Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 24

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 24
Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is „Ég vissi ekkert um snjó. Ég hafði enga hugmynd um að snjór- inn væri mismunandi, blautur, þurr, kaldur, heitur og að það þyrfti að nota sérstök skíði fyrir hverja tegund. Ég átti bara eitt par af skíðum og ætlaði að tryggja mér keppnisrétt á Ólympíuleikum á innan við ári.“ Þetta segir Pita Taufatofua í samtali við fréttastofuna AFP í gær um reynslu sína af því að reyna að komast á vetrarólymp- íuleikana í Pyeongchang í Suður- Kóreu nú í febrúar. Taufatofua, sem mun keppa þar fyrir Kyrra- hafsríkið Tonga, tryggði sér keppnisréttinn með því að taka þátt í 10 kílómetra skíðagöngu í móti á Ísafirði nú í janúar, eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu. Ólympíuævintýri Taufatofua hefur vakið mikla athygli en það hófst á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu þar sem hann keppti fyr- ir hönd Tonga í taekwondo en tapaði fyrstu viðureign sinni og var því úr leik. Hann stóð sig hins vegar mun betur í setningar- athöfninni þegar hann veifaði af ákafa fána Tonga, ber að ofan og olíuborinn með ta’ovala-mottu um sig miðjan. Hann varð samstundis stórstjarna á samfélagsmiðlum og minnst var á hann í 45 milljónum færslna á Twitter. Í kjölfarið mætti hann í fjölda spjallsjón- varpsþátta í Bandaríkjunum og lét þess þar getið að hann væri að velta fyrir sér nýjum verkefnum. Nokkrum mánuðum síðar til- kynnti Taufatofua að hann stefndi að því að keppa fyrir Tonga í skíðagöngu á næstu vetrar- ólympíuleikum. Betri í sjó en snjó Þetta þótti mörgum einkennileg ákvörðun. Taufatofua, sem er fæddur og uppalinn í Brisbane í Ástralíu en á ættir að rekja til Tonga, kann betur við sig í heitum sjó en í köldum snjó. Loftslagið í Ástralíu er heldur ekki heppilegt til skíðaiðkunar, en Taufatofua byrjaði að æfa skíðagöngu með því að binda planka á fæturna og hlaupa þannig búinn í sandinum á ströndinni við Brisbane. „Síðan voru það hjólaskíðin. Á þeim eru engar bremsur og þetta er það versta sem til er. Ég held að andskotinn hafi fundið þau upp,“ segir Taufatofua í viðtalinu. Hann hélt síðan til Evrópu til að keppa á gönguskíðamótum og segir að nokkrir íþróttamenn frá því sem hann kallar sumarlönd, Mexíkó, Portúgal og Kólumbíu, hafi myndað hóp og lagt hverjir öðrum lið við að reyna að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleik- unum. „Við deildum skíðum og þjálf- unarráðum. Við sváfum þrír sam- an í gistiheimilum og borðuðum túnfisk og pasta því við höfðum ekki efni á öðru. Við ókum í átta klukkustundir í blindbyl á Íslandi og vonuðumst til að sleppa við snjóflóð og kepptum líka í Armen- íu og Georgíu. Í okkar huga var þetta hinn sanni ólympíuandi, að taka þátt og vinna saman.“ Draumurinn rættist Keppnisferðalagið gekk ekki sérlega vel og ólympíudraumurinn virtist úti þegar Taufatofua kom ásamt félögum sínum til Ísafjarð- ar um miðjan janúar til að taka þátt í Fossavatnsgöngunni. En þar gekk skyndilega allt í haginn og Taufatofua náði ólympíu- lágmarkinu. „Þetta var eins og kraftaverk. Mér leið eins og ég hefði unnið gullverðlaun,“ segir hann. Taufatofua segist ekki ætla að mæta fáklæddur í setningar- athöfnina í Pyeongchang 9. febr- úar enda er hitinn þar undir frost- marki. „Markmið mitt er aðeins að taka þátt. Ef það leiðir til þess að aðrir reyna það sem virðist ómögulegt er það þess virði,“ sagði hann. Taufatofua verður ekki fyrsti vetrarólympíufari Tonga. Árið 2014 keppti Tongamaðurinn Bruno Banani á eins manns sleða á vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi og endaði í 32. sæti af 39 keppendum. En fyrirmyndir þeirra Banani og Taufatofua eru hins vegar félagarnir í bobsleðaliði Jamaíku, sem kepptu á Ólympíu- leikunum í Calgary í Kanada árið 1988 og vöktu heimsathygli. Gerð var Hollywood-kvikmynd, Cool Runnings, um það ævintýri. Ólympíuferð hófst á einu skíðapari  Árangur Tongamannsins Pita Taufatofua hefur vakið heimsathygli  Æfði skíðagöngu með því að binda fjalir á fæturna og hlaupa á baðströnd  Markmiðið náðist loks í Fossavatnsgöngunni Glaður í kuldanum Pita Taufatofua birti myndir af sér á Instagram léttklæddum í kuldanum ofan við Ísafjörð. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli • Bindivír 1 mm U hankir og rúllur 1.4 mm • Fjarlægðarstjörnur og steinar 20-50 mm • Plastlistar á undirslegnar plötur, einnig harðir • U listar á ull eða plasteinangrun • Járnstólalengjur, sterkir og góðir stólar frá 50 mm • Mótarör og kónar 10–50 mm • Öryggishlífar á kambstál, listar og sveppir Járnabakkar Járnabindingavörur Erum með á lager allar helstu gerðir af járnabökkum Vír og lykkjur ehf www.viroglykkjur.is - viroglykkjur@internet.is 772-3200/692-8027 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Tuttugustu og þriðju vetrarólymp- íuleikarnir verða settir í Pyeong- chang í Suður-Kóreu 9. febrúar og standa til 25. þess mánaðar. Íþróttamenn frá 92 þjóðum munu keppa á leikunum í ýmsum greinum, þar af rúmur helmingur frá Evrópu. Þrjú ríki í Eyjaálfu senda keppendur til Kóreu: Ástral- ía, Nýja-Sjáland og Tonga. Fimm íslenskir íþróttamenn munu keppa í Pyeongchang. Frey- dís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason keppa í alpagrein- um og Elsa Guðrún Jónsdóttir, Snorri Einarsson og Isak Stianson Pedersen taka þátt í ýmsum skíða- göngugreinum. Keppendur verða frá 92 löndum VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR HEFJAST EFTIR RÚMA VIKU Í SUÐUR-KÓREU AFP Ólympíusvæðið Hér verða XXIII. vetrarólympíuleikarnir settir í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.