Morgunblaðið - 01.02.2018, Page 55
55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018
Ein stærsta og mikilvægasta ráð-
stefna matreiðslugeirans á Spáni,
Madrid Fusión, fór fram dagana
22.-24. janúar í höfuðborg landsins.
Íslenskur þorskur var þar á boð-
stólum fyrir tilstilli framtaksins
Bacalao de Islandia, sem ætlað er
að markaðssetja saltaðar íslenskar
þorskafurðir í Suður-Evrópu.
Var framtakinu tileinkaður bás á
sýningarsvæðinu, þar sem gestum
var á hverjum degi boðið að smakka
þorsk. Einnig voru í boði sérstakar
móttökur fyrir blaðamenn og leikir
á samfélagsmiðlum, auk þess sem
ýmsu markaðsefni var dreift.
Gestir á sýningunni, sem jafnan
eru að stórum hluta kokkar, voru
ánægðir að geta fengið að bragða á
dýrindisréttum úr íslenska fisk-
inum, að því er fram kemur á vef
Íslandsstofu.
Að baki framtakinu standa fjöl-
mörg íslensk sjávarútvegsfyrirtæki;
Bacco Seaproducts, Díno, Drangur,
Eimskip, Fiskkaup, GPG, Golden
Seafood, Iceland Seafood, Icelandic
Iberica, Ísfélag Vestmannaeyja, KG
fiskverkun, Oddi, Rammi, Sam-
hentir, Skinney Þinganes, Valafell,
Vísir hf., VSV, Þorbjörn og Þórs-
nes.
Þröng á þingi Margir gestir vildu gjarnan fá að smakka íslenska þorskinn.
Íslenskum þorski
vel tekið á Spáni
ICQC 2018-20
Loftpressur - stórar sem smáar
Hafrannsóknastofnun hefur lokið
mælingum á loðnustofninum. Rann-
sóknaskipin Árni Friðriksson og
Bjarni Sæmundsson voru bæði á leið
suðvestur með austanverðu landinu
síðdegis í gær en auk þeirra tók Pol-
ar Amaroq þátt í leitinni.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri
uppjávarsviðs Hafrannsóknastofn-
unar, segir að leiðangursstjórarnir á
Árna Friðrikssyni og Polar Amaroq
hafi komið með flugi til Reykjavíkur
í morgun og nú sé reiknað af krafti,
auk þess sem kvarða þurfi fiskileit-
artækin um borð í skipunum, þar
sem næmni hvers tækis er mæld.
Ekki megi reikna með niðurstöðum
reikninganna í dag.
„Það er albjartsýnasta matið að
niðurstöðurnar fáist á föstudag,“
segir Þorsteinn í samtali við 200 míl-
ur. Bætir hann við að náist það ekki,
verði áfram að því unnið um helgina.
Þrýstingur sé frá útgerðinni um
skjótar niðurstöður og öll áhersla
lögð á að útreikningarnir gangi hratt
fyrir sig.
Á grundvelli niðurstaðnanna verð-
ur tekin ákvörðun um hvort bætt
verði við aflaheimildir í loðnu. Þess
bíða margir með óþreyju, enda mikl-
ir hagsmunir í húfi. sh@mbl.is
Ljósmynd/Þorbjörn Víglundsson
Á loðnuveiðum Vænta má niðurstaðanna í fyrsta lagi á föstudag.
Vinna úr niðurstöð-
um loðnumælinga
Fiskverkafólk og sjómenn bíða víða með óþreyju eftir
niðurstöðum loðnumælinga Hafrannsóknastofnunar.
Leitarleiðangri er lokið og nú hefjast útreikningarnir.
Því var fagnað síðdegis í gær þegar hið nýsmíðaða
skip, Óli á Stað GK-99, kom í fyrsta sinn til heimahafn-
ar í Grindavík. Báturinn er með krókaaflamark og er í
eigu Stakkavíkur, sem lét smíða hann á síðasta ári í
skipasmíðastöðinni Seigi. Skráð lengd hans er 13,17
metrar og er hann tæp 30 brúttótonn.
„Þetta er stór og öflugur bátur með mikla burðar-
getu,“ segir Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri
Stakkavíkur, og bætir við að um sé að ræða gott sjó-
skip.
„Þetta er alvöru skip sem getur komið með gæða
hráefni að landi.“
Ljósmyndir/Víkurfréttir/Hilmar Bragi
Grindavík Máninn faldi sig að hálfu bak við fjallið þegar Óli á Stað kom til hafnar, en í baksýn má einnig sjá fisk-
vinnslu Stakkavíkur. Hermann segir bátinn stóran og öflugan, en hann er nefndur í höfuðið á föður hans.
Siglt heim til hafnar í fyrsta sinn
Heimahöfn Óli á Stað var smíðaður í skipasmiðastöð Seigs á síðasta ári og mun veiða í krókaaflamarkskerfinu. Nú
er hann kominn heim, sagði Hermann framkvæmdastjóri þegar slegið var á þráðinn til hans síðdegis í gær.