Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 53

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 53
UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 MEXICOALLT ÁRIÐ PLAYA DEL CARMEN www.transatlantic.is Sími 588 8900 Þú ferð þegar þú vilt eins lengi og þú vilt. Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið eins langt og augað eygir. Þar má auk þess finna Maya pýramída, frumskóga, tær lón, eyjar, neðanjarðarhella, veitingahús, verslanir og næturlíf. Þú finnur allt í Playa Del Carmen. Er þetta aðeins hluti af því fjölmörgu í þessu stórbrotna umhverfi sem heillar ferðamanninn. Rétt utan við ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Við höfum verið í Mexico á hverju ári síðan 2005 og höfum sent þangað þúsundir íslendinga. Við bjóðum uppá glæsilegt 4* hótel svæði (resort) og allt innifalið, um 40 atriði - þú þarft ekki að taka upp veskið. Tilvalið fyrir alla aldurshópa. Breiður vegurinn er upplýstur villuljósum. Læknirinn Sveinn Rúnar Hauksson skrif- ar grein um Ísrael og Palestínu í Morgun- blaðið 18. janúar. Grein læknisins er dapurleg afbökun staðreynda; full lyga og hálfsann- leiks. Sá er leggur upp með lygi í farangrinum ratar ekki um þröngan veg sannleikans. Það sannast áþreif- anlega á Sveini Rúnari Haukssyni. Læknirinn heldur því fram að arð- rán og kúgun séu fylgifiskar kapítal- isma. Ísrael kyndi undir stríðsæði Bandaríkjanna. Ísrael eigi sér þann draum að fara í stríð gegn Íran. Stríð og óáran í ríkjum íslams sé óskastaða „ísraelskra hern- aðarsinna“. Allt þetta efli „aðskiln- aðarríkið“ Ísrael þar sem ein trúar- brögð séu öðrum æðri. Mann setur hljóðan undir svona skrifum og furð- ar sig á að þau komi úr penna læknis. Ísrael er eina lýðræðisríki Mið- Austurlanda. Ísrael er eina ríki Mið- Austurlanda þar sem ríkir jafnrétti. Í Ísrael er 1½ milljón Araba ísr- aelskir ríkisborgarar. Mannréttindi eru að fullu viður- kennd; réttur til trú- ariðkana; réttur til að iðka gyðingtrú, kristni, íslam, já og guðleysi. Ísrael er eina ríki Mið- Austurlanda sem við- urkennir réttindi sam- kynhneigðra og trans- fólks. Arabar sitja í ríkisstjórn Ísraels og eiga sæti í Hæstarétti. Það er vont en versnar. Árásarstríð Araba gegn Ísrael Læknirinn talar um hernám Ísr- aels 1948 og hertöku 1967. Árið 1947 samþykkti Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna stofnun Ísraels og Pal- estínu með 33 atkvæðum gegn 13. Þetta var tveimur árum eftir helför nazista þar sem sex milljónir gyðinga voru líflátnar. Ísland lék lykilhlut- verk í stofnun Ísraels fyrir tilstilli Thors Thors sendiherra. Á grund- velli ályktunar SÞ lýsti Ísrael yfir sjálfstæði í maí 1948. Arabaríki hófu stríð gegn hinu nýstofnaða ríki og hétu að gereyða Ísrael og útrýma gyðingum. Þrátt fyrir ofurefli stóðst hið nýstofnaða lýðveldi atlögu Araba. Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir vopnahléi 1949. Árið 1967 höfðu Arabar aftur í hót- unum um að gereyða Ísrael og út- rýma gyðingum. Þeir stilltu upp 540 þúsund manna her við landamæri Ísraels; höfðu yfir að ráða 2.800 skriðdrekum og 800 orrustuþotum. Ísraelar töldu þá um þrjár milljónir með 50 þúsund manna fastaher. Ísrael gersigraði hinn arabíska her á sex dögum og hertók Sinaí, Gaza, Gólanhæðir, Vesturbakkann, sem á dögum Krists var Júdea og Samaría, og gömlu Jerúsalem. Það var tilfinn- ingaþrungin stund fyrir gyðinga að endurheimta Jerúsalem sem Davíð konungur hafði gert að höfuðborg Ísraels 1.000 árum fyrir Krist og Sal- ómon hafði reist fyrsta Musterið. Engin þjóð önnur en gyðingar hefur haft Jerúsalem sem höfuðborg. Árið 1973 fóru Arabar í þriðja sinn með hernaði gegn Ísrael á Yom Kippur og enn urðu þeir að játa sig sigraða. Árið 1979 afhentu Ísraelar Sinaí með friðarsamningi við Egyptaland sem viðurkenndi ríki gyðinga. Árið 1972 myrtu PLO, öfga- samtök Yasser Arafat, 11 ísraelska íþróttamenn á Olympíuleikunum í München. Sá atburður markaði þáttaskil. Palestínumenn hafa alltaf farið með ófriði og hafnað friði. Jórdanía hafði ráðið Vesturbakk- anum fyrir sex daga stríðið en afsal- að sér stjórn 1988. Klerkastjórn hótar að útrýma gyðingum Ísrael hefur í 70 ár verið í herkví Araba og nú um stundir hóta öfga- klerkar Íran að gereyða Ísrael og út- rýma gyðingum. Íranar vinna að þróun kjarnorkuvopna og skjóta á loft eldflaugum með áletrunum „dauði yfir Ísrael“. Eldflaugarnar færu yfir Vesturbakkann sem er Ísr- ael lífsnauðsynlegur til þess að verj- ast innrás og árásum úr austri. Læknirinn heldur því fram að Ísrael dreymi um að nota eigin kjarnorku- vopn á Íran! Læknirinn ráfar villtur hinn breiða veg villuljósa með lygi í far- angrinum. Árið 1993 kom Shimon Perez utan- ríkisráðherra Ísraels til Íslands gagngert til þess að kynna Davíð Oddssyni forsætisráðherra Oslóar- samkomulagið sem Yasser Arafat og Yitzhak Rabin handsöluðu í Wash- ington með Bill Clinton á milli sín. Í árslok 2000 rauf Arafat samkomu- lagið á fundi í Camp David. Bill Clin- ton lýsti því sem mestu vonbrigðum síns pólitíska ferils. Á grundvelli samkomulagsins viðurkenndu Pal- estínumenn Ísrael og fengu sjálf- stjórn á svæðum Vesturbakkans, meðal annars yfirráð yfir Jeríkó. Landnemabyggðir gyðinga voru staðfestar. Palestínumenn fengu yfirráð yfir Gaza og ísraelskir land- nemar voru fluttir á brott með valdi. Eftir að Arafat hljópst á brott frá samkomulaginu árið 2000 hófst önn- ur Intifada-uppreisnin og innan tveggja ára höfðu um 300 ísraelskir ríkisborgarar verið myrtir í árásum hryðjuverkamanna. Fjölskyldur þiggja dollara fyrir ódæðin. Árið 2007 tók Hamas yfir Gaza og eld- flaugaárásir þaðan mögnuðust. Að sögn Sameinuðu þjóðanna var 4.800 eldflaugum skotið á Ísrael á innan við tveimur mánuðum sumarið 2014. Það syrtir í álinn. Læknirinn lýkur grein sinni með svofelldum orðum; „Þrautseigja Palestínumanna, hug- rekki þeirra og friðarvilji margeflir vonir um réttlæti og frið.“ Hér er allt á haus og reist á röngunni enda lygin ein í farangri læknisins. Sveinn Rúnar sakar lýðræðisríkið Ísrael um apartheid á sama tíma og stríð, of- beldi og ofsóknir geisa meira og minna um allan hinn apartíska ísl- amska heim; lýðræði fótum troðið, jafnrétti fótum troðið, trúfrelsi fót- um troðið, mannréttindi fótum troð- in, samkynhneigðir ofsóttir, kristnir ofsóttir, gyðingar ofsóttir. Mesti stjórnmálaskörungur tutt- ugustu aldar, Winston Churchill, hitti naglann á höfuðið þegar hann mælti: „Mikil er bölvun Múhameðs yfir fylgjendum sínum.“ Læknar styðja helstefnu Læknirinn í stóli borgarstjóra Reykvíkinga kinkaði kolli til kollega síns og kvaddi eiginkonu Sveins Hauks úr borgarstjórn með því að samþykkja rasíska ályktun um við- skiptabann á Ísrael. Frá því Ísland lék lykilhlutverk um stofnun Ísraels hefur ríkt sérstakt samband milli þjóðanna. Þess vegna kom Perez til Íslands. Að hætti kotbænda neituðu Ólafur Ragnar Grímsson og Halldór Ásgrímsson að hitta Perez. Jón Baldvin Hannibalsson hljóp úr landi. Þremur árum áður hafði Stein- grímur Hermannsson rofið hið sér- staka samband þjóðanna þegar hann hitti Arafat og lýsti stuðningi við stefnu Araba. Það kom svo sem ekki á óvart því faðir Steingríms, Her- mann Jónasson, hafði kerfisbundið synjað gyðingum skjóls á Íslandi og vísað úr landi þegar nazistar hund- eltu gyðinga í aðdraganda Helfarar- innar. Afleitt þótti mér þegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra rauf hið sérstaka samband Íslands og Ísraels og sveik stefnu Sjálf- stæðisflokksins; stefnu hinna stóru leiðtoga Ólafs Thors, Bjarna Bene- diktssonar og Davíðs Oddssonar, þegar hann lýsti því yfir að Ísland viðurkenndi ekki Jerúsalem sem höf- uðborg Ísraels. Það var niðurlægj- andi þegar ráðherrann kraup frammi fyrir hásæti guðleysis á Ís- landi og tók afstöðu gegn Ísrael í beinni útsendingu. Hið guðlausa þjóðarútvarp hefur dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, áratug eftir áratug afbak- að og afflutt fréttir af Ísrael. Þegar Davíð Ben Gúríon forsætisráðherra Ísraels kom til Íslands 1962 sagði Ólafur Thors: „Við vitum öll, hvað þjóð okkar, eins og aðrar vestrænar menningar- þjóðir, á að þakka andlegri leiðsögn hinna miklu trúarleiðtoga Ísraels. Þeir gáfu mannkyni Biblíuna, trú á einn Guð, skapara himins og jarðar. Þeir voru fyrstir til að vekja máls á vilja Guðs og skyldum manna við Guð sinn. Vizka þeirra og andlegur styrkur voru mannkyni leiðarljós til siðferðilegrar meðvitundar og laga- siðgæðis.“ Vestræn siðmenning, lýðræði og jafnrétti standa á herðum Biblí- unnar. Gjöf gyðinga hefur leitt til of- sókna guðleysingja í Evrópu og ísl- am í Mið-Austurlöndum í ár- þúsundir. Íslendingar eru kristin þjóð og hafa verið í 1000 ár. Af því til- efni er vert að minnast orða Drottins við Abraham: „Ég mun blessa þá sem blessa þig.“ Eftir Hall Hallsson » Læknirinn ráfar villtur hinn breiða veg villuljósa með lygi í farangrinum. Hallur Hallsson Höfundur er fréttamaður. Lygi í farangrinum Þegar EES- samningurinn var samþykktur á Alþingi 13. janúar 1993 var meirihluti þingsins þeirrar skoðunar „að samþykki Alþingis á EES-samningnum brjóti ekki í bága við stjórnarskrána“. Texti samningsins gefur þó glögglega í skyn að Alþingi var að færa löggjafarvaldið yfir efnisatriðum samningsins frá sér, því í 2. gr. hans segir: „Megin- mál EES-samningsins skal hafa lagagildi hér á landi.“ Hins vegar má efast um hvort þingmenn hafi getað séð fyrir sér umfang og framkvæmd samningsins á þeim 25 árum sem liðin eru frá samþykkt hans. Framkvæmd samningsins Á þessum 25 árum hefur Ísland innleitt um 11.000 tilskipanir ESB hér á landi, ýmist með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum. Samskipti stofnana EFTA og ESB á grund- velli samningsins byggjast á svo- kölluðu tveggja stoða kerfi. Á milli stoðanna eru sameiginlegar stofn- anir sem vettvangur samvinnu og sameiginlegra ákvarðana um hvað skuli taka upp í EES-samninginn. Af hálfu EFTA voru settar á stofn fimm undirnefndir auk 32 sérfræð- inganefnda til að fara yfir efni fyr- irhugaðra lagasetninga ESB sem gætu fallið undir EES-samninginn, álit þeirra fari síðan til sameigin- legu EES-nefndarinnar til endan- legrar afgreiðslu. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að í stað samvinnu í undirbún- ingi löggjafar ákveður fram- kvæmdastjórn ESB hvað af tilskip- unum þeirra skuli tekið upp í EES-samninginn. Flestum beiðnum EFTA-ríkjanna um undanþágu eða sérlausnir er hafnað og ekki mörg dæmi um að EFTA-ríkin hafi getað haft áhrif á ESB-gerðir. Sam- kvæmt samningnum þarf sameigin- lega EES-nefndin að afgreiða mál einróma og ef ágreiningur er um einstök efni eru þau af- greidd með tíma- bundnum undan- þágum. Innleiðing tilskipana Við samþykkt sam- eiginlegu EES- nefndarinnar öðlast gerðin lagagildi á EES-svæðinu þann sama dag og þar með á Íslandi. Það er síðan hlutverk ráðuneyta að setja þessar gerðir í lagafrumvarp eða stjórnvaldsfyrirmæli sem Al- þingi verður að afgreiða. Ef drátt- ur verður á afgreiðslu þessara gerða á Alþingi gefur Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) Íslandi að- vörun og að 12 mánuðum liðnum er drátturinn kærður til EFTA- dómstólsins sem ávallt dæmir sam- kvæmt niðurstöðu sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þótt deila megi um hvort EES- samningurinn og framkvæmd hans skerði innri fullveldisrétt landsins, þ.e. réttinn til að ráða innri mál- efnum sínum, hefur miðstýrt til- skipunarvald Brussel valdið síauk- inni andstöðu innan EES sem og innan ESB. Það er ástæðan fyrir úrgöngu Breta úr ESB og miklu óþoli í Noregi við EES-samninginn. Fyrir 100 árum lauk tilskipunar- valdi Kaupmannahafnar í mál- efnum Íslendinga sem staðið hafði um aldir en fyrir 25 árum tók við tilskipunarvald ESB um innlend málefni okkar. Spurningin er: Hversu lengi mun það standa? Eftir Sigurbjörn Svavarsson Sigurbjörn Svavarsson » Þróunin hefur hins vegar orðið sú að í stað samvinnu í undir- búningi löggjafar ákveður framkvæmda- stjórn ESB hvað … skuli tekið upp í EES-samninginn. Höfundur er áhugamaður um fullveldi Íslands. Um fullveldið og framkvæmd EES-samningsins Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.