Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 76

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 76
76 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Það eru mikil tímamót hjá mér núna því ég kvaddi frábæravinnufélaga hjá Höfuðborgarstofu í gær og hef svo störf semfréttamaður hjá Stöð 2 þann 15. febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, sem á 50 ára afmæli í dag. „Það er gaman að skipta um vettvang á þessum tíma og þótt það sé svo sannarlega erfitt að kveðja þann góða vinnustað sem Höfuðborgarstofa er þá hlakka ég mikið til að takast aftur á við fréttamennskuna.“ Berghildur vann á fréttastofu RÚV 2001-2009 og hafði þar á undan verið í dagskrárgerð og ýmsum störfum innan RÚV. „Eftir því sem maður eldist og þroskast þá finnur maður hvað það skiptir miklu máli að njóta samverustunda með þeim sem manni þykir vænt um svo ég reyni að gera sem mest af því,“ segir Berghildur, spurð út í áhugamálin. Hún er í Sönghópnum Spectrum og stjórnar Ingveldur Ýr Jónsdóttir kórnum sem tók þátt kórakeppninni Kórar Íslands, á Stöð 2 í vetur. „Þá efldist baráttuandinn í okkur enn frekar. Við tókum líka þátt í kórakeppni á Spáni síðastliðið haust og svo eru reglulega tónleikar og því alltaf heilmikið í gangi.“ Eiginmaður Berghildar er Edvard Börkur Edvardsson, sjálfstæður atvinnurekandi. Synir þeirra eru Sigurbjörn Bernharð, meistaranemi í lögfræði, og Edvard Dagur nemi sem starfar sjálfstætt. „Ég ætla að fagna tímamótunum á laugardaginn með fjölskyldu og vinum. Það er ekki hægt annað en að halda upp á að vera hálfrar ald- ar gömul. Kannski fæ ég afmælissöng og morgunmat í rúmið á af- mælisdaginn. Hér með er þeirri ósk komið á framfæri.“ Fjölskyldan Berghildur með eiginmanni, sonum og bróður sínum. Snýr sér aftur að fréttamennskunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir er fimmtug T ómas Már Sigurðsson fæddist í Reykjavík 1.2. 1968 en ólst upp á Sel- tjarnarnesi. Hann var í Ísaksskóla, Mýrarhúsa- skóla, Valhúsaskóla, stundaði nám við MR og lauk þaðan stúdentsprófi 1988, lauk prófi í byggingaverkfræði frá HÍ.1992 og MSc-prófi frá Cor- nell University í Bandaríkjunum 1995. „Ég var mikið í íþróttum á æsku- og unglingsárunum, í Gróttu og KR, og var reyndar í fyrsta liði Gróttu sem varð Íslandsmeistari í hand- bolta. Það var í 3. flokki 1984. Síðar hef ég spilað golf, fer í veiði og hef verið mikið á skíðum. Er reyndar nú á skíðum með stórfjöl- skyldunni. Golfið sem og skíða- og veiðiferð- ir, eru allt áhugamál sem ég reyni að stunda með sem flestum fjöl- skyldumeðlimum, en starfa minna vegna er ég mikið á ferðinni og þess vegna sitja áhugamálin oft á hak- anum.“ Tómas var verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins 1992-93, hjá Verkfræðistofunni Hönnun 1995-97, var þá ráðinn af Kenneth Peterson Tómas Már Sigurðsson, forstjóri hjá Alcoa – 50 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Dóra, Tómas, Sigurður, Ólöf, Jóhannes og Herdís. Myndin var tekin um jólin 2016. Harðákveðið ljúfmenni Tómas og Ólöf Afar vinsæl og afburðamanneskjur, hvort á sínu sviði. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 16. febrúar Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 föstudaginn 9. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.