Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 80
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þetta er nokkur þolfimi, því er ekki
að neita! Það er ágætt að losa sig við
aukakílóin eftir jólin með þessu,“ seg-
ir Karl Ágúst Úlfsson, leikari og leik-
skáld, þegar hann er truflaður á æf-
ingu í Gaflaraleikhúsinu. Þar verður
frumsýndur á sunnudaginn kemur
nýr fjölskyldusöngleikur eftir Karl
Ágúst, Í skugga Sveins, og ástæðan
fyrir því að hann er móður þegar
hann gefur sér tíma til að tala við
blaðamann er að sjálfur fer hann með
sex hlutverk í sýningunni. Leikur og
syngur.
Í skugga Sveins byggist á hinu
kunna leikriti Skugga-Sveini eftir
séra Matthías Jochumsson frá árinu
1861, en það er eitt elsta, ástsælasta
og vinsælasta leikverk sem samið
hefur verið á íslensku. Í skugga
Sveins er sagður fyndinn og spenn-
andi söngleikur, fullur af sprelli og
kostulegum persónum - fjörugt og
nútímalegt verk sem byggist á
rótgróinni hefð.
Þrjú með mörg hlutverk
Auk Karls Ágústs, sem þjóðin
þekkir úr Spaugstofunni og mörgum
leiksýningum á sviði, leika í sýning-
unni Kristjana Skúladóttir leik- og
söngkona, sem til að mynda hefur
leikið í söngleikjunum Carmen, Ka-
barett, Gretti, Superstar og Gosa, og
Eyvindur Karlsson sem semur og
flytur tónlistina í verkinu og leikur
jafnframt í því.
Leikstjóri sýningarinnar er
Ágústa Skúladóttir en hún hefur leik-
stýrt fjölda vinsælla leikverka, til að
mynda Ævintýrum Múnkhásens í
Gaflaraleikhúsinu, Línu Langsokk í
Borgarleikhúsinu, Umhverfis jörðina
á 80 dögum í Þjóðleikhúsinu, Töfra-
flautu Mozarts í Íslensku óperunni og
nú síðast Kvenfólki með Hundi í
óskilum hjá Leikfélagi Akureyrar.
Leikmynd og búningar eru eftir Guð-
rúnu Öyahals, grímur og leikgervi
gerir Vala Halldórsdóttir, en lýsingu
annast Skúli Rúnar Hilmarsson.
Íslenskt ævintýri
„Ég byggi verkið á Skugga-Sveini
og það eru nokkrar ástæður fyrir
því,“ segir Karl Ágúst. „Ein er sú að
þegar ég leit um öxl fyrir ekki all-
löngu síðan, þegar ég átti stórafmæli,
þá áttaði ég mig á því að ég hafði leik-
ið oftar í einu leikriti en öðrum og það
er Skugga-Sveinn. Það er ekki sjálf-
gefið að íslenskir leikarar hafi leikið
einu sinni í þessu verki, og hvað þá
oftar, þar sem það er ekki sett oft upp
núorðið.
Ég hef leikið Ástu í Dal, Harald og
Helga stúdent í ólíkum uppfærslum –
og komið að einni sýningu að auki –
og ætli það sé ekki nokkuð vel af sér
vikið. En ég hef aldrei leikið Ketil
skræk…
Ég upplifi lífið alltaf sem nokkra
hringi og mig fór að langa til að loka
þessum með Skugga-Sveini. Mér
þykir vænt um þetta verk. Árið 1984
var það sett upp í Þjóðleikhúsinu, ári
áður en Spaugstofan var stofnuð en
við stóðum allir Spaugstofumennirnir
fimm saman á sviðinu í þeirri sýn-
ingu. Það voru ákveðin tímamót í
þeirri sögu.
Svo er enn eitt sem skiptir máli og
það er að við megum ekki glata þeirri
klassík sem við eigum, þetta er ís-
lenskt ævintýri og það er heilmikið
merkilegt í því; dramatískir atburðir,
ást, örlög og stórar spurningar um
réttlæti og sannleika. Og einstakling-
urinn andspænis kerfinu.“
Ýtir undir það hlægilega
Karl Ágúst tekur hið gamla og
klassíska verk um Skugga-Svein sín-
um tökum í þessari sýningu.
„Ég nota söguna eins og séra
Matthías gerir, með svolitlum útúr-
dúrum þó,“ segir hann. „Ég leyfi mér
svolítið að breyta atburðum og at-
burðarás. Ég leyfi mér líka að sýna
fleiri en eina hlið á sumum persónum
og þar kemur upp sú mikilvæga
spurning þegar fjallað er um ill-
menni: eru menn vondir út í gegn eða
eru mannlegir þættir í þeim líka? Og
er ekki einhver ástæða fyrir því að
samfélagið lítur á þá sem vonda
menn?
Ég velti spurningum sem þessum
fyrir mér, án þess að gera þetta allt of
alvöruþrungið.
Því þetta er skemmtileikur, þetta
er fyndið verk. Ég tíni líka til þá
þætti sem Matthíasi þóttu fyndnir á
sínum tíma og reyni að ýta undir það
hlægilega í sömu þáttum en á annan
hátt en hann gerði.“
Og svo er það tónlistin.
„Já, það er mikil tónlist í sýning-
unni, ellefu söngnúmer,“ segir Karl
Ágúst. „Eyvindur Karlsson sonur
minn semur tónlistina og leikur jafn-
framt Skugga-Svein í sýningunni. Öll
tónlistin er lifandi á sviðinu, það er
ekkert hljóðritað. Þetta er stórt batt-
erí – þó að það sé ekki fjölmennt.“
Eins og útspýtt hundskinn
Og leikskáldið leikur á fullu í sýn-
ingunni.
„Já, ég hef gert þetta nokkrum
sinnum, leikið í mínum eigin verkum
og það er ekki leiðinlegt. Við Krist-
jana Skúladóttir skiptum á milli okk-
ur öllum persónum öðrum en
Skugga-Sveini. Við leikum því ein sex
hlutverk hvort. Þetta er söngleikur
fyrir þrjá leikara og þar af eru tveir
eins og útspýtt hundskinn, leika allar
persónur sem ekki heita Skugga-
Sveinn.“
Karl Ágúst bætir við að Í skugga
Sveins sé rakin sýning fyrir fjöl-
skyldur, fyrir börn frá um sjö ára
aldri og uppúr. „Og þetta er alls ekki
síðri sýning fyrir fullorðna og það er
aldeilis rakið fyrir foreldra, afa og
ömmur að fylgja börnunum í leik-
húsið. Eitt það hollasta sem fjöl-
skyldan gerir er að hlæja saman,“
segir hann að lokum.
Sýningar á verkinu verða í Gafl-
araleikhúsinu á sunnudögum, eins
lengi og aðsókn gefur tilefni til.
„Ást, örlög og stórar spurningar“
Fjölskyldusöngleikurinn Í skugga Sveins frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu á sunnudag
„Eitt það hollasta sem fjölskyldan gerir er að hlæja saman,“ segir höfundurinn Karl Ágúst Úlfsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skemmtileikur Leikararnir og leikstjórinn á sviði Gaflaraleikhússins. Eyvindur Karlsson, sem einnig semur tónlistina, Kristjana Skúladóttir og höfundur-
inn Karl Ágúst Úlfsson, með Ágústu Skúladóttur leikstjóra Í skugga Sveins. „Þetta er stórt batterí – þó að það sé ekki fjölmennt,“ segri Karl Ágúst.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Söngkonan, fiðluleikarinn og laga-
smiðurinn Greta Salóme Stefáns-
dóttir er meðal lagahöfunda í undan-
keppni Eurovision í Bretlandi sem
breska ríkisútvarpið, BBC, hefur veg
og vanda af. Greta er einn þriggja
höfunda lagsins „Crazy“ sem söng-
konan Rachel Clarke, sem kallar sig
Raya, mun flytja 7. febrúar næst-
komandi í Brighton Dome, sama húsi
og Eurovision-keppnin var haldin í
árið 1974 þegar ABBA sigraði eft-
irminnilega í Brighton með laginu
„Waterloo“. Hinir höfundar lagsins
eru Emil Rosendal Lei frá Dan-
mörku og Samir Salah Elshafie sem
er frá Bretlandi.
BBC hafði samband
Greta hefur í tvígang keppt í
Eurovision fyrir Íslands hönd en
hvernig skyldi standa á því að hún er
gengin til liðs við Breta? „Það er
mjög einföld ástæða fyrir því, það er
vegna þess að BBC bauð 20 lagahöf-
undum að koma og semja fyrir þessa
keppni. Þeir handvöldu einhverja 20
lagahöfunda hvaðanæva úr heim-
inum og ég var ein af þeim,“ svarar
Greta. Lagahöfundunum hafi verið
skipt í hópa sem skiluðu svo af sér
fjölda laga, um 30 lögum að sögn
Gretu. Úr þeim voru svo tvö valin í
undankeppnina og var lag Gretu og
félaga annað þeirra.
Greta segist ekki hafa þekkt hina
lagahöfundana áður en að vinnubúð-
unum kom. „Þetta eru tveir æðislegir
strákar sem ég hef verið að vinna að-
eins með eftir þetta. Þetta lag varð
bara til og við fengum þema sem við
þurftum að vinna með á hverjum
degi. Í þessu lagi var það svona stuð-
dansþema, þetta lag varð til upp úr
því,“ segir Greta og að það sé mikill
heiður að hafa orðið fyrir valinu hjá
BBC og komast í undankeppnina.
Veitir góð ráð
Hvað fyrirkomulagið varðar eftir
að lagið hefur verið samið segir
Greta að það sé ólíkt því sem er hér
heima. Höfundar í bresku keppninni
ráði ekki hverjir flytji lagið eða
hvernig atriðið sé sviðsett í undan-
keppninni. BBC taki við eftir að lögin
hafi verið valin en lagahöfundar megi
Jafnháar Greta Salóme og söngkonan Raya á góðri stund. Greta segir þær
ná vel saman enda séu þær nákvæmlega jafnháar – eða -lágar – í loftinu.
„Rosalega skemmti-
leg viðurkenning“
Lag eftir Gretu Salóme og tvo aðra höfunda verður í
undankeppni Breta í Eurovision Raya syngur lagið