Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður áHótelÖrk ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum. Þorbjörg Marinósdóttir tobba@mbl.is Súrkál er sýrt með mjólk- ursýrugerjun en það er ævagömul nátt- úruleg leið til að geyma grænmeti. Mjólkursýrubakt- eríur eru náttúrulega til staðar á grænmeti og aðferðin gengur út á að skapa réttar að- stæður til að þær nái yfirhöndinni og koma af stað gerjun. Flest- ir kannast við súrkál en hægt er að sýra allt grænmeti með þessari aðferð og gera óendanlega margar útgáfur af ljúffengu meðlæti sem geymist fram að næstu uppskeru. Grænmet- ið verður auðmeltanlegra, vítamín og næringarefni varðveitast og aukast jafnvel. Dagný deilir hér tveimur upp- skriftum úr bók sinni Súrkál fyrir Sælkera þar sem Dagný fer meðal ann- ars yfir undirstöðu- atriðin í gerjun, blöndun á ávöxtum og grænmeti í gerjuð sal- öt, saltpækla, hið geysivinsæla kimchi, kvass, salsa og chut- ney svo fátt eitt sé nefnt. Gerjað græn- meti er ekki aðeins bragðgott og fljótlegt meðlæti að grípa til úr krukkum heldur ku það einnig hafa mjög jákvæð áhrif á þarma- flóruna. Svo ekki sé minnst á gerjun sem geymsluað- ferð. Nú er bara að safna krukkum, velja uppskriftir, gerja og gleðjast! Súrkálsséní gefur út bók og selur gerjað gúmmelaði Gerjar og gleðst Dagný hefur gaman af því að prófa ný krydd og samsetn- ingar með stórkostlegum árangri. Ávextir koma t.d. oft sterkir inn. Súrkálsséníið og sælkerinn Dagný Hermannsdóttir er mörgum súrkálsunnandanum kunn en hún hefur haldið vinsæl námskeið í súrkálsgerð síðast liðið ár, hóf nýverið sölu á gerjuðu grænmetiog öðru gúmmelaði við miklar vinsældir og gaf út sína fyrstu bók í vikunni. Blandað grænmeti í pækli 500 g blómkál 300 g gulrætur 150 g rauð paprika 50 g laukur 5–10 g hvítlaukur 1 rautt chili ½ tsk. gul sinnepsfræ 6 svört piparkorn 2–3 lárviðarlauf tannínrík laufblöð (má sleppa) 3% saltpækill Skiptið blómkálinu í munn- bita. Skerið gulræturnar í þykkar sneiðar, fræhreinsið paprikuna og skerið hana í stóra bita og skerið laukinn í báta. Skerið hvítlauksgeirana í upp í henni af og til svo liturinn á blómakálinu verði sem falleg- astur. Tilbrigði II Ef þið viljið mildari útgáfu er gott að sleppa sterku kryddunum og nota í staðinn ferskt jurtakrydd sem er við höndina eða smávegis af þurrk- uðu. Tilbrigði III Einnig má sleppa hvítlauk og bæta við nokkrum negulnöglum, hálfri kanilstöng, allrahanda, dillfræjum, kardi- mommum og kóríanderfræjum. Túrmerikduft hefur reynst mér betur en ferskt túrmerik í sýrt grænmeti. Liturinn verður fallegri og bragðið betra og það er líka mun einfaldara í notkun. sneiðar, fræhreinsið chiliið og skerið það í fernt langsum. Ef þið viljið hafa grænmetið sterkt má halda fræjunum í chiliinu og skera það í sneiðar. Setjið allt í krukku ásamt nokkrum sólberjalaufum eða öðrum tannínríkum laufblöðum ef til eru. Hellið pæklinum yfir, þek- ið og fergið. Komið krukkunni fyrir á diski og látið gerjast við stofuhita í 1–3 vikur. Geymist mánuðum saman í kæli. Tilbrigði I Bætið við 1 msk. af túrmerikdufti. Það litar blóm- kálið ljósgult og pækilinn gull- inn. Túrmerikið á það til að setjast fyrir á botninum. Ef það gerist er sniðugt að velta krukkunni aðeins eða hræra Rautt blómkál 700 g blómkál 200 g rauðrófur 100 g laukur 10 g engifer (má sleppa) 6–10 piparkorn 2–4 lárviðarlauf tannínrík laufblöð (má sleppa) Skiptið blómkálinu í hentuga munnbita, skerið rauðrófurnar í teninga, laukinn í sneiðar og engiferið í litla bita. Setjið grænmetið og kryddið í krukku ásamt nokkrum sólberjalaufum eða öðrum tannínríkum lauf- blöðum ef þau eru við höndina. Hellið saltpæklinum yfir, þekið og fergið. Komið krukkunni fyrir á diski og látið gerjast við stofuhita í 1–3 vikur. Geymist mánuðum saman í kæli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.