Morgunblaðið - 03.05.2018, Page 81

Morgunblaðið - 03.05.2018, Page 81
MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Stutt heimildamynd, Even Aster- oids are Not Alone eftir Jón Bjarka Magnússon, verður frumsýnd á al- þjóðlegu heimildamyndahátíðinni Ethnocineca sem fer fram í Vín 4. til 10. maí. Þar er kvikmyndin, sem er 17 mínútna löng, tilnefnd til ESSA- verðlaunanna sem tileinkuð eru ung- um kvikmyndagerðarmönnum. Even Asteroids are Not Alone fjallar um það hvernig vinátta og traust myndast í íslenska fjölspil- unartölvuleiknum Eve Online. Hundruð þúsunda leikmanna grafa eftir málmum, stunda viðskipti og berjast hver við annan í tölvugerð- um vetrarbrautum. Í hinni víðáttu- miklu og fjandsamlegu veröld Nýju Eden er engum treystandi. En hvernig eignast maður vini í fjar- lægum víddum himingeimsins? Hér tvinnast landslag og umhverfi tölvu- leiksins sjálfs saman við reynslusög- ur fjórtán ósýnilegra Eve Online- spilara hverra sögur bera vitni um möguleika tölvuleikja til að mynda ný samfélög og brúa bilið á milli ein- staklinga heimsálfanna á milli. Jón Bjarki Magnússon (f. 1984) er skáld og rithöfundur og hefur starf- að sem blaðamaður. Hann lærði rit- list í Háskóla Íslands og stundar nú mastersnám í sjónrænni mannfræði í Freie Universität í Berlín. Kvikmynd um Eve Online tilnefnd Geimskip Stilla úr Even Asteroids are Not Alone, úr leiknum Eve Online. Ópera Daníels Bjarnasonar tón- skálds, Bræður, er tilnefnd til hinna virtu dönsku Reumert-verðlauna í flokknum „Ópera ársins“. Óperan verður sýnd á Listahátíð í Reykjavík 9. júní næstkomandi, undir stjórn tónskáldsins með Jacques Imbrailo, Marie Arnet, Selmu Buch Ørum Villumsen, Elmar Gilbertsson, Þóru Einarsdóttur, James Laing, Odd Arnþór Jónsson, Jakob Christian Zethner og Hönnu Dóru Sturludótt- ur í aðalhlutverkum. Óperan Bræður var frumflutt af Jósku óperunni sem liður í Bier- þríleik Tónlistarhússins í Árósum í fyrra þegar Árósar voru ein af menningarborgum Evrópu. Kasper Holten leikstýrði upp- færslunni í sviðsmynd Steffen Aarf- ing, líbrettóið skrifaði Kerstin Perski og André de Ridder stjórnaði söngvurum, kór og Sinfóníu- hljómsveit Árósa. Reumert-verðlaunin eru kennd við hinn kunna leikara Poul Reu- mert (1883-1968), eiginmann Önnu Borg leikkonu. Verðlaunin verða af- hent 9. júní, sama kvöld og Daníel stjórnar uppfærslunni á Listahátíð. Bræður keppa um verðlaunin við Valkyrien, sem Den Ny Opera setti upp, og Silent Zone sem CPH Opera Festival setti á svið. Morgunblaðið/Styrmir Kári Tónskáldið Ópera Daníels Bjarna- sonar keppir um dönsk verðlaun. „Bræður“ tilnefnd til Reumerts Tónleikar í hádegistónleikaröðinni Á ljúfum nótum verða haldnir kl. 12 í dag í Fríkirkjunni í Reykjavík og bera þeir yfirskriftina „Tunglið og ég“. Á þeim verður flutt tónlist eftir franska tónskáldið Michel Legrand sem orðinn er 86 ára og er hvað þekktastur fyrir söngleiki sína og kvikmyndatónlist. Flytjendur eru söngkonan Heiða Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson píanóleikari og á efnisskránni verða m.a. lögin „What are you doing the rest of your life“ úr kvikmyndinni The Happy Ending, „You must be- lieve in spring“ úr kvikmyndinni The Young Girls of Rochefort, „The summer knows“ úr kvikmyndinni Summer of ’42 og „I will wait for you“ úr The Umbrellas of Cher- bourg. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og er athygli vakin á því að ekki er tekið við greiðslukortum. Tónskáld Michel Legrand á sínum yngri árum en hann fæddist 1932. Flytja lög Legrands í Fríkirkjunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.