Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 26
stititute of Arts, er vel þess virði að heim- sækja, en þar er m.a. sjálfsmynd Vincents Van Goghs, sem var fyrsta verk listamannsins sem komst í eigu listasafns í Bandaríkjunum. Auk þess eru þar ýmsir dýrgripir, t.d. magnað mál- verk ítalska endurreisnarmálarans Caravag- gios, sem var uppi á 16. og 17. öld, sem sýnir systurnar Mörtu og Maríu Magdalenu og stór- fenglegar englamyndir ítalska málarans Fras Angelicos, sem var uppi um 200 árum fyrr. Freskur Diegos Rivera Einna eftirtektarverðast á safninu eru þó freskur mexíkóska listmálarans Diegos Riv- era, eiginmanns listakonunnar Fridu Kahlo. Þær sýna verkamenn að störfum í bílaverk- smiðjum Fords og var verkið málað að beiðni Edsels Fords, sem var sonur Henrys Fords og tók við af honum sem forstjóri Ford- bílaverksmiðjanna. Á þessum tíma vakti það furðu margra að Rivera, sem var yfirlýstur marxisti, skyldi taka að sér verkefni fyrir Ford, sem þótti holdgervingur kapítalismans á þessum tíma, en sjálfur sá Rivera verkið sem óð til verkamannsins og sagði eitt sinn að þetta væri það verk sitt sem hann væri einna stoltastur af. Möguleikarnir eru endalausir Blaðamaður fór í skoðunarferð um borgina í fylgd Kim Rusinow hjá leiðsögufyrirtækinu Destination Detroit Tours. Alloft kom það fyr- ir í ferðinni að hún sagði: „Sjáiði. Þetta er nýtt! Þetta var ekki þarna í síðustu viku.“ Þá var ýmist um að ræða nýjan veitingastað, nýja verslun eða litskrúðugt vegglistaverk en þau eru eitt af því sem einkennir uppbyggingu borgarinnar. Rusinow sagði að uppbyggingin í borginni væri löngu hætt að koma sér á óvart. „Möguleikarnir eru endalausir,“ sagði hún. Ljósmynd/visitdetroit.com Matarmarkaður Síðan um miðja 19. öld hafa Detroit-búar og aðrir farið á matarmarkaðinn Eastern Market sem einnig er afar vinsæll viðkomu- staður ferðamanna. Í nágrenni markaðarins hafa sprottið upp gallerí og handverksverslanir og litskrúðug veggjamálverk einkenna svæðið. Sögufrægur strætó Það var í þessum vagni sem Rosa Parks neitaði að víkja úr sæti fyrir hvítum farþega árið 1955. Vagninn er á Uppfinninga- og nýsköpunarsafni Henrys Fords. Listaverk Freskur mexíkóska listmálarans Diegos Rivera í listasafni Detroit-borgar sýna verkamenn í Ford-bifreiðaverksmiðjunum að störfum. Sjálfur sagði hann þetta vera eitt af sínum bestu verkum. 26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI • Glerhandrið • Glerhurðir • Speglar • Glerveggir • Málað gler • Tvöfalt gler • Sturtuklefar Stevie Wonder, Diana Ross, Mich- ael Jackson og Jackson 5, Smokey Robinson, Lionel Richie og Marvin Gaye. Allt þetta listafólk og fjöl- margir aðrir gáfu tónlist sína út undir merkjum Motown-útgáfu- fyrirtækisins í Detroit. Oft er sagt að ekkert útgáfu- fyrirtæki í sögunni hafi haft jafn- mikil áhrif á tónlist og tíðaranda og Motown, sem Berry Gordy stofnaði árið 1959. Meirihluti tón- listarmannanna sem voru á samn- ingi hjá fyrirtækinu var svartur og þetta var í fyrsta skipti sem tónlist sem gefin var út og flutt af svört- um Bandaríkjamönnum náði al- mannahylli. Höfuðstöðvarnar voru lengi vel í íbúðarhúsi við West Grand Boulevard sem kallað var Hitsville USA, eða „Smellabærinn Bandaríkjunum“ og eftir því sem starfseminni óx fiskur um hrygg keypti Gordy fleiri hús við götuna. Nú er þarna safn sem gaman er að skoða og þar eru m.a. gömul plötuumslög úr sögu Motown, fatnaður tónlistarfólks, fullbúið hljóðver frá 6. áratugnum og margt annað forvitnilegt. „Smellabærinn Bandaríkjunum“ er þess virði að heimsækja MICHAEL JACKSON, DIANA ROSS OG MARGIR FLEIRI Motown Þetta heimsfræga útgáfufyrirtæki stofnaði Berry Gordy árið 1959 og gjarnan er sagt að það hafi haft geysimikil áhrif á bæði tónlist og tíðaranda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.