Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 89
MENNING 89
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018
Óþekkti hermaðurinn geristá tímabilinu 1941-1944 ogsegir frá stríði Finna viðSovétríkin sem Finnar
kalla „framhaldsstríðið“. Stríðið var
framhald vetrarstríðsins sem var
háð 1939-1940 og endaði með því að
Sovétmenn sölsuðu undir sig einn
tíunda af Finnlandi. Finnar stofn-
uðu til umdeilds samstarfs við Þjóð-
verja og héldu til orrustu gegn Sov-
ét í tilraun til að endurheimta
landsvæðið.
Óþekkti hermaðurinn er viða-
mesta kvikmyndaframleiðsla sem
Finnar hafa ráðist í og hún hefur
notið gríðarlegra vinsælda í heima-
landinu, þar sem um milljón miðar
hafa verið seldir. Henni hefur einn-
ig vegnað vel annars staðar í Skand-
inavíu. Kvikmyndin byggist á sam-
nefndri skáldsögu eftir Väinö Linna
sem er langvinsælasta bók Finn-
lands og er álitin þeirra merkasta
bókmenntaverk.
Það er ekki beinlínis ein aðalper-
sóna í myndinni heldur er nokkrum
persónum sem gegna ólíkum stöð-
um innan finnska hersins fylgt eftir.
Sú áhugaverðasta er Atti Rokka
sem er einstaklega hæfileikaríkur
hermaður, hefur gott innsæi og
uppsker aðdáun annarra hermanna
fyrir kænsku sína. Rokka neitar að
spila eftir reglunum, hann kærir sig
kollóttan um hátíðleika hersins og
er afslappaður upp að því marki að
yfirmönnum hans finnst hann sýna
sér vanvirðingu. Hann hefur engan
áhuga á hrósi eða upphafningu,
hann berst ekki vegna þjóðarstolts
eða til að klífa metorðastiga heldur
vegna þess að hann vill bara klára
stríðið svo hann komist heim til
barna sinna og konu. Margar aðrar
persónur koma við sögu en þær eru
ekki jafn vel mótaðar og það hefði
verið gaman að sjá meiri vigt lagða í
þróun þeirra.
Lunginn úr myndinni gerist á
vígvellinum, þar er ekki mikil
áhersla lögð á að sýna söguna á bak
við stríðið og hið pólitíska gangverk
sem þar lá að baki. Markmið hennar
er frekar að fanga andrúmsloftið
sem ríkti meðal hermannanna. Því
inniheldur myndin margar bardaga-
senur sem eru afar kraftmiklar og
verða allt að því þrúgandi, áhorf-
endum líður eins og þeir séu staddir
í miðju stríði með tilheyrandi skot-
hríð og sprengjuregni. Búningar og
tæknibrellur eru afskaplega sann-
færandi og gefa risa Hollywood-
myndum ekkert eftir. Kvikmyndin
er einkar vönduð og ljóst að allar
milljónirnar sem fóru í framleiðsl-
una skila sér í afar vel gerðri mynd.
Ég verð þó að koma hreint fram
og segja að myndir af þessu tagi eru
ekki mér að skapi, ég er mikið
hrifnari af stríðsmyndum sem ein-
blýna á þróun stakra persóna, póli-
tíkina á bak við stríð, eða myndum
sem nálgast viðfangsefnið með
óhefðbundum hætti. Ég þreytist af-
ar fljótt á linnulausum bardaga-
atriðum. Því get ég ekki sagt að ég
hafi notið áhorfsins ýkja mikið. Þá
ber samt að velta fyrir sér hvort
þetta sé einungis spurning um per-
sónulegan smekk, eða hvort það sé
yfirhöfuð vandkvæðum háð að
tengja við framsetningarleiðina sem
er farin í Óþekkta hermanninum.
Líkt og fram hefur komið hefur
kvikmyndin verið geysivinsæl í
heimalandinu og víðar í Skandinavíu
og þar hlýtur að spila inn í að fólk á
því svæði hefur ríkari tengingu við
atburðina og bókina sem myndin
byggist á. Frásögnin einkennist af
þjóðernisrómantík, með því að velja
að einblína á mennina á vígvellinum
er verið að sýna Finnum hvað
þeirra eigið fólk gekk í gegnum.
Margir áhorfendur eiga líkast til
ættingja sem stóðu í þessum spor-
um, hírðust lafhræddir, svangir og
skítugir í skotgröfunum, sem er
vafalaust magnað að horfa upp á.
Það er ekki þar með sagt að mað-
ur þurfi að hafa upplifað eitthvað til
tengja við það, í skáldskap birtast
manni persónur og aðstæður sem
eru oft órafjarri manns eigin raun-
veruleika en maður upplifir engu að
síður tengingu og samkennd. Það er
líkast til skortur á sterkri persónu-
sköpun sem er þess valdandi að
Óþekkta hermanninn skortir slag-
kraft. Dramatík, harmleik og
persónuþróun er drekkt í vélbyssu-
gný og spengingum og þegar upp er
staðið er það ástæðan fyrir því að
hún hefur frekar takmarkaða skír-
skotun.
Óþekkti hermaðurinn er engu að
síður gríðarlega íburðarmikil og
flott kvikmynd og ég efast ekki um
að hún muni falla vel í kramið hjá
mörgum, sér í lagi söguáhugafólki
og aðdáendum stríðsmynda.
Stríð „Dramatík, harmleik og persónuþróun er drekkt í vélbyssugný og spengingum og þegar upp er staðið er það
ástæðan fyrir því að hún hefur frekar takmarkaða skírskotun,“ segir m.a. í gagnrýni um Óþekkta hermanninn.
Finnskur hildarleikur
Bíó Paradís
Tuntematon sotilas/ Óþekkti her-
maðurinn bbbnn
Leikstjórn: Aku Louhimies. Handrit:
Aku Louhimies og Jari Olavi Rantala.
Kvikmyndataka: Mika Orasmaa. Klipp-
ing: Benjamin Mercer.
Aðalhlutverk: Eero Aho, Johannes Holo-
painen, Jussi Vatanen, Aku Hirviniemi,
Marketta Tikkanen. Finnland, Ísland,
Belgía, 2017. 135 mín.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Enski kvikmyndaleikstjórinn og
-framleiðandinn Ridley Scott mun
hljóta heiðursverðlaun Bafta,
bresku kvikmynda- og sjónvarps-
akademíunnar, á verðlaunahátíð
akademíunnar sem haldin verður
í London 18. febrúar. Scott verð-
ur þar með einn af heiðursmeð-
limum akademíunnar.
Scott er enn iðinn við kolann
þó orðinn sé áttræður en hann á
að baki margar merkar og vin-
sælar kvikmyndir, m.a. The Al-
ien, Blade Runner og Thelma &
Louise og hefur auk þess fram-
leitt fjölda kvikmynda og sjón-
varpsþátta.
Á vef breska ríkisútvarpsins,
BBC, segir að þó Scott verði
heiðraður af Bafta hafi hann
aldrei hlotið verðlaun akademí-
unnar fyrir bestu leikstjórn og
haft er eftir Scott að það sé hon-
um sannur heiður að hljóta þessi
verðlaun fyrir ævistarfið.
Scott hlýtur heiðursverðlaun Bafta
AFP
Heiðraður Ridley Scott.
Íslenski dansflokkurinn, Valdimar
Jóhannsson, Erna Ómarsdóttir og
Pierre-Alain Giraud frumsýna nýtt
vídeóverk, „Örævi“, við opnun
Vetrarhátíðar í Reykjavík í kvöld
kl. 19.45. Verkinu verður varpað á
olíutankana við Marshallhúsið og
tónlist við það samdi hljómsveitin
Sigur Rós.
Borgarstjóri Reykjavíkur, Dag-
ur B. Eggertsson, setur hátíðina
og að setningu lokinni geta gestir
farið í Marshallhúsið og skoðað
sig um.
Í „Örævi“ koma fram Að-
alheiður Halldórsdóttir, Hannes
Þór Egilsson, Þyrí Huld Árnadótt-
ir, Úlfur Óðinn Valdimarsson,
Kristín Geirsdóttir, Pierre-Alain
Giraud, Valdimar Jóhannsson og
Erna Ómarsdóttir.
Vídeóverki varpað á olíutanka
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Listapar Valdimar Jóhannsson og
Erna Ómarsdóttir við setningu
listahátíðar Sigur Rósar, Norður og
niður, 27. desember í fyrra.
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel
vegna þess að þau þekkja tal betur
en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 6, 9 Sýnd kl. 5.30
Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 7.50, 10.30