Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 01.02.2018, Qupperneq 47
FRÉTTIR 47Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Stema kerrurCompair loftpressur Breitt úrval atvinnutækjaBreit úrval atvinnut kja Stema kerrurCompair loftpressur Við græjumþað Til sjós eða lands Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI Há verðlaun í fegurðarsamkeppni á árlegri úlfaldahátíð í Sádi-Arabíu hafa orðið til þess að sumir úlfalda- ræktendur hafa freistast til þess að nota fylliefni og bótox til að fegra dýr sín. Fjórtán úlfaldar hafa verið dæmdir úr leik vegna slíkra fegr- unaraðgerða á mánaðarlangri úlf- aldahátíð sem kennd er við Abdul- aziz konung. Hátíðin er haldin árlega með stuðningi konungs Sádi-Arabíu og laðar til sín fjölmarga úlfalda- ræktendur frá löndum við Persa- flóa. Verðlaunaféð nemur alls 57 milljónum bandaríkjadala, jafn- virði 5,7 milljarða króna. Um 30.000 úlfaldar taka þátt í hátíð- inni í ár. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa hafið herferð gegn fegrunar- aðgerðunum, sem virðast hafa orð- ið algengari vegna harðrar sam- keppni þótt ræktendum sé refsað þegar þeir eru staðnir að brotum á reglunum. Dæmi eru um að ræktendur eyði jafnvirði hundraða milljóna króna til að rækta gott og fagurt úlfalda- kyn. „Sumir ræktendur hafa ekki efni á dýrum úlföldum,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Abdullah bin Naser al-Dagheri, einum dóm- ara hátíðarinnar. „Þeir kaupa ódýra úlfalda, sem eru ekki mjög álitlegir, og reyna að fegra þá með aðferðum sem eru ekki leyfilegar. Við höfum gripið til harðra að- gerða gegn slíkum svikum.“ Drúpandi varir, hár háls og lýta- laus hnúður á baki eru á meðal þess sem er talið einkenna fagran úlfalda, að sögn AFP. Þegar keppendurnir eru staðnir að fegrunaraðgerðum mega úlf- aldar þeirra ekki taka þátt í feg- urðarsamkeppninni í þrjú til fimm ár. Nokkrum dögum áður en úlf- aldahátíðin í ár hófst skýrðu fjöl- miðlar í Sádi-Arabíu frá því að dýralæknir hefði verið staðinn að því að setja fylliefni og bótox í úlf- alda sem voru skráðir í keppnina. Málið olli miklu uppnámi og marg- ir kröfðust þess að refsingarnar við fegrunaraðgerðum yrðu hertar. Auk fegurðarsamkeppninnar fara fram úlfaldakappreiðar á há- tíðinni. Henni lýkur í dag með at- höfn undir stjórn Salmans, kon- ungs Sádi-Arabíu. AFP Fegurð í fyrirrúmi Glæsilegir úlfaldar sýndir í fegurðarsamkeppni á árlegri hátíð í Sádi-Arabíu. Um 30.000 úlfaldar taka þátt í hátíðinni í ár og að vanda eru mjög vegleg verðlaun í boði. Nota bótox til að fegra úlfalda  Dæmdir úr leik á úlfaldahátíð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.