef þú vilt fá hárin til að rísa geturðu kíkt bak við tjöldin og hitt Manninn magra. Mætti bjóða þér að líta inn hjá Quasimodo, kroppin- baknum voðalega, í kirkjuturninum? Eða leggjast í líkkistu með uppvakn- inga og beinagrindur allt um kring? Viltu sigrast á óttanum við hið ókunnuga og skríða í gegnum göngin dimmu og djúpu þar sem allt getur gerst? Muntu halda höfði eða enda sem höfuðréttur óvættarinnar? Komdu undir borðið og sjáðu hvort þú haldir haus. Frá kl. 21-23 verður svo hægt að fara í koldimmt karókí þar sem 17 þúsund lög standa til boða. Í lokin fá öll börn verðlaun fyrir áræði og kjark. Háskaleikar í Grófinni á Safnanótt annað kvöld Varúlfar, vitsugur og verulega voðalegar áskoranir Kynjaverur Sumar kynjaverur og vættir fá hárin til að rísa á fólki. Leikverkið Maður í mis- litum sokk- um, sem Halaleikhóp- urinn frum- sýnir kl. 20 annað kvöld, föstudaginn 2. febrúar, fjallar um ekkju sem býr í eldri- borgarablokk. Dag einn er hún kemur út úr Bónus situr ókunn- ur maður í farþegasætinu í bíln- um hennar. Maðurinn veit ekki hvað hann heitir, hvar hann býr eða hvert hann er að fara en hann er í mislitum sokkum. Af ótta við almenningsálitið ákveður ekkjan að taka hann með sér heim. Vinkonur hennar og eiginmenn þeirra fléttast inn í málið með tilheyrandi vand- ræðagangi. Úr þessu tvinnast síðan kostuleg og bráð- skemmtileg atburðarás með lit- ríkum karakterum. Næstu sýningar eru 4., 9., 11. og 16. febrúar. Miðasala í síma 897 5007 og midi@halaleikhop- urinn.is. Sýnt er í Halanum, en svo nefnist salur í Sjálfsbjargar- húsinu, Hátúni 12, Reykjavík. Gengið er inn að norðanverðu um austurinngang. Nánari upplýsingar: www.halaleikhopurinn.is. Maður í mis- litum sokkum HALALEIKHÓPURINN Leikendur og leikstjóri F.v. Alexander Ingi Arnarsson, Margrét Eiríksdóttir, Kristinn Sveinn Axelsson, Þröstur Guðbjartsson leikstjóri, Herdís Ragna Þorgeirsdóttir, Stefanía Björk Björnsdóttir, Hlynur Finnbogason. Fremstar eru Sóley Björk Axelsdóttir og Hanna Margrét Kristleifsdóttir, en hún og Hlynur leika aðalhlutverkin. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is E ftir frumsýninguna annað kvöld fá leik- arar og aðstandendur leikritsins Maður í mislitum sokkum að leika lausum hala. Þá hefur Þröstur Guðbjartsson leikstjóri lokið sínu hlutverki, hans er ekki lengur þörf. Eða svo segir hann að minnsta kosti, en viðurkennir um leið að ef- laust laumi hann sér inn á eina sýn- ingu eða svo. „Það er ómögulegt fyrir leikarana að vera alltaf með leikstjórann hangandi yfir sér. Ég kíki samt kannski við og gef góð ráð ef á þarf að halda,“ segir hann. Og, nei, hann er ekkert stress- aður fyrir frumsýninguna. Hann er þess fullviss að leikararnir átta í Halaleikhópnum, sem fara með stór og smá hlutverk í verkinu, muni standa sína plikt með sóma og sann og sömuleiðis tólf manna teymið sem gegnir ýmsum hlutverkum á bak við tjöldin. Sjálfur er Þröstur sjóaður í bransanum bæði sem leikari og leikstjóri. Hann er búinn að setja upp meira en 80 leiksýningar með skólum og áhugaleikfélögum víða um land allt frá því hann útskrif- aðist fyrir fjórum áratugum úr Leiklistarskóla Íslands, sem þá var og hét. Stútfull sýning af orku og leikgleði „Við skoðuðum ýmis leikrit, en komum okkur svo saman um að Maður í mislitum sokkum eftir Arn- mund S. Backman hentaði leik- hópnum mjög vel og líka í því rými sem hann hefur yfir að ráða. Ég var nýbúinn að setja leikritið upp með áhugaleikhópi á Hofsósi þar sem það hafði mælst mjög vel fyrir, og þótt raunar alveg sprenghlægilegt,“ segir Þröstur og lýsir verkinu sem miklum ólíkindaleik: „Farsi með öllu tilheyrandi; rugli, hasar og látum.“ Spurður hvort í verkinu leynist ádeila eða boðskapur af ein- hverju tagi svarar hann neitandi. „Sýningin er stútfull af gríni, glensi, orku og leikgleði, enda eiga áhorf- endur bara að skemmta sér. Við er- um ekkert að stinga á kýlunum í þjóðfélaginu,“ segir hann. En svo er áhorfendum vita- skuld í sjálfsvald sett að lesa úr verkinu það sem þeir vilja. Setja á sig alvörugleraugun og rýna í að- stæður og sjálfsákvörðunarrétt aldraðra, ótta við almenningsálitið og samskiptamáta fólks svo eitt- hvað sé nefnt. „Í Halaleikhópnum er fátt um eldra fólk sem var tiltækt í leikinn að þessu sinni. Mestu vandræðin fólust því í að „elda“ leikendur því leikritið hverfist um gamalt fólk. Eldri maður í mislitum sokkum og ekkja sem finnur hann í bílnum sín- um eru í aðalhlutverkum, tvenn eldri hjón eru líka stór hlutverk, en tvær dætur mannsins í mislitu sokkunum eru tiltölulega ungar, eða á fertugs- eða fimmtugsaldri. Allir leikararnir, nema einn, þurftu að leika nokkra tugi upp fyrir sig ef svo má segja. Sá yngsti, átján ára, leikur sjötugan karl.“ Skemmtilegar áskoranir Halaleikhópurinn er áhugaleik- félag, stofnað 1992. Blandaður leik- hópur, þar sem fatlaðir og ófatlaðir vinna saman, og er hópurinn aðili að Bandalagi íslenskra leikfélaga. Árlega er sett upp vegleg leiksýn- ing og er þá ráðinn atvinnuleikstjóri til verksins. Þröstur segir mikla en skemmtilega áskorun felast í að leikstýra mismunandi samansettum áhugaleikhópum. Tveir leikararnir í Maður í mislitum sokkum séu til dæmis í hjólastólum og því hafi þurft að haga ýmsu með tilliti til þess. Þá sé Halinn, salurinn í Sjálfsbjargarhúsinu, þar sem leik- ritið verður á fjölunum, ekki sniðinn fyrir leiksýningar. Þröstur þekkir þær fjalir því að hann hefur áður verið Hala- leikhópnum innan handar. Fyrst með leiklistarnámskeið fyrir tíu ár- um og síðan setti hann upp með hópnum Sjeikspírs Karnivalið eftir William Shakespeare árið 2009. Og þótt Halinn sé kannski ekki full- komnasta leikhús landsins, hefur hann engar áhyggjur. „Leikararnir, sem allir eru í hálfu eða fullu starfi annars staðar, hafa lagt á sig mikla vinnu frá því við hófum undirbúninginn í lok október og æft stíft, sérstaklega síðustu vikurnar. Eins og í försum af þessu tagi þurfa þeir að tala og leika býsna hratt á köflum,“ segir Þröstur og gerir fastlega ráð fyrir að í Halanum verði allt með miklum ólíkindum annað kvöld. Halaleikhópurinn er rúmlega aldarfjórðungsgamalt áhugaleikfélag, blandaður hópur fatlaðra og ófatl- aðra. Félagar ganga í öll verk utan einu sinni á ári þegar leikhópurinn setur upp veglega sýningu og ræð- ur til sín atvinnuleikstjóra. Þröstur Guðbjartsson varð fyrir valinu í ár og annað kvöld frumsýnir leik- hópurinn ærslafullan gamanleik, Maður í mislitum sokkum. Gömul Flestir leikararnir þurfa að leika áratugi upp fyrir sig í aldri. Allt með ólíkindum í Halanum Æfing Herdís Ragna og Hanna Margrét í hláturskasti með trúðsnef.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.