Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 36

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 36
SVIÐSLJÓS Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Í byrjun janúar á þessu ári bættust rúmlega 100 þátttakendur við heilsu- eflingarverkefnið „Fjölþætt heilsu- rækt í Reykjanesbæ – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa 65+“ undir stjórn dr. Janusar Guðlaugssonar og Ingva Guðmundssonar, íþrótta- og heilsufræðings. Verkefnið hófst í maí 2017 þar sem rúmlega 120 eldri íbúar hófu þátttöku. Mælingar sem þá voru gerðar gáfu til kynna að dagleg hreyfing væri of lítil, líkamsþyngdar- stuðull of hár sem og mittis- og mjaðmamálshlutfall. Þá voru niður- stöður úr mælingum á efna- skiptavillu áhyggjuefni, en efna- skiptavilla lýsir ákveðnu líkamsástandi þar sem áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum eykst nær áttfalt greinist einstaklingur í þessu ástandi. Einnig ýtir ástandið undir sykursýki 2. Nýlegar mælingar að lokinni sex mánaða þjálfun sýna hins vegar frá- bæran árangur meðal þátttakenda. Alls 14 þátttakendur af 34 eru nú lausir við áhættu efnaskiptavillu vegna breytts lífsstíls og æfinga. Þeir sem enn eru innan áhættumarka hafa færst til betri vegar. Þá hefur blóðþrýstingur þátttakenda lækkað og árangurinn sambærilegur eða betri en fólk á þessum aldri nær með inntökutöku blóðþrýstingslyfja. Vöðvaþol og liðleiki þátttakenda hef- ur aukist, hvíldarpúls og líkams- þyngdarstuðull lækkað. Þá hafa blóð- gildi eins og blóðsykur og góða kólesterólið færst til betri vegar. Blaðamaður náði tali af Janusi og nokkrum þátttakendum sem voru við æfingar í Reykjaneshöll og Massa. Stemma stigu við öldrun Reykjanesbær er fyrsta sveitarfé- lagið sem gengur til samstarfs við Janus heilsueflingu um heilsurækt eldri íbúa. Hafnarfjarðarbær er í startholunum og fleiri sveitarfélög hafa sýnt verkefninu áhuga. Hús- fyllir var í félagsaðstöðu eldri borg- ara í Hafnarfirði þegar verkefnið var kynnt á dögunum og um 300 eldri borgarar mættu til að kynnast upp- byggingu þess. Fyrirmynd verkefnisins er sótt í doktorsverkefni Janusar sem þýtt hefur verið á íslensku sem „Fjölþætt heilsurækt – Leið að farsælum efri árum“. Janus segir markmið verk- efnisins hafa verið að sýna fram á að með fjölþættri heilsurækt og fræðslu um næringu og tengda heilsufars- þætti mætti færa ýmsar heilsufars- breytur til betri vegar þrátt fyrir há- an aldur þátttakanda. „Markmiðið er jafnframt að stemma stigu við ýmsum öldrunar- einkennum með markvissri þjálfun þannig að hreyfifærnin og afkasta- geta verði betri, að blóðþrýstingur lækki og að ýmsar breytur tengdar áhættuþáttum hjarta- og æðasjúk- dóma geti færst til betri vegar. Markmiðið er ekki síður að létta á álagi á heilbrigðiskerfinu til lengri tíma. Þetta allt hefur gengið eftir og hefur árangurinn í Reykjanesbæ verið frábær,“ segir Janus. Hann segir þátttökuna í upphafi hafa verið framar vonum, húsfyllir hafi verið á kynningarfundi áður en verkefnið hófst. Sú góða raun sem verkefnið hefur gefið hafi orðið til þess að bæjarráð Reykjanesbæjar hafi ákveðið að styrkja verkefnið áfram, auk þess sem verkefnið fékk myndarlegan styrk frá Sóknar- áætlun Suðurnesja. Þá hefur sam- vinna við Heilbrigðisstofnun Suður- nesja verið einstök, að sögn Janusar, og einnig við stjórnendur Reykjanes- bæjar. Aftur bættust rúmlega 100 þátttakendur við í upphafi árs. „Þetta eru því ánægjulegar fréttir en það er skoðun okkar að þessi for- varnarleið geti meðal annars seinkað innlögnum inn á dvalar- og hjúkr- unarheimili. Að seinka einum eldri borgara um eitt ár jafngildir því að geta unnið með um 80-100 eldri borgara í forvarnarleiðinni. Að seinka 100 eldri einstaklingum á landinu um eitt ár jafngildir ávinn- ingi um 1,3 milljarða króna. Hér er ný nálgun á sviði heilsu og velferð- armála sem þarf að taka alvarlega og veita athygli; hún er öllum til tekna, bæði þeim sem stjórna ríki og sveit- arfélögum og ekki síst þeim sem tek- ur þátt. En heilsan er auðvitað alltaf á ábyrgð þátttakenda og skilyrði fyr- ir þátttöku er að þeir geti bjargað sér sjálfir til æfinga.“ Gefur sér meiri tíma til æfinga Það er einkum tvennt sem hefur gefið þann góða árangur sem hefur náðst í átt að bættri heilsu og betri líðan, segir Janus. Það er annars veg- ar dagleg hreyfing sem hefur aukist úr tæplega 12 mínútum á dag í rúmar 25 mínútur og hins vegar eru þátt- takendur farnir að stunda reglulega styrktarþjálfun tvisvar í viku, sem nær enginn gerði áður. „Þessar tvær breytur ásamt fræðsluerindum leggja grunninn að þeirri bætingu sem niðurstöður seinni mælinga í nóvember sýndu. En burtséð frá öllum jákvæðu töl- unum og mælingarniðurstöðum sem við sjáum þá er það ekki síður gleðin sem ríkir í andlitum fólksins sem ber að meta,“ segir Janus að endingu. Lífið verður allt annað og betra  Yfir 200 íbúar 65 ára og eldri stunda nú heilsurækt í Reykjanesbæ undir stjórn dr. Janusar Guðlaugssonar Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Heilsuefling Janus Guðlaugsson, í bláu peysunni, fer yfir prógrammið með hópi þátttakenda í Reykjaneshöll. 36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Blaðamaður náði tali af tveimur þátttakendum í heilsueflingarverk- efni. Þeim fannst þetta spennandi og tóku jafnframt fram að fram- takið hjá bæjaryfirvöldum og Ja- nusi væri flott. Öllum fannst gott að fá þessa hvatningu til að halda áfram reglubundinni hreyfingu. Margir hefðu gefið meðmæli með verkefninu auk þess sem látið væri vel að því. Það var ekki síst sú staðreynd að einn þátttakenda, sem hefur verið með frá byrjun, hafi gefið göngugrindina sína fyrir jól. Þurfti ekki lengur á henni að halda. Sá þátttakandi er Svavar Tjörfason, sem blaðamaður hitti við æfingar í Massa. Líkist Christopher Plummer Svavar var farinn að missa mátt og studdist við göngugrind. Hann var að ganga í Reykjaneshöll þeg- ar hann sá verkefnið auglýst og ákvað að taka þátt. „Ég lagði grindinni eftir sex vikur og er allt- af að styrkjast meira og meira. Ég er að verða 100%.“ Svavar hafði alltaf gengið sér til heilsubótar en ekki verið að lyfta lóðum. Styrktaræfingar gerðu hins vegar gæfumuninn fyrir hann. „Ég hef líka komið vel út úr öll- um mælingum og ég er bara í toppformi. Tek heldur engin lyf lengur og steinhætti að drekka, það var vandamál hjá mér,“ segir Svavar sem játar fyrir blaðamanni að hafa eignast nýtt líf. „Ég er allur öruggari með mig og orðinn svolítið montinn. Lít ég ekki vel út?“ Jú, blaðamanni finnst honum svipa til Hollywood-leikarans Christophers Plummer og það er ekki leiðum að líkjast! „Ég er bara allur miklu glaðari og hressari og tala meira við fólk en ég gerði áður,“ segir hann. Ragnheiður Skúladóttir var einnig við æfingar í Massa þegar blaðamann bar að garði, en hún hefur einnig verið með frá upp- hafi. Hún segist hafa verið í leik- fimi á Nesvöllum þegar hún frétti af verkefninu og hafi ákveðið að taka þátt, þótt hún væri dugleg að hreyfa sig. „Ég hafði hins vegar ekki stund- að styrktarþjálfun, aldrei áður komið inn í svona tækjasal. Þetta verkefni hefur orðið til þess að koma mörgum af stað, ekki bara mér, ég veit það. Og maður sér að margir þeir sem voru farnir að bogna standa nú teinréttir. Mér finnst þetta alveg frábært fram- tak.“ Ragnheiður segist ekki bara finna mikinn mun á sér, heldur sé þátttaka í verkefninu svo skemmtileg. „Hér hittir maður fólk. Þó það hafi ekki verið vanda- mál hjá mér þá sé ég að þar hefur orðið breyting á hjá mörgum sem hér eru að taka þátt. Þetta hefur því ekki síður áhrif á andlega líðan en þá líkamlegu.“ Lagði göngugrind- inni eftir sex vikur Allur annar Svavar Tjörfason lyftir lóðum, mun hressari en fyrir sex vikum. Hreyfing Ragnheiður Skúladóttir hefur verið með frá upphafi. Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.