Morgunblaðið - 01.02.2018, Síða 66

Morgunblaðið - 01.02.2018, Síða 66
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is „Tónlist hefur verið stór hluti af mér allt mitt líf. Mamma mín er tón- listarkona og kennari. Ég ólst eigin- lega bara upp við að vera grúppían hennar,“ segir Tara Mobee þegar hún er spurð út í hver sé hennar bak- grunnur í tónlist. Tara gaf sitt fyrsta lag út í fyrra og hún lýsir tónlistarstílnum sínum sem „píkupoppi“. „Ég sem öll lög og texta sjálf en svo er ég að vinna með Eyþóri Úlfari sem stýrir upptökum,“ segir Tara, sem semur lögin sín yfir- leitt á píanó eða úkúlele. Hún segir innblásturinn í lagasmíðunum koma úr daglegu lífi og að hún sé stöðugt með hugann við tónlistina. „Þetta er auðveldara en ég hélt en samt eigin- lega erfiðara,“ segir Tara, spurð um hvernig það gangi að koma sér á framfæri í tónlistarbransanum hér heima. Þriðja lag Töru var að koma út á dögunum og heitir Sometimes. Hægt er að fylgjast með henni á Facebook og Instagram en ef menn vilja hlusta á tónlistina hennar er hægt að finna hana á Spotify. Fjölhæf Tara semur lögin sín sjálf og þá yfirleitt á píanó eða úkúlele. „Ég vil meina að þetta sé svona píkupopp“ Hin 19 ára gamla Tara Sóley eða Tara Mobee eins og hún kall- ar sig er að feta sín fyrstu spor í tónlistarbransanum. Fyrsta lagið hennar kom út í fyrra en hún hefur nú sent frá sér þrjú lög. Hún hefur einnig staðið í myndbandagerð við lögin sín ásamt því að vinna sjálf að því að koma sér á framfæri. Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is Gestir Sonar munu ekki verða þeir einu sem fá að njóta Svölu á næst- unni en hún kemur heim í byrjun mars og mun dvelja hér í nokkrar vikur. „Ég er að fara að vera alveg fjórar vikur á Íslandi. Ég er að fara að syngja á lokakvöldi Söngva- keppninnar, taka þátt í nokkrum tónleikum og taka líklegast upp nýtt myndband fyrir Blissful,“ segir Svala sem segir að 2018 leggist vel í sig. „Það eru mörg spennandi sam- starfsverkefni framundan sem ég ætla að gera undir mínu nafni ásamt fullt af tónlistarmönnum heima,“ segir Svala en er þögul sem gröfin þegar hún er spurð frekar út í þessi verkefni. Nýja lagið þeirra í Blissful heitir „Find a way“ og hægt er að sjá myndbandið við það á Youtube. Einnig er hægt að fylgjast með því hvað þau skötuhjúin eru að gera á facebook.com/blissfulcreative. Verður heima í mars Svala Björgvinsdóttir sendi frá sér nýtt lag ásamt eiginmanni sínum, Agli Einarssyni, undir nafninu Blissful á dögunum. Hafa þau verið að vinna tónlist undir þessu nafni undanfarin tvö ár og munu þau koma fram í fyrsta skipti opinberlega á tónlistarhátíðini Sonar í mars. Kom- andi ár verður spennandi að sögn Svölu sem er einnig að vinna að nýju efni undir sínu nafni. Nýtt efni Svala mun gefa út nýtt efni und- ir eigin nafni á árinu. Blissful Svala er óþekkjanleg í nýju myndbandi, Blissful.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.