Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Stóru sameiginlegu málin sem brenna á íbúum á Vesturlandi í að- draganda sveitarstjórnarkosninga snúa að samgöngum og viðhalds- framkvæmdum. Þá má búast við því að umræða um öldrunarþjónustu verði áberandi á næstunni. Þetta er niðurstaða yfirreiðar Morgunblaðs- ins um svæðið nýlega og samtala við íbúa. Páll S. Brynjarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi, segir að þótt vegir landsins séu á forræði ríkisins muni þeir verða kosningamál nú. „Samgöngumálin brenna á öllum Vestlendingum. Þar má til dæmis nefna umræðuna um Vesturlands- veg milli Akraness og Reykjavíkur, sá kafli skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“ Undir þetta tekur Anna Lára Steindal, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, sem keyrir daglega milli Akraness og Reykjavíkur. „Ég hef keyrt í mörg ár þarna á milli og vegurinn hefur versnað mjög hratt að undanförnu. Ég hugsa með hryllingi til þess að þurfa að keyra annan vetur þarna. Bæjarstjórnin hefur tekið góða afstöðu með íbúum og það er loksins eitthvað að ger- ast. En það eru hundruð sem keyra þarna á milli dag hvern og gríð- armiklir hagsmunir undir. Það má ekki gleyma því að þarna er líka ungt fólk sem sækir nám til Reykjavíkur. Það eru minnst þjálf- uðu ökumennirnir.“ Stórar vegaframkvæmdir Páll segir að fleiri stór verkefni er snúi að vegaframkvæmdum skipti íbúa á svæðinu miklu. „Íbúar hér á Borgarfjarðarsvæðinu eru mikið að horfa á Uxahryggi sem verða ný tenging á milli Suðurlands og Vesturlands. Þessi framkvæmd er í gangi en gengur bara afar hægt. Ef þú ferð út á Snæfellsnes blasir við að það er búið að standa lengi til að klára Fróðárheiðina en svo er það vegurinn um Skógar- strönd. Hann er tenging milli Snæ- fellsness og Dalanna. Um leið og þú ert kominn með þann veg góðan þá ertu búinn að beina ferðaþjónust- unni inn í Dalabyggð. Það er svæði sem gæti tekið við fleiri og hefði gott af því að fá fleiri ferðamenn. Á þessu svæði skipta þessir svokölluðu tengivegir gríðarlegu máli. Þar sem þú ert með öflugar sveitir skiptir máli að þessir vegir séu í lagi. Ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að það eru ekki nema rétt um 40 prósent vega á Vesturlandi sem eru með bundnu Morgunblaðið/Hari Stykkishólmur Ferðamenn sækja í auknum mæli á Vesturland og voru yfir 900 þúsund í fyrra. Tækifæri eru til að styrkja ímynd svæðisins enn frekar. Vegamál og viðhald veigamikið á Vesturlandi  Öldrunarþjónusta og framtíð ferðaþjónustu til umræðu VESTURLAND VEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018  Bryndís Geirsdóttir og Guðni Páll Sæmundsson hafa verið búsett í Árdal í Andakíl síðustu sex árin. Þar hafa þau meðal annars starfað við kvikmyndagerð og kunnust er fram- leiðsla þeirra á fjórum þáttaröðum af Hinu blómlega búi ásamt Árna Ólafi Jónssyni matreiðslumanni. Þau segja að margt hafi breyst á þessum sex árum í sveitinni. Mest ber á breytingum í tengslum við uppgang í ferðaþjónustu. „Fyrir tíu árum hefði enginn trúað því að hér yrði fólksfjölgun. Bara fyrir sex ár- um hristu margir hausinn ef ég tal- aði um sóknarfæri í landbúnaði,“ segir Bryndís en þau hafa beitt sér mjög fyrir nýtingu þess frábæra hráefnis sem sveitin hefur upp á að bjóða. „Breytingin er ótrúleg. Hér er allt á fullu, menn leggja metnað í að bjóða upp á mat úr héraðinu á toppklassa veitingastöðum hér. Nú hægt að kaupa framleiðslu úr sveit- inni, til dæmis grænmeti, í litlu verslununum. Áður fór allt til Reykjavíkur. Menn eru farnir að auka verðmæti hrávörunnar með því að fullvinna hana, til dæmis ís úr mjólkinni sinni, og svo mætti áfram telja,“ segja þau. Bryndís og Guðni hafa verið að velta framtíðinni fyrir sér og þar spila húsnæðismál inn í. „Við viljum eignast húsnæði en hér er húsnæðisskortur eins og alls stað- ar. Einn kosturinn er að byggja sjálf á Hvanneyri, þar eru lausar fallegar lóðir. Það er hins vegar mikið fyrir- tæki að byggja sér hús.“ Vel er hlúð að barnafólki í sveit- inni og það hefur sitt að segja um að þau hafa ílengst. „Leikskólinn heitir Andabær og þar er flott starf og ofboðslega notalegt. Þegar eldri strákurinn okkar var fjögurra ára fór ég í heim- sókn í grunnskólann, sem er fyrir börn í 1.-5. bekk. Þar er afskaplega heimilislegur andi og þarna áttaði ég mig á því að mig langaði að vera hér áfram. Svo þegar yngri strák- urinn fæðist er meira að segja farið að bjóða upp á að taka við níu mán- aða börnum á leikskólann,“ segir Bryndís. Þó er eitt og annað sem mætti betur fara á svæðinu, að mati hjónanna. „Það er mikilvægt að gæta vel að innviðum sem laða að nýja íbúa, þjónustu við nemendur háskólanna, til að mynda á Hvann- eyri þar sem svo mikið svigrúm er til vaxtar og áhuginn mikill hjá ungu fólki að setjast að. Góður leik- og grunnskóli er kannski besti stuðningur sveitarfé- lagsins við Landbúnaðarháskólann sem er faglega vel uppbyggður og mikilvægur landinu öllu, að þeirra mati. Bæta þarf vegamál og síma- og netsamband. „Við þurfum að standa úti í glugga til að tala í sím- ann og netið fáum við í gegnum ör- bylgjuloftnet. Það er ríkt í Borgfirð- ingum að vilja koma aftur heim. Það er margt ungt fólk sem hefur farið og menntað sig og vill nýta menntunina í heimabyggðinni. Auð- vitað er mikilvægt fyrir þetta fólk að hafa traust netsamband. Við getum alveg verið búsett hér og framleitt fullt af sjónvarpsefni en við getum ekki búið við það að eiga á hættu að netsambandið hrynji þegar við eigum að skila af okkur.“ hdm@mbl.is Morgunblaðið/Hari Í Árdal Guðni Páll Sæmundsson og Bryndís Geirsdóttir með syninum Gissuri. Þarf að hlúa að ungu fólki Í Grundarfirði er það fastur liður á þriðjudögum hjá nokkrum heldri konum að hittast og huga að hann- yrðum. Þegar Morgunblaðsmenn ráku inn nefið í síðustu viku lá vel á konunum enda voru dýrindis vöfflur á boðstólum með kaffinu. „Þetta hefur bara allt að segja, að hitta fólk, deila saman fréttum og kjafta pínulítið,“ segja þær. Kon- urnar borga 500 krónur fyrir kaffið og safna í sjóð sem svo er notaður til að hópurinn geti farið saman út að borða einu sinni á ári. „Það er ýmislegt sem varðar þjón- ustu við okkur eldra fólkið sem mætti bæta. Við erum til dæmis bú- in að vera að berjast fyrir því að fá hingað sjúkraþjálfara. Aðstaðan er tilbúin en það gengur allt of hægt að fá sjúkraþjálfara,“ segir Jensína Gunnarsdóttir, 79 ára. Eygló Guðmundsdóttir, 78 ára, bendir á að skortur sé á húsnæði í bænum. „Það vantar húsnæði fyrir fólk sem vill flytja hingað. Allt leiguhúsnæði er komið í túristana.“ Þær eru sammála um að margt hafi breyst í bænum síðustu ár. Verslunum hefur fækkað en veit- ingastöðum hefur fjölgað. „Þegar ég kom hingað fyrir tólf árum, ég er nú ekki héðan, þá voru fimm eða sex verslanir í bænum, blómabúð, gjafavöruverslun, fata- búð. Þær eru allar farnar nema matvörubúðin og svo er margt til hjá Bibbu í Snæþvotti núna,“ segir Sólveig Stefanía Jónsdóttir, 75 ára. „Fólkið kvartar yfir því að það sé ekkert á staðnum en svo fer það bara til Reykjavíkur. Við erum með eina matvörubúð hérna, það er allt að henni og það er keyrt inn í Stykkishólm til að versla í Bónus. Þetta á ekki við alla, en það dugar einn og einn þegar ekki eru marg- ir,“ segir Hulda Vilmundardóttir, 81 árs. Þær segja að óhætt sé að fjölga salernum fyrir ferðamenn og taka Hannyrðir Konurnar hittast einu sinni í viku og hafa gert um langt árabil. Morgunblaðið/Hari Veitir ekki af plássi á dvalar- heimilinu þegar við mætum  Skortur á húsnæði í Grundarfirði og bæta má þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.