Morgunblaðið - 03.05.2018, Page 60

Morgunblaðið - 03.05.2018, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Ragnar Eyþórsson mætti aftur til leiks eftir að hafa sigrað á fyrsta Íslandsmótinu í fimmaura- bröndurum í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Í fyrstu umferð bar hann sigurorð af Ólafi Teiti Guðnasyni, í bráðabana. Sá skoraði á Baldvin Jónsson sem mætti Ragnari í bráð- skemmtilegum og spennandi úrslitaleik á þriðjudaginn. Fyrir þá sem misstu af þættinum, og hafa ekki séð hann á netinu, birtum við alla brand- arana sem voru fluttir. Baldvin: Þegar ég kom hingað inní þetta hljóðver þá var það mín upplifun að þetta var eins og að fara inn í golfskála. Það er talað svo mikið um „green“. Ragnar: Það var sumardagurinn fyrsti og ég vildi vera sumarlegur. Þannig að ég snyrti á mér skeggið. (Leggur poka með hárum á borð- ið). Hér er afraksturinn. B: Það var þannig í vor að það kom elding í Mosfellsbæ. Svo kom Afturelding. R: Fyrst við erum að tala um fótbolta. Ég ætlaði einmitt að stofna fótboltafélag vaðfugla. Það er svona andspyrnuhreyfing. B: Mér líður eins skyri. Ég er hræður R: Ég fékk myndavél. En mér finnst svo skrítið að á öllum myndunum er helmingurinn brosandi og hinn helmingurinn í fýlu. Þetta er bipolaroid myndavél. B: Ef maður borðar mikið sælgæti þá getur maður fengið Nóa kropp. R: Hvar vaxa snjókallafóstur? Í frostlegi. B: Ég á dótturdóttur sem heitir Lína. Þegar ég passa hana þá er ég línuvörður R: Ætli séu til íþróttasálfræðingar sem sér- hæfa sig í boltameðferð? B: Er það rétt að fráskilið fólk sofi í skilrúm- um? R: Ég sá drykkfelldan mann með Apple tölvu. Það var eitthvað bogið við hann. Þetta var Makkaróni. B: Sá sem gerir við rafmagn er rafvirki, sá sem gerir við bíla er bifvélavirki. Er þá læknir ekki mannvirki? R: Mér finnst að samhliða Reykjavík- urmaraþoninu ætti að vera spretthlaup á Sel- tjarnarnesi. Nesquick. B: Er það rétt að efnað fólk fari á dýra spít- ala? R: Ég lenti í ærsladraug. Hann var yfir kjör- þyngd. Meiri svona ærslabelgur. B: Hvernig vitum við að Google er kona? Hún veit allt. Baldvin fékk ekki stig fyrir þennan og Ragnar gat því komist yfir en klúðraði því: R: Ég ætlaði í andaglas en fann bara bolla. Þannig að það var málamiðlun. Staðan því enn 8:8 og einn brandari eftir á hvorn. B: Svo var það skúringakonan sem þurfti að hagræða. Hún fækkaði fötum. R: Forsetinn á undan Guðna Th. hann hann- aði sérstakt tæki fyrir sauðfé. Ólíkindatól. Hér er jafnt og því þarf bráðabana og þar var pressan á áskorandanum sem náði sér ekki á strik. B: Ég fór í gær og keypti lak á rúmið. Það lak. Ragnar gat því tryggt sér titilinn með næsta brandara. R: Þetta minnir mig á þegar ég var að keppa í ávaxtakappáti. Það var jafnt. Þannig að það var bráðabanani! Þarmeð tryggði Ragnar sér sigurinn og heldur bikarnum. Það er þó óvist hvort hann nái að leggja næsta andstæðing því Baldvin skoraði á Einar Bárðason og hann mætir til leiks í byrjun maí. logibergmann@k100.is Skúringakonan sem fækkaði fötum Ragnar Eyþórsson mætti aftur til leiks eftir að hafa sigrað á fyrsta Íslandsmótinu í fimm- aurabröndurum í morgunþætt- inum Ísland vaknar á K100. K100/Runarfreyr Fyndnir Baldvin Jónsson og Ragnar Eyþórsson slá á létta strengi, að venju. Það má spyrja sig að því hversu mikið er skrafað í köldu pottunum til samanburðar við heitu pottana, þar sem samfélagsmálin eru gjarnan krufin og rædd. Það er nefnilega þannig að þeir sem skella sér í ískalt bað eru jafnan að einbeita sér að önduninni til að ná yfirvegun í pottinum, frekar en að spjalla um heima og geima á þeirri sömu stundu. Það er í það minnsta upplifun undirritaðrar. Þó er það þannig að Íslandsmetið í ís- baði er rúmar 20 mínútur, en það á Vilhjálmur Andri Einarsson. Fyrsta Wim Hof-stöðin á Íslandi Viljhálmur Andri sat í keri fullu af klökum og ísköldu vatni og spjallaði við fréttamenn meðan hann taldi niður í nýtt met í fyrra. Hans saga var saga þjáninga og verkja, þar til hann kynntist ís- böðum. Þór Guðnason sagði svip- aða sögu í Magasíninu á K100 en hann er einn þeirra frumkvöðla sem reka Primal-stöðina sem var opnuð á dögunum. Auk sundlaug- anna eru nokkrar líkamsræktar- stöðvar farnar að bjóða upp á köld böð, en Primal sérhæfir sig í þeirri æfingaraðferð að blanda saman köldum böðum og öndunar- æfingum til að auka kuldaþolið. Sársaukaþolið eykst við ísböðun „Það sem öndunaræfingarnar gera fyrir kalda baðið er að þær losa fyrst og fremst um koltvísýr- ing úr kerfinu. Með því að losa um koltvísýring í kerfinu þá hækkum við PH-gildi líkamans þannig að við verðum basískari. Og þegar það gerist, þá minnkar í raun til- finning okkar fyrir sársauka. Eða sársaukaþolið eykst þannig að við þolum betur við að vera í kalda vatninu,“ útskýrir Þór í viðtalinu. Hann segir að maður komist upp á annað þrep í ísböðun þegar mað- ur er farinn að taka öndunar- æfingarnar með. Hættur að taka ADHD- og astmalyf Sjálfur segir Þór að Wim Hof- tæknin hafi breytt lífi sínu, at- hyglin hafi skerpst til muna eftir að hann fór að stunda öndun og köld böð. Hann segist hættur að taka ADHD-lyfin sín og eins hefur hann losað sig við astmalyfið sem hann tók við áreynsluastma. Þór er eini Íslendingurinn sem hefur lokið kennararéttindum hjá Wim Hof, en sú aðferð segir hann að byggist á þremur súlum, kulda- þjálfun, öndun og staðfestu. „Því maður þarf mikla staðfestu. Mað- ur þarf að vera grjótharður til að fara ofan í kalt bað á hverjum degi,“ bætir Þór við. hulda@k100.is Íslandsmetið rúmar 20 mínútur Ísböð hafa rutt sér til rúms á skömmum tíma hérlendis og er mikill uppgangur í sjóböðum og kælingu sér til heilsubótar. Almenn- ingur er farinn að sækja í sjósund í meira mæli, en segja má að hér áður fyrr hafi það verið sérvitringarnir sem skelltu sér í hafið eða löbbuðu berfættir í snjónum. Þróunin hefur leitt til þess að við sundlaugar landsins er nú gjarnan boðið upp á böðun í köldum pott- um og þannig geta sundlaugagestir sest í kaldan pott í nokkrar sekúndur, jafnvel mínútur. En það er þá líka fyrir þá allra hörðustu. Á ís Wim Hof hefur komið hingað til lands og synti hann meðal annars í Jökulsárlóni ásamt Þór Guðnasyni, fyrsta Wim Hof-kennaranum hérlendis, sem hér sést. Öndunar- og kuldaæfingar Í æfingum er m.a. farið út í náttúruna, en tengingin við náttúruna leikur stórt hlut- verk í Wim Hof-iðkun. Ljósmynd/Wim Hof á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.