Morgunblaðið - 01.02.2018, Page 92

Morgunblaðið - 01.02.2018, Page 92
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 32. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Hjónabandsbrestir í Hvíta húsinu? 2. Keyptu Sigurð Gísla út 3. Missti 25 kíló og bjargaði … 4. Clinton: Hefði átt að reka hann »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Enski píanóleikarinn Paul Lewis lokar Beethoven-hringnum á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í kvöld en þá leikur hann fimmta og síðasta píanókonsert tón- skáldsins, sem nefndur hefur verið Keisarakonsertinn. Á tónleikunum verður einnig flutt síðasta sinfónía Mozarts, Júpíter-sinfónían, sem þykir til marks um einstaka tónsmíðakunn- áttu hans. Hljómsveitarstjóri verður Bretinn Matthew Halls. Á sunnudag- inn heldur Lewis svo einleikstónleika í Norðurljósum, leikur verk eftir Haydn, Beethoven og Brahms og eru tónleikarnir liður í viðamiklu tón- leikahaldi hans um allan heim. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lewis heldur tvenna tónleika í Hörpu  Stuttmyndaverðlaun kennd við ís- lensk-franska leikstjórann Sólveigu Anspach, sem lést árið 2016, verða afhent öðru sinni í kvöld á Franskri kvikmyndahátíð í Háskólabíói og hefst athöfnin kl. 19.30. Franska sendiráðið á Íslandi, í samvinnu við Alliance Française, Reykjavíkurborg og fleiri aðila, efndi til verðlaunanna í minningu hennar og eru þau ætluð kvenleikstjórum sem búa á Íslandi eða í frönskumælandi landi eða eru af frönsku eða íslensku þjóðerni. 35 kvikmyndagerðarmenn sendu stuttmyndir í keppnina og verða í kvöld sýndar þrjár sem þóttu bera af áður en verðlaunin verða afhent. Undir lokin verður sýnd heimildar- mynd um fyrstu kon- una sem leikstýrði í kvikmyndaheim- inum, Alice Guy, sem starfaði bæði í París og Hollywood. Verðlaun Sólveigar Anspach veitt í kvöld Á föstudag SA-stormur í fyrstu, með talsverðri rigningu eða slyddu S- og V-lands. Snýst síðan í allhvassa SV-átt með éljagangi, fyrst á SV- og V-landi. Hiti 0 til 5 stig, en frystir víða um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlægari og úrkomulítið, gengur í suð- austan storm með snjókomu en síðar slyddu og rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í kvöld. VEÐUR „Ég fann það 2015 að ég sá eftir því að hafa ekki haldið áfram á fullu á sínum tíma. Þess vegna fannst mér ég ekki geta sleppt þessum möguleika núna, fyrst ég var farin að sjá eftir ein- hverju, og það er ótrúlega gaman að ná þessu,“ segir Elsa Guðrún Jónsdóttir, 31 árs Ólafsfirðingur, sem keppir fyrst íslenskra skíðagöngukvenna á Vetrarólympíuleikum. »4 Sá eftir að hafa ekki haldið áfram „Þetta er einstaklega svekkjandi þar sem mér gekk afar vel fyrir ára- mótin og var markahæsti leikmaður liðsins,“ segir Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðs- kona í handknattleik, sem getur lítið spil- að með liði sínu í dönsku úrvals- deildinni, Aar- hus United, vegna meiðsla í hné. Hún þarf væntanlega að fara í aðgerð en reynt verð- ur að fresta henni þar til keppnis- tímabilinu lýkur. »1 Þetta er einstaklega svekkjandi Haukar komust í efsta sæti Dominos- deildar kvenna í körfuknattleik í gær- kvöld með því að sigra topplið Vals, 91:80, á Ásvöllum en Valsliðið hefur verið í efsta sætinu í nánast allan vetur. Helena Sverrisdóttir lék með Haukum á ný eftir að hafa spilað í Slóvakíu í nokkrar vikur. Keflavík gat líka náð Val að stigum en tapaði með eins stigs mun fyrir Stjörnunni. »2 Helena komin heim og Haukar á toppinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Edda Hermannsdóttir er borgarstjórafrú höfuð- borgar Skotlands en lætur lítið fyrir sér fara og forðast sviðsljósið. „Ég fylgi eiginmanni mínum, hann stjórnar borginni en ég er framkvæmda- stjóri hans og heimilis okkar,“ segir Akureyring- urinn, sem hefur búið víða í Bretlandi í um 25 ár. Eftir að hafa útskrifast frá Íþróttakennara- skóla Íslands á Laugarvatni 1980 kenndi Edda við Gagnfræðaskólann á Akureyri í sex ár. Hún stofn- aði líkamsræktarfyrirtæki fyrir norðan og kom yfir 300 konum á hreyfingu þar til hún flutti til Bretlands 1993. Þau Andrew Kerr, fyrrverandi landsliðsmaður í 400 metra hlaupi frá Skotlandi, hófu búskap saman í Cardiff í Wales, þar sem hann vann m.a. sem íþróttafulltrúi. Þar hélt hún uppteknum hætti og kom á fót fyrirtæki sem bauð upp á einkaþjálfun í heimahúsi, á vinnustað eða úti í náttúrunni. „Ég var fyrsti einkaþjálfarinn í Wales, byrjaði smátt en þetta spurðist út og varð að vinnu frá morgni til kvölds alla daga.“ Frá Wales fluttu þau til Birmingham 2002 þar sem Andrew var íþróttafulltrúi og síðar aðstoðar- borgarstjóri, en síðan hefur hann starfað sem borgar- eða sveitarstjóri í Newcastle, Wiltshire og Cornwall. Andrew var ráðinn borgarstjóri Edinborgar fyrir um tveimur og hálfu ári. Edda leggur áherslu á að hann sé ekki flokksbundinn, heldur starfi sem framkvæmdastjóri með ábyrgð á vinnu um 19.000 starfsmanna. „Hann er hagfræðingur, hann tekur ákvarðanir borgarstjórnarinnar, met- ur og finnur leiðir til að framkvæma þær,“ segir hún. „Hann vaknar ástríðufullur á morgnana til þess að gera líf fólks betra, bæta fjárhagsstöðuna og efla viðskipti og vöxt borgarinnar, en til þess var hann ráðinn hingað til Edinborgar.“ Vill hjálpa heimilislausum Edda segir að lífið undanfarinn aldarfjórðung hafi verið mjög spennandi. „Lífið breytist stöðugt og er hvergi eins,“ segir hún og bendir á að mikill munur sé á svæðum í Bretlandi. „Þetta er eins og að búa í mismunandi löndum, en við höfum gert það sem margir treysta sér ekki að gera, að vera á ferðinni.“ Hún bætir samt við að þetta sé henni ekki eiginlegt og þau séu komin á endastöð. „Rebekka, dóttir okkar, er 16 ára, og það er ekki hægt að vera í stöðugum flutningum með ungling,“ segir Edda. „Ég hefði viljað búa á Akur- eyri alla mína tíð en geta alltaf ferðast. Samt tók ég þá ákvörðun að grípa tækifærið, sem gerir lífið litríkara og öðruvísi, með það að leiðarljósi að þurfa ekki að standa upp og segja „ég vildi að ég hefði …“.“ Vegna stöðunnar hefur Edda hitt margt framá- fólk, m.a. Elísabetu Bretadrottningu, sem hún segir að sé einstök ofurkona, en hún láti það ekki hafa áhrif á sig og leggur áherslu á að sér líki illa við stéttaskiptinguna hér. „Öll hegðun í þá veru á Íslandi skemmir þjóðina,“ áréttar hún. Faðir hennar, Hermann Sigtryggsson, hafi enda lagt áherslu á í uppeldinu að allir væru eins og hún liti á alla sem jafningja. „Fyrir vikið á ég vini úr öllum stéttum.“ Edda segist vera jarðbundin, vilji ekki búa í einsleitum hverfum ríka fólksins heldur í blönd- uðum hverfum og vilji láta gott af sér leiða. Vinir og vandamenn þekki það í gegnum „hótel Eddu“, eins og heimili þeirra sé gjarnan kallað, og á næst- unni ætli hún að leggja þeim sem minna mega sín lið. „Ég vil skila til baka af því sem ég hef verið svo heppin að njóta og vil nota stöðuna til þess að bæta hag heimilislausra.“ Ætíð til þjónustu reiðubúin Fjölskyldan Dóttirin Rebekka stendur á milli foreldranna Eddu Hermannsdóttur og Andrew Kerr. Börnin hans tvö frá fyrra hjónabandi eru Cameron til vinstri og Caroline til hægri.  Edda Hermannsdóttir frá Akureyri borgarstjórafrú í Edinborg í Skotlandi Stelpan frá Akureyri Borgarstjórafrúin Edda leikur sér við strendur Edinborgar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.