Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, kom fyrir fund velferðarnefndar Alþingis í gær- morgun vegna umræðu um meint afskipti hans af störfum barna- verndarnefnda á höfuðborgarsvæð- inu. Fundurinn var lokaður al- menningi og fjölmiðlum en ákvörðun um það var tekin eftir að nefndinni barst bréf frá lögfræðingi föðurafa í málinu þar sem áhyggj- um var lýst af því að fundurinn yrði opinn. Bragi Guðbrandsson sagði við mbl.is eftir fundinn að hann væri ánægður að hafa fengið tækifæri til að útskýra sína hlið mála. Bragi kveðst hafna því að hann hafi farið út fyrir starfssvið sitt í máli sem var til meðferðar hjá Barnavernd Hafnarfjarðar, en það var niður- staða skrifstofu félagsþjónustu í febrúar. „Ég fór vel yfir það með nefndarmönnum. Síðan er það þeirra að meta hvort þau kaupi þær skýringar eða ekki, það er enginn dómari í sjálfs sín sök,“ sagði Bragi við mbl.is en hann þótti ekki hafa brotið lög í umræddu máli. Hann telur sig eiga fullt erindi sem fulltrúi Íslands í Barnarétt- arnefnd Sameinuðu þjóðanna næstu fjögur ár. „Þetta hefur engin áhrif á það. Við búum í réttarríki og það verður að sýna fram á ein- hverja sök áður en slíkar ákvarð- anir eru teknar. Ég treysti á reglur réttaríkisins í þessu máli,“ sagði Bragi. „Ég myndi fagna ef óháð út- tekt yrði gerð á mínum embætt- isverkum eins og ég hef kallað eft- ir,“ sagði hann ennfremur. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sagði að fundur- inn með Braga hefði verið gagn- legur. Hún sagðist í framhaldinu myndu leggja ríka áherslu á að ráðherra aflétti trúnaði af skjölum sem mikilvæg séu fyrir umræðuna. „Eins og ég hef sagt áður þá er fókusinn á ábyrgð ráðherra og upp- lýsingaskyldu hans.“ Óháð úttekt verður gerð á um- ræddum barnaverndarmálum að tillögu Katrínar Jakobsdóttur for- sætisráðherra. Kristín Benedikts- dóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Kjartan Bjarni Björg- vinsson héraðsdómari munu annast verkefnið, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Niðurstaða út- tektarinnar á að liggja fyrir í byrj- un næsta mánaðar. Þá verður henni skilað til ríkisstjórnarinnar og í kjölfarið birt opinberlega. Í út- tektinni verði farið yfir fyrirliggj- andi gögn málsins og málsmeðferð viðkomandi stjórnvalda, þ.e. þeirra barnaverndarnefnda sem tengjast viðkomandi málum, Barnaverndar- stofu og velferðarráðuneytis. Fram kemur að úttektin sé unnin að ósk Ásmundar Einars Daðasonar, fé- lags- og jafnréttisráðherra. Mál þessi komu til umræðu á Al- þingi síðdegis í gær. Þar sagði Katrín Jakobsdóttir að niðurstaða umræddrar úttektar gæti haft áhrif á framboð Braga til Barnaréttar- nefndar Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld óska eftir óháðri úttekt  Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni þótti gagnlegur  Óháð úttekt verði unnin á einum mánuði  Niðurstaðan kann að hafa áhrif á framboð Braga til Barnaréttarnefndar SÞ Umdeild mál » Bragi Guðbrandsson þykir hafa farið út fyrir starfssvið sitt sem forstjóri Barnavernd- arstofu þegar hann hlutaðist til um barnaverndarmál í Hafn- arfirði. Hann gerðist þó ekki brotlegur við lög. Þetta er nið- urstaða úttektar skrifstofu fé- lagsþjónustu í velferðarráðu- neytinu. » Stjórnvöld ætla að láta vinna óháða úttekt á málinu. Morgunblaðið/Valli Fundað Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, kom fyrir fund velferðarnefndar Alþingis í gærmorgun. Dómsmálaráðu- neytinu bárust alls átta umsókn- ir um embætti sýslumanns á Suðurlandi sem auglýst var til umsóknar. Sig- ríður Á. Ander- sen dómsmála- ráðherra mun skipa í embættið frá og með 1. ágúst. Þau sem sóttu um eru Andri Björgvin Arnþórsson lögfræðingur, Björn Hrafnkelsson, fulltrúi og staðgengill sýslumanns, Helgi Jens- son, aðstoðarsaksóknari hjá lög- reglustjóranum á Austurlandi, Kristín Þórðardóttir, settur sýslu- maður á Suðurlandi, Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri, Sveinbjörn Rosén Guðlaugsson lögfræðingur, Þuríður Árnadóttir, sviðsstjóri/ staðgengill sýslumannsins á höf- uðborgarsvæðinu, og Þuríður Björk Sigurjónsdóttir héraðsdóms- lögmaður. Átta sækjast eftir sýslumannsembætti Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skjaldkirtilslyf sem fjöldi fólks þarf að nota daglega hefur ekki fengist hér á landi frá því í lok mars og byrjum apríl. Ástæðan er sú að það fæst ekki hjá framleiðanda. Lyfið er hins- vegar væntanlegt til landsins á föstudag og verð- ur dreift til apó- teka í næstu viku, samkvæmt upplýsingum umboðsins. „Ég er háður þessu lyfi vegna skjaldkirtilsins og þarf að taka ákveðinn skammt alla daga ársins. Vandasamt er að stilla það af. Ef ég tek ekki lyfið í einhvern tíma hefur það áhrif á efnaskipti líkmans og ég koðna niður og það tekur tíma að vinna sig upp aftur,“ segir Svanur Guðmundsson leigumiðlari sem ekki hefur fengið lyfið Levaxin í nokkurn tíma. Hann segist hafa fengið lánað af lyfjaskammti annars manns en segist hafa orðið var við í gegnum samskipti sem hann hafi átt í eftir að hann sagði frá málinu á Face- book að margir hafi lent í svipuðum hremmingum með önnur lyf. Lyfið ekki fáanlegt Málið með Levaxin-skjaldkirt- ilslyfið er að leysast, samkvæmt upplýsingum frá Vistor sem er með umboð fyrir framleiðandann, Ta- keda í Danmörku. Gunnur Helga- dóttir framkvæmdastjóri segir að allt hafi verið gert sem hægt hefur verið til að bæta úr ástandinu en erfitt hafi verið um vik þar sem lyfið hafi ekki verið fáanlegt hjá fram- leiðanda. Spurð af hverju ekki hafi verið gripið til aðgerða fyrr, til að tryggja birgðir, segir Gunnur að vandræði hafi verið með að fá lyfið í marga mánuði. Venjulega sé reynt að vera með 60 daga öryggisbirgðir. Fyrir- tækið hafi hins vegar ekki fengið það magn sem það pantaði þar til loks að birgðir framleiðandans voru búnar. Hún segir að stundum sé reynt að flýta fyrir innkaupum með því að fá með flugi lyf sem eru búin hér heima. Hins vegar séu vanda- mál með hitasveiflur í flugvélum og það hafi oft skapað vandamál því ekki megi selja lyf þegar hitastigið á þeim hefur ekki verið rétt allan tímann. Í þessu tilviki hefði lyfið að- eins komið degi fyrr með flugi en skipi. Ekki aukið vandamál Samkvæmt lyfjalögum er lyfja- heildsölum skylt að eiga nægar birgðir algengra lyfja sem markaðs- leyfi hefur fengist fyrir hér á landi. Gunnur segir að ekki sé algengt að lyf sem Vistor flytur inn séu ekki til og slíkum vandamálum hafi ekki fjölgað. Hún tekur fram að hún svari aðeins fyrir sitt fyrirtæki, ekki aðra heildsala eða framleiðendur. Nauðsynlegt lyf ekki fáanlegt í mánuði  Algengt skjaldkirtilslyf að koma til landsins  Skylt að hafa öruggar birgðir Lyf Miðað er við að tveggja mánaða birgðir af lyfjum séu í landinu. Svanur Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.