Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Kirkjuráð og fasteignasvið Biskups- stofu fengu tvær arkitektastofur, ASK arkitekta og VA arkitekta, til að koma með hugmyndir um að breyta vígslubiskupshúsi í Skálholti vegna nýrrar starfsemi. Húsið á að verða móttökuhús fyrir ferðamenn og kirkjugesti ásamt aðstöðu fyrir starfsmenn. Sr. Kristján Valur Ing- ólfsson, fráfarandi vígslubiskup í Skálholti, og hans fjölskylda eru þau síðustu sem búa í húsinu. Áhersluatriði keppnislýsingar voru: Innra fyrirkomulag, aðlögun húss að nýrri starfsemi. Aðkoma og tengingar við nærliggjandi umhverfi og mannvirki. Samhljómur við aðrar byggingar og umhverfi Skálholts. Hagkvæmni í byggingu og rekstri. Haldnir voru þrír dómnefndarfundir þar sem farið var gaumgæfilega yfir tillögurnar. Báðar tillögurnar þóttu skýrt framsettar og vandaðar að allri gerð og gefa góða yfirsýn yfir viðfangsefnið, segir í frétt á heima- síðu biskups. Dómnefndin var sam- mála um að mæla með tillögu ASK Arkitekta til frekari útfærslu. Í dómnefnd sátu Arnór Skúlason, arkitekt hjá kirkjumálasjóði, sr. Gísli Gunnarsson kirkjuráðsmaður, Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts, sr. Kristján Val- ur Ingólfsson, vígslubiskup í Skál- holti, og Helgi Bollason Thoroddsen arkitekt. Ákveðið hefur verið að kosning til vígslubiskups í Skálholti fari fram dagana 9. mars til og með 21. mars 2018, en um er að ræða póstkosn- ingu. Á kjörskrá eru 936 einstak- lingar, leikir og lærðir. Kosið verður um þá þrjá sem fá flestar tilnefn- ingar í forvali. sisi@mbl.is Hús vígslubiskups verður móttökuhús  Tekið á móti ferðamönnum í Skálholti Skálholt Íbúðarhús víglubiskups mun innan skamms fá nýtt hlutverk. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framleiðsla í fiskeldi jókst um 38% á nýliðnu ári, miðað við árið á undan, og nam 20.776 tonnum. Mest jukust afurðir úr sjókvíaeldi á laxi en hlutfallslega mest jókst regnbogasilungur úr sjókvíum. 86% af öllum laxi sem framleiddur var hér á landi á síðasta ári kom upp úr kvíunum hjá einu fyrirtæki. Framleidd voru 11.265 tonn af laxi á síðasta ári, þriðjungi meira en árið áður, samkvæmt upplýs- ingum frá Matvælastofnun. Megin- hluti framleiðslunnar er úr sjó- kvíaeldi, þar af nærri 10 þúsund tonn frá Arnarlaxi. Fjögur fyr- irtæki framleiddu lax, tvö í sjó og tvö á landi. Íslandsbleikja fram- leiddi nærri 1.200 tonn í landeld- isstöð. Útlit er fyrir að aukning verði í laxeldi á þessu ári með því að ný fyrirtæki koma inn í framleiðsluna auk viðbótar hjá þeim sem fyrir eru. Þannig hefur Fiskeldi Aust- fjarða hafið slátrun og Laxar fisk- eldi hefja slátrun undir lok þessa árs eða í byrjun þess næsta. Fiskeldisfyrirtækin eru með mikil áform um aukningu svo að framleiðslan fari yfir 60 þúsund tonn árið 2020. Tafir við uppbygg- ingu seiðastöðva og lokun eldis- svæða til að draga úr hættu á erfðablöndun við náttúrulegan lax getur þó dregið úr möguleikunum. Í skýrslu um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út sl. sumar er talið raunhæft að slátrað verði 15 þús- und tonnum úr sjókvíum á þessu ári, 20 þúsund tonnum á því næsta og 25 þúsund tonnum á árinu 2020. Þessu til viðbótar kemur lax sem alinn er í landstöðvum en það er mun minna magn. Regnboginn á útleið Regnbogasilungur er nú skyndi- lega önnur afurðahæsta fiskeldis- greinin og tvöfaldast framleiðslan á milli ára. Helstu fyrirtækin voru hins vegar að slátra upp og færa sig yfir í lax og önnur eru að ljúka slátrun á þessu ári. Því er búist við að framleiðslan minnki niður í um 400 tonn í ár. Bleikjan er á hægri uppleið, eins og lengi hefur verið. Framleidd voru 4.450 tonn í 22 landstöðvum, 9% meira en árið áður. Langöflug- asti framleiðandinn er Íslands- bleikja, sem slátraði tæplega 2.700 tonnum í þremur stöðvum. Í skýrslu stefnumótunarnefndar er spáð 6.000 tonna framleiðslu á bleikju á árinu 2018 en að hún minnki aftur og verði um 4.500 tonn á ári næstu ár. Afurðir fiskeldis aukast um 38%  Mesta framleiðslan er í laxeldi í sjókvíum  Spáð er verulegri aukningu í slátrun á næstu árum  Fiskeldisstöðvarnar hætta að mestu eldi á regnbogasilungi og leggja aukna áherslu á laxinn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Laxeldi Nýjar sjókvíar settar út. Veruleg aukning er í pípunum hjá íslensku laxeldisfyrirtækjunum. Heildarframleiðsla í fiskeldi 2016-2017 2016 2017 Aukning Lax 8.420 11.265 2.845 34% Bleikja 4.084 4.454 370 9% Regnbogi 2.138 4.628 2.490 116% Þorskur 59 29 -30 -51% Senegal- flúra 360 400 40 11% Samtals 15.061 20.776 5.715 38% Tonn af óslægðum fiski Heimild: Mast Heildarframleiðsla í fiskeldi 2008-2017 10 8 6 4 2 0 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Þúsundir tonna af óslægðum fiski Lax Bleikja Regnbogi Þorskur Senegalflúra 11,3 Heimild: Mast Sjúkdóma- staðan í ís- lensku fisk- eldi er góð, miðað við stöðuna í nágranna- löndunum, að sögn Gísla Jóns- sonar, dýra- læknis fisksjúkdóma hjá Mat- vælastofnun. Svo hefur verið síðustu ár. Nýrnaveiki kom upp í tveimur eldisstöðvum á síðasta ári og hefur verið lögð áhersla á að uppræta hana. Sömu sögu er að segja um tvær seiðastöðvar þar sem upp kom nýrnaveiki fyrir tveimur árum. Gísli er vongóður um að það takist. Lús lifði af veturinn Ekki hefur orðið vart við lús í sjókvíastöðvum í vetur með sama hætti og í fyrravetur. Að sögn Gísla skýrist það af hita sjávar. Veturinn 2016 til 2017 var óvenjulega hlýr og náði lúsin að lifa af veturinn, að minnsta kosti í einni stöð, og gefa af sér nýja kynslóð um vorið. Það leiddi til þess að gripið var til þess ráðs að baða laxinn upp úr aflúsunarefni hjá einni stöð Arnarlax. Gísli telur að lax hafi ekki verið meðhöndlaður við lús hér á landi frá því á níunda ára- tugnum. Í haust keypti Arnarlax hrognkelsasleiði frá Stofnfiski, en þau hafa gefist vel erlendis við að halda niðri lús. Reynt að uppræta nýrnaveiki GÓÐ SJÚKDÓMASTAÐA Gísli Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.