Morgunblaðið - 01.02.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 01.02.2018, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 FAI varahlutir Ódýrari kostur í varahlutum! stýrishlutir hafa verið leiðandi í yfir 10 ár. Framleiddir undir ströngu eftirliti til samræmis við OE gæði. Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Ég man eftir Ríkarði Jónssyni frá Grundarstíg í Reykjavík, en þar bjó hann rétt á móti Verzlunarskól- anum, sem ég sótti nám í. En skóla- strákurinn þorði aldrei að ávarpa listamanninn fræga,“ segir Har- aldur Sigurðsson jarðfræðingur. Faðir hans Sigurður Steinþórsson, síðar kaupfélagsstjóri í Stykkis- hólmi, var aftur á móti vel kunn- ugur Ríkarði frá því að hann kenndi honum teikningu í Samvinnuskól- anum veturinn 1919 til 1920. Sig- urður eignaðist teiknibók sem Rík- arður dró myndir í þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn í upphafi síðustu aldar. Eru teikningarnar merktar árunum 1910 og 1911. „Ég fann teiknibókina nýlega í gömlu dóti, sem er nú vörslu Eld- fjallasafnsins í Stykkishólmi,“ segir Haraldur, sem hefur ákveðið að bjóða bókina til sölu. „Ríkarður hef- ur mikið sótt söfn í borginni á námsárunum og eru sumar teikn- inganna af safngripum sem hann hefur hrifist af. Aðrar myndir hafa sterk íslensk mótív, og einnig eru þarna blómamyndir og annað skraut sem hann hefur sennilega hugsað sem formyndir fyrir tré- skurð sem var sérfag hans,“ segir Haraldur. Haraldur, sem verður 79 ára gamall í vor, er einn af kunnustu vísindamönnum Íslendinga á sviði eldfjallafræða. Hann er doktor í jarðfræði og varði stærstum hluta starfsævinnar sem prófessor í þeirri grein við Háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum. Liggja eftir hann mörg stórvirki í fræðunum, bækur og ritgerðir. Þegar hann komst á eftirlaun fyrir nokkrum árum flutti hann heim og settist að á æsku- stöðvunum í Stykkishólmi þar sem hann setti á stofn eldfjallasafn sem opnað var vorið 2009. Safnið er ein- stætt í veröldinni því það sýnir fyrst og fremst listaverk víða að úr heim- inum sem Haraldur hefur safnað og tengjast eldgosum og eldvirkni. Haraldur er þó ekki sestur í helgan stein, hann heldur úti vinsælu bloggi um jarðfræði og fleiri áhuga- mál sín á vef Morgunblaðsins (vulkan.blog.is) og í fyrrasumar sendi frá sér stóra bók um Snæ- fellsjökul, jarðsögu, listasögu og mannkynssögu þessa merka eld- fjalls og svæðisins umhverfis. Óvenjulegir hæfileikar Ríkarður Jónsson fæddist í Tungu í Fáskrúðsfirði 1888 og ólst upp frá unga aldri á Strýtu við Hamarsfjörð í sex systkina hópi. Einn bræðra hans var Finnur, hinn víðkunni listmálari, brautryðjandi í abstraktlist. Snemma komu í ljós óvenjulegir listrænir hæfileikar hans og var ákveðið að koma honum til náms hjá Stefáni Eiríkssyni tré- skurðarmeistara í Reykjavík. Rík- arður kom suður vorið 1905 þegar hann var 17 ára. Með sér hafði hann allmikið safn steinsmíða og út- skurðar sem hann hafði gert fyrir fermingaraldur. Þá var verið að leita eftir íslenskum munum á hina svokölluðu Nýlendusýningu í Kaup- mannahöfn og Ríkarð vantaði fé sér til uppihalds. Fyrir forgöngu Stef- áns bauð hann munina íslensku sýn- ingarnefndinni sem frú Þórunn Jónassen landlæknisfrú stýrði. Var hann boðaður á fund hennar á land- læknisheimilinu í Lækjargötu. Um þetta skrifaði Ríkarður löngu seinna: „Stefán meistari minn bar með mér steintöskuna, kynnti mig fyrir frú Jónassen í ganginum og af- henti bæði mig og grjótið. Hún bauð mér strax inn í stóra stofu sem mér virtist bókstaflega sneisafull af glæsilegasta kvenfólki á jörðu. Allt var það í íslenskum búningi og for- gyllt frá hvirfli til ilja, og svo mikil- úðlegt að mér lá við aðsvifi af undr- un og skelfingu. Þetta leið þó furðu fljótt frá því að þessar glæsilegu kvinnur voru hver annarri alúðlegri við snáðann.“ Af öllum þeim ara- grúa muna sem Ríkarður tók upp úr tösku sinni voru honum minn- isstæðastir ljón og fálki, og síðast en ekki síst heilt manntafl (32 tafl- menn). Að stundu liðinni kallaði frú Jónassen nokkrar af konunum á fund í öðru herbergi. Þeim fundi lauk á þann veg að þær keyptu alla smíðisgripina á því verði sem Stefán Eiríksson hafði verðlagt þá. Flestir munanna fóru á sýninguna í Kaup- mannahöfn og voru seldir þar. Sveinsstykki Ríkarðs hjá Stefáni Eiríkssyni 1908 var spegilumgjörð úr mahóní og ber útskurðurinn keim af nýbarokkstíl 19. aldar. Spegillinn er meðal þekktustu verka hans og er nú eign Þjóð- minjasafnsins. Eftir dvölina hjá Stefáni hélt hann til náms í Kaup- mannahöfn, var fyrst í Det Tekn- iske Selskabs Skole og á verkstæði Einars Jónssonar myndhöggvara sem hafði mikil áhrif á hann, en hóf svo nám við Konunglega listahá- skólann þar sem hann lauk prófi 1914. Heim kominn settist Ríkarður að í Reykjavík og átti þar lengst af heimili síðan. Fljótlega eftir heim- komuna var hann orðinn virkur þátttakandi í menningarlífi bæj- arins og gerði sér far um að upplýsa almenning um gildi lista. Meðal annars stofnaði hann teikniskóla sem starfaði á kvöldin og hélt nám- skeið í tréskurði. Ríkarður var einn aðalhvatamaður þess að stofnað var Listvinafélag Íslands árið 1916, en félagið stóð fyrir sýningum og fræðslu um myndlist. Eftir að Ríkarður lést árið 1977 fékk vinnustofa hans á Grundarstíg lengi að standa óhreyfð, en árið 1994 ákváðu erfingjar hans að ánafna Djúpavogshreppi öll lista- verk og áhöld sem þar voru. Á vef Djúpavogshrepps er margvíslegan fróðleik um Ríkarð að finna sem hér er stuðst við ásamt öðrum heim- ildum. Vandað handverk Þekktastur er Ríkarður fyrir brjóstmyndir sínar og lágmyndir af samtíðarmönnum, og útskurðar- muni, en meðal þeirra eru skírnar- fontar og predikunarstólar í mörg- um kirkjum landsins. Ýmsir munir frá hans hendi eru í eigu opinberra aðila hér á landi og erlendis, af þeim má nefna hurð fyrir dyrum Arnar- hvols í Reykjavík og fundahamar Sameinuðu þjóðanna. Fjöldann all- an af útskornum gripum til tæki- færisgjafa gerði Ríkarður eftir pöntunum enda voru verk hans eftirsótt þegar vanda átti til gjafa og munu þeir gripir vera vel varð- veittir hjá almenningi víða um land. Ríkarður fyllti þann flokk manna sem vildu skapa íslenskan stíl í list- um og híbýlamennt, að nokkru leyti byggða á gamalli arfleifð. Hefur verið sagt að í verkum hans megi finna eftirsjá eftir gömlum tíma og horfnum lífsgildum. Skoðunum sín- um samkvæmt lagði Ríkarður áherslu á sem eðlilegast útlit fyrir- mynda sinna, hvort sem um var að ræða mannamyndir eða tréskurðar- mótíf, og þótti hann leikinn í að ná fram svipmóti manna. Mikið og vandað handverk þykir vera á flest- um munum sem frá honum eru komnir. Ríkarður gerði athuganir á fornum íslenskum tréskurði og endurvakti í verkum sínum gömul mynstur, en skapaði einnig ný. Tugir teikninga Teiknibók Ríkarðs, Henry Penny’s Leatherbook Sketchbook, er 93 blaðsíður í stærðinni 20x10 cm. Hún er bundin í dökkgrænt leð- urband með hylki fyrir blýant og málmhespu til að loka bókinni. Á fremstu síðu hefur listamaðurinn skrautritað nafn sitt, en síðan taka teikningarnar við hver af annarri. Þær eru fjölbreyttar enda hefur hann viljað æfa mismunandi mótív. Meðal myndefnis auk þess sem sýnt er hér að ofan er skissa fyrir skúlp- túr sem sýnir gjósandi eldfjall, brynja, skjöldur og hlekkir, vopn, ljón, páfugl, ugla, blóm, jurtarvafn- ingur, rósir, göngustafir, kona í peysufötum, bréfhnífur, beisli, kertastjaki, sveitabær og kirkja, áttaviti með táknum fyrir frumefnin fjögur og svo jafn ólíkt efni og suð- urænn riddari á hesti annars vegar og íslenskur smali með hjörð í klettabelti hins vegar. Vildi skapa íslenskan stíl  Teiknibók Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara frá námsárum hans í Kaupmannahöfn boðin til sölu  Teikningarnar gerðar 1910 og 1911  Hann var fyrstur til að ljúka námi í myndskurði hér á landi Eigandinn Haraldur Sigurðsson skoðar teiknibók Ríkarðs Jónssonar. Faðir Haralds var kunnugur listamanninum og eignaðist bókina fyrir löngu. List Fjölbreytt myndefni er í bókinni, m.a. jurtamótív, hugmynd að ramma fyrir konumynd, api á skálarbrún og Fjölnismaðurinn Tómas Sæmundsson. Listamaðurinn Ríkarður Jónsson myndhöggvari á efri árum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.