Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 86
86 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Bíó Paradís og Goethe Institut í
Danmörku standa fyrir Þýskum
kvikmyndadögum í Bíó Paradís í ní-
unda sinn frá og með morgundeg-
inum til 11. febrúar, í samstarfi við
þýska sendiráðið á Íslandi. Sex kvik-
myndir, nýjar eða
nýlegar, verða
sýndar auk þess
sem sérstök
partísýning verð-
ur á Toni Erd-
mann sem sló í
gegn á hátíðinni í
fyrra. Ein mynda
hátíðarinnar,
Hördur - Zwisc-
hen den Welten,
verður eingöngu
sýnd einu sinni á sérstakri skólasýn-
ingu.
Opnunarmynd hátíðarinnar er
Aus dem Nichts, eða In the Fade
eins og hún heitir á ensku, eftir leik-
stjórann Fatih Akin en aðalleikkona
myndarinnar, Diane Kruger, hlaut
verðlaun í Cannes í fyrra fyrir
frammistöðu sína í henni.
„Í fyrra vorum við með svolítið
stríðsþema og uppgjör Þjóðverja við
eftirmál seinni heimsstyrjaldarinnar
en í ár erum við með svolítið öðruvísi
fókus, við erum að skoða fjölmenn-
ingarsamfélagið. Í þessari mynd er
Diane Kruger að leika konu sem
heitir Katja og er gift manni af músl-
ímskum uppruna. Það fer allt í bál
og brand og þarna koma við sögu
kynþáttafordómar og hið nýja
Þýskaland, hvernig fjölmenningar-
samfélagið þrífst. Þetta er mjög
spennandi mynd sem fer víða,“ segir
Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri í
Bíó Paradís, um hátíðina í ár og opn-
unarmyndina.
„Sögurnar sem eru að koma núna
frá Þýskalandi eru svolítið að fjalla
um hið nýja Þýskaland,“ bætir hún
við.
Ljúfsárt uppgjör
Ása bendir einnig á heimildar-
mynd um myndlistarmanninn Jos-
eph Beuys sem þyki afbragðsgóð,
Wilde Maus sem fjalli um miðaldra,
hvítan karlmann í krísu og stofu-
dramað In Zeiten des abnehmenden
Lichts, eða Á tímum þverrandi ljóss
en sú mynd fjallar um fjölskyldu
þýskra kommúnista og vísar mikið í
Tsékhov, að sögn Ásu. Ólíkar kyn-
slóðir mætist þar í ljúfsáru uppgjöri.
„Þetta eru alltaf þessar sömu spurn-
ingar: hvernig er Þýskaland, hvern-
ig aðskildist það í fyrsta lagi og af
hverju? Hvernig sjáum við það,
hvernig sjá hinir það og hvernig sér
bókmenntaarfurinn það? Hvernig er
að segja frá þessu því túlkun er allt-
af bundin við skilning og skilningur
er svo margbreytilegur og fer eftir
forsendum, forsendurnar skipta
meira máli en sagan sem sögð er.“
Fyrir framhaldsskólanema
Eins og sjá má er íslenskt karl-
mannsnafn í titli einnar myndar há-
tíðarinnar, Hörður, en Hörður er
hestur í myndinni og ein af aðal-
persónum hennar. Ása segist ekki
vita af hverju hesturinn heiti Hörður
en líklega sé verið að heiðra íslenska
hestinn með nafngiftinni. Í myndinni
er rakin saga 17 ára stúlku og músl-
íma sem lendir í vandræðum. „Hún
þarf að sinna samfélagsþjónustu í
hesthúsum á vegum bæjarins og þar
hittir hún þennan hest sem heitir
Hörður og þetta er hennar yfirsýn
yfir sína framtíð og drauma,“ segir
Ása. Kvikmyndin er ekki á almennri
dagskrá hátíðarinnar heldur sýnd
framhaldsskólanemum 5. febrúar kl.
16. Þýskukennarar geta skráð nem-
endur á sýninguna og verður mynd-
in sýnd með enskum texta.
Sósíalistar með sérsýningu
Þess má að lokum geta að ein af
hátíðarmyndunum er Le jeune Karl
Marx, eða Karl Marx ungur sem
fjallar um Karl Marx og Friedrich
Engels, höfunda Kommúnista-
ávarpsins, unga að árum og hvernig
hugmyndafræði þeirra þróaðist.
Sósíalistaflokkur Íslands og Bíó
Paradís munu bjóða til sérstakrar
sýningar á myndinni og umræðna
fyrir og eftir hana á laugardaginn, 3.
febrúar, klukkan 14. Fyrir myndina
mun heimspekingurinn Viðar Þor-
steinsson minnast Marx og þess er-
indis sem kenningar hans eiga við
samtímann og eftir sýningu verða
opnar umræður með Ragnari Þór
Ingólfssyni, formanni VR, Birgittu
Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanni
og kapteini Pírata, og Sólveigu Önnu
Jónsdóttur, frambjóðanda til for-
manns Eflingar.
Frekari upplýsingar um hátíðina
má finna á bioparadis.is.
Í bál og brand Úr opnunarmynd Þýskra kvikmyndadaga, Aus dem Nichts.
Fjölmenningarsam-
félagið í brennidepli
Þýskir kvik-
myndadagar í
níunda sinn
Ása Bald-
ursdóttir
Aus dem Nichts
Veröld Kötju hrynur þegar eigin-
maður hennar og sonur láta lífið í
sprengjuárás. Sorgarferlið tekur við
en eftir nokkurn tíma fer Katja að
hyggja á hefndir. Kvikmyndin var
frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í
Cannes í fyrra og hlaut aðalleikkona
hennar, Diane Kruger, verðlaun sem
besta leikkona hátíðarinnar. Myndin
hlaut Golden Globe verðlaunin á
dögunum í flokki erlendra kvik-
mynda. Leikstjóri er Fatih Akin og
aðalleikarar eru Diane Kruger, Denis
Moschitto og Numan Acar.
Wilde Maus
Georg missir vinnuna sem tón-
listargagnrýnandi á þekktu dag-
blaði í Vínarborg. Hann og eigin-
kona hans Jóhanna eru að reyna að
eignast barn og hann ákveður að
leyna hana atvinnumissinum og
hefna sín á fyrrum yfirmanni sínum.
Dramatísk gamanmynd sem keppti
um aðalverðlaunin á kvikmyndahá-
tíðinni í Berlín í fyrra. Leikstjóri er
Josef Hader og aðalleikarar Georg
Friedrich, Josef Hader og Jörg Hart-
mann.
Beuys
Heimildarmynd eftir Andres Veiel
um einn áhrifamesta myndlistar-
mann 20. aldarinnar, þýska flúxus-
listamanninn Joseph Beuys. Myndin
keppti um um Gullbjörninn, aðal-
verðlaunin á alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Berlín í fyrra.
Le jeune Karl Marx
Kvikmynd um Karl Marx á hans
yngri árum, þegar hann bjó í París
með eiginkonu sinni Jenny árið
1844, þá 26 ára að aldri og kynni
hans af Friedrich Engels. Leikstjóri
er Raoul Peck og aðalleikarar Aug-
ust Diehl, Stefan Konarske og Vicky
Krieps.
In Zeiten des
abnehmenden Lichts
Kvikmynd byggð á hálf-ævisögu-
legri skáldsögu Eugen Ruge frá
árinu 2011 en í henni fjallar hann
um örlög og afdrif fjögurra kyn-
slóða austur-þýskrar fjölskyldu.
Leikstjóri er Matti Geschonneck og
með aðalhlutverk fara Angela Win-
kler, Bruno Ganz og Alexander
Fehling.
Hördur – Zwischen
den Welten
Hefð er fyrir því að sýna kvik-
mynd fyrir framhaldsskóla á Þýsk-
um kvikmyndadögum og að þessu
sinni er það kvikmynd sem fjallar
um Aylin, 17 ára stúlku sem kemst
upp á kant við lögin og þarf að sinna
samfélagsþjónustu í hesthúsum á
vegum bæjarins. Sjálfskoðun og
djúp tengsl við hestinn Hörð fleytir
henni áfram í að skoða drauma sína
og þrár, segir á vef Bíós Paradísar.
Leikstjóri er Ekrem Ergün og aðal-
leikarar Almila Bagriacik, Hilmi Sö-
zer og Felicitas Woll.
Toni Erdmann
Sérstök partísýning verður hald-
in á þessari gamanmynd sem sýnd
var á Þýskum kvikmyndadögum í
fyrra. Í henni segir af stirðu sam-
bandi föður og dóttur, hún er
framakona í viðskiptum en hann
spaugsamur píanókennari. Kvik-
myndin hefur hlotið fjölda verð-
launa og mikið lof gagnrýnenda.
Partísýningin verður haldin 10.
febrúar og þeir sem mæta með hár-
kollu fá frían drykk á barnum og frí-
miða í Bíó Paradís. Leikstjóri er
Maren Ade og með aðalhlutverk
fara Peter Simonischek og Sandra
Hüller.
Hestur að nafni Hörður,
Joseph Beuys og Marx
KVIKMYNDIRNAR Á ÞÝSKUM KVIKMYNDADÖGUM
Örlagasaga Bruno Ganz í In Zeiten des abnehmenden Lichts.
Áhrifamikill Joseph Beuys.
Tengsl Aylin og Hörður.
Í krísu Karl í klípu í Wilde Maus.
Marx Úr Le jeune Karl Marx.