Morgunblaðið - 01.02.2018, Page 84

Morgunblaðið - 01.02.2018, Page 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Í umsögn um frammistöðu Agnesar á galakvöldi óperunnar í Krefeld segir á vefsíðu blaðsins Rheinische Post að hún hafi hrifið í hlutverki Leonóru í La Favorita eftir Donizetti. Rödd hennar sé ótrúlega þroskuð, að sama skapi full af blæbrigðum og beitt af ör- yggi: „Hér er mikill listamaður að koma fram.“ Í umsögn um söng hennar á óperukvöldi í Möncheng- ladbach í desember sagði á sömu vefsíðu, rp-online.de, að Agnes hefði uppskorið fagnaðarlæti og bravóköll með stórbrotinni frammistöðu. Hún hefði í hlutverki Leonóru syrgt Fernando með slíkri raddfegurð og innlifun að enginn hefði getað verið ósnortinn. Í ann- arri umsögn á sama vef frá því í nóvember af tónleikum um harm- þrungin örlög kvenna í óperum er talað um getu Agnesar til að lifa sig inn í hlutverk sín og auðgi lita- skalans í messósópranrödd henn- ar og smitandi ákefð í tjáningu hennar í umfangsmikilli verk- efnaskrá og hljómmiklum aríum. Í lofsamlegri umsögn um óper- una Hans og Grétu eftir Engelbert Humperdinck segir rýnir Bürger- Zeitung Mönchengladbach að Agnesi í hlutverki Hans taki hann með í lofgjörð sína. Messósópr- anrödd hennar hafi mikla vídd og Agnes hafi verið fullkominn Hans í leik og söng og frammistaða henn- ar frábær. Á vef Opernnetz segir í umsögn um hlut Agnesar í sömu óperu að söngur hennar hafi borið af. Á vef rp-online.de segir um sýn- inguna að ekki hafi verið annað að sjá en að Agnes væri sviðsreynd þótt þetta væri hennar fyrsta stóra hlutverk á óperusviðinu. Hún hefði „alls ekki átt í neinum vand- ræðum með að halda í við hljóm- sveitina með sinni hljómmiklu, blæbrigðaríku og hikstalaust flæð- andi messósópranrödd“. Fagnaðarlæti og bravóköll LOFSAMLEGIR DÓMAR UM FRAMMISTÖÐU AGNESAR Frábær Agnes Thorsteins til vinstri í hlut- verki Hans í óperunni Hans og Grétu. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég hef verið mjög heppin og fengið að syngja aðalhlutverk í nokkrum óperum á síðustu misserum,“ segir Agnes Thorsteins mezzósópran- söngkona. Hún er ein þeirra efnilegu íslensku söngvara sem halda út í heim að bæta við menntun sína og freista gæfunnar. Og óhætt er að segja að ferill hennar hafi farið glimrandi vel af stað. Nú er annar veturinn sem Agnes starfar með Óperastúdíó Niederrhein við óperu- húsin í þýsku borgunum Krefeld og Mönchengladbach og hefur hún þeg- ar fengið að spreyta sig á stórum hlutverkum og fengið glimrandi dóma. Hefur hún til að mynda sungið hlutverk Lólu í Cavalleria Rusticana eftir Mascagni, Hans í Hans og Grétu eftir Humperdinck og Orfeus í Orfeusi og Evridísi eftir Gluck. Hér heima debúteraði Agnes á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2016 og í sömu viku í Kúnstpásu hjá Íslensku óperunni. Mesta reynslan á sviðinu „Ég byrjaði í óperustúdíói hús- anna í Krefeld og Mönchengladbach haustið 2016,“ segir Agnes þegar for- vitnast er um vinnu hennar þar. „Ég komst í raun hér inn um leið og ég var að hefja mastersnám í Vínar- borg, í tónlistarháskólanum þar sem ég lauk bachelor-námi um vorið.“ Agnes þurfti því að ákveða að setja framhaldsnámið á ís. „Ég þurfti já að kveðja það, í bili að minnsta kosti. Mér hefur alltaf fundist að maður nái sér í mesta reynslu í óp- erusöng með því að vera á sviðinu og því þurfti ég ekki að hugsa mig um þegar mér bauðst að koma hingað.“ Allt síðan í barnæsku hefur tón- listin staðið Agnesi nærri. „Ég lærði við Tónlistarskóla Garðabæjar en Agnes Löve amma mín var skóla- stjóri þar og þegar ég var hjá henni var alltaf einhver tónlist í kringum mig. Ég hef því lengi verið innstillt fyrir þetta starf. Ég held ég kunni ekkert annað!“ segir hún og hlær. „Ég vissi snemma að ég vildi bara syngja, ég var einhvernveginn alltaf gólandi; foreldrarnir fengu enga pásu þegar ég var heima og þegar ég var hjá ömmu þá var hún alltaf að spila á píanóið og ég fékk að syngja með. Ég held ég hafi ekki verið nema átta eða níu ára gömul þegar ég vissi að ég ætlaði að verða söngkona. Og þegar ég var tólf ára þá fylgdist ég með nokkrum söngvurum sem voru að taka lokaprófið við Tónlistarskóla Garðabæjar og þar á meðal Jóni Svavari Jósefssyni sem var að fara til Vínar í nám og ég man að ég hugsaði með mér að ég ætlaði líka þangað að syngja.“ Þegar Agnes nálgaðist tvítugt og hafði útskrifast úr söng- og píanó- námi hér heima var hún í eitt ár í Þýskalandi og þaðan lá leið til Vínar. Lærði stóru hlutverkin Var Vínarborg draumastaður söngnemans? „Já. Og hefur alltaf verið það,“ svarar hún. „Þar er eiginlega mið- punktur klassíska tónlistarheimsins. Auðvitað eru líka margir góðir skólar víða en ef maður vill fá Vínartaktinn og valsinn í blóðið, þá fer maður til Vínar.“ Agnes kveðst þó ekki hafa sungið mikið af Vínartónlist síðan hún kom til Krefeld og Mönchengladbach, hún hafi verið að takast á við hefðbundna efnisskrá óperuhúsa og finnst það rosalega spennandi. „Yfirleitt fá þátttakendur í óperu- stúdíóum, sem er fólk sem hefur ný- lokið námi, bara að syngja minnstu hlutverkin. Kannski tvær, þrjár setningar, en strax á fyrsta ári var mér treyst fyrir því að læra öll stóru hlutverkin og var svo heppin að fá að syngja þau. Og nú á seinna árinu hef ég verið að endurtaka þau og er nú að fara að taka þátt í Verdi-óperu og fleiri spennandi verkefnum. Þessa tvo vetur hef ég í raun verið að syngja eins og söngvari sem er kom- inn á samning við óperuhús.“ Er þá ekki næst á dagskrá að reyna að komast á slíkan samning? „Tveir stjórnendur óperustúdíós- ins vilja halda mér og þá er alltaf erf- itt fyrir þá sem eru með samning að vita að einhver í stúdíóinu fái líka slíkan – það er reynt að passa upp á tilfinningar þeirra.“ Hún hlær og bætir við að í óperuhúsunum séu söngvarar í óperustúdíóunum kall- aðir ódýru starfskraftarnir. „En þetta er rosalega fínt tækifæri, sér- staklega þegar maður fær að æfa upp og taka við tveimur eða þremur aðalhlutverkum, og syngja þau með hljómsveitinni eins og ég hef gert. Ég hef verið heppin en þetta hefur líka verið mjög mikil vinna. Ég fékk aðalhlutverkið í Orfeusi eftir Gluck tveimur dögum fyrir byrjun æfinga og þurfti að læra allt hlutverkið! Það var strembin törn og lítið sofið.“ Agnes hefur því lært ólík hlutverk þessi misseri, í óperum eftir Verdi jafnt sem Wagner. „Ég kalla þátttöku mína í Wagner- óperunni mitt „stóra Wagner-debut“ – það var lítið hlutverk, aðeins átta taktar í óperu sem er fjórir klukku- tímar,“ segir hún og hlær. Þrátt fyrir að Agnes sé ánægð með lífið í óperustúdíóinu þá fer hún líka að syngja fyrir í öðrum húsum í Þýskalandi, í von um að komast á samning. Það eru mörg óperuhús í landinu og menningarlífið nýtur ríkulegs stuðnings. Fær debút í hlutverkinu „Þetta er allt barátta. Í Þýska- landi er fjöldinn allur af finum söngvurum og ekki mikla vinnu að hafa,“ segir hún. „Ég er heppin, að geta farið úr óperustúdíóinu með rosalega mikla reynslu. Það getur opnað dyr því réttilega er oft talað um stúdíóin sem stökkpall fyrir söngvara. Og ég er guðs lifandi fegin að vera ekki sópran! Það eru gríðar- lega margar sópransöngkonur hér, örugglega 50 fyrir hverja mezzó þannig að líkurnar á að ég fái verk- efni hljóta fyrir vikið að vera betri en fyrir þær flestar.“ Þegar Agnes er að lokum spurð að því hver sé helsti styrkur hennar í þessu samkeppnisumhverfi, þá stendur ekki á svari. „Ég er mjög þrjósk. Og ég er hörð við sjálfa mig, ef ég tek eitthvað að mér þá verð ég að klára það. Ef ég fæ hlutverk þá verð ég að læra það strax og verður að finnast það vera fullkomið hjá mér. Stundum get ég líka verið nokkuð hörð við aðra og þarf að passa mig á að vera ekki of beitt. En ég er hrein- skilin við sjálfa mig og sjálfs- gagnrýnin, sem er mikilvægt.“ Og söngkonan í óperustúdíóinu er alltaf til taks þar sem sömu upp- færslurnar flakka milli óperuhús- anna í Krefeld og Mönchengladbach. „Ef mezzósöngkona í sýningu verður til dæmis lasin eða forfallast þá stekk ég inn fyrir hana. Og þegar maður hefur lært hlutverkin og verið á öllum æfingunum og gengið vel, þá er maður sjálfkrafa sett á einhverjar sýningar. Og fær debút í hlutverk- inu. Það er svo mikilvægt að byggja upp eins langa og góða ferilskrá og maður getur – og mín heldur sem betur fer áfram að lengjast!“ „Held ég kunni ekkert annað“  Agnesi Thorsteins mezzósópransöngkonu hefur gengið allt í haginn í óperustúdíóinu við óperuhúsin í Krefeld og Mönchengladbach  „Guðs lifandi fegin að vera ekki sópran,“ segir hún Morgunblaðið/Hanna Agnes „Það er svo mikilvægt að byggja upp eins langa og góða ferilskrá og maður getur – og mín heldur sem betur fer áfram að lengjast!“ segir hún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.