Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Ein stærsta og mikilvægasta ráð- stefna matreiðslugeirans á Spáni, Madrid Fusión, fór fram dagana 22.-24. janúar í höfuðborg landsins. Íslenskur þorskur var þar á boð- stólum fyrir tilstilli framtaksins Bacalao de Islandia, sem ætlað er að markaðssetja saltaðar íslenskar þorskafurðir í Suður-Evrópu. Var framtakinu tileinkaður bás á sýningarsvæðinu, þar sem gestum var á hverjum degi boðið að smakka þorsk. Einnig voru í boði sérstakar móttökur fyrir blaðamenn og leikir á samfélagsmiðlum, auk þess sem ýmsu markaðsefni var dreift. Gestir á sýningunni, sem jafnan eru að stórum hluta kokkar, voru ánægðir að geta fengið að bragða á dýrindisréttum úr íslenska fisk- inum, að því er fram kemur á vef Íslandsstofu. Að baki framtakinu standa fjöl- mörg íslensk sjávarútvegsfyrirtæki; Bacco Seaproducts, Díno, Drangur, Eimskip, Fiskkaup, GPG, Golden Seafood, Iceland Seafood, Icelandic Iberica, Ísfélag Vestmannaeyja, KG fiskverkun, Oddi, Rammi, Sam- hentir, Skinney Þinganes, Valafell, Vísir hf., VSV, Þorbjörn og Þórs- nes. Þröng á þingi Margir gestir vildu gjarnan fá að smakka íslenska þorskinn. Íslenskum þorski vel tekið á Spáni ICQC 2018-20 Loftpressur - stórar sem smáar Hafrannsóknastofnun hefur lokið mælingum á loðnustofninum. Rann- sóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson voru bæði á leið suðvestur með austanverðu landinu síðdegis í gær en auk þeirra tók Pol- ar Amaroq þátt í leitinni. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppjávarsviðs Hafrannsóknastofn- unar, segir að leiðangursstjórarnir á Árna Friðrikssyni og Polar Amaroq hafi komið með flugi til Reykjavíkur í morgun og nú sé reiknað af krafti, auk þess sem kvarða þurfi fiskileit- artækin um borð í skipunum, þar sem næmni hvers tækis er mæld. Ekki megi reikna með niðurstöðum reikninganna í dag. „Það er albjartsýnasta matið að niðurstöðurnar fáist á föstudag,“ segir Þorsteinn í samtali við 200 míl- ur. Bætir hann við að náist það ekki, verði áfram að því unnið um helgina. Þrýstingur sé frá útgerðinni um skjótar niðurstöður og öll áhersla lögð á að útreikningarnir gangi hratt fyrir sig. Á grundvelli niðurstaðnanna verð- ur tekin ákvörðun um hvort bætt verði við aflaheimildir í loðnu. Þess bíða margir með óþreyju, enda mikl- ir hagsmunir í húfi. sh@mbl.is Ljósmynd/Þorbjörn Víglundsson Á loðnuveiðum Vænta má niðurstaðanna í fyrsta lagi á föstudag. Vinna úr niðurstöð- um loðnumælinga Fiskverkafólk og sjómenn bíða víða með óþreyju eftir niðurstöðum loðnumælinga Hafrannsóknastofnunar. Leitarleiðangri er lokið og nú hefjast útreikningarnir. Því var fagnað síðdegis í gær þegar hið nýsmíðaða skip, Óli á Stað GK-99, kom í fyrsta sinn til heimahafn- ar í Grindavík. Báturinn er með krókaaflamark og er í eigu Stakkavíkur, sem lét smíða hann á síðasta ári í skipasmíðastöðinni Seigi. Skráð lengd hans er 13,17 metrar og er hann tæp 30 brúttótonn. „Þetta er stór og öflugur bátur með mikla burðar- getu,“ segir Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur, og bætir við að um sé að ræða gott sjó- skip. „Þetta er alvöru skip sem getur komið með gæða hráefni að landi.“ Ljósmyndir/Víkurfréttir/Hilmar Bragi Grindavík Máninn faldi sig að hálfu bak við fjallið þegar Óli á Stað kom til hafnar, en í baksýn má einnig sjá fisk- vinnslu Stakkavíkur. Hermann segir bátinn stóran og öflugan, en hann er nefndur í höfuðið á föður hans. Siglt heim til hafnar í fyrsta sinn Heimahöfn Óli á Stað var smíðaður í skipasmiðastöð Seigs á síðasta ári og mun veiða í krókaaflamarkskerfinu. Nú er hann kominn heim, sagði Hermann framkvæmdastjóri þegar slegið var á þráðinn til hans síðdegis í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.