Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 35

Morgunblaðið - 03.05.2018, Side 35
Páll S. Brynjarsson, Borgarnesi „Þegar kreppti að eftir 2008 þá spör- uðu menn viðhald, hvort sem það var á húsnæði eða á götum og gang- stéttum. Það eru mjög stór verkefni fram undan í þess- um málum víða, til að mynda á Akra- nesi, í Borgarnesi og úti á Snæfells- nesi. “ slitlagi. Hér er því heilmikið ógert við að leggja malbik.“ Styrkja þarf ímynd héraðsins Fjölgun ferðamanna hefur skil- að sér á Vesturlandi eins og víðast hvar annars staðar. Segir Páll að mikil tækifæri séu fyrir hendi, eink- um og sér í lagi ef samgöngur verði bættar. Ríflega 900 þúsund ferða- menn fóru um Vesturland í fyrra og var það fjölgun upp á yfir 100 þús- und ferðamenn milli ára. „Það er að verða til mjög öflug atvinnugrein, ferðamennskan, á Vesturlandi. Hún hefur fyrst og fremst byggst upp á Snæfellsnesi og hérna á Borgarfjarðarsvæðinu en það eru tækifæri víðar,“ segir Páll. Þau Bryndís og Guðni í Árdal, sem rætt er við hér til hliðar, telja að kosningarnar sem eru fram und- an og næsta kjörtímabil séu spenn- andi í þessu tilliti. „Íbúum fjölgar hratt og það á stækka hótelin enn frekar. Það er ekki til húsnæði fyrir allt þetta fólk og það þarf að finna lausn á því. Svo þarf að hugsa um hvernig land- búnaðurinn, þekkingarsamfélagið og ferðaþjónustan getur stutt hvað annað. Það eflir samfélagið til fram- búðar. Ef ferðamennskan stendur ein og sér þá er allt svo brothætt – ef hún snýst bara um að skoða fjöll og fossa þá eru þetta bara rútur sem fara á áfangastað og til baka, eins og verið hefur síðustu 30 ár. En ef hugsað er langs tíma þá væri gáfulegast að nýta grundvall- aratvinnuvegina til að styrkja ímynd héraðsins sem matar- og menningarhéraðs,“ segja þau. Stórar áskoranir á Akranesi Páll segir að íbúar á Vest- urlandi séu að eldast, rétt eins og annars staðar. Því verði öldr- unarþjónusta áberandi umræðuefni í komandi kosningum og á næstu misserum. „Menn munu berjast fyrir fjölgun hjúkrunarrýma og fleira til að geta sinnt öldruðum betur en í dag. Ég held að þetta eigi við um allt Vesturland.“ Hann segir jafnframt að vega- framkvæmdir muni teygja sig inn á borð sveitarfélaga. „Ég tel að í mörgum sveitarfélögum verði um- ræða um endurbætur og lagfær- ingar. Þegar kreppti að eftir 2008 spöruðu menn viðhald, hvort sem það var á húsnæði eða á götum og gangstéttum. Það eru mjög stór verkefni fram undan í þessum mál- um víða, til að mynda á Akranesi, í Borgarnesi og úti á Snæfellsnesi. Við finnum að það er mikil umræða um þetta,“ segir Páll. Hann segir jafnframt að fjárhagsstaða sveitar- félaga á Vesturlandi sé almennt mjög góð. Anna Lára Steindal segir að atvinnumál og framtíðaruppbygg- ing sé ofarlega í huga íbúa á Akra- nesi. „Margir hafa áhyggjur af því að það eigi að setja öll eggin í sömu körfuna og veðja áfram á stórfyrir- tæki í iðnaði. Stóra spurningin er hvort við ætlum að ýta undir meiri fjölbreytileika hér og búa til fleiri tækifæri. Akranes hefur þann stór- kostlega eiginleika að vera þorp nánast í útjaðri borgarinnar. Við er- um fljótari að keyra til Reykjavíkur en fólk er að keyra á milli hverfa í mörgum borgum en um leið höfum við allt sem þorpslífið hefur að bjóða. Það eru stórar ákvarðanir fram undan varðandi uppbyggingu á sementsreitnum og frekari land- fyllingu. Fólk er klofið í afstöðu sinni. Ég held að það ætti að veðja á eitthvað annað en bara stórfyr- iræki, nýta sementsreitinn til að fá fleira ungt fólk í bæinn og byggja upp.“ Morgunblaðið/Hari Akranes Stórar ákvarðanir eru fram undan á Akranesi varðandi framtíð- aruppbyggingu á sementsreitnum. Mikil uppbygging er fyrir höndum. Anna Lára Steinsen, Akranesi „Ég held að það ætti að veðja á eitthvað annað en bara stórfyrirtæki, nýta sementsreitinn til að fá fleira ungt fólk í bæinn og byggja upp.“ Íbúar í sveitarfélögunum á Vesturlandi eru samtals 16.257. Stærsta sveitarfélagið erAkraneskaupstaður en íbúar þar eru 7.259. Fæstir íbúar eru í Skorradalshreppi, 56 talsins. Í kosningunum 26.maí munu 68 frambjóðendur taka sæti í 10 sveitarstjórnum, hreppsnefndum og bæjarstjórnum áVesturlandi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Átthagafræði hefur verið kennd við Grunnskóla Snæ- fellsbæjar síðustu átta ár og er orðin að föstum lið í skóla- starfi hjá nemendum í 1.-10. bekk. Markmið með náminu er að við lok grunnskólagöngu hafi það skilað nemendum góðri þekkingu á heimabyggð sinni og kennt þeim vinnu- brögð sem munu nýtast þeim í framtíðinni, hvort sem er í frekara námi eða þátttöku í atvinnulífi. Á dögunum var opnuð ný heimasíða um nám- ið, www.atthagar.is, en þar er hægt að skoða námskrá og sitthvað fleira. „Átthagafræði er fræðsla um nærsamfélagið og eru lykilþættir hennar náttúra, landafræði og saga bæjarfélagsins. Hún snýst einnig um að nemendur kynn- ist samfélagi nútímans og þeim tækifærum sem það býr yfir,“ segir í umfjöllun um námið á vefnum Skólaþræðir. Morgunblaðið/Ómar Snæfellsbær Grunnskóla- nemar læra um átthagana. Læra um heimahaga til hendinni á tjaldstæðum bæj- arins. Sem betur fer er næga vinnu að hafa í bænum. „Iðnaðarmenn hafa meira en nóg að gera. Það er verið að byggja stóra byggingu hjá fiskvinnslunni. Það eru þrír kranar, hefurðu ekki tekið eftir því, elskan mín? Svo er nú verið að stækka dvalarheimilið. Það veitir nú ekki af plássinu þeg- ar við mætum allar!“ hdm@mbl.is Grundarfjörður Hulda Vilmundardóttir, Jensína Gunnarsdóttir, Sólveig Stefanía Jónsdóttir og Eygló Guðmundsdóttir.  Næst verður komið við á Aust- urlandi og fjallað um það sem þar er efst á baugi fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar í vor. Á laugardaginn Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 FYRIR VEISLURNAR Í SUMAR! COLOUR 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.