Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 16
Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 LAGERHREINSUN Á VÖLDUM VÖRUM Í RAFVÖRUMARKAÐNUM við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA 50% MÚRVÖRUR AFSLÁTTUR 50% MÁLNINGAVÖRUR AFSLÁTTUR 50% HANDVERKFÆRI AFSLÁTTUR 50% VERKFÆRATÖSKUR AFSLÁTTUR Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Fæða guðanna, er latnesktheiti kakótrés, og undrastþað fólk ekki þá nafngiftsem fundið hefur fyrir þeirri alsælu sem fylgir því að bragða á kakóríku gæðasúkkulaði. Guðdómlega gott, nær ágætlega að lýsa slíku súkkulaði og kemur þá mögulega einnig til að sýnt hefur verið fram á að efnasamband í súkkulaði hefur áþekk áhrif á heila mannfólksins og marijúana. Þetta unaðslega brúna gómsæti er auk þess stútfullt af andoxunarefnum og því fjarska fínt fyrir heilsuna, en þá að sjálfsögðu ef súkkulaðið er án sykurs. Flökkukindur á faraldsfæti ættu hiklaust að leita uppi sælkera- verslanir og súkkulaðigerðir til að njóta þess að gæða sér á og kynna sér jafnvel vinnsluna og hvað liggur að baki góðgætinu. Um heim allan er slíkar búðir að finna, og á vef Nat- ional Geographic hefur verið tekinn saman listi yfir nokkrar bestu súkkulaðiverslanir veraldar. Þar kemur fram að færasta súkkulaði- gerðarfólkið notist við gæðasúkku- laði í sína framleiðslu sem innihaldi mikið kakósmjör, og allt er unnið frá grunni úr ferskum kakóbaunum. Sumir rækta jafnvel sjálfir sínar baunir en aðrir kaupa beint af bónda. Fyrir fólk í leit að alvöru gæðasúkkulaði á ferðalögum sínum er því vert að hvetja það til að leita að heimabragðinu í þeim efnum (e. local flavor), því hvert svæði hefur jú sína sérstöðu. Paul A. Young, London: Í London rekur Paul A. Young verslun undir eigin nafni, en hann þykir mikill meistari og hefur fengið verðlaun fyrir sköpunargleði í súkkulaðiframleiðslu sinni. Gaman er að reka inn nefið í litlu uppruna- legu súkkulaðiverslun hans í Isling- ton, og anda að sér sæluvímugefandi ilminum af fersku súkkulaði sem bú- ið er til þar á staðnum. Meistari Young er sagður vera einn af þeim bresku súkkúlaðigerðarmönnum sem hrundu af stað súkkulaði- byltingunni þar fyrir um 15 árum, þegar hinu gamla ofursæta breska súkkulaði var kastað fyrir róða, en í staðinn kynntar ferskar nýjungar í súkkulaði sem nú fást víða í höfuð- borginni. Mælt er með að fólk smakki súkkulaðibitakökurnar hans Young, með sjávarsalti, karamellu og pekanhnetum, þær eru sagðar fullnægja öllum súkkulaðielskandi einstaklingum. Young er á þremur stöðum í London: Camden Passage, Royal Exchange, og Soho. www.paulayoung.co.uk Que Bo! Mexíkóborg: Hinn sérstaki mexíkóski bragð- heimur er sagður hafa lifnað við í höndunum á vinsæla kokkinum og sjónvarpsstjörnunni José Ramón Castillo, sem kallaður hefur verið leiðtogi framþróunar og vakningar hins mexíkóska súkkulaðis. Fyrir- tækið hans Que Bo! notar í sinni framleiðslu aðeins lífrænt hráefni sem framleitt er af heimafólki. Mælt er sérstaklega með litríkum truffl- um hans með mangó, chillí, salti og guava. Kanill er einnig í hávegum hafður í súkkulaðiframleiðslu hans og áhugasömum er bent á að koma á súkkulaðigerðar-kaffihúsið hans til að fá sér kaffibolla með góðum mola, en það er í miðbæ Mexíkóborgar. Á vefsíðu hans,www.quebo.com.mx, er hægt að sjá hvar þeir fimm staðir sem hann heldur úti í Mexíkóborg eru staðsettir. SOMA súkkulaðigerð, Kanada: Súkkulaðisérfræðingarnir hjá SOMA í Toronto í Kanada eru sagði meistarar í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Þeir bjóða upp á hreint súkkulaði gert úr baunum hvaðan- æva úr veröldinni. Konfektsins bragð ku vera freistandi og truffl- urnar listaverki líkastar, en þeim er líkt við kameljón. Er þar sérstaklega nefnd Douglas-þintrufflan, sem inni- heldur ávaxtaríkt súkkulaði frá Dóminíska lýðveldinu og náttúru- legar olíur úr þintrjám. Að smjatta á þessari trufflu er sagt líkjast því að borða súkkulaði í þinskógi. SOMA býður einnig upp á frosnar vörur, viskí- og súkkulaðiís. SOMA er með tvær verslanir og súkkulaðigerð í miðbæ Toronto. www.somachocolate.com SPRÜNGLI, Zürich, Sviss: Sprüngli býður upp á úrvals hefðbundna svissneska súkkulaði- upplifun. Þetta lúxussúkkulaði- fyrirtæki hóf starfsemi árið 1836 og skapaði sér með tímanum gott orð fyrir makkarónur þær sem kallast Luxemburgerli. Í verslunum þess er hægt að taka með sér heim súkku- laðihúðaðar hnetur og heitt súkku- laðibland, auk afbragðs truffla sem sagðar eru valda því að fólk sem gæðir sér á þeim ranghvolfir í sér augunum. Mælt er með að fólk láti eftir sér að njóta þess að súpa á kaffibolla og maula með eðalsúkku- laðiköku á kaffihúsi og veitingastað Sprüngli á Paradeplatz, sem ku vera flaggskipið. Nokkrar Sprüngli-búðir eru í Zürich. www.spruengli.ch CICADA, Nýja Suður-Wales, Ástralíu: Hinir áströlsku súkkulaði- gerðarmeistarar hjá Cicada vinna sínar vörur frá baun til mola, og nota einvörðungu hágæðakakóbaunir í sína framleiðslu. Súkkulaðisér- fræðingarnir hjá Cicada’s búa til ótrúlegan kokkteil í sínu 73 prósenta súkkulaði þar sem koma við sögu rauðir ávextir, karamella, kakó- smjör og Madagaskar whisky- vanilla. Kakóbaunirnar koma frá Somia plantekrunum á norðurhluta Madagaskar, en þær eru sagðar tryggja sælu þeirra sem smakka af- urðirnar. Cicada súkkulaði er selt á The Rocks-markaði og Bondi- bændamarkaði í Sydney. www.cica- dachocolate.com SPAGNVOLA, Bandaríkjunum: Hjónin Eric og Crisoire Reid, sem eiga SpagNVola í Gaithersburg í Maryland í Bandaríkjunum, hafa sjálf umsjón með öllu ferlinu í súkkulaðiframleiðslu sinni, frá bóndabæ til búðar. Þau geta fyrir vikið boðið upp á vöru án allra auka- efna. Þau rækta kakóbaunir á býli sínu í fjallshlíðum í Dóminíska lýð- veldinu og eru þær handtíndar. Síð- an eru þær ristaðar í verksmiðju þeirra hjóna í Gaithersburg. Þar stendur gestum til boða að koma og fræðast um uppruna súkkulaðsins og fylgjast með töfrunum í eldhús- inu. Eric og Crisoire hafa unnið til verðlauna fyrir 70 og 80 prósenta hreina súkkulaðið sitt, og hver sem smakkar það skilur víst vel um hvað gæði snúast. Einnig er mælt sér- staklega með ólívuolíutrufflum SpagNVola. Verslanir þeirra eru á National Harbor og í verksmiðjunni í Gaithersburg. www.spagnvola.com Auk ofantalinna er vert að segja frá súkkulaðigerð í Líma í Perú, Roselen Chocolatier, þar sem eig- endurnir eru mæðgin sem sjá um að handgera allt súkkulaðið. www.roselen.com Í Grenada í Vestur-Indíum er vert að þefa uppi súkkulaðigerðina Jouvay, og í Písa á Ítalíu er ein for- vitnileg sem heitir De Bondt. Í Mérida í Mexíkó má finna sæl- keraverslun með súkkulaði undir nafninu Ki’ Xocolatl. Leit að gæðasúkku- laði um víða veröld Nú þegar allir eru farnir að flakka meira um heiminn en áður var getur verið gaman fyrir fólk með sértæk áhugamál að leita uppi eitthvað sem tengist þeim. Fyrir þá sem eru sólgnir í gæðasúkkulaði er um að gera að þefa uppi verslanir og súkkulaðigerðir sem bjóða upp á alvöru stöff í súkkulaðiheiminum. GettyImages/Thinkstock Alsæla Sumar konur kjósa að fara frekar í rúmið með kassa af góðum súkkulaði- molum en karlmanni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.