Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 44
44 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Hver skyldi vera vinsælasta flugvél
heims? Nei, það er hvorki Boeing
747, sem komin er á leiðarenda sem
farþegaþota eftir hálfa öld í fram-
leiðslu, eða Douglas DC-3, heldur
Cessna 172 Skyhawk. Já, ætli það
komi ekki mörgum á óvart að fjög-
urra sæta flugvél skuli vera það mód-
el sem smíðað hefur verið mest. Af
þeim eru um 40 eintök á íslensku
loftfaraskránni en þar með er ekki
sagt að þau séu öll flughæf. Flugvél
þessi hefur verið vinsæl til kennslu-
flugs sem og ferðalaga.
Cessna 172 Skyhawk kom til skjal-
anna árið 1955 og í millitíðinni hafa
rúmlega 44 þúsund eintök verið
framleidd. Hefur hún því verið fram-
leidd meira og minna óslitið í 63 ár.
Til samanburðar hefur Boeing af-
hent 1.536 breiðþotur af gerðinni 747
frá árinu 1969. Bliknar sú tala í sam-
anburði við mest seldu flugvél allra
tíma, Cessna 172 Skyhawk.
Fyrsta flug hinnar fábrotnu en
straumlínulaga C-172 átti sér stað
árið 1955 eða fyrir tæpum 63 árum.
Hún hefur verið seld og flutt til allra
horna heims. Á meðan júmbóþota
tekur frá 416 til 524 farþega, allt eftir
því hvernig sætunum er fyrir komið,
er aðeins fjögur sæti að finna í Sky-
hawk. Aukinn samanburður verður
Himnahauknum í óhag. Meðan Bo-
eing-747 dregur um 10.000 km og er
með 900 km/klst. hámarkshraða er
C-172 öllu lengur í förum. Dregur
hún um 1.300 km á tankfylli sem
svarar til flugleiðarinnar frá Belfast
til Berlínar eða New York til Madis-
on í Wisconsin-ríki. Hámarkshraði er
um 230 km/klst., eða minni en á
meðalgóðum sportbíl.
Hverjir fljúga C-172?
Af þessu leiðir að Skyhawk verður
seint að finna í flugflota áætlunar-
flugfélaga. Hún er miklu fremur
uppáhaldsflugvél fyrir ótölulegan
fjölda flugnema um jarðir allar. Þús-
undir slíkra hafa stigið sín fyrstu
flugskref á C-172 og bæði flugher og
landher Bandaríkjanna þjálfar nýja
flugnema á herútgáfu flugvélarinnar.
Á undanförnum 60 árum hefur
Cessna 172 verið hryggjarstykkið í
starfsemi flugskóla um heim allan.
Hefur flugvélin alið af sér kynslóð
eftir kynslóð af flugmönnum.
„Fleiri flugmenn hafa öðlast sín
fyrstu réttindi á 172-flugvélinni en
nokkurri annarri í sögunni,“ segir
Doug May, framkvæmdastjóri flug-
vélasmíði hjá Textron-fyrirtækinu,
móðurfélagi Cessna.
Fyrir utan byrjendaþjálfun brúk-
ar bandaríski heraflinn hana til eftir-
lits með landamærum úr lofti. Þá er
Cessna Skyhawk að finna í þjónustu
fjölda annarra herafla víða um heim,
svo sem í Austurríki, Bólivíu, Síle,
Ekvador, Írak, Írlandi og Singapúr.
Auðflogin
En hvað veldur velgengni þess-
arar flugvélar? Fyrir það fyrsta má
nefna hversu auðflogin hún er og
meðfærileg í aðflugi og lendingu.
Hún fyrirgefur meira að segja hinar
klúðurlegustu lendingar. Hin full-
komna æfingaflugvél. Vængirnir eru
ofan á stjórnklefanum og flugmað-
urinn hefur því góða yfirsýn yfir
landið sem fyrir neðan er og fram-
undan. Svo einföld þykir Skyhawk í
allri hönnun, tápmikil og vel gerð, að
markaðsdeild Cessna kaus að kynna
flugvélina sérstaklega sem sérlega
auðvelda og nær sjálflendanlega,
„Land-O-Matic“.
Upphaflega byggðist Cessna 172 á
forvera að nafni C-170, sem var einn-
ig fjögurra sæta en með stélhjóli. Var
hún ein fjölda flugvéla sem urðu til í
sprengingu í framleiðslu léttra flug-
véla eftir seinna stríðið. Skyhawk var
sögð taka stélhjólsvélinni Cessna 170
stórum fram í lendingu og flugtaki.
Væri jafnt auðvelt að fljúga henni og
aka bíl.
Viðráðanleg í verði
Það sem hefur og aukið aðdráttar-
afl flugvélarinnar er að Cessna Sky-
hawk hefur ætíð verið tiltölulega við-
ráðanleg í verði, en splunkunýtt
eintak í dag kostar jafnvirði um 32
milljóna íslenskra króna. Notaða
C-172 má fá fyrir brot af þessu verði.
Cessna Skyhawak sló stax í gegn
og á fyrsta fulla framleiðsluárinu,
1956, voru 1.400 eintök smíðuð. Hef-
ur framleiðslan verið í toppafköstum
lengst af síðan en lá þó niðri um skeið
á níunda og tíunda áratugnum. Þótt
ögn hafi verið átt við hönnunina í
millitíðinni er C-172 dagsins í dag
verulega lík hinum fyrstu.
„Cessna 172 er tvímælalaust tígu-
legasta málamiðlunin í sögu flugs-
ins,“ segir Robert Goyer í tímaritinu
Flying Magazine. „Hún var kannski
ekki besta flugvélin í neinu, en hún
var augljóslega best í því að veita eig-
endum sínum alhliða ánægju sem
einkaflugvél. Í huga margra þessara
eigenda var 172 æviförunautur.“
64 daga á lofti
Áreiðanleiki Cessna Skyhawk
sýndi sig og sannaði árið 1958 þegar
tveir flugmenn, Robert Timm og
John Cook, slógu þolflugsmet á slíkri
vél. Þann 4. desember stigu þeir um
borð í umbreytta C-172 á McCarran-
alþjóðflugvellinum í Las Vegas og
hófu sig til flugs, sem er því aðeins í
frásögur færandi að þeir lentu vél-
inni ekki fyrr en tveimur mánuðum
seinna, 7. febrúar 1959, eftir 1.558
klukkustundir á flugi. Voru þeir á
lofti í 64 daga, 22 stundir, 19 mínútur
og fimm sekúndur. Met þetta mun
enn standa.
Undirbúningur metflugsins og
breytingar á flugvélinni til að gera
það kleift tók á annað ár. Matvæli og
drykkir voru hífðir um borð frá pall-
bíl sem ekið var á sama hraða og
flugvélin flaug. Eldsneyti var sömu-
leiðis dælt tvisvar á dag upp í flugvél-
ina úr tankbíl sem ekið var á fleygi-
ferð eftir flugbraut eða þjóðvegum í
Nevada-eyðimörkinni. Fyllt var á
tank í farþegarýminu en síðan miðlað
úr honum upp í aðaltankana í vængj-
unum. Aftursætin voru tekin úr og
þar höfð dýna svo Timm og Cook
gætu sofið. Lítil handlaug gerði þeim
kleift að þvo sér og bursta tennur. Í
metfluginu bættu þeir gamla metið
frá 1949 um tvær vikur, en þar átti í
hlut flugvél er safnaði áheitum í þágu
krabbameinsrannsókna. Sú var á
lofti stanslaust í 46 daga. Flugvél
Timm og Cook, Hacienda, er varð-
veitt og hangir hún niður úr þaki
flugstöðvarinnar á McCarran-
flugvellinum.
Leynifloti FBI
Flugvélar eru ekki alltaf notaðar í
friðsamlegum tilgangi og Cessna
Skyhawk hefur til að mynda verið
brúkuð sem njósnaflugvél. Meðal
notenda hennar er bandaríska
alríkislögreglan FBI. Reyndist hún
vera í leynilegum flota FBI sem hef-
ur notað hana til stafrænna njósna
um borgarana úr lofti, m.a. til að
hlera farsímasamskipti. Upplýst var
um þennan leynilega flugflota FBI
sumarið 2015. Til að fela starfsemina
skráði lögreglan fjölda skúffufyrir-
tækja sem á pappírunum gerðu vél-
arnar út. Fann AP út nöfn 13 slíkra
fyrirtækja og komst að því að á til-
teknu 30 daga tímabili vorið 2015
voru á fjórða tug þessara leynilegu
njósnaflugvéla á lofti yfir rúmlega 40
borgum.
Stöðvaði kalda stríðið
Einhver frægasta ferð C-172 er
flug þýska ofurhugans Mathias Rust
inn yfir Rússland og alla leiðina til
Moskvu. Lenti hann vélinni rétt hjá
Rauða torginu, sem ekki var þekkt
sem flugvöllur. Flugið sagði hann í
þágu friðar og vakti mikla athygli að
hann skyldi komast óséður framhjá
rammgerðu loftvarnakerfi Rúss-
lands.
Fram að þessu var ógjörningur
talinn að komast óséður gegnum loft-
varnir Rússa. Uppátæki Rust kost-
aði fjölda háttsettra manna starfið og
er honum eignað að hafa óbeint
hjálpað Mikael Gorbatsjov forseta að
knýja fram lýðræðisumbætur í anda
perestrojku-stefnu hans. Flestir sem
starfið misstu voru svarnir andstæð-
ingar umbóta Gorbatsjov. Rúss-
neskur dómstóll dæmdi Rust í fjög-
urra ára fangelsi en honum var
sleppt eftir að hafa afplánað 14 mán-
uði. Síðar var hann beðinn formlega
afsökunar af hálfu yfirvalda á refs-
ingunni. Flugvél hans er að finna á
tækniminjasafni Þýskalands í Berlín.
Miðað við vinsældir flugvélarinnar
og almenna notkun af hálfu lítt
reyndra flugmanna þarf ekki að
koma á óvart að Cessna Skyhawk
hefur talsvert komið við sögu flug-
slysa. Bandaríski hnefaleikamaður-
inn Rocky Marciano beið bana á
einni slíkri árið 1969. David Box,
gítarleikari hljómsveitar Buddy
Holly, fórst er C-172 sem hann ferð-
aðist í brotlenti árið 1964. Var það
réttum fimm árum eftir að Holly
týndi lífi í flugslysi, í annarri flug-
vélategund, Beechcraft Bonanza.
Bóndi upphafsmaður
Flugvélaverksmiðjur Cessna er að
finna í borginni Wichita í Kansas-ríki
í Bandaríkjunum. Bóndi að nafni
Clyde Cessna stofnaði fyrirtækið ár-
ið 1927 en hann hafði þegar á árinu
1911 smíðað og flogið sinni eigin flug-
vél. Varð hann fyrstur manna til að
fljúga flugvél milli Mississippi-
árinnar og Klettafjallanna. Hann
varð að loka fyrirtækinu í kreppunni
miklu. Bræðurnir Dwane og Dwight
Wallace keyptu það 1934 og gekk
reksturinn vel, aðallega vegna
flugvélapantana frá bandaríska land-
hernum og flugher Kanada á árum
seinna stríðsins. Eftir stríðið ein-
beitti Cessna sér að framleiðslu flug-
véla til almannaflugs frá 1946, eða
áratug áður en fyrsta C-172 var
smíðuð. Þá fór fyrirtækið út í smíði
einkaþota og flaug sú fyrsta, Citation
I, árið 1969. Hefur sú framleiðsla
gengið vel allar götur síðan.
Árið 1985 urðu þáttaskil í sögu
Cessna sem leið þá undir lok sem
sjálfstætt fyrirtæki. Rann það inn í
General Dynamics Corporation sem
dótturfélag í fullri eigu þess. Sjö ár-
um seinna seldi svo General Dyna-
mics flugvélasmiðjuna öðru banda-
rísku fyrirtæki, Textron. Þrátt fyrir
mótbyr í alþjóðlegu banka- og fjár-
málakreppunni og uppsagnir þús-
unda starfsmanna hefur Cessna rétt
úr kútnum og skilaði eigendum sín-
um hagnaði á ný í ár.
Í sérflokki
Cessna Skyhawak er í sérflokki
hvað fjöldaframleiðslu varðar, en síð-
astliðið haust lá fyrir að á 45. þúsund
eintök höfðu verið smíðuð af flugvél-
inni vinsælu. Í öðru sæti á lista yfir
mest seldu flugvélar er að finna mjög
vinsæla fjögurra sæta flugvél frá
Piper, PA-28 Cherokee, sem sér-
hönnuð var til kennsluflugs. Þessi
helsti keppinautur Cessna hefur far-
ið í rúmlega 32.000 eintökum.
Tvær útgáfur Cessna til viðbótar,
annars vegar 150/152 og hins vegar
182, eru næstum jafnvinsælar og
Cherokee.
Til að sjá háar flugvélatölur verður
að fara út fyrir almannaflugið og
gægjast inn í heim herflugvéla. Ná-
kvæmlega 36.183 Íljúshín Il-2 voru
smíðaðar 1941-45, en þær voru uppi-
staðan í flugsveitum Rauða hersins í
Rússlandi í seinna stríðinu. Þjóð-
verjar smíðuðu svo 34.852 Messer-
schmitt Bf 109 á árunum 1936-58.
Loks má nefna að Bretar framleiddu
22.685 eintök af hinni annáluðu
Supermarine Spitfire.
Vinsælli en farþegaþotur
Eins og fyrr greinir hefur Boeing
selt 1.536 breiðþotur af gerðinni
B-747. Langvinsælasta flugvél fyrir-
tækisins er hins vegar B-737, sem
enn er í fullri framleiðslu. Við lok ný-
liðins nóvember hafði Boeing selt
9.803 þotur þessarar gerðar.
Í öðru sæti yfir farþegaþotur er
Airbus A320 en af henni höfðu verið
afhentar 7.874 flugvélar í nóvember
síðastliðnum. En hvaða flugvél skyldi
hafa selst minnst allra? Því er fljót-
svarað, aðeins eitt eintak af Hughes
H-4 Hercules var smíðað og fellur
því í flokk minnst seldu flugvéla
heims. Segja má að Antonov An-225
Mriya sé keppinautur því þessi
lengsta og þyngsta flugvél sem
nokkru sinni hefur verið smíðuð er
aðeins til í einu eintaki. Ögn betur
stendur Airbus Beluga með belginn
stóra til að flytja skrokkparta til
samsetningarsmiðjunnar í Toulouse.
Fimm slíkar eru í notkun.
Ennþá smíðuð 60 árum seinna
Heimsins vinsælasta flugvél hefur verið algeng á Íslandi Um 40 Cessna C-172 er að finna á ís-
lensku loftfaraskránni Hafa margir íslenskir flugmenn hlotið þjálfun á þessa tegund flugvéla
Ljósmynd/Peter Davis-birt með leyfi höfundar
Vinsæl Um 40 Cessna C-172 eru á íslensku loftfaraskránni. Greinarhöfundur á að baki 80 flugstundir á Cessna Sky-
hawk, þar af helminginn á TF-LUX sem hér er innan um fleiri vélar á Reykjavíkurflugvelli 19. ágúst 1980.
Mælaborðið Flugmaður Cessna Skyhawk hefur fjölda mæla til að fylgjast
með starfsemi flugvélarinnar og framgangi flugsins.
10 mest smíðuðu flugvélar heims
Cessna 172
Frá 1956
44.000+
Ilyushin Il-2
1941-1945
36.183
Messerschmitt
Bf 109
1936-1958
34.852
Piper PA-28
módelin
Frá 1960
32.778+
Cessna 150/152
1958-1986
31.500+
Cessna 182
Frá 1956
23.237+
Supermarine
Spitfire/Seafire
1938-1948
22.685
Focke-Wulf
Fw 190
1939-1945
20.051
Piper J-3 Cub
1938-1947
20.038
Polikarpov Po-2
1928-1952
20-30.000
1 6
2 7
3 8
4 9
5 10