Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 79
DÆGRADVÖL 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Eftir þér verður tekið á almennum vettvangi í dag, á einhvern hátt. Forðastu að segja yfirboðurum þínum fyrir verkum. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er orðið tímabært að þú dekrir svolítið við sjálfan þig. Vertu umburðar- lyndur og láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Leyfðu hlutunum að þróast af sjálfu sér og reyndu ekki að hraða atburða- rásinni, hversu mjög sem þig þó langar til þess. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hlustaðu á þinn innri mann og leyfðu honum að ráða, enda þótt þér finn- ist ýmislegt athugavert við ráðagerðir hans. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Forðastu öll peningaútlát í dag og vertu því harðari sem löngunin í einhverja hluti er meiri. Eyddu samt ekki tíma í að hafa áhyggjur því þú ert á réttri leið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að setjast niður og fara yf- ir sviðið og athuga hvort þú getur ekki fært eitthvað til betri vegar. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ekki sjálfgert að þú getir af- stýrt öllum þeim óhöppum sem þú sérð vera í uppsiglingu. Sættu þig bara við það. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Búðu þig undir mikilvægar fréttir frá yfirmanni þínum á næstu vikum. Mundu að þegar þú gengur að samninga- borði verður ekki aftur snúið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sígandi lukka er best svo þú skalt bara halda þínu striki og klára hvert mál eins og það kemur fyrir. Láttu ekki hugfallast heldur gakktu æðrulaus til verks. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er upplagt tækifæri til þess að hefjast handa við verk, sem þú hefur lengi látið þig dreyma um. Reyndu að sjá hlutina í bjartara ljósi og þá hefst það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þó að þig dauðlangi til þess að byrja á einhverju nýju áttu að stilla þig um það þar til yfirstandandi verkefni er búið. Gefðu þér tíma til að stunda innhverfa íhugun. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú heldur þér uppteknum við eitt og annað til þess að losna við að takast á við þau mál sem skipta öllu. Njóttu þess að tala við aðra, jafnvel þá sem þú hittir úti á götu. Það mun víst hafa hent konu eina íBandaríkjunum um daginn, að henni var meinað að taka með sér páfuglinn sinn um borð í eina af vél- um United Airlines-flugfélagsins. Þetta mun víst hafa verið nokkurt áfall fyrir konuna, þar sem páfugl- inn, sem heitir víst Dexter, var henni „tilfinningaleg stoð og stytta“ sam- kvæmt frásögn erlendra miðla. x x x Nú þarf kannski ekki að koma áóvart þó að fólk leiti til gælu- dýra til þess að fylla þau tómarúm sem stundum geta myndast í lífinu. „Því meir sem ég kynnist mannfólk- inu því meir elska ég hundinn minn,“ mun Friðrik mikli hafa sagt. Sem annað hvort bendir til þess að hann hafi átt mjög slæm samskipti við mannfólkið, eða þá að hundurinn hans hafi verið alveg einstaklega elskulegt eintak. x x x Víkverji er hins vegar ekki viss umað páfuglar búi yfir sömu eigin- leikum og hundar, en þeir fá oft að fljúga með eigendum sínum, að vísu í búri. Það mun víst hafa komið eig- andanum mjög á óvart þegar flug- félagið neitaði að hleypa dýrinu um borð, jafnvel þó að hún hefði boðist til þess að kaupa sérstakt sæti undir hann, þar sem hann yrði hlekkjaður við handfang. Einhverra hluta vegna þótti afgreiðslumönnum United Airlines það ekki jafnmikið kostaboð og eigandanum og sögðu því þvert nei. Ekki var hún að fara að þrífa upp eftir fuglinn. x x x Víkverji veltir einnig fyrir sérhvernig viðbrögð annarra far- þega hefðu orðið ef að eigandanum hefði orðið að ósk sinni. Og kannski það sem skiptir ekki síst máli, hvernig hefði Dexter brugðist við, sitjandi í gluggasætinu sínu, þegar vélin væri komin á loft. Hefði hann setið spakur og fengið salthnetur í poka? Eða það sem líklegra er, hefði Dexter greyið kannski bara „fríkað út“ og orðið að flugdólgi? Sem betur fer fyrir alla, og ekki síst Dexter sjálfan, ákvað eigandinn að keyra frekar þvert yfir Bandaríkin. vikver- ji@mbl.is Víkverji Hjá Guði er hjálpræði mitt og veg- semd, minn örugga klett og athvarf mitt hef ég í Guði. (Sálm: 62.8) Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði ÚTSALA 30-60% afsl. af öllum útsöluvörum Fíu á Sandi er eðlilegt að „málameð orðum“ eins og sagt er af þeim sem vitið hafa. „Þorp 2016“ er gott dæmi um það: Húsin norpa hrörleg á bakka við sjó. Hafnargarðarnir teygja sig beint út á haf. Á móti þeim sjó er fæðuna fyrrum gaf. Eins og hattlausir menn sem horfa niður í gröf húsin á bakkanum standa í einfaldri röð: Bárujárnsþökin flest eru fokin af. Móritz Dóraskítsson skrifar á Boðnarmjöð 5. janúar ofan við mynd af fallegri kú, stólpagrip: Í myrkri og kulda er tilvalið að yrkja um vor- ið, enn eitt afbrigðið af þessu: Þegar vetur færist frá og fönn í hlíðum rýrnar þá er fögur sjón að sjá sólina skína á kýrnar. Þetta kveikti í hagyrðingum. Jós- efína Meulengracht Dietrich mjálm- aði „Vorið, mjá, mjá, mjá“: Vorið góða grænt og hlýtt með gras í mónum og feita bita í fimum klónum. Kátar leika kýrnar þá við hvern sinn fingur ljómar allt og lóan syngur. Og Hólmfríður Bjartmarsdóttir bætti við: Þegar gerast veður vá- lynd verður fátt um grínið. Þá vildu margir sjálfsagt sjá sólina skína á vínið. Og enn síðar orti hún og af öðru tilefni veðurvísu af Norðurlandi: Fagurt glampar ísa á allur ljómar snjórinn. Þó er fegri sjón að sjá sólina skína á bjórinn. Og nú tók hver við af öðrum. Hall- mundur Kristinsson kvað: Norðurlandi öllu á oft er nóg af hlýju; þar er fögur sjón að sjá sólina skína á Fíu. Þessu svaraði Fía (Hólmfríður): Norðurlandi öllu á útivist menn stunda. Þar er fegurst sjón að sjá sólina skína á Munda. Elínbjört Jónsdóttir skaut inn at- hugasemdinni „barátta í Káinsstíl!“ Hreinn Þorkelsson orti: Þegar bjátar eitthvað á og mig þjakar kífið þá er fegurst sjón að sjá sólina skína á lífið Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þorpið og sólin hér og í Dakota „ÉG VISSI ALLTAF AÐ ÞAÐ VÆRI EITTHVAÐ ÖÐRUVÍSI VIÐ ÞIG, KALLI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að njóta allra litlu hlutanna sem gera hvern dag gleðilegan. ÉG VIL UMVEFJA ÞIG Í FAÐMI MÍNUM! HVERNIG FINN ÉG ÞIG? ÉG ER Í ÖLLUM LIFANDI HLUTUM! MEIRA AÐ SEGJA SÆTU GENGILBEINUNNI Á BARNUM? LEIÐUR? NEI, ÞAKKA ÞÉR, ÉG ER ÞAÐ NÚ ÞEGAR. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann EKKERT NEMA NET HJÁLPIÐ MÉR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.