Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018
Þar sem úrvalið
er af umgjörðum
og sólgleraugum
– öll helstu merkin
Módel: Hrönn Johannsen
og Sandra Ósk Aradóttir
Sólgleraugu: Chrome Hearts
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi
verður sjötugur í apríl og lætur þá af
störfum. Hann hefur starfað hjá
Ríkisendurskoðun í 46 ár og undan-
farin 10 ár sem ríkisendurskoðandi.
Alþingi mun því eigi síðar en í apríl
kjósa ríkisendur-
skoðanda til
næstu sex ára,
sbr. 2. gr. l. nr. 46/
2016. Hann verð-
ur kjörinn á þing-
fundi, að fenginni
tillögu forsætis-
nefndar Alþingis.
Heimilt er að
endurkjósa sama
einstakling einu sinni, þannig að nýr
ríkisendurskoðandi getur að hámarki
gegnt embættinu í 12 ár.
Í frétt á heimasíðu Alþingis í gær
segir m.a.: „Ríkisendurskoðandi skal
hafa þekkingu á reikningsskilum og
ríkisrekstri auk stjórnunarreynslu.
Þeir sem áhuga kunna að hafa á að
gegna embættinu, og uppfylla áður-
greind skilyrði, skulu senda forsætis-
nefnd Alþingis erindi þar um ásamt
ítarlegum upplýsingum um menntun
og fyrri störf. Einnig geta þeir sem
vilja koma með ábendingar um ein-
staklinga í embættið komið slíku á
framfæri við forsætisnefnd. Erindi
skulu berast forsætisnefnd bréflega
eða með rafrænum hætti á netfangið
kosningrikisendurskodanda@al-
thingi.is fyrir 26. febrúar nk.
Ríkisendurskoðandi starfar á
vegum Alþingis. Hann er trúnaðar-
maður þess og ábyrgur gagnvart því
við endurskoðun og eftirlit með
rekstri og fjármálum ríkisins. Skrif-
stofa ríkisendurskoðanda nefnist
Ríkisendurskoðun og fer hann með
stjórn hennar. Ríkisendurskoðandi er
sjálfstæður og engum háður í störfum
sínum og ákveður sjálfur hvernig
hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt
lögum um embættið.
Áhugasamir karlar jafnt sem kon-
ur eru hvött til að senda forsætis-
nefnd erindi um efnið.
Forsætisnefnd Alþingis ákveður
samkvæmt lögum laun ríkisendur-
skoðanda.“
Alþingi kýs ríkisend-
urskoðanda í apríl
Sveinn Arason
Getur gegnt embættinu í 12 ár
Í annarri grein laga um kosningu
ríkisendurskoðanda segir meðal
annars: „Alþingi kýs ríkisendur-
skoðanda til sex ára í senn. Hann
skal hafa þekkingu á reiknings-
skilum og ríkisrekstri auk
stjórnunarreynslu og má ekki
vera alþingismaður. Forsætis-
nefnd Alþ. tilnefnir fulltrúa við
kosninguna. Aðrar tilnefningar
þingmanna skulu berast forseta
Alþingis svo tímanlega að unnt
sé að kanna kjörgengisskilyrði
áður en kosning fer fram. Heim-
ilt er að endurkjósa ríkisendur-
skoðanda einu sinni.“
Kosningin
TILNEFNINGAR ALÞINGIS
Siglufjörður | Smiðir frá Bygginga-
félaginu Bergi á Siglufirði hafa
undanfarna mánuði lagfært gólfbita
og burðarvirki og endurnýjað gólfið
á efri hæðinni í Salthúsinu, nýjustu
byggingu Síldarminjasafnsins. Um
er að ræða fyrsta áfanga vinnu inn-
andyra, en stefnt er að því að taka
húsið í notkun í áföngum eftir því
sem verkinu miðar áfram.
Grunnur þess var steyptur í byrj-
un ágústmánuðar 2014. Húsið var
upphaflega byggt á Patreksfirði
seint á 19. öld og flutt til Akureyrar
1946. Talið er að það hafi einnig stað-
ið á Siglufirði á fyrri hluta 20. aldar.
Það var mælt upp og teiknað af
Argos ehf. fyrir Þjóðminjasafnið ár-
ið 1998 og því næst tekið niður og
flutt að Naustum á Akureyri 1999
þar sem viðir þess voru geymdir þar
til sumarið 2014 að þeir voru fluttir
til Siglufjarðar; gólf- og lofteining-
arnar 13. júní og veggeiningar og
bitastæða 17. júní. Var farið sjóleið-
ina.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
þá forsætisráðherra, tók fyrstu
skóflustunguna 27. maí sama ár og í
kjölfarið var grafið fyrir sökklum.
Húsið er 25,74x11,98 m að utan-
máli og 308 m2 að grunnfleti, ein hæð
með portbyggðu risi, og stendur á
lóðinni milli Roaldsbrakka og Gránu.
Aldrei hafa fleiri komið í Síldar-
minjasafnið en í fyrra, en þá sóttu
rúmlega 26.000 manns það heim. Þar
af voru rúmlega 62% erlendir ferða-
menn.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Smíði Efri hæðin gengur í endurnýjun lífdaga í höndum siglfirskra smiða.
Salthúsið endurnýjað
Nýjasta bygg-
ing Síldarminja-
safns Íslands
Safn Salthúsið, gula húsið fyrir miðju, er hluti af Síldarminjasafninu á
Siglufirði, sem er mjög vinsælt meðal erlendra ferðamanna.