Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 92
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 123. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Ummælin óskynsamleg 2. Óþægilegasti tími sem ég hef lifað 3. „Hann glímdi við erfiðar hugsanir“ 4. Kaffihús kemur í stað sjoppu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Opnunarhátíð Listar án landamæra í Reykjavík fer fram í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur í dag kl. 17. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur há- tíðina og fram koma DJ Aron Kale – listamaður hátíðarinnar í ár, MC Ís- björn, Hljómsveitin Eva, Tjarnar- leikhópurinn, JóiPé og Króli og Embla og Gunnar and the Rest en kynnar opnunarhátíðarinnar verða Andri Freyr Hilmarsson úr þáttunum Með okkar augum og leikkonan Steiney Skúladóttir. Einkasýning Arons Kales í Ráðhúsinu verður opnuð um leið og hátíðin sjálf og kl. 19 einkasýning myndlistarkonunnar Láru Lilju Gunn- arsdóttur í Gallerí Porti á Laugavegi. Listahátíðin List án landamæra verð- ur haldin víða um Reykjavík fram til 13. maí og á henni er lögð áhersla á list fatlaðra listamanna. Í ár er sér- stök áhersla á tímatengda list á borð við leiklist, tónlist, sviðslistir og vídeóverk. List án landamæra sett í Tjarnarsal  Viðar Víkingsson kvikmyndahöf- undur ræðir um formsköpuði í kvik- myndalist, Hitchcock, Bresson, Ozu, Lang og fleiri, og sýnir dæmi úr merkum kvikmyndum í Hannesar- holti í kvöld kl. 20. Þær eru allt frá tímum þöglu kvikmyndanna til okkar daga, segir um viðburðinn á vef Hannesarholts og að Viðar muni leit- ast við að sýna hvernig heimssýn þessara höfunda skilaði sér í því sem kvikmyndalistin ein fái tjáð. Viðar lauk námi í kvikmyndaleik- stjórn frá IDHEC, kvikmyndaskóla franska rík- isins, og hefur gert fjölda sjónvarps- mynda. Fjallar um formsköp- uði í kvikmyndalist Á föstudag og laugardag Suðvestan 10-18 m/s og él eða slyddu- él. Hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart norðaustan- og austanlands með hita að 9 stigum yfir daginn. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðvestanátt, víða 10-15 m/s og él, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Hiti 1 til 8 stig, mildast norðaustanlands. VEÐUR Sveinbjörn Claessen hefur ákveðið að láta staðar numið í körfunni en hann lék með ÍR allan sinn feril. Í viðtali við Morgunblaðið greinir hann frá því að hann hafi hafnað ýmsum tilboðum frá öðrum félögum í gegnum árin þegar ÍR var í varnarbaráttu í deild- inni. Sjaldgæft er núorðið að öflugir leikmenn spili ávallt fyrir uppeldisfélag sitt nema það sé iðulega í fremstu röð. »2-3 Síðasti félags- maðurinn? Prinsessan og drottningin voru í aðalhlutverkum hjá Haukum í odda- leiknum gegn Val um Íslandsmeist- aratitil kvenna í körfuknattleik. Bene- dikt Guðmundsson, körfubolta- sérfræðingur Morgunblaðsins, skrifar um nýkrýnda Íslandsmeistara Hauka í pistli sínum í blaðinu í dag. »4 Prinessan og drottn- ingin í Haukum Íslandsmót kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld þegar Stjarnan og Breiðablik mætast í Garðabæ. Ás- gerður Stefanía Baldursdóttir, fyr- irliði Stjörnunnar, er komin aftur í slaginn eftir ársfrí og segir að liðið stefni á Íslandsmeistaratitilinn þó að því sé ekki spáð sérstöku gengi. „Við eigum fullt erindi í það,“ segir Ás- gerður. »1 Segir Stjörnuna stefna á Íslandsmeistaratitil ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Valsstúlkan Auður Sveinbjörns- dóttir Scheving varði markið hjá 3. flokki karla í A-liði Vals þegar þeir urðu Reykjavíkurmeistarar í knatt- spyrnu um helgina. Auður lék fjóra leiki með strákunum á mótinu, þar af síðasta leikinn gegn Fylki á laug- ardaginn þar sem hún varði m.a. vítaspyrnu í 3:1 sigri Vals. „Strák- arnir eru ekki með markmann á 3. flokks aldrinum og fengu því mig til liðs við sig,“ segir Auður. Með sérstöku leyfi frá KSÍ geta stelpur spilað með strákum í yngri flokkum, einmitt upp í 3. flokk sem er aldurinn 14 til 15 ára. „Það er dá- lítið öðruvísi að spila með þeim en stelpunum. Þeir eru sterkari og það er mikið meira að gera í leiknum. Reyndar er Valur með svo gott lið í 3. flokki að það var ekkert svo mikið að gera hjá mér í markinu,“ segir Auður glettin. Strákarnir tóku því vel að fá stelpu í liðið. „Ég var frekar stress- uð fyrir fyrsta leikinn en þeir tóku mér mjög vel,“ segir Auður sem býst við að taka nokkra leiki í viðbót með strákunum í sumar. Auður er í 10. bekk í Háteigs- skóla. Hún byrjaði að æfa fótbolta 6 ára og hefur æft á fullu síðan, síð- ustu ár nær eingöngu sem mark- maður. „Markið varð ekki alveg strax minn staður en á Pæjumótinu í Vestmannaeyjum, þegar ég var 10 ára, skiptumst við á að vera í marki og mér gekk svo vel að mamma spurði hvort ég vildi kannski prófa að fara á markmannsnámskeið sem ég gerði. Mér fannst það strax mjög gaman og finnst enn,“ segir Auður sem hefur líka gaman af því að spila úti en í 4. flokki spilaði hún með A- liðinu í marki og B-liðinu úti sem henni fannst líka mjög gaman. Auk þess að spila með strákun- um í 3. flokki ver Auður markið hjá 2. flokki kvenna hjá Val og er til vara í meistaraflokki. Þá hefur Auður verið í U16- og U17-landsliðum kvenna í fótbolta. Markmið hennar er að komast í U19-landsliðið … „og hverja dreymir ekki um að vera í A- landsliðinu,“ segir hún og það er ljóst hvert hugurinn stefnir. Spurð hvað góður markmaður þarf að hafa svarar Auður ákveðið: „Hann þarf að fórna sér í boltann, láta bara vaða og vera á réttum stað á réttum tíma.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Óhrædd Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving segir góðan markmann þurfa að fórna sér í boltann og láta bara vaða. Hún ver markið hjá Val. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving ver knattspyrnumarkið af hörku hjá strákum og stelpum í Val Metnaðarfullur markmaður Auður æfði ballett frá þriggja til 12 ára aldurs hjá móður sinni, Brynju Scheving ballettkennara, en hún segir mömmu sína hafa séð strax að hún væri boltastelpa frekar en ballettstelpa. Afi Auðar er Heimir Guðjónsson sem var markmaður KR í fótbolta á árunum 1955 til 1965 og landsliðsmaður. „Hann hefur kennt mér margt og ég held að hann sé mjög stoltur af mér eins og öll fjölskyldan, þau eru mínir helstu stuðningsmenn. Þá á ég Rajko, markmannsþjálfara Vals, mikið að þakka. Hann sá eitthvað í mér þegar ég var yngri og tók mig heilt sumar nánast í einkaþjálfun, sem ég fékk mjög mikið út úr.“ Auður hefur lítinn tíma fyrir annað en að verja markið enda er fótboltinn áhugamál hennar núm- er eitt, tvö og þrjú. Betri með bolta en í ballett AFINN VAR ÞEKKTUR MARKMAÐUR MEÐ KR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.