Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Þar sem úrvalið er af umgjörðum og sólgleraugum – öll helstu merkin Módel: Hrönn Johannsen og Sandra Ósk Aradóttir Sólgleraugu: Chrome Hearts Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sveinn Arason ríkisendurskoðandi verður sjötugur í apríl og lætur þá af störfum. Hann hefur starfað hjá Ríkisendurskoðun í 46 ár og undan- farin 10 ár sem ríkisendurskoðandi. Alþingi mun því eigi síðar en í apríl kjósa ríkisendur- skoðanda til næstu sex ára, sbr. 2. gr. l. nr. 46/ 2016. Hann verð- ur kjörinn á þing- fundi, að fenginni tillögu forsætis- nefndar Alþingis. Heimilt er að endurkjósa sama einstakling einu sinni, þannig að nýr ríkisendurskoðandi getur að hámarki gegnt embættinu í 12 ár. Í frétt á heimasíðu Alþingis í gær segir m.a.: „Ríkisendurskoðandi skal hafa þekkingu á reikningsskilum og ríkisrekstri auk stjórnunarreynslu. Þeir sem áhuga kunna að hafa á að gegna embættinu, og uppfylla áður- greind skilyrði, skulu senda forsætis- nefnd Alþingis erindi þar um ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf. Einnig geta þeir sem vilja koma með ábendingar um ein- staklinga í embættið komið slíku á framfæri við forsætisnefnd. Erindi skulu berast forsætisnefnd bréflega eða með rafrænum hætti á netfangið kosningrikisendurskodanda@al- thingi.is fyrir 26. febrúar nk. Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis. Hann er trúnaðar- maður þess og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Skrif- stofa ríkisendurskoðanda nefnist Ríkisendurskoðun og fer hann með stjórn hennar. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögum um embættið. Áhugasamir karlar jafnt sem kon- ur eru hvött til að senda forsætis- nefnd erindi um efnið. Forsætisnefnd Alþingis ákveður samkvæmt lögum laun ríkisendur- skoðanda.“ Alþingi kýs ríkisend- urskoðanda í apríl Sveinn Arason  Getur gegnt embættinu í 12 ár Í annarri grein laga um kosningu ríkisendurskoðanda segir meðal annars: „Alþingi kýs ríkisendur- skoðanda til sex ára í senn. Hann skal hafa þekkingu á reiknings- skilum og ríkisrekstri auk stjórnunarreynslu og má ekki vera alþingismaður. Forsætis- nefnd Alþ. tilnefnir fulltrúa við kosninguna. Aðrar tilnefningar þingmanna skulu berast forseta Alþingis svo tímanlega að unnt sé að kanna kjörgengisskilyrði áður en kosning fer fram. Heim- ilt er að endurkjósa ríkisendur- skoðanda einu sinni.“ Kosningin TILNEFNINGAR ALÞINGIS Siglufjörður | Smiðir frá Bygginga- félaginu Bergi á Siglufirði hafa undanfarna mánuði lagfært gólfbita og burðarvirki og endurnýjað gólfið á efri hæðinni í Salthúsinu, nýjustu byggingu Síldarminjasafnsins. Um er að ræða fyrsta áfanga vinnu inn- andyra, en stefnt er að því að taka húsið í notkun í áföngum eftir því sem verkinu miðar áfram. Grunnur þess var steyptur í byrj- un ágústmánuðar 2014. Húsið var upphaflega byggt á Patreksfirði seint á 19. öld og flutt til Akureyrar 1946. Talið er að það hafi einnig stað- ið á Siglufirði á fyrri hluta 20. aldar. Það var mælt upp og teiknað af Argos ehf. fyrir Þjóðminjasafnið ár- ið 1998 og því næst tekið niður og flutt að Naustum á Akureyri 1999 þar sem viðir þess voru geymdir þar til sumarið 2014 að þeir voru fluttir til Siglufjarðar; gólf- og lofteining- arnar 13. júní og veggeiningar og bitastæða 17. júní. Var farið sjóleið- ina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þá forsætisráðherra, tók fyrstu skóflustunguna 27. maí sama ár og í kjölfarið var grafið fyrir sökklum. Húsið er 25,74x11,98 m að utan- máli og 308 m2 að grunnfleti, ein hæð með portbyggðu risi, og stendur á lóðinni milli Roaldsbrakka og Gránu. Aldrei hafa fleiri komið í Síldar- minjasafnið en í fyrra, en þá sóttu rúmlega 26.000 manns það heim. Þar af voru rúmlega 62% erlendir ferða- menn. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Smíði Efri hæðin gengur í endurnýjun lífdaga í höndum siglfirskra smiða. Salthúsið endurnýjað  Nýjasta bygg- ing Síldarminja- safns Íslands Safn Salthúsið, gula húsið fyrir miðju, er hluti af Síldarminjasafninu á Siglufirði, sem er mjög vinsælt meðal erlendra ferðamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.