Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Eitt helsta tákn kalda stríðsins, bandaríska sprengjuflugvélin B-52 Stratofortress, kemur til landsins í dag. Tilgangur heimsóknarinnar er að taka þátt í minningarathöfn við Grindavík þegar afhjúpað verður minnismerki um bandarísku sprengjuflugvélina „Hot Stuff“ sem var af gerðinni B-24 Liberator, en hún fórst 3. maí 1943 í Fagradals- fjalli á Reykjanesskaga. Í slysinu fórust allir um borð, alls 14 menn, nema stélskyttan. Sá komst lífs af við illan leik. Á meðal þeirra sem týndu lífi var hershöfð- inginn Frank M. Andrews, sem á þeim tíma var yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Áhöfn B-52-vélarinnar mun fljúga heiðursflug yfir svæðið meðan á minningarstund stendur og í kjölfar- ið lenda á Keflavíkurflugvelli. Vélin mun, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, stoppa hér á landi í fá- eina daga. Verður þetta í þriðja skipti sem langdræg sprengjuflugvél af gerð- inni B-52 sækir landið heim. Gerðist það fyrst árið 1995 og komu þá tvær vélar af þeirri gerð til að taka þátt í heræfingunni Norðurvíkingur. Æfðu þær lágflugsárásir á Reykja- nesi ásamt annarri langdrægri sprengjuvél, B-1 Lancer. Tveimur árum seinna, á heræfingu Norður- víkings í júlí 1997, komu aftur tvær B-52-sprengjuvélar. Voru þær meðal annars notaðar til að varpa gervi- tundurduflum í sjóinn út af Reykja- nesi auk þess sem þær fóru einnig í hlutverk óvinaflugvéla. Reyndu þær þá að komast inn fyrir loftvarnir Ís- lands í þeim tilgangi að gera loft- árásir á skotmörk á jörðu niðri. Framleiddar árin 1952-1962 B-52 er hönnuð og framleidd af bandaríska flugvélaframleiðandan- um Boeing og fór hún fyrst í þjón- ustu flughersins á sjötta áratug síð- ustu aldar. Á því tíu ára tímabili sem vélarnar voru framleiddar, árin 1952-1962, voru alls 744 fullkláraðar. Þotur þessar eru engin smásmíði, eða um 50 metrar á lengd með 56 metra vænghaf. Eru þær knúnar áfram af átta hreyflum og getur hver vél borið 32 tonn af sprengjum, en flugdrægni þeirra er yfir 14.000 km. Risi úr kalda stríðinu til Keflavíkur Ljósmynd/Baldur Sveinsson Hermáttur Hinn 17. júlí 1995 komu í fyrsta skipti til Íslands B-52 sprengjuvélar og tóku þær þátt í Norðurvíkingi.  Langdræg bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-52 sækir landið heim  Tilgangur heimsóknar að taka þátt í minningarathöfn á Reykjanesi  Getur borið vel yfir 30 tonn af sprengjum og eldflaugum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Atvinnuvegaráðuneytið hefur út- hlutað fyrstu tollfrjálsu kvótunum fyrir innflutning á búvörum frá Evr- ópusambandinu. Kvótarnir eru fyrir tímabilið frá 1. maí til ársloka og greiða innflytjendur ríkinu um 500 milljónir fyrir. Auknir kvótar fyrir tollfrjálsan innflutning frá Evrópusambandinu tóku gildi nú um mánaðamótin. Ráðuneytið úthlutaði í ársbyrjun tollkvótum fyrir leyfilegan innflutn- ing í ár, samkvæmt eldri samningi, og í gær var tilkynnt hvaða tilboðum hefði verið tekið fyrir innflutning samkvæmt nýja samningnum, út ár- ið. Aðeins er úthlutað kvóta fyrir átta mánuði eða um tveimur þriðju hlutum af tollfrjálsum árskvóta. Út- hlutað var 665 tonnum af kjöti og 103 tonnum af osti. Tekið var hæstu til- boðum, innan þeirra reglna sem gilda um útboðið, og fær ríkið um 500 milljónir í kassann. Samkvæmt upplýsingum frá at- vinnuvegaráðuneytinu má búast við að tollkvótunum verði úthlutað tvisv- ar á ári í framtíðinni. Um þessi mánaðamót breyttist tollskráin einnig, vegna tollasamn- ingsins við ESB. Krónutölutollar af mikið unnum búvörum falla niður. Það á við um pitsur, pítur, pasta, súkkulaðikex og fleira. Þessi aðgerð ætti að lækka verð á þessum vörum út úr búð en mismun- andi eftir vörum því tollarnir hafa verið misjafnir, allt frá 5 krónum og upp undir 100 krónur á hvert kíló. Frjáls álagning er á þessar vörur. Greiða ríkinu 500 milljónir króna fyrir nýju tollkvótana  Pitsur, pasta, pítur og súkkulaðikex á að lækka í verði Morgunblaðið/Ásdís Pitsa Mikið unnar innfluttar land- búnaðarvörur eiga að lækka í verði. Atvinnuhúsnæði á Laugavegi 95-97 í Reykjavík hefur verið rifið niður síð- ustu daga vegna uppbyggingar hót- els. Á reitnum verður rúmlega 100 herbergja hótel á vegum Center- Hotels-keðjunnar. Á jarðhæð verður verslun og þjónusta. CenterHotels-keðjan er nú með sex hótel í miðborginni; Skjaldbreið við Laugaveg, Klöpp við Klappar- stíg, Þingholt við Þingholtsstræti, Arnarhvol við Seðlabankann, Plaza við Ingólfstorg og Miðgarð við Hlemm. Fram kemur á vef hótel- keðjunnar að áformað sé að opna tvö ný Center-hótel í miðborginni í ár. Annað hótelið verður á Laugavegi 95-99 en hitt á Héðinsreit. Endurbyggingin á Laugavegi 95- 99 mun setja svip á götuhornið. Motus var með starfsemi í húsinu en flutti á Höfðatorg. baldura@mbl.is Rýmt fyrir hóteli Morgunblaðið/Hari Á Laugavegi CenterHotel-keðjan hefur vaxið hratt síðustu ár.  Niðurrif á Laugavegi vegna upp- byggingar á sjöunda CenterHótelinu Höfum gaman af 'essu Kynntu þér Vinahópinn á olis.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.