Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Somewhere in Iceland heitir ný ljós- myndabók Páls Stefánssonar, 37. bókin sem hann sendir frá sér. Í bókinni eru 155 myndir sem teknar eru víða um land á undanförnum rúmum tveimur árum að sögn Páls: „Mér finnst mér alltaf vera að fara fram og þess vegna er þetta í raun allt nýjar myndir.“ – Í síðustu ljósmyndabók þinni, Iceland Exposed, sem kom út fyrir þremur árum, eru myndir af lands- lagi, sem eru margar ekki eins og myndir af lands- lagi. Í þessari bók eru líka slík- ar myndir, en þó fleiri myndir sem eru með tengingu við náttúru og mannlíf. „Ef ég væri alltaf að skrifa sama ljóðið eða taka sömu myndina held ég að það myndi enginn hafa áhuga á því að sjá það sem ég er að gera. Ég er alltaf leitandi og svona bók er eins og skáldsaga að því leyti að hún hefur upphaf og endi. Iceland Expo- sed var óræð, en í Somewhere in Iceland langaði mig að setja mannlíf inn í bókina og heyvagna og hús. Ég byrja bókina á óræðum vetri, byrja á engu, og enda á manngerðu.“ Við erum mannskepnur – Fólk fer í ferðalög til Afríku til að sjá mauraþúfur en okkur finnst aftur á móti glatað þegar við sjáum verksummerki eftir menn í náttúr- unni. Þótt við séum að sjálfsögðu líka dýr. „Við erum mannskepnur og í bók- inni er ég til dæmis með mynd af ryðgandi skipsskrokki sem er eins og fjall, fjall með fjöru.“ – Hvernig varð bókin til? „Myndirnar koma til mín. Ég er eins og veiðimaður sem setur flugu út í á. Ég veit ekki hvað ég mun fá, veit ekki hvort það bítur á silungur, lax eða ekki neitt, en maður fiskar af því maður setur fluguna út í ána. Þegar maður er búinn að vera svo lengi í þessu, 36 ár, lærir maður að maður fer ekki í Laxá í Aðaldal um miðjan vetur af því það er enginn lax þar, maður fer og veiðir þegar maður ætlar að ná ákveðnum mynd- um. Ég er orðinn ansi glöggur á að lesa veðurspá fram í tímann, sjá hvar og hvernig birtan verður og hvenær aðstæður eru bestar til að ná tilteknu sjónarhorni. Um daginn heyrði ég til dæmis af því að það væri óvenjumikið um álft í Lóni í Lónssveit en fór ekki strax, fór þeg- ar ég bjóst við að ég myndi ná magnaðri stund og hún kom klukk- an sjö að morgni daginn sem ég fór austur og ég á staðnum.“ Eins hreint og getur verið Myndirnar í bókinni eru nánast allar teknar á Sony-myndavélar, á A7R II og RX1RII, en síðarnefndu vélina segir Páll vera uppáhalds- ferðafélaga sinn. Í eftirmála kemur og fram að Páll notar ekki nema þrjár brennivíddir. „Sýn manns breytist með árunum og í fyrstu landslagsbókinni minni, Light, sem kom út 1987, notaði ég sautján linsur, frá 14 mm upp í 400 mm og allt þar á milli. Núna er þetta tekið á fjórar linsur, tvær 35 mm, 50 mm og 85 mm. Það er eng- inn aðdráttur í þessari bók, enginn víðvinkill, þetta er eins hreint og getur verið. Maður lærir það að það þarf ekki linsubrellur til að búa til mynd. Við Raxi vorum einmitt að tala um það um daginn að það vopnabúr sem við notum er orðið nánast að engu, við erum eiginlega bara að nota standard-linsurnar og þurfum ekki meira. Þótt maður eigi gommu af linsum og taki þær með í flestar ferðir þá tekur maður þær aldrei upp.“ Sífelld leit að sjónarhorni Í nýrri ljósmyndabók fléttar Páll Stefánsson saman myndum af óræðri náttúru og myndum af manngerðu umhverfi, byrjar á engu, eins og hann lýsir því, og endar í mann- heimi. Ljósmyndir/Páll Stefánsson Birta Myndin er tekin fimmtán mínútum fyrir miðnætti vorið 2016 norður á Langanesi. Þar er vindurinn frískari og miðnæturbirtan hvergi fallegri. Litir Páll segir að sér hafi fundist eins og barnabarn sitt hefði skvett leik- skólalitum sínum yfir tjarnirnar, vötnin og víkurnar við sporð Hofsjökuls. Vetur Flestar myndirnar í bókinni eru úr Bakkafirði. Í febrúarbyrjun horf- um við niður Sandvíkurheiðina niður í Bakkafjörð, eftir þjóðvegi 85. Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is • Verndar vopnið þitt gegn flestum skemmdum • Byggir upp sterka vörn gegn tæringu • Verst frosti niður í – 80°C • Lengir líftíma vopnsins • Hryndir frá sér ryki og skotleifum • Ver vopnið í mjög langan tíma Smurefni fyrir skotvopn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.