Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 81

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 81
samt sem áður ráðleggja flytjendum. Segist Greta hafa gert þónokkuð af því enda sjóaður Eurovision-- keppandi. Að öðru leyti geti hún lítið meira gert, örlög lagsins séu í ann- arra höndum. Blaðamaður verður að viðurkenna að hann þekkir ekki til söngkon- unnar Raya og Greta tekur í sama streng, segist ekki hafa þekkt til hennar áður en hún var valin til að syngja lagið. „Hún er söngkona og dansari, búin að syngja í mörg, mörg ár og koma fram út um allt Bretland. Hún er mjög reynd söngkona þó hún sé ekki mjög þekkt,“ segir Greta. Þá sé gaman frá því að segja að þær Raya eru nákvæmlega jafnháar. „Þannig að við náðum mjög vel sam- an enda jafnlágar í loftinu,“ segir Greta og hlær innilega. Hún bætir við að Raya sé frábær söngkona og skili laginu vel. Spennt að sjá keppnina Greta segist ætla að njóta þess að fylgjast með flutningi lagsins úti í sal, í stað þess að vera sjálf í hlutverki flytjandans á sviði. Hún muni sækja undankeppnina með umboðsmanni sínum. „Ég er ógeðslega spennt að sjá þetta og það er sama hvernig þetta fer, ég geri mér enga grein fyr- ir því hverjar líkurnar eru [á því að lagið verði valið] heldur finnst mér það algjört aukaatriði. Það eina sem skiptir mig máli er að lagið komist vel til skila og að hafa gaman af þessu. Fyrir mér var þetta bara rosalega skemmtileg viðurkenning, að fá þetta símtal frá BBC, fá að semja þetta lag með strákunum og vera svo valin í keppnina. Þetta er langt ferli.“ –Og ef lagið sigrar í undankeppn- inni ferðu til Portúgal á Eurovision, er það ekki? „Ég held ég sé bara bókuð þegar keppnin er, það er ekki víst að ég kæmist en ég myndi að sjálfsögðu reyna,“ segir Greta og hlær. Við- brögðin við laginu „Crazy“ hafi verið góð til þessa enda lagið skemmtilegt stuðlag sem fólk grípi hratt. Þess má að lokum geta að Greta var beðin um að semja lokalag ís- lensku teiknimyndarinnar Lói - þú flýgur aldrei einn sem sýningar hefj- ast á nú á föstudaginn og fékk hún Lei, félaga sinn úr lagasmíðabúðum BBC, til liðs við sig í því verkefni. „Þannig að samstarfið heldur áfram alveg hingað til Íslands, sem er rosa- lega skemmtilegt,“ segir Greta að lokum. Wikipedia/Anniecatz Glæsibygging Brighton Dome í Brighton á Englandi, húsið þar sem undan- keppni Breta í Eurovision verður haldin 7. febrúar næstkomandi. MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Það er ekki á hverjum degisem Íslendingum gefstkostur á að lesa heims-bókmenntir á móðurmálinu en í fyrra kom ekki aðeins ein bók út á íslensku eftir einn fremsta breska rithöfund 20. aldarinnar heldur tvær; Orlandó og Mrs. Dalloway, eftir brautryðjandann Virginiu Woolf. Sú síðarnefnda er til umfjöllunar hér. Mrs. Dalloway er ein þekktasta skáldsaga Woolf þar sem ytri tími sögunnar er aðeins sólarhringur, fallegur júnídagur millistríðsáranna í London, árið 1923, þar sem Clarissa Dalloway, fín frú úr efri stétt Breta, undirbýr veislu sem stendur til að halda um kvöldið. Innri tími sög- unnar er hins veg- ar að hætti Woolf, þar sem hugur persóna fær að reika frjálst fram og aftur, í tíma og rúmi. Lesendur fylgja Mrs. Dal- loway eftir í gegnum daginn, í sam- skiptum hennar við þjónustufólk, eiginmann, dóttur, vini og kunningja. Við sláumst í för með henni að sinna erindum fyrir veisluna og sjáum hvernig hún tekst á við óvænta at- burði dagsins, eins og þegar gamall vonbiðill birtist óvænt heima hjá henni að morgni veisludags. Hugur Mrs. Dalloway reikar til gamalla tíma, hún íhugar stöðu sína í dag, hugsar til augnabliksins þegar hún upplifði mestu hamingju lífs síns; töfraþrungins koss sem æskuvinkona gaf henni. Mrs. Dalloway nýtur þess að skipuleggja veisluna, hún veit fátt skemmtilegra en að sameina fólk, en metnaðurinn liggur þó einkum í því að merkilegasta fólk London láti sjá sig hjá henni um kvöldið, en eigin- maður hennar starfar fyrir ríkis- stjórnina. Clarissa virðist ekki alls kostar ánægð með framgang kvölds- ins, taugaspennt yfir hver talar við hvern og um hvað en í lok veislu fær Clarissa fregnir sem virka á hana eins og eins konar frelsun úr þeim viðjum. Á sama tíma í sömu borg fylgjumst við með Septimus Warren Smith, hermanni sem barðist í fyrri heims- styrjöld, og afleiðingum þess hryll- ings fyrir hann. Eiginkona hans stendur ráðþrota frammi fyrir and- legri heilsu hans, þar sem geðlæknar þessa tíma birtast sem hálfgerðir böðlar í lífi þeirra veiku. Talið er að Woolf sé með fyrstu bresku rithöf- undum til að fjalla um hve mikil áhrif stríðið hafði á andlegt ástand þeirra sem þar börðust. Nokkrum árum áð- ur en Mrs. Dalloway kom út hafði Virginia Woolf sjálf reynt að binda enda á eigið líf og gefur hún lesanda einstaka innsýn í huga þess sem upp- lifir slíka örvæntingu. Woolf var hugfangin af kvikmynd- um og það eru einstakar senur í bók- inni sem virðast undir áhrifum þeirr- ar aðdáunar, þar sem sjónarhornið færist eftir strætum Lundúna, hratt frá einum vegfaranda til annars líkt og á hvíta tjaldinu þar sem mynda- vélin flýtur áfram en hirðir um leið upp safarík smáatriði úr götunni, liti og lykt. Það sama á við í veislunni sjálfri þar sem þverskurður þess fólks sem Mrs. Dalloway hefur átt samleið með í lífinu mætir. Allt frá al- múgalegu frænkunni, sem Clarissa reyndi raunar að komast hjá að bjóða, til æskuvina, millistéttar og forsætisráðherra. Bendingar til þjón- ustufólks, skvaldur sem hjaðnar og eykst á víxl eftir herbergjum, sjón- arhorn sem líða frá einum gesti til annarra, allt er þetta eins og í vel heppnaðri kvikmyndatöku. Þeir eru óteljandi fletirnir á skáld- sögu Woolf sem lesandinn getur valið úr til að íhuga og næra sig á. Um leið og innra líf persónanna er drjúgt nær Woolf að sjarmera upp úr skónum með lýsingum á hárfínum tilbrigðum mannlífsins. Í Mrs. Dalloway birtist þá eins konar þverskurður af ýmsum þáttum; af kyni, aldri og mismunandi stöðu stéttanna. Íslensk þýðing Atla Magnússonar er listileg, flæðandi og þýðandi er af- ar naskur á hvernig texti Virginiu Woolf getur breyst úr því að vera smágerðasta jurt og í útsprungna og frakka eldrauða rós. Það verkefni fyrir þýðanda að halda í við Virginiu Woolf, henda sér í strauminn og flæða með henni og vaða svo upp á þurrt land til að hendast á eftir henni á strætum Lundúna er eitthvað sem Atli lætur líta út fyrir að sé auðvelt. Einn júnídagur með Clarissu Dalloway Heimsbókmenntir „Þýðandi er afar naskur á hvernig texti Virginiu Woolf getur breyst úr því að vera smágerðasta jurt og í útsprungna og frakka eld- rauða rós,“ segir í rýni um hið kunna skáldverk Mrs. Dalloway. Skáldsaga Mrs. Dalloway  Eftir Virginiu Woolf. Atli Magnússon þýddi. Ugla, 2017. Innbundin. 320 bls. JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR BÆKUR Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Mið 7/2 kl. 20:00 aukas. Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Sun 25/2 kl. 20:00 aukas. Sun 11/3 kl. 20:00 aukas. Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Lau 17/3 kl. 20:00 aukas. Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Fim 1/2 kl. 20:00 11. s Sun 11/2 kl. 20:00 14. s Fim 22/2 kl. 20:00 17. sFös 2/2 kl. 20:00 12. s Fim 15/2 kl. 20:00 15. s Fim 8/2 kl. 20:00 13. s Fös 16/2 kl. 20:00 16. s Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 2/2 kl. 20:00 49. s Fös 9/2 kl. 20:00 51. s Lau 17/2 kl. 20:00 53. s Lau 3/2 kl. 20:00 50. s Sun 11/2 kl. 20:00 52. s Mið 21/2 kl. 20:00 54. s Draumur um eilífa ást Medea (Nýja sviðið) Fim 1/2 kl. 20:00 9. s Fös 2/2 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! Lóaboratoríum (Litla sviðið) Fim 1/2 kl. 20:00 4. s Mið 7/2 kl. 20:00 6. s Fim 15/2 kl. 20:00 8. s Sun 4/2 kl. 20:00 5. s Lau 10/2 kl. 20:00 7. s Í samvinnu við Sokkabandið. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 Lokas. Allra síðasta sýning sunnudaginn 11. febrúar. Skúmaskot (Litla sviðið) Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Lau 10/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Búðu þig undir dularfullt ferðalag! Slá í gegn (Stóra sviðið) Mið 21/2 kl. 19:30 Fors Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 22/2 kl. 19:30 Fors Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 Fors Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 20.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 21.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Hafið (Stóra sviðið) Sun 4/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 LOKA Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Faðirinn (Kassinn) Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Fim 22/2 kl. 19:30 Auka Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 4/2 kl. 13:00 7.sýn Sun 11/2 kl. 13:00 9.sýn Sun 4/2 kl. 15:00 8.sýn Sun 11/2 kl. 15:00 10.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 1/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 20:00 Fös 23/2 kl. 22:30 Fös 2/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 22:30 Lau 24/2 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 22:30 Fim 15/2 kl. 20:00 Lau 24/2 kl. 22:30 Fös 2/2 kl. 22:30 Fös 16/2 kl. 20:00 Sun 25/2 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Fös 16/2 kl. 22:30 Fim 1/3 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 22:30 Lau 17/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 20:00 Sun 4/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 22:30 Fös 2/3 kl. 22:30 Fim 8/2 kl. 20:00 Sun 18/2 kl. 21:00 Konudagur Lau 3/3 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 20:00 Fim 22/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 22:30 Fös 23/2 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.