Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 88

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 88
88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er spennandi ferðalag fram- undan,“ segir Brynhildur Guðjóns- dóttir sem mun leikstýra næstu jóla- sýningu Borgarleikhússins sem verður uppfærsla á Ríkarði III eftir William Shakespeare á Stóra svið- inu. Um er að ræða fyrsta leik- stjórnarverkefni Brynhildar hjá Borgarleikhúsinu, þar sem hún hef- ur starfað með hléum síðan 2012, en hún leikstýrði Mannsröddinni hjá Íslensku óperunni í fyrra. „Þetta leggst mjög vel í mig, enda er hér frábær áhöfn,“ segir Brynhildur og tekur fram að sér finnist verkefnið bæði stórt og dýrmætt. Eftir því sem blaðamaður kemst næst hefur Ríkarður III aðeins tvisvar áður verið settur upp í ís- lensku atvinnuleikhúsi, í bæði skipt- in hjá Þjóðleikhúsinu. Helgi Skúla- son lék Ríkarð 1986 undir leikstjórn Johns Burgess og Hilmir Snær Guðnason 2003 undir leikstjórn Rimasar Tuminas. Samkvæmt upp- lýsingum frá Borgarleikhúsinu verður þetta í 41. sinn sem Shake- speare er settur upp í íslensku at- vinnuleikhúsi og í fimmta skipti sem kona leikstýrir, en tæp 30 ár eru síð- an kona leikstýrði síðast Shake- speare-verki í íslensku atvinnuleik- húsi. Hlutverkið stærra en sagan Spurð hvort hún hafi lengi haft augastað á Ríkarði III eða öðrum verkum Shakespeare segir Bryn- hildur það ekkert launungarmál að hún hafi valið að sækja sér leiklist- armenntun til Bretlands á sínum tíma til að komast í tæri við texta skáldsins. „Ég hef mjög gaman af klassískum texta,“ segir Brynhildur sem fékkst við Íslendingasögurnar í Brák sem hún skrifaði og lék í 2008. „Ríkarður III er eitt af mínum uppáhaldsverkum. Sérstaklega vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem Shakespeare skrifar persónu sem er stærri en sagan sjálf. Verkið er fjórða verkið í fjórleik um Rósa- stríðin, sem lýkur með Ríkarði III, sem er skilgreint sem söguleikrit en ekki harmleikur. Shakespeare er að vinna með söguna, en kryddar all- svakalega – svo mjög að ég veit ekki hvað Ríkarði sjálfum hefði fundist um myndina sem dregin er upp af honum,“ segir Brynhildur og bendir á að hlutverk Ríkarðs sé stjörnu- rulla fyrir góðan leikara, enda stjórni Ríkarður allri framvindunni með klækjabrögðum sínum. Aðspurð segir Brynhildur að Rík- arður III hafi verið í deiglunni hjá sér síðustu þrjú ár. „Ég er búin að vera að nördast í þessu lengi. Um tíma kom til tals að ég myndi jafnvel leika Ríkarð, en svo varð það nið- urstaðan að ég leikstýri verkinu,“ segir Brynhildur, en fyrir valinu í titilhlutverkið varð Hjörtur Jóhann Jónsson. „Hjörtur Jóhann er einn af okkar mest spennandi, ungu leik- urum. Hann hefur sýnt það og sann- að, t.d. í hlutverkum Skarphéðins Njálssonar í Njálu og Björgólfs Thors Björgólfssonar í Guð blessi Ísland. Hann býr yfir góðri líkams- tjáningu og hefur einstakt vald á textameðferð. Svo er í honum skemmtilegur eldur og svolítill dólg- ur þarna undir sem verður að hafa í Ríkarði III. Honum verður gefinn byr undir þá vængi sem hann hefur sýnt að á honum eru,“ segir Bryn- hildur, en þess má geta að Elma Stefanía Ágústsdóttir mun fara með hlutverk lafði Önnu. Rosalegt kvenhatur Spurð um nálgun sína að verkinu svarar Brynhildur kímin: „Þetta verður sagan af Ríkarði III sem álpaðist óvart inn kvennamegin í sundi. Það er ekki áhugavert að setja sig inn í eldgamla sögu Bret- lands um krúnuna. Við nálgumst verkið á persónulegri nótum og fókúserum á samtal Ríkarðs við sjálfan sig og um leið – óhjákvæmi- lega – við konurnar í verkinu, því Ríkarður myrðir og kvænist til valda. Kvenhatrið sem hann býr yfir er rosalegt og öll samskipti hans við konur einkennast af heift og niður- lægingu. Þetta er saga valdníðslu – saga klóks manns sem sigrar aðra með málsnilli sinni, kúgar, drepur og svífst einskis, sama hvort í hlut á móðir hans eða bróðurdóttir.“ Að sögn Brynhildar ber íslensku leikhúslistafólki skylda til að setja verk Shakespeare reglulega á svið. „Leikhús er menntastofnun og okk- ur ber skylda til að sýna fram á hvað verk Shakespeare eru hrikalega skemmtileg og myljandi fyndin, enda er hann geggjað skáld. Óhjá- kvæmilega verðum við að snúa upp á verkin og stytta þau fyrir nútíma- áhorfendur, en við gerum það af virðingu og væntumþykju á efni- viðnum.“ Spurð hvort vinna eigi nýja þýð- ingu á verkinu eða nota þýðingu Helga Hálfdanarsonar segir Bryn- hildur: „Þýðing Helga er mjög góð, en myndlíkingar hans eru virkilega flóknar. Við gerum okkur vonir um nýja þýðingu úr smiðju skálds sem hefur ríkan skilning á vídd verks- ins,“ segir Brynhildur og tekur fram að mjög mikilvægt sé að bragarhátt- urinn haldi sér. „Í Ríkarði III er mjög mikilvægt að persónur tali að einhverjum hluta í bundnu máli. Shakespeare notar jambíska brag- arháttinn eins og hjartslátt. Óstöð- ugar persónur á borð við Macbeth og Ríkarð brjóta jambann og hoppa yfir í aðra bragarhætti með áhrifa- ríkum hætti. Þegar best tekst til missa áhorfendur andann þegar rytminn er brotinn upp með þessum hætti,“ segir Brynhildur að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldur Hjörtur Jóhann Jónsson. „Spennandi ferðalag“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Nörd Brynhildur Guðjónsdóttir.  Ríkarður III eftir Shakespeare er næsta jólasýning Borgarleikhússins Gotowi na wszystko. Eksterminator Fmm vinir ákveða að hrista upp í pólsku þungarokkssen- unni. IMDb 6,1/10 Bíó Paradís 17.30, 18.00 Óþekkti hermaðurinn Sögusviðið er stríðið milli Finnlands og Sovétríkjanna 1941-1944. Bíó Paradís 17.30, 20.00, 22.30 Svanurinn 12 Afvegaleidd níu ára stúlka er send í sveit um sumar til að vinna og þroskast. IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 22.00 The Disaster Artist 12 Mynd sem skyggnist bak við tjöldin þegar verið var að gera myndina The Room, sem hefur fengið stimpilinn versta kvikmynd allra tíma. Metacritic 76/100 IMDb 8,2/10 Bíó Paradís 20.00 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 16 Metacritic 88/100 IMDb 8,4/10 Bíó Paradís 22.00 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 16 Metacritic 88/100 IMDb 8,4/10 Smárabíó 21.40 Háskólabíó 19.45, 21.30 Borgarbíó Akureyri 20.00 The Commuter 12 Metacritic 68/100 IMDb 5,7/10 Laugarásbíó 20.00 Borgarbíó Akureyri 22.40 12 Strong 16 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Akureyri 22.30 Smárabíó 21.30 Viktoría Háskólabíó 21.50 All the Money in the World 16 Metacritic 73/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 19.50, 22.30 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 17.30 Smárabíó 15.40, 21.40 Wonder Metacritic 66/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Svona er lífið Háskólabíó 19.30 Myrkviði Háskólabíó 22.00 The Greatest Showman 12 Metacritic 48/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00 Star Wars VIII - The Last Jedi 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 85/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.30 Sambíóin Egilshöll 17.00, 22.20 Svanurinn 12 IMDb 7,0/10 Háskólabíó 17.30 Borgarbíó Akureyri 18.00 Lífs eða liðinn 12 Háskólabíó 17.30 Father Figures 12 Metacritic 23/100 IMDb 5,0/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Downsizing 12 Metacritic 63/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.30 Call Me By Your Name Athugið að myndin er ekki með íslenskum texta. Metacritic 93/100 IMDb 8,3/10 Háskólabíó 22.20 Bíó Paradís 17.30, 22.30 The Disaster Artist 12 Metacritic 76/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Kringlunni 20.00 Ævintýri í Undirdjúpum IMDb 4,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Sambíóin Akureyri 17.30 Paddington 2 Paddington hefur sest að hjá Brown-fjölskyldunni og er orðinn vinsæll meðlimur samfélagsins. Metacritic 89/100 IMDb 8,1/10 Laugarásbíó 17.30 Smárabíó 16.00 Ferdinand Ferdinand er risastórt naut með stórt hjarta. Hann er tekinn í misgripum fyrir hættulegt óargadýr, og er fangaður og fluttur frá heim- ili og fjölskyldu. Metacritic 58/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 16.00 Pitch Perfect 3 12 Morgunblaðið bbnnn IMDb 6,3/10 Smárabíó 20.00 Yfirhylming sem náði yfir setu fjögurra Banda- ríkjaforseta í embætti, varð til þess að fyrsti kvenkyns dagblaðaútgefandinn og metnaðar- fullur ritstjóri, lentu í eldlínunni. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 83/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.00, 17.30, 21.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00 The Post 12 Den of Thieves 16 Harðsvíraðir bankaræningjar hyggjast ræna Seðlabanka Bandaríkjanna og lenda í átökum við sérsveit lögregl- unnar í Los Angeles. Metacritic 50/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.30, 22.30 Sambíóin Kringlunni 18.00, 19.30, 22.20 Sambíóin Akureyri 19.40, 22.30 Sambíóin Keflavík 19.20, 22.10 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Maze Runner: The Death Cure 12 Í lokamyndinni í The Maze Runner-þríleiknum koma fram öll lokasvör gátunnar auk þess sem örlög aðalpersónanna ráð- ast. Metacritic 52/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 19.20, 22.10 Smárabíó 15.40, 17.00, 20.10, 21.30 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.15 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.