Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 46

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti dró upp mjög bjarta mynd af efna- hag landsins í fyrstu stefnuræðu sinni í fyrrinótt, ólíkt þeirri hel- svörtu mynd sem hann dró upp af efnahagnum í ræðu sinni fyrir ári þegar hann varð forseti. Líklega er raunveruleikinn einhvers staðar þar á milli, ef marka má umfjöllun hagfræðinga og bandarískra fjöl- miðla um stefnuræðuna. Forsetinn hvatti einnig til þjóðareiningar og samstarfs milli stóru flokkanna tveggja en fyrstu viðbrögð við ræðunni benda til þess að ólíklegt sé að allt falli í ljúfa löð milli forsetans og pólit- ískra andstæðinga hans. Í ræðunni forðaðist Trump að gagnrýna andstæðinga sína með beinum hætti og hún var gerólík stórkarlalegum yfirlýsingum hans á Twitter. Hann talaði forsetalega um að Bandaríkjamenn væru „eitt lið, ein þjóð og ein bandarísk fjöl- skylda“. „Í kvöld hvet ég okkur öll til að leggja deilurnar til hliðar, leitast við að finna sameiginlegan grundvöll og kalla til þá einingu sem við þurfum til að ná árangri fyrir fólkið sem við vorum kosin til að þjóna.“ Innflytjendum lýst sem glæpamönnum Trump hvatti til samstarfs milli repúblikana og demókrata til að endurreisa Bandaríkin, meðal ann- ars samkomulags um breytingar á innflytjendalöggjöfinni og stór- felldar fjárfestingar í vegum, brúm og hafnarmannvirkjum. Forsetinn sagði að vernda þyrfti svonefnt „draumafólk“, um 1,8 milljónir ungra innflytjenda sem voru á barnsaldri þegar þeir komu ólöglega til Bandaríkjanna með foreldrum sínum. Hann kvaðst vilja gefa ungu innflytjendunum færi á að fá ríkisborgararétt í Bandaríkjunum gegn því að þingið samþykkti lagabreytingar til að takmarka aðflutning fólks, að það byndi enda á árlegt happdrætti um græna kortið og veitti 25 milljarða dollara til að reisa múra og girð- ingar við landamærin að Mexíkó. Trump lagði hins vegar áherslu á að forgangsverkefni sitt væri að vernda Bandaríkjamenn gegn glæpum ólöglegra innflytjenda og skírskotaði til morða glæpagengis- ins MS-13 á bandarískum ungling- um. Flestir liðsmenn gengisins eru frá Mið-Ameríku, einkum El Salvador, og það er illræmt fyrir ofbeldi í mörgum borgum í Banda- ríkjunum. Þingmenn demókrata og nokkrir repúblikanar sögðu eftir ræðuna að þeir litu ekki drauma- fólkið sömu augum og glæpagengið og talið er að áherslan sem Trump lagði á glæpina dragi úr líkunum á því að forsetinn nái samkomulagi við demókrata um málið, að sögn The Wall Street Journal. Að sögn blaðsins er óvíst hvernig forsetinn getur náð stefnu sinni fram vegna ágreinings milli flokkanna og inn- an þeirra um breytingar á innflytj- endalöggjöfinni og stóraukin út- gjöld til samgöngumála. Aukast skuldirnar? Fulltrúadeildarþingmaðurinn Joe Kennedy III, sonarsonur Ro- berts F. Kennedy, svaraði ræðu Trumps fyrir hönd demókrata og hvatti andstæðinga forsetans til að berjast saman gegn stefnu hans. Nokkrir repúblikanar á þinginu hafa látið í ljós efasemdir um þau áform forsetans að stórauka opin- ber útgjöld til vega- og hafnafram- kvæmda og segja að þær megi ekki verða til þess að skuldir ríkis- ins aukist enn. Stephen Collinson, fréttaskýr- andi CNN, telur ólíklegt að áskor- un forsetans um samstarf milli flokkanna marki tímamót í forseta- tíð hans sem hefur einkennst af sundrungu og deilum, oft vegna yfirlýsinga hans á Twitter. Fátt bendi til þess að forsetinn sé sjálf- ur fús til að fallast á tilslakanir og skilaboðin virðist vera þau að ef samkomulag eigi að nást um sam- starf geti það aðeins verið með hans eigin skilmálum. Nýr tónn Í ræðu sinni fyrir ári þegar hann tók við forsetaembættinu dró Trump upp mjög dökka mynd af atvinnulífinu sem hann lýsti sem „bandarísku blóðbaði“ vegna tap- aðra starfa. Í ræðunni í fyrrinótt var hann miklu bjartsýnni og ýkti árangurinn sem náðst hefur í efna- hagsmálum frá því að hann varð forseti. Gerald F. Seib, fréttaskýrandi The Wall Street Journal, bendir á að þótt efnahagur Bandaríkjanna sé augljóslega góður hafi upp- gangurinn ekki verið mikill. At- vinnuleysið hafi minnkað úr 4,8% í 4,1% frá því að Trump varð forseti og störfum hafi fjölgað um 2,1 milljón á síðasta ári. Störfunum hafi þó fjölgað meira á hverju ári síðustu sex árin í forsetatíð Bar- acks Obama, eða frá 2010. Seib bendir einnig á að hag- vöxturinn í Bandaríkjunum á síð- asta ári var 2,3%, 0,8 prósentustig- um meiri en árið áður, en mun minni en árið 2015 þegar hann var 2,9%. Trump ýkti einnig launahækk- anirnar sem orðið hafa frá því að hann varð forseti og sagði að laun- in væru nú loksins farin að hækka eftir margra ára stöðnun. Stað- reyndin er hins vegar sú að launin hækkuðu ekki meira en árin á und- an, að sögn fréttaveitunnar AP. Meðallaunin hækkuðu um 2,5% á síðasta ári en um 2,9% árið 2016 þegar Obama var forseti. Trump forseti ýkti árangur sinn  Hvatti til samstarfs milli flokkanna  Ólíklegt talið að ræða Trumps verði til þess að sundrungin minnki  Hagvöxturinn í fyrra var meiri en árið áður en minni en árið 2015 þegar Obama var forseti AFP Bjartsýnni Donald Trump klappar í þinghúsinu í Washington þegar hann flutti fyrstu stefnuræðu sína í fyrrinótt. Forsetinn lagði áherslu á árangur sinn í efnahagsmálum og hvatti til samstarfs á milli demókrata og repúblikana. Fleiri telja Obama eiga heiðurinn » Könnun ABC-sjónvarpsins og Washington Post bendir til þess að 58% Bandaríkjamanna telji að efnahagsástandið sé gott eða mjög gott núna. » Aðeins 38% þátttakend- anna töldu að efnahagsbatinn væri Donald Trump að þakka. 50% sögðu að Barack Obama ætti að miklu eða mjög miklu leyti heiðurinn af batanum. » 39% styðja Trump, 20 pró- sentustigum færri en síðustu forsetar Bandaríkjanna að meðaltali eftir ár í embætti. Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum. Getum boðið mjög gott verð á flugi, hótelum og rútu, svo og íslenskan fararstjóra ef þess er óskað. www.transatlantic Sími 588 8900 GLÆSILEGAR MIÐALDA BORGIR Í A-EVRÓPU Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsibyggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Búdapest hefur verið kölluð heilsuborg Evrópu en baðmenningu Ungverja má rekja hundruðir ára aftur í tímann. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningar- áhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Þetta er borg með mikla sögu en hún var helsta vígi Hansakaupmanna í Evrópu. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og fjölmargar tónlistarhátíðir hafa gert borgina við flóann að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI GDANSK Í PÓLLANDI BÚDAPEST NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Vikuferðir sumarið 2018frá 125.000 kr. á mann í 2ja manna herb.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.