Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 36
málheildinni liggja stíllega. Í ljós kemur að Njála er sjálfri sér líkust;
enginn annar texti í málheildinni liggur jafnnálægt fyrri hluta sög-
unnar og síðari hluti Njálu (kd. 0,53). Næst þeim stendur Ljós-
vetninga saga (kd. 0,81). Stílmælingin leiðir aftur á móti ekki í ljós
nein sérstök líkindi milli fyrri hluta Njálu og Íslendinga sögu (kd.
1,15). Samkvæmt henni er ólíklegt að Sturla Þórðarson sé höfundur
Njálu. Áþekkar niðurstöður fengust þegar síðari hluti Njálu var
hafður að viðmiði, þ.e. fyrri hluti Njálu (kd. 0,53) var líkastur síðari
hlutanum en næst þeim kom Ljósvetninga saga (kd. 0,85). Ekki
voru sérstök líkindi með síðari hluta Njálu og Íslendinga sögu (kd.
1,02).
Á mynd 4 eru fyrri og síðari hluti Njálu bornir saman við Ís-
lendinga sögu með sama hætti og tvær lykilsögurHeimskringlu og
Egla voru bornar saman á mynd 2. Misræmi á milli orða á vinstri og
hægri hluta, sem og það að blálituðu og rauðlituðu svæðin eru í
jafnvægi í báðum tilvikum, sýnir að ekkert sérstakt samræmi er í
orðanotkun þessara sagna (þær eru álíka líkar og þær eru ólíkar).
Stílleg fingraför Sturlu Þórðarsonar er, með öðrum orðum, ekki
hægt að greina í texta Njálu. Hins vegar má greina þau víðar í Sturl-
ungu en í Íslendinga sögu einni.
Á mynd 5 er viðmiðið Íslendinga saga og sýnt með mislöngum
sneiðum á skífu hve fjarri henni einstakar sögur innan málheildar-
innar liggja stíllega. Í ljós kemur að engir textar mælast jafnlíkir Ís-
lendinga sögu og þrjár aðrar sögur sem tilheyra Sturlungu, það er
Þórðar saga kakala (kd. 0,46), Þorgils saga skarða (kd. 0,62) og
Guðmundar saga dýra (kd. 0,64). Næst þeim koma síðan Gull-Þóris
saga (kd. 0,69), Landnámabók (kd. 0,70), Eyrbyggja saga (kd. 0,71)
og Sturlu saga (kd. 0,74). Líkindi Íslendinga sögu og fyrrnefndu
sagnanna þriggja eru slík að líklega er um sama höfund að ræða.
Einnig er hugsanlegt að Sturla hafi komið að ritun síðarnefndu
verkanna fjögurra en rétt er að ítreka að stílmældur texti Landnámu
er sú gerð sem eignuð er Sturlu.
300 jón, sigurður, steingrímur skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 300