Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 71

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 71
MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 ✝ Stefanía Guð-mundsdóttir fæddist 13. ágúst 1945 í Reykjavík. Hún lést á líknar- deild Landspítal- ans 22. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Elín Guðmundsdóttir, ættuð af Snæfells- nesi, f. 12.7. 1923, d. 22.3. 2011, og Guðmundur Guðmundsson, slökkviliðsstjóri Reykjavíkurflugvallar, f. 13.11. 1919, d. 21.9. 2015. Alsystkini Stefaníu eru: Birna Margrét, f. 6.11. 1943, Elín Edda, f. 2.10. 1946, d. 10.5. 1997, María Sig- rún, f. 2.4. 1948, Ívar, f. 10.8. 1952, Gunnlaugur, f. 12.9. 1956, Auður, f. 12.9. 1960, og Björn Valdimar, f. 7.7. 1966. Hálfsystir Stefaníu var Rut, f. Landsbréfum á lífeyrissjóða- sviði, en þegar Landsbréf sam- einuðust Landsbanka Íslands réðst hún til Landsbankans. Þar vann hún uns hún varð að láta af störfum vegna veikinda árið 2007. Eiginmaður Stefaníu er Georg Halldórsson. Börn þeirra eru: Eva Aldís, f. 22. ágúst 1965, og Ragnar Marel, f. 11. nóv. 1968. Eva hefur verið búsett er- lendis um árabil. Eiginmaður hennar er Leonardo Bena- giano. Dætur Evu eru: Viktoría Stefanía, Eleanor Tessa og Val- entina Rose. Ragnar Marel er búsettur hér á landi. Börn hans eru: Diljá Hrund, Olivía Sophie og Nikulás Marel. Eiginmaður Olivie Sophie er Benjamin Wroblewski, sonur þeirra er Mio. Heimili Stefaníu og Georgs var fyrst á Tómasarhaga 49, seinna á Reynimel 88 og svo aftur á Tómasarhaga 49 og frá árinu 1988 bjuggu þau í Hellu- landi 13. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 8.2. 1940, d. 30.9. 2010. Stefanía var önnur í röð systkinanna. Hún gekk fyrst í Austurbæjar- skólann, þá í Gagn- fræðaskólann við Lindargötu og lauk gagnfræða- prófi úr verslunar- deild Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Árið 1962-1963 var hún skiptinemi í Bandaríkjunum. Eftir dvölina í Bandaríkjunum gerðist hún rit- ari í Framkvæmdabanka Ís- lands og starfaði þar í fimm ár. Þá stýrði hún skrifstofu Lions-hreyfingarinnar í nokkur ár og var ritari og bókari hjá Gunnari R. Magnússyni löggilt- um endurskoðanda í um 20 ár. Árið 1995 hóf hún störf hjá Elsku Stebba systir. Ég kveð þig með söknuði og minningin um þig mun aldrei gleymast. Ég er þakklátur forlögunum fyrir að fá að kveðja þig örfáum dögum áður en þú fórst frá okkur. Við hjónin heimsóttum þig á líknardeildina og vorum óörugg um hvernig við ættum að bera okkur að því við höfðum aldrei komið þar áður. Við komuna sáum við konu vera að stússast í eldhúsinu og ég kallaði til hennar að við værum að heim- sækja Stefaníu systur mína. Hún svaraði til baka að Stef- anía væri að hjálpa sér við frá- gang í eldhúsinu eftir hádeg- isverðinn. Þetta er augljóst dæmi um hvernig systir mín var. Þrátt fyrir alvarleg veik- indi var hún alltaf reiðubúin að taka til hendinni þegar á þurfti. Við sátum saman og spjöll- uðum um fjölskylduna og lífið með Georg, eiginmanni hennar, og hún virtist bara hress miðað við aðstæður. Hún sýndi okkur myndir í símanum sínum og henti gaman að. Það var mikið áfall að frétta það nokkrum dögum síðar að hún hafði kvatt lífið. Í mörg ár hafði hún barist við krabba- meinið og gaf ekkert eftir. Læknar sögðu hana gangandi kraftaverk því þeir töldu lengi vel að hún ætti stutt eftir ólif- að. Systir mín hunsaði þetta álit læknanna og hélt áfram lífi sínu eins og ekkert hefði í skor- ist og bauð veikindunum birg- inn, þar til hún gat ekki meir og kvaddi okkur um nótt í faðmi fjölskyldunnar. Kæri Georg, Ragnar og Eva. Ég samhryggist ykkur svo inni- lega því ég veit að Stebba var sem klettur í ykkar lífi. Fráfall hennar skilur okkur eftir í sárri sorg. Ívar Guðmundsson. Leiðir okkar Stebbu hafa legið saman frá árinu 1965 er hún giftist Georg bróður mín- um. Ung og glæsileg kom hún sem ljósgeisli inn í fjölskylduna og var strax mjög kært milli foreldra minna og hennar. Stebba reyndist þeim hin besta dóttir og mér hin besta systir. Fyrstu árin bjuggu þau Georg á Tómasarhaganum í húsi for- eldra minna og var mikill sam- gangur milli heimilanna. Þá kynntist ég vel mannkostum hennar og dugnaði. Margar ánægjustundir átti ég bæði á heimili mínu og hennar svo og í ferðum okkar til útlanda. En lífið lék ekki alltaf við Stebbu. Árið 1996 gerði krabbameinið fyrst vart við sig og kom þá vel í ljós hve kjörk- uð hún var. Æðrulaus gekk hún undir fyrsta uppskurðinn af mörgum. Aldrei var gefist upp. Eftir hverja raun reyndi hún að byggja sig upp á ný með von um bata og trú á betra líf. Þrátt fyrir veikindin naut hún áranna sem hún fékk eftir að sjúkdómsins varð fyrst vart og fylgdist grannt með börnum sínum og uppvexti barna- barnanna. Saman fórum við tvær til Þýskalands þegar Olivia Sophie, dóttir Ragnars, var fermd. Vegna komu okkar fékk Olivia Sophie leyfi úr skóla og gerðist leiðsögumaður okkar í ógleymanlegri ferð til Bochum og Kölnar. Ég átti þess einnig kost að ferðast með Stebbu, bræðrum mínum og Ragnari, tvisvar til Ítalíu. Skipulagning ferðanna var einstök, enda í höndum Stebbu. Hún var óþreytandi og vildi sjá sem mest. Þetta voru góðir dagar og Stebba ljómaði af gleði og hamingju er Valentina litla Rose var skírð í kapellu afa síns í Vignaia. Við systkinin höfum fylgst með baráttu Stebbu við krabbameinið í rúm 20 ár og dáðst að einstökum kjarki hennar og bjartsýni. Nú er komið að leiðarlokum og þrátt fyrir söknuðinn er í hug- anum aðeins þakklæti fyrir samfylgdina. Guð blessi minn- inguna um Stebbu og blessi og varðveiti ástvini hennar alla. Betsy. Þegar við sem ungar stúlkur innan við tvítugt hittumst var gaman. Á þeirri stundu mynd- aðist vinátta sem hefur enst alla tíð. Saumaklúbbar, sætir strákar, skemmtanir og hlátur. Síðan komu makar, börn og heimilishald og alltaf var jafn gaman að hittast. Sumar fluttu tímabundið eða alfarið til útlanda en alltaf hélst vinskapurinn, ekki síst fyrir trygglyndi og staðfestu Stefaníu. Hún var fyrirmyndin og drifkrafturinn í að hóa okk- ur saman. Síðustu tíu árin höfum við notið þess að hittast reglulega og átt yndislegar stundir sam- an. Er það okkur vinkonunum ómetanlegt að eiga hópmynd- irnar af okkur sem teknar voru á þessum árum. Sumir áttu við tímabundin veikindi að stríða en Stefanía fékk stóra skammtinn, því fyrir tuttugu árum veiktist hún af þeim veikindum sem nú höfðu yfirhöndina. Hugrekki og æðruleysi voru einkenni Stefaníu alla tíð. Hún tók sín- um veikindum með reisn, skyn- semin bauð henni að huga vel að heilsunni, hreyfa sig eftir getu og taka þátt í daglegu lífi. Stefanía vakti athygli fyrir glæsileika og fallega framkomu og hélt hún reisn sinni allt til enda. Nú er komið að leiðarlokum og við kveðjum kæra vinkonu með söknuði, við minnumst hennar ætíð af virðingu og þökkum fyrir að hafa notið vin- áttu hennar. Við sendum Georg, Evu, Ragnari og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Erna Sigurðard., Guðrún Haraldsd., Guðrún Odd- geirsd. og Lillý Kristjánsd. Komið er að kveðjustund. Ég kveð Stebbu, mína kæru vin- konu, með söknuði og á þeim tímamótum staldra ég við og hugsa hvenær vegferð okkar hófst. Ég var ung að árum þegar ég átti því láni að fagna að kynnast þeim hjónum Stebbu og Georg. Þrátt fyrir átta ára aldurs- mun á milli okkar, sem var nokkuð mikill á því aldurskeiði, spunnust vinaþræðir sem hafa haldist æ síðan. Í huganum sitja ógleymanlegar minningar um ferðalög, samverustundir og gleði, en umfram allt um dýrmæta vináttu sem hvergi bregður skugga á. Þrátt fyrir mismikil sam- skipti gegnum árin hefur sam- band okkar alltaf verið sterkt og Stebba hefur alltaf verið mér traustur vinur hvort sem er í blíðu eða stríðu. Nú seinni árin tókum við þráðinn upp að nýju og höfum undanfarin ár notið góðra og eftirminnilegra stunda saman. Stebbu var mjög umhugað um fjölskyldu sína og fylgdist grannt með barnabörnunum sem búa dreift um álfuna. Það var alltaf gaman að hlusta á stolta ömmuna tala um barna- börnin sín og sjá hana ljóma af gleði við tilhugsunina. Þau voru henni dýrmætur fjársjóður. Stebba var glæsileg kona. Hún var glaðvær, dugleg og hefur alltaf verið mér mikil fyrirmynd. Nú er komið að leiðarlokum. Hetjulegri baráttu er lokið. Langri baráttu sem Stebba tókst á við af miklu æðruleysi og dugnaði með góð- um stuðningi Georgs og sinna nánustu. Elsku Georg, Eva, Ragnar og fjölskylda. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur og megi minningin um okkar kæru Stebbu lifa. Guðný H. Guðmundsdóttir. Stefanía Guðmundsdóttir Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BJÖRN EYSTEINN JÓHANNESSON, áður bóndi Stokkhólma, Skagafirði, lést á heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þriðjudaginn 16. janúar. Hann verður jarðsunginn laugardaginn 3. febrúar frá Sauðárkrókskirkju klukkan 14. Guðmundur G. Björnsson Ragnheiður Karlsdóttir Sigurlaug J. Björnsdóttir Finnbogi Elíasson Guðni Björnsson Katla L. Ketilsdóttir Sigríður Björnsdóttir Eyrún Björnsdóttir Jóhann St. Sigurðsson Unnur E. Björnsdóttir Arnar M. Friðriksson Svanhvít Guðmundsdóttir Kjartan Elíasson Fjóla Björnsdóttir og fjölskyldur Þökkum innilega auðsýndan hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra PÁLMA ÞORSTEINSSONAR byggingartæknifræðings, Klettaborg 54, Akureyri. María Axfjörð Guðfinna Óskarsdóttir Arnhildur Pálmadóttir Þorsteinn Pálmason Axfjörð tengdabörn, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur GRÉTAR L. STRANGE rafvélavirkjameistari, Hjallaseli 25. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa. Edda Ásta Sigurðardóttir Strange Sigurður Strange Harpa Kristjánsdóttir Guðrún Strange Hilmar Snorrason Hannes Strange Bryndís Björnsdóttir Grétar Strange Guðbjörg Fanndal Torfadóttir afabörn og langafabörn Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur fjölskyldunni samúð, hlýju og vinarhug við andlát elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÆVARS PÁLMA EYJÓLFSSONAR, fyrrv. lögregluvarðstjóra og bónda, Hvammi, Landsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Kolbrún Sveinsdóttir Solveig Pálmadóttir Eyjólfur Pétur Pálmason Margrét Friðriksdóttir Ævar Pálmi Pálmason Hulda Björg Óladóttir barnabörn og barnabarnabörn HJÖRTÍNA DÓRA VAGNSDÓTTIR, Laugatúni 26, Sauðárkróki, lést 23. janúar. Útför verður frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 2. febrúar klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Landsbjörg. Ólafur S. Pálsson Páll Arnar Ólafsson Linda Hlín Sigbjörnsdóttir Eva Hjörtína Ólafsdóttir Hjörtur Skúlason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG GÍSLADÓTTIR, áður til heimilis í Bólstaðarhlíð 36, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 31. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Oddný Ólafía Sigurðardóttir Gísli Sigurðsson Jón Árni Jóhannesson Sigurbjörg María Ingólfsd. Böðvar Páll Jónsson Linda Ingólfsdóttir Helena Ingólfsdóttir Povilas Traškevi■ius Eyjólfur Ingólfsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HALLBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, lést á heimili sínu. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 5. febrúar klukkan 13. Petter A. Tafjord Sigurrós Tafjord Ármann Baldursson Jóhann Á. Tafjord Elín Jónbjörnsdóttir Kristján Tafjord Jarþrúður Bjarnadóttir Birna Tafjord Birgir Kristjánsson Pétur Smári Tafjord Þórey Svana Þórisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR JÓNSSON hárskerameistari, lést föstudaginn 26. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Rósa Andersen og fjölskylda Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN INGVARSDÓTTIR, Laugarásvegi 38, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 26. janúar 2018. Hún verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 2. febrúar klukkan 13. Inga Marta Jónasdóttir Jón Gunnlaugur Jónasson Birna Sigurbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.