Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 32

Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áberandi mannvirki Sementsverk- smiðju ríkisins frá fyrri tíð virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá íbúum í nágrenni þeirra. Í íbúakosningu á Akranesi voru 94,3% þátttakenda þeirrar skoðunar að fella ætti skor- stein Sementsverksmiðjunnar. Og í óformlegri könnun meðal íbúa í Bryggjuhverfi í Reykjavík vildu 83,3% þátttakenda að sementstank- arnir í Ártúnshöfða yrðu rifnir. Hinn 18. apríl síðastliðinn var opnað fyrir kosningu í íbúagátt Akraneskaupstaðar um framtíð sementsstrompsins á Akranesi. Skorsteinninn er 68 metra hár, steyptur. Niðurstaða kosning- arinnar var afgerandi. Alls bárust 1.095 atkvæði sem skiptust þannig að 94,25% (1.032 íbúar) kusu að strompurinn skyldi verða felldur og 5,75% (63 íbúar) kusu að stromp- urinn ætti að standa áfram. Niðurstaðan var lögð fram í bæj- arráði og lagði ráðið til að þessi nið- urstaða yrði höfð til hliðsjónar við frekari skipulagningu á áframhald- andi uppbyggingu á Sementsreit. Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra var þar falið að fylgja málinu eftir til skipulagsfulltrúa bæjarins. „Bærinn mun vitaskuld halda í þá atvinnu- sögu sem Sementsverksmiðjan kom með hingað til Akraness og útbúa minnisvarða um hana. Næstu skref hjá okkur eru að klára skipulag svæðisins til undirbúnings niðurrifs sementsstrompsins,“ segir Sævar. Reykjavíkurborg auglýsti í lok síðasta árs tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Bryggjuhverfi vestur. Svæðið er vestan núverandi hverfis, að hluta til á landfyllingum. Þarna hefur Björgun hf. verið með starfsemi um árabil en áður var Sementsverksmiðjan þar með birgðastöð fyrir höfuðborgarsvæðið. Fimmtugir sementstankar Á svæðinu standa tveir háir sem- entstankar, um 45 metrar, sem reistir voru árið 1967. Þetta var mik- il framkvæmd og voru tankarnir steyptir með skriðmótum. Sam- kvæmt skipulagstillögunni eiga tankarnir að standa áfram og stefnt var að því að finna þeim hlutverk. Tankarnir eru í eigu borgarinnar en hafa ekki verið í notkun lengi. Þorsteinn Þorgeirsson, íbúi við Naustabryggju, sendi athugasemd. Þar kemur fram að hann hafi dag- ana 30. desember 2017 til 4. janúar 2018 framkvæmt viðhorfskönnun meðal íbúa Bryggjuhverfis í hópi íbúasamtakanna á Facebook. Af 364 meðlimum hópsins tóku 136, eða 36,3%, þátt í könnuninni. Af þeim vildu 110, eða 83,3%, láta rífa turnana, eða sílóin eins og Þorsteinn nefnir turnana í bréfi sínu. Þorsteinn upplýsir að hann hafi skrifað borgarstjóra bréf og upplýst hann um viðhorf íbúa til málefnisins. Þeir sem vildu láta rífa turninn gera það á ýmsum forsendum. „Turninn er forljótur, ferlíki, fordyri heljar, helvítis,“ segir þar meðal annars. Einnig að þeir skapi ljóta aðkomu að hverfinu. Turnarnir standi nærri Ártúnshöfða og skyggi á hann. Höfðinn sé hið náttúrlega fallega kennileiti hverfisins. Betra væri að byggja hátt, nýtt hús fyrir þjónustu og menningarstarfsemi, sem yrði fjær höfðanum. Sjónarmið þeirra sem vildu áframhaldandi veru turnanna í hverfinu, 16,7%, eru af öðrum toga. Minnt er á m.a. að sílóum í Dan- mörku hafi verið umbreytt á skemmtilegan hátt. Nýta mætti þá undir veitingahús/listagalleri og í því sambandi vísað í vitann á Akra- nesi. Í húsakönnun sem Borg- arsögusafn Reykjavíkur gerði í fyrra kemur fram að Hörður Björnsson byggingafræðingur hannaði tankana. „Einstök hús, húsaraðir og götumyndir sem lagt er til að vernda með hverfisvernd í deiliskipulagi vegna byggingarlist- arlegrar, menningarsögulegrar og/ eða umhverfislegrar sérstöðu þeirra. Húsin hafa varðveislugildi sem kennileiti og sem minni um sögu iðnaðar í Ártúnshöfða,“ segir í umsögninni. Morgunblaðið/Hari Skorsteinninn 68 metra hár og gnæfir yfir Akranes. Af mörgum talinn kennileiti bæjarins. Íbúar vilja mannvirkin burt  Mannvirki Sementsverksmiðju ríkisins frá fyrri tíð eiga ekki upp á pallborðið  Strompurinn á Akranesi verður rifinn  Íbúar í Bryggjuhverfi vilja losna við sementstankana í Ártúnshöfða Morgunblaðið/Eggert Sementstankarnir Hafa staðið þarna í yfir hálfa öld og setja mikinn svip á Ártúnshöfðann. Sementsverksmiðja ríkisins var reist við höfnina á Akranesi á ár- unum 1956-1958. Hún tók formlega til starfa 14. júní 1958. Síðustu tonnin voru framleidd í febrúar 2012 og sá verksmiðjan því þjóðinni fyrir sementi í rúma hálfa öld. Búið er að rífa flest mannvirki verk- smiðjunnar og á svæðinu mun rísa íbúðarbyggð. Hráefnin í framleiðslu Sements- verksmiðjunnar voru skeljasandur úr Faxaflóa og líparít úr Hvalfirði. Þess vegna var Akranes talið heppilegasta staðsetningin fyrir verðsmiðjuna. Þegar mest var (árið 1975) var salan tæp 160 þúsund tonn en þá var mikil uppbygging á Þjórsársvæðinu. Salan 2007 nam tæplega 153 þúsund tonnum, en þá voru framkvæmdir við Kára- hnjúkavirkjun í fullum gangi. Á fyrstu áratugum í rekstri Sem- entsverksmiðjunnar störfuðu þar allt að 180 manns. Með breyttri tækni fækkaði starfsmönnum og á seinni árum störfuðu lengst af um 80 manns við verksmiðjuna. Hún var í áratugi mikilvægur hlekkur í atvinnulífi Akurnesinga. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verksmiðjan Festöll mannvirkin hafa verið rifin og íbúðir koma í staðinn. Framleiddi sement í rúmlega hálfa öld Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð- ardóttir, hefur skipað tvo guðfræð- inga í prestsembætti. Arnaldur Máni Finnsson var skipaður í embætti sóknarprests Staðastaðarprestakalls á Snæfells- nesi. Fimm umsækjendur voru um embættið en tveir drógu umsókn sína til baka. Þá var Kristján Ara- son skipaður í embætti sóknar- prests í Patreksfjarðarprestakalli. Þrír umsækjendur voru um emb- ættið. Biskup skipar í embættin í sam- ræmi við niðurstöður kjörnefnda í prestaköllunum. sisi@mbl.is Patreksfjörður Nýr prestur skipaður. Biskup skipar tvo nýja presta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.