Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 51
urnar væru minni nýliðun eftir 2014 og mikið alþjóðlegt veiðiálag. Óvissa varðandi nýliðun síðustu tvö ár Stofnmat alþjóðahafrannsókna- ráðsins 2017 bendir til að árganga- stærð 2016 og 2017 hafi farið niður á við, en Anna Heiða segir það byggj- ast á veikum grunni. Upplýsingar um árgangastærð makríls 2016 og 2017 byggist eingöngu á veiðigögn- um en uppistaða í makrílafla sé alla jafna 3-8 ára fiskur. Gögn fyrir nýliðunarvísitölu eru ekki til fyrir þessa árganga og vant- aði í stofnmatið fyrir þessi ár. Tölur um nýliðun 2016 og 2017 er því ekki að finna í meðfylgjandi grafi. Í grein um ástand makrílstofnsins og ráðgjöf um veiðar á þessu ári seg- ir hins vegar að í heildina hafi nýlið- un verið góð frá aldamótum þar sem nokkrir árgangar hafi verið stórir. Í greininni segir einnig: „Frá árinu 2006 hefur makríll gengið á Íslands- mið í fæðisleit yfir sumarmánuðina. Niðurstöður árlegs makrílleiðang- urs í NA-Atlantshafi sumarið 2017 benda til að álíka magn af makríl hafið verið innan íslenskrar lögsögu og undanfarin sumur. Ástæður auk- innar makrílgengdar hafa verið tengdar stækkun stofnsins, hlýnun sjávar og fæðuframboði.“ Reikna má með að eftir um tvo mánuði verði makrílvertíðin að fara af stað hér við land. Makríllinn, sem áður var flokkaður sem flækingur á Íslandsmiðum, hefur verið þjóðar- búinu mikilvægur síðasta áratuginn og gengið af krafti inn á Íslandsmið sumar eftir sumar. Í ár er kvóti Ís- lendinga tæplega 135 þúsund tonn, sem er nokkru minna en síðustu ár. Veitt umfram ráðgjöf Heildarútbreiðslusvæðið í makríl- leiðangrinum sumarið 2017 var 7% minna en mældist sumarið 2016 en 4% stærra en mældist sumarið 2015. Spurð að því hvort veiðar umfram ráðgjöf alþjóðahafrannsóknaráðsins eigi þátt í því að hrygningarstofn makríls hafi minnkað síðustu ár seg- ir Anna Heiða: „Það eru merki um minnkandi stærð hrygningarstofns árið 2017 samanborið við 2011. Það er búið að veiða 40% eða meira umfram veiði- ráðgjöf frá og með 2008 og slíkar umframveiðar munu hafa neikvæð áhrif á stofnstærð um leið og nýliðun minnkar. Nýliðun er óvissuþáttur í stofnmatsreikningum og það er ekki línuleg fylgni á milli hrygningar- stofnsstærðar og nýliðunar. Stór hrygningarstofn er ekki trygging fyrir góðri nýliðun. Þannig vitum við aldrei hvernig nýliðun verður á næsta ári. Það er spurning um tíma hvenær langtímaofveiðar, líkt og við sjáum í makríl, fara að hafa neikvæð áhrif á stofnstærð. Við verum að bíða eftir stofnmati 2018 áður en við fullyrðum um árgangastærð fyrir árin 2016 og 2017.“ 1998-2016 Heimild: Hafrannsóknastofnun Veiðar á makríl umfram ICES ráðgjöf 80% 60% 40% 20% 0% 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 umfram ráðgjöf NOREGUR ÍSLAND Útbreiðsla makríls 2015-2017 Þéttleiki kg/km2 Ár 0,1-100 100-1.000 >1.000 2015 2016 2017 Heimild: Hafrannsóknastofnun 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 www.sfs.is Fjárfesting forsenda framfara Ársfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Ávörp: JensGarðarHelgason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi KristjánÞór Júlíusson sjávarútvegsráðherra AfhendingHvatningarverðlauna sjávarútvegsins AfhendingstyrkjaúrRannsóknasjóði síldarútvegsins Erindi: „Hvernigmáhámarka virði auðlindar?“ Heiðrún LindMarteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi „Auðlind vex af auðlind“ LovísaAnna Finnbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármálaráðgjafar Deloitte „Afrakstur samstarfs við framsækin sjávarútvegsfyrirtæki“ Helgi Hjálmarsson framkvæmdastjóri Völku Fundarstjóri Helga SigurrósValgeirsdóttir viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Arion banka Hilton Reykjavík Nordica, föstudagur 4. maí kl. 13.00–15.00 Einar Helgason, smábátasjómaður og formaður Króks á Patreksfirði, var fljótur að ná skammtinum á fyrsta degi strandveiða sumarsins í gær. Hann reri frá Patreksfirði á Sóma 860 um klukkan fimm um nótt- ina og var kominn heim með skammtinn fyrir klukkan níu í gær- morgun. „Þetta gekk bara mjög vel,“ segir Einar. „Ég fór einhverjar 13-14 mílur út fyrir Blakk í ágætis sjólagi, rétt rúmar 20 mílur frá bryggju, og var kominn með um 800 kíló af óslægðu eftir hálfan annan tíma á miðunum. Þetta var góður fiskur og hann var strax vel við.“ Einar segist halda að almennt hafi vertíðin byrjað vel fyrir vestan og margir verið að tínast inn fyrir og um hádegi. Miðað við upplýsingar um fjölda báta í upphafi vertíðar segist hann gera sér vonir um að 48 dagar á strandveiðunum dugi út ágústmánuð. Víða líflegt á miðunum Víða var líflegt á miðunum á þess- um fyrsta degi tíundu vertíðar strandveiða og róið allt í kringum landið. Alls höfðu 284 bátar virkjað leyfi til veiða í gær, en það er nokkru færra en á upphafsdegi vertíðarinnar síðustu ár. Í fyrra reru 374 bátar á fyrsta degi og 413 árið 2016. Eins og undanfarin ár eru flestir bátarnir á svæði A, vestursvæði frá Arnarstapa til Súða- víkur, en þar höfðu 132 bátar virkjað leyfi sín í gær. Þeir voru 176 fyrsta veiðidaginn í fyrra og 182 árið 2016. Í fyrra fóru alls tæplega 600 bátar í heildina á strandveiðar og hafði þá fækkað um 70 frá árinu á undan. Snöggur að ná skammtinum fyrsta daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.