Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 18. maí PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 14. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Fjallað verður um tískuna í förðun, snyrtingu, fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira Marta María mm@mbl.is „Jóhanna tengdadóttir mín var nýbúin að kaupa þessa bók þegar ég kom til Texas í heimsókn til hennar og Guðjóns sonar míns haustið 2014. Vinahjón þeirra höfðu farið í hreins- unina saman og hún keypti hana til að þau gætu gert slíkt hið sama, en voru bara enn að lesa bókina á þess- um tímapunkti. Ég var frekar hrokafull þegar hún sýndi mér bók- ina og sagðist vera búin að skoða svo margs konar mismunandi mat- aræði að ég nennti ekki að bæta meira við. Sem betur fer var þetta í upphafi tveggja vikna heimsóknar hjá þeim, svo ég fór að blaða í bók- inni og fannst hún svo áhugaverð að ég endaði á að taka eintak hennar með heim og panta nýtt handa henni,“ segir Guðrún sem var búin að gera margar breytingar á mat- aræði sínu þegar hún kynntist hug- myndum Junger. „Ég var alltaf til í að prófa eitt- hvað nýtt ef það myndi virka betur en það sem ég hafði prófað áður. Mér fannst Hreint mataræði hrein- sikúrinn hins vegar svo skyn- samlegur, vegna þess að þar ertu að nota fæðuna og mátt alltaf borða þig sadda/n. Svo notar þú bætiefni til að hreinsa líkamann og styrkja hann svo hann geti í raun endurnýjað sig. Ég ætlaði að fara auðveldu leiðina þegar ég fór fyrst í gegnum hreinsi- kúrinn og panta pakka með prótein- um og bætiefnum frá Clean Pro- gram í Bandaríkjunum. Ég komst hins vegar að því að þeir seldu pakk- ann ekki út fyrir landið, þar sem í bætiefnunum var ákveðin jurta- blanda sem ekki er leyfð af Evrópu- sambandinu. Ég fékk því leiðbein- ingar frá þeim hvaða bætiefni ég ætti að nota og hef síðan þá ráðlagt þau sömu á námskeiðum mínum. Yfirleitt má vænta fráhvarfs- einkenna fyrstu dagana þegar tekn- ar eru út matvörur eins og kaffi, mjólkurvörur, sykur og brauð og líkaminn fer í gegnum mesta afeitr- unarferlið. Þá getur maður verið þreyttur og með höfuðverk. Á þeim tíma er um að gera að taka það ró- lega og hvíla sig, því þegar aðeins líður á ferlið eykst orkan til muna og maður fer að gera ýmislegt sem er á „geyma þar til seinna“ listanum. Eitt það besta við ferlið finnst mér vera sú ráðlegging að borða bara í 12 tíma og fasta í 12 tíma. Alejandro Junger, höfundur Hreins mataræðis, segir að líkaminn þurfi átta tíma til að vinna úr matnum sem við höfum borðað yfir daginn og fjóra til að hreinsa hann af eitur- efnum. Það hljómar eitthvað svo rökrétt og eftir fyrstu hreinsun fyrir þremur og hálfu ári hef ég haldið mig við þetta,“ segir hún. Í bókinni er lagt til að fólk taki 21 dag en Guðrún ákvað að fara í átta vikna hreinsun en það gerði hún í samráði við heim- ilislækni sinn. Blóð- gildi hennar voru mæld fyrir og eftir 24 daga. Hún segir að blóðgildin hafi verið miklu betri eftir hreinsun en fyrir hana. „Mér finnst ég allt- af þurfa að deila góð- um ráðum og upplýs- ingum sem snúa að heilsunni með öðrum, því heilsan er svo mikilvæg. Ég var í góðu sam- bandi við Sölku bókaútgáfu og sagði þeim af árangri mínum af hreinsik- úrnum, sem þeim fannst áhugaverð- ur og leituðu strax eftir útgáfurétt- inum. Til að hraða mætti útgáfu bókarinnar var ákveðið að við mynd- um tvær þýða hana, ég og Nanna Gunnarsdóttir.“ Í framhaldinu fór Guðrún að halda námskeið upp úr bókinni og í dag hafa 1.100 Íslendingar farið í gegnum þetta prógramm. Guðrún segir að hún hafi haft það að leið- arljósi að hafa námskeiðin eins ein- föld og hægt er svo fólk myndi ekki gefast upp. „Mörgum finnst svo ógnvekjandi að gera breytingar á mataræðinu, jafnvel þegar þeir vita að það muni gera þeim gott. Einföldun er því að mínu mati afar mikilvæg. Það tók mig nokkurn tíma að þróa náms- efnið þannig að það veitti þær upp- lýsingar og þann stuðning sem það gerir í dag. Svo held ég bara áfram að bæta það eftir því sem ég læri meira sjálf.“ Guðrún segir að fólk noti mat oft og tíðum til að hugga sig. „Við erum oft að fela djúpstæðan sársauka, einmanaleika, erf- iðleika úr æsku, mis- notkun og höfnun, svo eitthvað sé nefnt, á bak við matinn. Sæl- gæti gerir „súrt“ ástand í lífinu sætara og brauð, sem flestir eiga í sterku ástarsam- bandi við, er þungt í maga og slær því vel á allar tilfinn- ingar sem vilja koma upp á yfirborð- ið. Það verða auðvitað miklar breyt- ingar þegar við tökum í burtu mat- inn sem hefur falið tilfinningar okk- ar og áföll svo vel. Sumir eru duglegir og takast á við undirliggj- andi sársauka, á meðan aðrir fara aftur í gamla farið. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir léttinum sem fylgir því að gera upp gömul mál, fyrirgefa og sleppa tökum á því gamla. Við verðum svo miklu sterk- ari og heilli ef við vinnum úr tilfinn- ingamálunum okkar og um leið styrkist líkaminn. Tilfinningaleg áföll hafa nefnilega svo mikil áhrif á Það að léttast er bara bónus Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Guðrún Bergmann var búin að prófa margar leiðir í átt að betra mataræði þegar tengdadóttir hennar rétti henni bókina Clean Eats eftir dr. Alejandro Junger. Guðrún hélt að þetta væri enn ein megr- unarbókin en eftir að hafa lesið hana ákvað hún að fara á hreinsikúrinn í bókinni, þýða bókina yfir á ís- lensku ásamt Nönnu Gunnarsdóttur og nú hafa 1.100 manns farið í gegnum Hreint mataræði, nám- skeið hjá henni. Hún segir að lífið gjörbreytist þeg- ar fólk hættir að borða yfir tilfinningar sínar. Guðrún Bergmann var búin að prófa margt þegar kemur að bættri heilsu og hélt að bókin um Hreint mataræði væri bara enn ein megrunarbókin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.