Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
„Mér varð það ljóst að þessi listi
yrði aldrei samþykktur óbreyttur
hér á þinginu,“ sagði Sigríður Á.
Andersen dómsmálaráðherra sem
sat fyrir svörum á opnum fundi
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis um ákvarðanir dómsmála-
ráðherra og verklag við vinnslu til-
lögu Alþingis um skipan dómara í
Landsrétt í gærmorgun.
Sigríður vék frá mati sérstakrar
hæfnisnefndar sem mat fimmtán
umsækjendur um dómarstöður
hæfasta, en hún gerði fjórar breyt-
ingar þegar hún skipaði í stöðurn-
ar. Í desember komst Hæstiréttur
Íslands að þeirri niðurstöðu að ráð-
herrann hefði brotið stjórnsýslulög
með því að fara ekki eftir mati
nefndarinnar um hæfi umsækj-
enda.
Á fundinum sagðist Sigríður hafa
farið yfir andmæli umsækjenda
þegar hún fékk tillögu hæfnis-
nefndar í hendurnar, sem hafi verið
mjög vel unnin. Í ljósi þess að til
stóð að leggja tillögurnar fyrir á
Alþingi og að þingið hefði ákvörð-
unarvald hafi hún ákveðið að ræða
við formenn flokkanna. Henni hafi
verið gert ljóst að listinn yrði ekki
samþykktur og því hafi hún verið
tilneydd til að gera breytingar.
Ákvörðunarvaldið Alþingis
Í kjölfarið mun hún hafa farið
betur yfir andmæli umsækjenda og
hlustað á sjónarmið þingmanna.
Sagðist hún hafa talið réttast að
dómarareynsla yrði metin meira.
„Ég tók þá dómara sem höfðu ára-
tugareynslu af dómarastörfum ég
lagði þá að jöfnu við þá sem voru
taldir hæfastir.“
Þá stóðu eftir 24 einstaklingar í
stað fimmtán. Sigríður segist þá
hafa skoðað málið til hlítar og gert
þær tillögur sem hún gerði, en þar
vék hún frá mati nefndarinnar í
fjórum tilfellum. Tillaga Sigríðar
var samþykkt á Alþingi. Þá vitnaði
Sigríður í máli sínu í ritið Stjórn-
skipunarrétt eftir Björgu Thor-
arensen, þar sem segir að þegar
ráðherra beri skipan dómara fyrir
Alþingi hafi Alþingi ákvörðunar-
valdið, þegar formaður stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar, Helga
Vala Helgadóttir, innti hana að því
hvort hún væri enn á þeirri skoðun
að Alþingi bæri ábyrgð á málinu.
Sigríður sagði ýmislegt benda til
þess að hátt skipunar í embætti
sem þessi þyrfti að endurskoða, og
benti á að dómur Hæstaréttar lyti
að því hvort hún hefði rannsakað
málið nægilega vel, og kvaðst geta
setið undir því að hafa ekki rann-
sakað málið nægilega vel á þeim
tveimur vikum sem hún hafði til
verksins. „Það sjá allir sem vilja sjá
að ráðherra sem settur er í þá
stöðu að þurfa að taka ákvörðun á
tveimur vikum, honum verður ekki
gert að rannsaka málið með sama
hætti og dómnefnd sem hefur til
þess marga mánuði.“
Krafa um jöfn kynjahlutföll
Í máli sínu vék Sigríður einnig að
þeirri kröfu flestra þingmanna að
Landsréttur yrði skipaður konum
og körlum til jafns, og vísaði til
þess anda sem skapaðist á Alþingi í
febrúar þar sem þau mál voru
rædd, og vitnaði þar í ræðu
ónefnds þingmanns þar sem fram
kom að „ef það ferli sem nú fer í
gang skilar ekki þeirri niðurstöðu
þá er okkur að mæta“.
Í samtölum sínum við nokkra
formenn þeirra flokka sem sitja á
þingi segist Sigríður hafa fundið
fyrir því sjónarmiði að niðurstaða
nefndarinnar sem kvað á um að
fimm konur væru í hópi hinna
fimmtán hæfustu væri ekki ásætt-
anleg. Sagði hún að hefði einhverj-
um dottið í hug að skipta karli út
fyrir konu hefði ráðherra verið í
þeirri stöðu að öllu öðru óbreyttu
að sá umsækjandi hefði farið í
dómsmál og unnið það. Þá sagði
hún nefndina hafa talið ómögulegt
að líta á þær konur sem komu fyrir
neðan fimmtán hæfustu jafnhæfar
jafnvel þó þær hefðu áratug-
areynslu og sætu sem skipaðir
dómarar. Ákvörðun hennar um að
líta til hinna skipuðu dómara hafi
svo leitt til þeirrar ánægjulegu nið-
urstöðu að konum hafi fjölgað um
tvær í tillögunum.
Aðeins einn hæsta-
réttardómari
Sigríður sagði eðlilegt að menn
rökræddu dóma Hæstaréttar og að
út á það gengi lögfræðin, að menn
skoðuðu og greindu dóma Hæsta-
réttar. Þá benti hún á að í dómi
Hæstaréttar hafi aðeins setið einn
hæstaréttardómari, aðrir hafi verið
sérstakir varadómarar sem Hæsti-
réttur valdi. Hún sagði að þar hefði
ákveðin sérfræðiþekking fengist,
því þar hefði setið einn fyrrverandi
nefndarmaður hæfnisnefndarinnar
sem sat í dóminum, og einn fyrr-
verandi varamaður nefndarinnar.
Þennan dóm sagði hún líklega
verða hafðan í huga við kennslu í
lögfræði í framtíðinni.
Ákvörðunarvaldið verið Alþingis
Dómsmálaráðherra sat fyrir svörum stjórnskipunarnefndar um landsréttarmálið Jöfn kynjahlut-
föll hafi verið ánægjulegur ávinningur Sérfræðingar úr nefndinni hafi setið í dómi Hæstaréttar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hörð sókn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sat fyrir svörum á
opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gærmorgun.
Dómsmálaráðherra
» Sigríður Á. Andersen segir
ljóst að tillaga nefndarinnar
hefði ekki verið samþykkt á Al-
þingi.
» Þegar ráðherra beri skipan
dómara fyrir Alþingi hafi Al-
þingi ákvörðunarvaldið
» Ráðherra sé ekki gerlegt að
rannsaka málið til hlítar á
tveimur vikum.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Von er á 23 kvótaflóttamönnum frá
Sýrlandi og Írak til Vestfjarða.
Áætlanir gera ráð fyrir að fólkið
komi jafnvel þegar um miðjan þenn-
an mánuð. Um er að ræða fimm fjöl-
skyldur og eru þær frá þriggja og
upp í sex manna.
Ísafjarðarbær, Bolungarvíkur-
kaupstaður og Súðavíkurhreppur
eru sameiginlega með þetta verkefni
í samvinnu við Rauða krossinn og
hafa unnið að því samkvæmt samn-
ingi við velferðarráðuneytið. Sædís
María Jónatansdóttir, deildarstjóri
félagsþjónustu Ísafjarðarbæjar,
sagði að búið sé að finna húsnæði
fyrir þrjár fjölskyldur á Flateyri,
eina í Súðavík og eina á Ísafirði. Hún
sagði að fólkið væri nú flóttamenn í
Jórdaníu.
Vel sóttur upplýsingafundur
Upplýsingafundur um móttöku
flóttafólksins var haldinn í Stjórn-
sýsluhúsinu á Ísafirði í fyrradag.
Sædís sagði að fundurinn hafi verið
mjög vel sóttur og salurinn fullset-
inn. Fulltrúar sveitarfélaganna, vel-
ferðarráðuneytisins og Rauða kross-
ins gerðu þar grein fyrir verkefninu.
Rauði krossinn hefur auglýst eftir
sjálfboðaliðum við söfnun húsmuna,
standsetningu íbúða, stuðning við
flóttafólkið, íslenskuæfingar o.fl.
Ísafjarðarbær hefur tvisvar áður
tekið formlega þátt í svona verkefni.
Fyrst var það 1996 þegar 30 flótta-
menn komu frá Júgóslavíu fyrrver-
andi. Þeir aðlöguðust ágætlega og
eru nú allir fluttir að vestan. „Við
teljum að það verkefni hafi gengið
afskaplega vel. Að vísu fluttu þau
burtu, en við lítum ekki svo á að það
sé slæmt heldur merki um góða að-
lögun,“ sagði Sædís. Haustið 2016
kom lítill hópur flóttamanna úr hópi
hælisleitenda vestur og hefur það
gengið mjög vel.
Fimm fjölskyldur vestur
Ljósmynd/Sædís María Jónatansdóttir
Ísafjörður Upplýsingafundurinn um móttöku flóttafólksins var vel sóttur.
Aðstandendur verkefnisins finna fyrir velvilja gagnvart því fyrir vestan.
Von er á 23 kvótaflóttamönnum frá Sýrlandi og Írak
Þeir munu setjast að á Flateyri, Súðavík og Ísafirði