Morgunblaðið - 03.05.2018, Síða 66
66 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018
✝ GuðmundurJakob Jó-
hannesson fæddist
á Skagaströnd 15.
júní 1920. Hann
lést 17. apríl 2018.
Guðmundur var
sonur hjónanna
Helgu Þorbergs-
dóttur, f. 30. apríl
1884, d. 30. septem-
ber 1970, og Jó-
hannesar Páls-
sonar, f. 23. maí 1878, d. 9. mars
1972. Hann var 12. í röð 16
systkina en það elsta var fætt
1902 og það yngsta 1927.
Guðmundur kvæntist 22. júní
1946 Soffíu Sigurlaugu Lárus-
dóttur, f. 23. júní 1925, d. 31.
mars 2010. Soffía var dóttir
hjónanna Láru Kristjánsdóttur,
f. 6. apríl 1901, d. 6. september
1993, og Lárusar G. Guðmunds-
sonar, f. 6. október 1896, d. 21.
september 1981.
Guðmundur og Soffía byggðu
sér hús á Hólabraut 25, Skaga-
strönd, og áttu þar heima nær
alla sína búskapartíð. Þeim varð
sex barna auðið en þau eru: 1)
Lárus Ægir, f. 4. nóvember
barnabarn. Einnig ólst upp hjá
þeim frá 10 ára aldri Ólafur Ró-
bert Ingibjörnsson, f. 27. desem-
ber 1956. Eiginkona hans er
Kristín Hrönn Árnadóttir, f. 14.
nóvember 1956. Þau eignuðust
fimm börn og eiga fjögur barna-
börn.
Guðmundur ólst upp hjá for-
eldrum sínum á Skagaströnd og
síðar vinafólki í Skagafirði þar
sem hann lauk barnaskólanámi.
Hann fluttist aftur til Skaga-
strandar 14 ára gamall og byrj-
aði þá strax að starfa við sjóinn.
Hann lærði ungur til kafara-
starfs og vann um langt árabil á
sumrin sem kafari. Hann starf-
aði á vegum Vita- og hafna-
málastofnunar vítt og breitt um
landið og vann einkum við hafn-
argerð í smærri og stærri
byggðarlögum.
Guðmundur stundaði lengst
af sjómennsku og almenn verka-
mannastörf. Í nokkur ár rak
hann útgerð frá Skagaströnd
ásamt fleirum. Hann sat í sveit-
arstjórn Skagastrandar eitt
kjörtímabil og nefndum á veg-
um þess. Einnig var hann um
árabil í stjórn nokkurra fyrir-
tækja og félagasamtaka á
Skagaströnd.
Útför Guðmundar fer fram
frá Hólaneskirkju á Skaga-
strönd í dag, 3. maí 2018, og
hefst athöfnin klukkan 14.
1946. Sambýliskona
hans var Bjarney
Valdimarsdóttir, f.
7. ágúst 1949, og
eiga þau þrjú börn
og fjögur barna-
börn. 2) Helga Jó-
hanna, f. 30. apríl
1948. Eiginmaður
hennar er Eðvarð
Sigmar Hallgríms-
son, f. 22. janúar
1948, og eiga þau
tvær dætur og fimm barnabörn.
3) Guðmundur, f. 23. desember
1949. Eiginkona hans er Sig-
urlaug Magnúsdóttir, f. 5. sept-
ember 1949, og eiga þau þrjú
börn og sjö barnabörn. 4) Ingi-
bergur, f. 16. nóvember 1953.
Eiginkona hans er Signý Ósk
Richter, f. 17. maí 1960, og eiga
þau tvö börn, en áður átti Signý
eina dóttur. 5) Karl, f. 16. nóv-
ember 1953. Eiginkona hans var
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, f. 1.
október 1957, og eiga þau tvö
börn og fjögur barnabörn. 6)
Lára, f. 3. apríl 1955. Eigin-
maður hennar er Gunnar Svan-
laugsson, f. 8. febrúar 1954, og
eiga þau fjögur börn og eitt
Minningar um Munda. Hann
var góður maður, falleg sál, ró-
legur og hafði kyrra og notalega
nærveru. Hann var orðinn full-
orðinn þegar ég kynntist honum.
Stundum þegar ég heimsótti
hann spjölluðum við. Stundum
þögðum við að mestu leyti. Það
var líka gott að þegja með
Munda, bara að vera.
Guðmundur tengdafaðir minn
var þrautseigur og með ólíkind-
um duglegur. Ég var alltaf mjög
stolt af honum.
Bréfberinn gat gengið að því
vísu að ekki þyrfti að vaða snjó
þegar borinn var út póstur á
Hólabraut 25 því tröppurnar og
stéttina mokaði Mundi alltaf.
Á sumrin sló hann blettinn,
hengdi út þvott og sneri kleinum
með Soffíu. Hann var húslegur
og gekk í öll störf á heimilinu inn-
an dyra sem utan, sem væri
kannski ekki í frásögur færandi
nema af því að hann var að heita
má einhentur. Eftir heilablóðfall,
sem hann varð fyrir 67 ára
gamall, lamaðist líkaminn alveg
vinstra megin. Hann fékk mátt-
inn að einhverju leyti til baka í
fótinn og eftir endurhæfingu á
Reykjalundi og þrotlausar æfing-
ar lærði hann að bjarga sér,
svona líka merkilega vel. Að gef-
ast upp var heldur ekki til í hans
orðabók.
Þau Soffía höfðu fundið rétta
taktinn, voru samhent og stóðu
þétt saman. Gestrisni þeirra
hjóna var vel kunn og samheldni
fjölskyldunnar mikil, sem er mik-
ið ríkidæmi.
Fyrstu árin eftir að Soffía féll
frá bjargaði Mundi sér einn í hús-
inu sínu. Svo kom að því að hann
sá sér þann kost vænstan að
flytja á hjúkrunarheimilið Sæ-
borg, þá orðinn 91 árs. Hann gæti
tekið því rólega í ellinni.
Árin á Sæborg voru honum
góð og ævikvöldinu eyddi hann
þar ánægður. Oftar en ekki voru
afskorin blóm í blómavasanum
sem einhver hafði fært honum og
alltaf átti hann konfekt eða annað
nammi til að bjóða gestum og
gangandi. Á sérútbúna bílnum
sínum skrapp hann oft á rúntinn,
niður á bryggju og upp á Hóla-
braut til að athuga hvort ekki
væri allt í lagi með húsið. Þar
kom stórfjölskyldan líka áfram
saman, hélt matarveislur, spilaði
og söng. Mundi var þar enginn
eftirbátur í söngnum og hafði
gaman af.
Ég held að dýrmætasta gjöfin,
þegar fólk eldist og fer að verða
minna á ferðinni, sé að fá heim-
sóknir. Mundi fékk oft heimsókn-
ir. Börnin voru sérlega dugleg að
koma og það breytti engu þó að
þau ættu flest heima í öðrum
landshlutum. Að skreppa frá
Reykjavík, Stykkishólmi eða Ak-
ureyri til að heilsa aðeins upp á
gamla var aldrei neitt einasta
mál. Munda leiddist ábyggilega
aldrei því það var alltaf einhver
að koma eða nýfarinn. Ég er í það
minnsta sannfærð um að hann dó
ekki úr leiðindum.
Við erum þakklát fyrir að hann
kvaddi eins og hann gerði. Hægt
og hljótt. Kvöldið áður hafði hann
eins og vanalega rakað sig og sett
á sig góða lykt áður en hann fór
fram í kvöldmat. En hann vissi að
hans tími var kominn, hann var
búinn að segja það. Hann var líka
svo sannarlega búinn að skila
sínu, þúsundfalt. Hann var tæp-
lega 98 ára þessi höfðingi og einu
hrukkurnar á andlitinu voru
broshrukkurnar í kringum
augun. Hver vill líka vera án
þeirra?
Signý Ósk Richter.
Menn þeirrar kynslóðar sem
fæddust á fyrri hluta síðustu ald-
ar eru óðum að kveðja þennan
heim. Fólk sem ólst upp við fá-
tækt kreppuáranna kom undir
sig fótunum af eigin dugnaði og
átti hlut að því að byggja grunn-
inn að velferðarþjóðfélagi dags-
ins í dag.
Það var á sólríkum degi í maí
1968 að kærastinn bauð mér í bíl-
túr til Skagastrandar til að hitta
stórfjölskylduna á Hólabraut-
inni. Ég var frekar taugaóstyrk
og feimin en það hvarf fljótt við
hlýtt faðmlag og góðar móttökur
og það hefur verið mín gæfa að
eignast hlut í svo stórri og sam-
hentri fjölskyldu.
Á fallegum vordegi kvaddi
elskulegur tengdapabbi. Tengda-
pabbi sem vann alla tíð mikið, var
ósérhlífinn, ákveðið fastur fyrir,
mjög skynsamur, skipulagður,
tók þátt í heimilisstörfum, algjört
snyrtimenni, alltaf vel greiddur
með mikinn rakspíra og í fötum
sem voru í nýjustu tísku. Horfði á
enska boltann, var áskrifandi að
Stöð 2 sport, sem níu ára ömmu-
strákurinn minn öfundaðist yfir.
Það var því mikið áfall 1987 að
veikjast og þurfa að fara af
vinnumarkaði. En þið Soffía lét-
uð ekki deigan síga, bökuðuð
kleinur og selduð til fyrirtækja
og einstaklinga. Soffía lagaði
deigið og þú snerir kleinunum
við, mikil og góð samvinna þar.
Þið voruð svo langt á undan ykk-
ar samtíð í svo mörgu, ræktuðuð
grænmeti og buðuð ferða-
mönnum upp á gistingu. Svona
nútíma airbnb, sem ekki var
hægt að panta á netinu, heldur
hringdi fólk eða bankaði upp á og
allir voru velkomnir á meðan hús-
rúm leyfði. Margir komu ár eftir
ár og góður vinskapur myndað-
ist. Þú hafðir yndi af ferðalögum
og þið Soffía voruð virkir þátttak-
endur í árlegum sumarferðum
fjölskyldunnar, og ekki síst í at-
höfnum hjá börnum, barnabörn-
um og loks barnabarnabörnum.
Okkar góðu og skemmtilegu
stundir áttum við m.a. í garðinum
á Hólabrautinni, settum niður
sumarblóm, ekkert gert í fljót-
heitum, ég mátti róa mig niður.
Fyrst búin til hola, svo áburður,
mold og síðan helltir þú vatni í
holuna sem rann niður í jarðveg-
inn, þá mátti ég setja blómið nið-
ur. Þú með hjólbörurnar, settir
slöku höndina fyrst á kjálkann,
síðan hina og gekkst frá öllu. Ég,
prinsessan, fór inn í kaffi og allt
heimabakað hjá tengdamömmu.
Við áttum Skagafjörðinn sameig-
inlegan og skemmtilegt þótti mér
að heyra sögur af mönnum og
málefnum frá veru þinni þar.
Ég er afar þakklát fyrir tím-
ann okkar saman. Það er ákaf-
lega dýrmætt fyrir mig einka-
barnið að eignast hlut í þér og
þinni góðu fjölskyldu, sem reynst
hefur mér og mínum alla tíð vel.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Guðmundur, kysstu
Soffíu frá mér, ég er viss um að
þið eruð komin með kleinukot í
Sumarlandinu.
Þín
Sigurlaug.
Afa á Skagó kallaði ég afa
minn á Skagaströnd ávallt í dag-
legu tali og þykir mér mjög vænt
um þessi orð. Afi minn var hæg-
látur maður og aldrei man ég eft-
ir að hafa séð hann reiðan eða að
skeyta skapi sínu, heldur þvert á
móti man ég eftir brosi og mild-
um hlátri manns sem kunni að
meta fjölskyldu sína og barna-
börnin, smá sem stór.
Afi var mikill fjölskyldumaður
og þótti fátt skemmtilegra en að
fá allan barnaskarann í heim-
sókn. Árlegar fjölskyldusam-
komur voru því fastur liður og
eru enn í dag hjá okkur fjölskyld-
unni. Afkomendur afa og ömmu
eru fjölbreyttur hópur sem gam-
an er að umgangast og hitta og
þar er mér efst í huga hið árlega
jólahlaðborð fjölskyldunnar á
Skagaströnd. Grín og fjör og
heimatilbúin skemmtiatriði í
bland við söng og heimsókn jóla-
sveinsins til ungu kynslóðarinnar
gerði kvöldið að einstaklega ynd-
islegri stund og er ég viss um að
afi er mér sammála. Hann hlakk-
aði ávallt mikið til þessara sam-
verustunda og naut þess að taka
þátt í söng og gleði langt fram
eftir kvöldi. Nú er hann afi minn
horfinn á braut og mikið held ég
að amma sé fegin að fá hann loks-
ins til sín í himnaríki. Hvíl í friði
elsku afi minn.
Þín
Fjóla.
Elsku afi á Skagaströnd.
Við viljum þakka þér fyrir ára-
langa umhyggju og áhuga þinn á
okkar velferð. Það er okkar ríki-
dæmi að hafa fengið að upplifa
góðar samverustundir með ykk-
ur ömmu í Skeifunni. Við erum
þakklát fyrir nærveru ykkar á
mikilvægum tímamótum í lífi
okkar allra.
Elsku afi, við biðjum Guð að
vera með þér og við biðjum að
heilsa ömmu.
Minning þín mun lifa með
okkur.
Unnur Elfa, Alfa Lára og
Guðmundur Víðir.
Elsku afi minn. Það er skrítið
að þú sér farinn en ég veit að þér
líður vel með að vera kominn til
ömmu og Hrefnu frænku. Nú
þegar ég lít til baka er ég mjög
ánægð með að hafa flutt aftur
norður og fengið að eyða aftur
tíma með þér. Frá því að ég kom
aftur til Skagastrandar höfum
við átt saman margar ánægjuleg-
ar stundir.
Sá tími sem ég vann á Sæborg
er mér mjög mikilvægur því
stundirnar sem við vorum saman
þar voru yndislegar og finnst
mér mjög mikilvægt að ég gat
eytt þeim með þér og hugsað um
þig eins vel og ég gat.
Mér finnst alveg yndislegt að
dætur mínar fengu að kynnast
langafa sínum vel og Ástríður
mín er svo ánægð með að þú gast
komið í ferminguna hennar fyrir
um það bil ári. Það að þú gast
komið mun lifa í minningu henn-
ar um ókomna tíð. Þú varst alltaf
svo góður og yndislegur afi og
tókst þú Runólfi mínum opnum
örmum og þið eruð búnir að
spjalla mikið saman. Þegar ég
bjó á Skagaströnd sem barn
fannst mér alltaf gaman að skot-
tast yfir til ykkar og eyða deg-
inum með ykkar eða bara til að
gá hvort mér litist betur á kvöld-
matinn hjá ykkur heldur en hjá
mömmu og pabba. Einnig var
alltaf gaman að koma til ykkar í
Kleinukot og fylgjast með ykkur
þremur að baka kleinur, parta og
flatbrauð.
En elsku afi minn, þín verður
sárt saknað en minningarnar lifa.
Hvíldu í friði.
Þín afastelpa,
Kolbrún Ósk.
Elsku afi.
Nú þegar þú hefur siglt á vit
nýrra ævintýra er ljúft að minn-
ast dýrmætra stunda og þakka
fyrir liðið.
Við systkinin vorum lánsöm að
alast upp við ófáar ferðir norður
til að heimsækja ykkur ömmu í
Skeifunni. Þar var alltaf kátt í
höllinni, sérstaklega á áramótun-
um þegar stórfjölskyldan var
mætt, þið amma tókuð á móti
okkur með heitt súkkulaði eftir
brennuna og við sungum um Dísu
í Dalakofanum.
Stundum, þegar þannig lá á
þér, rifjaðir þú upp sögur af sjón-
um og við hlustuðum dolfallin á.
Þá var yfirleitt ekki langt í að við
laumuðumst upp á háaloft og
prófuðum kafarabúninginn þinn
gamla.
Á sumrin nutum við yndis-
legra ferða með ykkur ömmu og
stórfjölskyldunni vítt og breitt
um landið. Þetta voru sannarlega
góðir tímar.
Síðar, eftir að þú fluttir á Sæ-
borg og við vorum farin að búa
úti um allar koppagrundir, var
notalegt að koma í heimsókn. Við
ræddum daginn og veginn, feng-
um hjá þér súkkulaðimola og
appelsín. Alltaf með allt á hreinu.
Spurðir margs og gafst okkur
ráð. Tókst hlýlega á móti okkar
betri helmingum. Góður og
traustur.
Við höfum dáðst að dugnaði
þínum og einurð, elsku afi.
Hvernig þú hélst alltaf ótrauður
áfram öllum þínum krefjandi og
framsæknu verkefnum þrátt fyr-
ir að hafa lamast að hluta til,
langt fyrir aldur fram. Húmorinn
og hugrekkið að vopni. Vonandi
tekst okkur að ná tökum á þeim
góðu kostum sem þú kenndir
bæði í orði og verki.
Hafið, bláa hafið, hugann dregur,
hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur,
bíða mín þar æskudrauma lönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér aldrei fyrr,
bruna þú nú, bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum,
fyrir stafni er haf og himinninn.
(Örn Arnarson)
Hjartans þakkir fyrir allt og
allt, elsku afi.
Við söknum þín og minningin
lifir.
Systkinin úr Hólminum,
Hrefna Dögg Gunnarsdóttir,
Guðlaugur Ingi Gunnarsson,
Gunnhildur Gunnarsdóttir
og Berglind Gunnarsdóttir.
Elsku langafi.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Þínar langafastelpur,
Ástríður Helga
og Rannveig Lára.
Guðmundur J.
Jóhannesson
HINSTA KVEÐJA
Elsku langafi.
Við sendum þér uppá-
haldsbænina okkar með í
ferðalagið þitt til englanna.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson)
Guð geymi þig.
Sigurlaug Rún, Þorgerð-
ur Ósk og Magnús Víðir.
Við kölluðum
hann alltaf afa Frið-
björn. Vinir hans
kölluðu hann Bjössa. Af hverju
kölluðum við hann ekki afa
Bjössa? Það hefði ekki breytt
neinu, afi var góður karl.
Áður en afi kvaddi náði ég að
þakka honum fyrir alla aukatím-
ana sem hann kenndi mér. Hálfan
eða heilan vetur var ég í heima-
kennslu hjá honum. Hann var
kennari í Álftamýrarskóla meðan
ég var þar í 6. til 10. bekk. Fór ég
flestalla daga til hans og gerði
heimavinnuna mína eftir skóla.
Ég þurfti á þessari aðstoð að
halda, ég byggi alltaf á þessum
grunni. Afi var duglegur að eyða
tíma með barnabörnunum og það
verður aldrei frá honum tekið.
Hann vissi hvað maður þurfti
að heyra og hvað manni þætti
gaman, það hefur gert hann að
svona góðum kennara trúi ég.
Hann var enginn slúðrari sem
gerði það að verkum að maður
hefur alltaf getað sagt honum upp
og ofan í lífinu og hann hlustaði og
dæmdi ekki.
Hann var fyrirmynd og það eru
ákveðnir eiginleikar og lífsstefnur
Friðbjörn
Gunnlaugsson
✝ FriðbjörnGunnlaugsson
fæddist 15. janúar
1933. Hann lést 11.
apríl 2018. Útför
Friðbjarnar fór
fram 27. apríl
2018.
sem hann hafði sem
munu lifa áfram.
Stefán Hjalti
Garðarsson.
Afi var einstakur
að svo mörgu leyti,
hann var maður fárra
orða en þegar hann
talaði þá hlustaði
maður. Hann var
besti kennari sem
uppi hefur verið, leyfi ég mér að
fullyrða. Hann kenndi mér svo
margt og svo miklu meira sem ég
áttaði mig ekki á fyrr en nýlega.
Mér fannst alltaf gott að koma
til ömmu og afa, mér leið alltaf vel
þar. Afi klóraði mér alltaf á bak-
inu og las fyrir mig sögur á kvöld-
in. Stundum hlýddi hann mér yfir
heimalærdóminn minn og þá sat
ég við borðstofuborðið og hann
sat í stólnum sínum með pípuna
sína, ég elskaði lyktina af pípu-
reyknum. Hann gaf mér kakó
með rjóma meðan ég las upp úr
Gagn og gaman, hann sagði mér
frá Gunnari og Njáli, Agli og Ing-
ólfi, hann sagði sögu þeirra þann-
ig að ég sá allt ljóslifandi fyrir
mér. Afi minn var góður og
kenndi mér svo margt, fyrir það
er ég svo þakklát og minning hans
mun lifa með mér og mínum um
aldur og ævi.
Elsku afi minn! Ég veit að
amma bíður eftir þér, skilaðu
kveðju og kysstu hana frá mér,
þar til næst.
Vala Björg Garðarsdóttir.
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Opið: 10-17
alla virka daga
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is